Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 17

Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 17
Visir. Mánudagur. 10. júli 1972 17 n □AG | D KVÖLD | Q DAG | u KVÖ L D □AG | lítvarp kl. 20,30: Styrialdarleiðtogarnir: HITLER - II. hluti Styrjaldarleiðtogarnir eru aftur á dagskrá, en á siðara laugardegi greindum við frá 1. þættinum sem fjallaði um Mussolini. (Það er gott að nota tækifærið og koma að leiðréttingu á meinlegri villu i skrifunum um þann „ágæta” einræðisherra, að það var hjákona hans en ekki eiginkona sem fylgdi honum i dauðann. Leiðréttist það hér með). Þeir Páll Heiðar og Dagur Þorleifsson taka nú fyrir „mann aldarinnar" Adolf Hitler, manninn, sem kom af stað seinna heimstriðinu, frægasta einræðis- herra allra tima. Það er ástæðu- laust að rekja feril Hitlers. Til þess þarf lika söguritara,en þeim ber raunar flestum saman um, að hann hafi verið ósvikinn glæpa- maður þótt eitt sinn hafi frægur maður sagt, að nútiminn gæti ekki dæmt um hryðjuverkin sem hann vann fyrr en 50 árum eftir lát hans, þegar augum er rennt yfirsöguna og ,,verk” hans vegin og metin. Nóg um það. i kvöld munum við heyra rödd Hitlers i útvarpinu, túlkaða af Jóni Laxdal Halldórssyni, en ásamt honum lesa upp Jón Aðils, Jónas Jónasson, Knútur Magnússon auk umsjónarmanna þáttarins Páls Heiðars og Dags Þorleifssonar. Þetta er 1. þátturinn af þrem um Adolf Hitler. GF UTVARP Útvarp kl. 20,30: Útvarpssagan: „HAMINGJUDAGAR" eftir Björn J. Blöndal — höfundur les. Björn Blöndal er bóndi að Laugarholti i Bæjarsveit i Borgarfirði. Hann er nú um sjötugt, en byrjaði ekki að skrifa fyrr en hann nálgaðist fimmtugs- aldurinn. Það var 1950 sem „Hamingjudagar”, sem er hans fyrsta bók, kom út óg vakti hún þegar mikla athygli. Áöur höfðu birzt i timartitum skemmtilegar greinar eftir Björn sem báru honum vitni sem góðum og alvönum veiðimanni, enda fjölluðu skrif hans um slík efni. H a m i n g j u d a g a r (með undirtitlinum) ,,úr dagbókum veiðimannsins” segja á litrikan hátt frá amstri og þvargi veiöi- mannsins.brot úr lifi hans tekin og sýnd á nýstárlegan hátt i ritverki Björns. Höfundurinn greinir reyndar frá fleiru en eingöngu veiði- mennsku. Hamingjudagarnir eru einkum þættir og sögur úr náttúrunni, enda Björn hagvanur i sveitinni, þekkir sitt heimafólk og túlkar söguna sem sannur sveitamaður. Björn Blöndal hefur á umliðnum tuttugu árum sótt fanga i viðlika efni og i fyrstu bókinni. Hann hefur alls skrifað 8 bækur, 6 um veiðiskap og sveita- mennsku, en tvær skáldsögur. Björn Blöndal, hinn aldni höldur úr Borgarfirðingum, hefur vakið rikan áhuga þeirra sem á mölinni búa og hlotið margs konar viðurkenningar fyrir bækur sinar og greinar. Fyrir nokkrum árum veitti hann viðtöku verðlaunum úr Rithöfundasjóði Rikisútvarpsins auk þess sem honum hefur margs konar sómi verið sýndur og þó kannski sá mestur, aö hinn almenni lesandi kann vel að meta hin skemmtilegu skrif bóndans að Laugarholti og þykir mikill fengur að hverri nýrri bók frá hans hendi. Björn Blöndal les nú i kvöld 7. lestur sinn á „Hamingju- dögum” en þvi miður er hann totinn aftur i sveitina eftir að afa lesiö sögu sina, svo að við gátum ekki haft tal af honum en hann hefði áreiðanlega frá mörgu að segja. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Eyrar- vatns-Anna” eftir Sigurð Helgason. Ingólfur Kristjáns- son les (12). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miödegistónleikar: Kammertónlist André Gertler og Diane Anderson leika Sónötu nr. 3 i a-moll fyrir fiðlu og pianó eftir Enescu. David Oistrakh og Vladimir Jampolsky leika Þrjá ungverska dansa eftir Kodály. Vera Dénes og Endre Petri leika Sónötu fyrir selló og pianó op. 4 eftir Kodály. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Saga frá Lapplandi: „Lajla” eftir A.J. Friis Kristin Sveinbjörnsdóttir les (9) 18.00 Frcttir á ensku 18.10 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskólakenn- ari flytur þáttinn. 19.35 Um daginn og veginn Sig- urður Helgason lögfræðingur talar. 19.55 Mánudagslögin 20.30 Styrjaldarleiötogarnir: II. Hitler — I. hluti Umsjónar- menn: Páll Heiöar Jónsson og Dagur Þorleifsson. Lesarar með þeim: Jón Aðils, Jón Lax- dal Halldórsson Jónas Jónas- son og Knútur R. Magnússon. 21.30 Útvarpssagan: „Hamingju- dagar” eftir Björn J. Blöndal Höfundur les (7) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur Björn Stefánsson deildarstjóri talar um skóla- hald i sveitum. 22.25 Hljómplötusafniö i umsjá Gunnars Guömundssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. BILASALAN fios/oo SiMAR 19615 18085 Nt g-☆ A A ir -ír ☆ íf ír * <r ☆ ír <r ir ☆☆ <r ☆☆ <r ■Ct •tr íi -tt -tt -S -S -tt -Ct •Ct ■Ct •Ct •ct -Ct -tt -tt -tt -tt -ct -tt -tt -ct -tt -tt -tt -tt ít «• «- «- «- s- «- «• «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «■ «- «- -vt -tt -tt -tt -ct •ct ■Ct -tt -tt -ct •Ct C -tt -tt -tt <t ■ct -ct -tt -tt -tt -d -tt -tt -tt -ít -ct -tl -tt -Ct •Ct -tt -ít -tt -tt -ct -tí -ct -tt -ct ■Ct -ít -Ct -tt -tt -tt -tt -tt •Ct- -tl {t -tí -tt >*T\ Hrúturinn, 21. marz-20. april. Það er ekki ólfk- legt að þú fáir góðar og uppörfandi fréttir, ann- aðhvort i bréfi eða fyrir milligöngu gamalla og góöra kunningja, þegar liður á daginn. Nautið,21. april-21. mai. Yfirleitt góöur dagur og notadrjúgur heima fyrir, en sennilega fremur atburðasnauður. A ferðalagi eða að heiman get- ur brugðið til beggja vona. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Það kemur sér sennilega vel fyrir þig i dag að geta fengist við sitt af hverju, þvi að sennilega bjóðast þér harla óvenjuleg viðfangsefni. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Það litur út fyrir aö þras og arg og hávaði verði i kring um þig i dag, en ekki ættirðu að þurfa að láta það til þin taka, ef þú ekki vilt. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Það litur út fyrir að róðurinn verði heldur þungur i dag, ekki beinlin- is að neitt neikvætt gerist, en allt gangi heldur tregt og seinlega. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Rólegur dagur, ef til vill of rólegur að vissu leyti að þér finnst, þurfir þú að koma einhverju sérstökum verkefnum i framkvæmd. Kvöldið ánægjulegt. Vogin,24. sept.-23. okt. Góður og rólegur dagur, gott, að ljúka verkefnum heima fyrir, sem kom- in eru eitthvaö áleiðis. A ferðalagi er öruggara að gætt sé allrar varúðar. Drekinn,24. okt.-22. nóv. Dálitið varhugaveröur dagur, það er eins og eitthvað gamalt segi til sin, gömul veila ef til vill, eða ágreiningsefni, sem ætti að vera gleymt. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Það er einhver óvissa fram undan, og þvi vissara að fara gæti- lega, sér i lagi ef þú skyldir veröa á ferðalagi, en þarf ekki að boða neitt neikvætt. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Þaö litur út fyrir að þú eigir rólegan dag fram undan ef þú hefur viö eitthvað að fást, sem vel er á veg komiö, mun þér ganga greiðlega að ljúka þvi. Vatnsberinn,21. jan.-19. febr. Notadrjúgur dag- ur, þótt nokkur hægagangur geti orðið á hlutun- um. Ef þú ert á ferðalagi, máttu gera ráð fyrir að reyndin verði svipuö. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Það getur gerzt ýmislegt óvænt i dag, þó varla neikvætt, en ef til vill þannig að það komi nokkru róti á áætlanir þinar á næstunni. BORGARTUNI 1 SACHS ORGINAL DEMPARAR FYRIRLIGGJANDI í Benz - Ford Fiot - Opel Renault - Skoda - Peugeot ofl. bíla. H. JÓNSSON & CO., Brautarholti 22. Simi 22255 Sveinn Arnason H.F VÉLAL.EIGA S. 32160 VISIR AUGLÝSINGA- DEILD ER AÐ HVERFIS- GÖTU 32 SÍIVII 8 6611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.