Vísir - 14.07.1972, Qupperneq 13
Visir. Föstudagur. 14. júli 1972 ***
| í DAG | í KVÖLD | í DAG | í KVÖLD | í DAG |
Útvarp kl. 14,30:
Síðdegissagan: „Eyrarvatns-Anna"
eftir Sigurð Helgason
Ingólfur Kristjónsson, rithöfundur les
Ingólfur Kristjánsson, rithöf-
undur hefur undanfarið veriö að
lesa siðdegissögu útvarpsins
„Eyrarvatns önnu” i nokkurn
tima og eru nú komnir 15 lestrar
af 26. Varðandi höfundinn Sigurð
Helgason sagði Ingólfur, ,,að
margir könnuðust við hann sem
rithöfund og kennara i gamla
daga en þá skrifaði Sigurður tölu-
vert af sögum og ljóðum.”
,,Eyrarvatns-Anna er samfelld
saga sem kom út i tveim bindum
á árunum 1949 og 1957, segir
Ingólfur. „Þetta er sveitasaga frá
fyrri timum gæti átt við 19. öld-
ina, svona að vissu leyti heiðar-
býlissaga ofan úr afdalabyggð.”
Söguhetjan er Anna, sem býr á
Eyrarvatni og þetta eru erfiðir
timar. Maður hennar veröur uti
þegar hann er að sækja eld til
byggða. Hún stendur þá ein eftir
með börnin og hungrið sverfur að.
Þá verður það, að hún er borin
þeim sökum að hafa lagt sér hest
til matar og auðvitað þótti það hin
mesta hneisa i þá daga. Málaferli
verða út af hestinum og í næstu
lestrum verðum við margs visari
um hvernig öllu lyktar.
„Það má segja að
„Eyrarvatns-Anna sé nokkurs
konar aldarfarslýsing, sagði
Ingólfur og i dag kl. 14,30 heldur
hann áfram sögunni og er það 16.
lestur.
Ingólfur Kristjánsson
GF
Útvorp kl. 20,55:
Þrjú œskuverk Beethoven samin fyrir píanó
a. Jörg Demus leikur
Sónötur nr. 1 í Es-dúr
og nr. 2 í f-moll.
b. Jörg Demus og
Norman Shet leika
Sónötur í D-dúr.
Ludwig van Beethoven.
FÖSTUDAGUR 14. júlí.
13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunn-
laugsson leikur létt lög og
spjallar við hlustendur.
14.30 Siödegissagan: „Eyrar-
vatns-Anna” eftir Sigurð
Helgason Ingólfur Kristjánsson
les (16).
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin
dagskrá næstu viku.
15.30 Miðdegistónleikar: Sönglög
Teresa Stich Randall syngur
konsertariur eftir Mozart.
Werner Krenn syngur lög eftir
Schubert og Schumann.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17 30 Ferðabókarlestur: „Frekj-
an" eftir Gisla Jónsson Hrafn
Gunnlaugsson les (4).
18.00 Fréttir á ensku
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Fréttaspegill.
19.45 Bókmenntagetraun.
20.00 „Sumarnætur” eftir Berlioz
Régine Crespin syngur með
Suisse Romande hljómsveit-
inni: Ernest Ansermet stj.
20.30 Tækni og visindi— Guðm.
Eggertsson prófessor og Fáll
Theódórsson eðlisfræöingur sjá
um þáttinn.
20.55 Þrjú æskuverk Beethovens
samin fyrir pianó a. Jörg
Demus leikur Sónötur nr. 1 i
Es-dúr og nr. 2 i f-moll. b. Jörg
Demus og Norman Shet leika
Sónötur i D-dúr.
21.20 Útvarpssagan: „Hamingju-
dagar” eftir Björn Blöndal
Höfundur les (9).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan:
„Sumarást” eftir Francoise
Sagan Þórunn Sigurðardóttir
leikkona les (10).
22.35 Danslög i 300 ár. Jón Grön-
dal kynnir.
23.05 A tólfta timanum Létt lög úr
úmsum áttum.
23.55 Fréttir i stuttu máli. Dag-
skrárlok.
m
Nt
Hrúturinn, 21. marz-20. april. Farðu gætilega i
öllum kaupum i dag og verzlunarviöskiptum
yfirleitt, en þó mun öllu áhættuminna að selja ef
vel er frá samningum gengið.
Nautið,21. april-21. mai. Þér geta boðizt ýmis
tækifæri i dag, en hætt er þó við að einhver bögg-
ull fygi þar skammrifi, svo vissara er að gæta
vel að öllu i þvi sambandi.
Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Það bendir allt til
þess að dagurinn verði prýðilegra til allra fram-
kvæmda fallinn, en hins vegar þurfi talsverðrar
aðgæzlu við i áætlunum.
Krabbinn, 22. júni-23. júli. Þú ættir ekki að tefla
á tvær hættur i peningamálunum i dag. Ekki
heldur að gera neina samninga, sem snerta
peningamál að einhverju leyti.
Ljónið,24. júli-23. ágúst. Þetta verður að mörgu
leyti harla góður dagur. Vel til þess fallinn að
undirbúa framkvæmdir, athuga ýmsa mögu-
leika og lita i kring um sig.
Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Þetta gerður orðið
mjög notadrjúgur dagur, en ekki er liklegt að
mikill hraði verði á hlutunum. Farðu gætilega i
öllu, sem við kemur peningum.
Vogin,24. sept.-23. okt. Góöur dagur yfirleitt. Ef
til vill þarftu að vera fljótur að átta þig á hlutun-
um og taka ákvarðanir, en flanaðu samt ekki að
neinu.
Drckinn,24. okt.-22. nóv. Það litur út fyrir að þú
hafir helzt til margt i takinu eins og er. Eflaust
gerðirðu réttast að fækka við þig verkefnum, i
bili að minnsta kosti.
Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Þú ættir að at-
huga það i fyllstu alvöru, hvort ekki mundi ráö-
legt fyrir þig að endurskipuleggja störf þin i þvi
skyni að auka afköstin.
Steingcilin, 22. des.-20. jan. Það litur út fyrir að
þú þurfir að gæta þin nokkuð i samskiptum við
nýjan kunningja, sér i lagi ef um einhvér
peningaviðskipti er að ræða.
Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Gætni, eöa að
minnsta kosti hófleg dirfska ætti að vera kjörorð 'i
dagsins. Þú ættir að koma þér hjá að gera bind-
andi samninga, eða taka mikilvægar ákvarðan-
ir.
Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Þú átt að þvi er
virðist i köggi við einhvern keppinaut, sem notar
ekki beinlinis opinskáar aðferðir, svo þú ættir að
fara gætilega.
í:
-S
-á
-»
-á
-tt
-á
-á
Styrkur til
háskólanáms í Belgíu
Belgiska menntamálaráðuneytið býður
fram styrk handa íslendingi til náms-
dvalar i Belgiu háskólaárið 1972-73.
Styrkurinn er ætlaður til framhalds-
náms eða rannsókna að loknu prófi frá
háskóla eða listaskóla. Styrktimabilið
er 10 mánuðir frá 1. október að telja og
styrkfjárhæðin 6.000. belgiskir frankar
á mánuði hið lægsta, auk þess sem
styrkþegi fær innritunar- og prófgjöld
endurgreidd. Næg kunnátta i frönsku
eða hollenzku er áskilin.
Umsóknum um styrk þennan skal komið til mennta-
málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 5.
ágúst n.k. Með umsókn skal fylgja æviágrip, greinar-
gerð um fyrirhugað nám eða rannsóknir, staðfest afrit
prófskirteina, heilbrigöisvottorð og tvær vegabrcfs-
ljósmyndir. Umsóknareyðublöð fást í menntamála-
ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
12. júli 1972.