Vísir - 17.07.1972, Page 1

Vísir - 17.07.1972, Page 1
EIGA KONUR EKKI RÉTT Á SÁRSAUKAMINNI FÆÐINGU? A kona, sem óskar deyfingar viö fæöingu aö fá hana? IJm þetta er rætt hér á landi þessa dagana. Við ræddum viö for- stööumenn fæðingarstofnana i Reykjavik um þetta efni og spurðum nokkrar konur, sem við hittum á vegi okkar. — Sjá bls. 2. Börnin — kúguðustu þegnar þjóðfélagsins? „Börnin eru kannski eftir allt kúguðustu þjóðfélags- þegnarnir. Það virðist ekki svo fráleitt að álykta það hér i Reykjavik a.m.k. þar sem duttlungar strætisvagnabil- stjóra ráða þvi hvort barn i kerru fær að ferðast með strætisvagni”, segir i grein um börn og barnauppeldi I blaðinu i dag. — Sjá INN-sið- una á bls. 7. ★ Yilja sneið af Landakotstúninu Þaö er ekki tilviljun, að Amtmannshúsið fyrir enda Amtmannsstigs hefur verið rifið. I sumar mun Kirkju- stræti verða breikkað og samningar eru hafnir um breikkun Túngötunnar. Allt þetta þrennt tengist sömu framkvæmdinni, gerð hrað- brautar frá Ægissiðu gegn- um Vesturbæinn og Miðbæ- inn. Samkvæmt aöalskipu- laginu á hún aö verða tilbúin áriö 1983. Gn stóri steinninn i vegi hraðbrautarfram- kvæmdarinnar er gamla hegningarhúsið við Skóla- vörðustig, sem umhverfis- verndarmenn hafa vakað yf- ir undanfarin ár. Sjá bl. 3. ★ „Hlera öll símtöl yfir Atlantshaf" „Bandariska leyniþjónust- an hlerar öll simtöl til Bandarikjanna og fylgist með fundum rikisstjórna um allan heim”. Þetta segir i bandarisku timariti og er borinn fyrir þvi fyrrverandi starfsmaður leyniþjónust- unnar, sem ekki vill láta nafns sips getið. SJA BLS. 5 ★ Eftirhreytur „klukkumálsins"? Svo virðist sem dómarinn, sem lenti i þvi fræga „klukkumáli”, Valur_ Bene- diktsson, verði ekki lengur i hópi m illirikjadóma ra . Hvort það eru eftirhreytur þessa máls er ekki vitað með vissu, en dómarinn var sýkn- aöur af öllum ákærum fyrir knattspyrnudómi. — Sjá i- iþróttir i opnu blaðsins. ★ Símað beint til kunningja í London Nú fara menn brátt að geta simað beint til vina og kunn- ingja i London eða New York, — nú eða Tókió, eða svo gott sem. Hálfsjálfvirkt simasamband cr fyrir hendi, þannig að stúlkurnar á tal- sambandinu við útlönd geta sjálfar hringt beint i þau númer, sem beðið er um ytra. — Sjá bls2 „Kem út nœst," sagði Fischer Fékkst loks til að tefla 3. skókina í lokuðu herbergi Það stóð i jcirnum, en hafðist þó. Bobby Fischer varð loks samþykkur að hefja 3. einvígisskákina í Laugardalshöllinni i gær. En fyrst þurfti að f jarlægja allar tökuvélar og svo var hægtaðtefla — en ekki (á sviðinu) frammi fyrir áhorfendum heldur í borð- tennissal inni af sviði Hallarinnar uppi á loftinu. Marshall lögfræðingur og Cramer umboðsmaður Fischers gátu að lokum fundið þá lausn, sem keppendur urðu ásáttir um að ganga að. Þeir fóru á fund Guðmundar G. Þórarinssonar um þrjú-leytið i gærdag og tjáöu honum, aö Fischer myndi ekki tefla nema hann fengi algjört næði frá kvikmyndavélum og að hann og Spasski tefldu inni i lokuðu herbergi inni af sviðinu. Féllst Spasski á þetta. Fengu þvi aðstoðarmenn Fox fri i gær en einungis mannlaus kvikmynda- tökuvél var sett upp inn i her- berginu, sem varpaði siðan mynd af Spasski og Fischer á mynd- varpann inn til áhorfenda. Leikjunum var svo „smyglað” út um dyrnar til manns sem sim- sendi þá til þeirra sem sáu um að færa stöðuna á sýningartjaldið. Lothar Schmid, yfirdómari gekk fram á sviðið skömmu áöur en skákin hófst og sagði áhorfendum að þetta væri aðeins bráðabirgðalausn, en næsta skák yrði tefld fyrir opnum tjöldum þ.e. á sviðinu sjálfu, enda væri ekki hægt að bjóða áhorfendum upp á annað. Og þannig tefldu þeir keppinautarnir Fischer og Spasski i lokuðu herbergi fjarri öllum skarkala með skákdómarana Schmid og i Guðmund Arnlaugsson eina viðstadda, ásamtstarfsmanni, sem sá um að leikirnir kæmust til skila. Þrátt fyrir ókyrrð og handapat i fyrstu virtist Fischer kunna ágætlega við sig i ping— pong herberginu sem sást glöggt á taflmennsku hans, hann hélt andstæðingnum i heljargreipum allan timann og undir lokin hafði hann meira að segja orð á þvi að tefla á sviöinu næst. Sposskí í spennitreyju Sjó skókina og stöðumyndir bls. 4 Skeytadrífa til Fischers með áskorun um að halda áfram Bobby Fischer fékk mikla hvatningu landa sinna til þess að hefja skákina i gærdag, aö sögn Cramers og Lombardy. Sögðu þeir að Fischer hefði borizt heil- mikill bunki af áskorunarbréfum og heillaskeytum i baráttunni við Spasskí. Hefði hýrnað yfir snill- ingnum þegar hann sá að löndum hans var svo umhugað um heill hans í keppninni. Gat hann þvi ekki lengur brugðizt trausti Bandarlkjamanna og afréð að halda áfram að tefla. Góðar óskir virðast hafa fylgt honum á leiðar- enda i skákinni i gær og nú blasir viö fyrsti sigur hans gegn Spasski við skákboröið. GF Spasskí: Ekki fleiri skákir í lokuðum sal Fischer stormar út i bifreið sina eftir að hafa komið andstæðing sinum i klipu i skákinni i gær — það var fremur létt yfir kappanum eins og sjá má. Spasski og menn hans sögðu i morgun, að ekki kæmi til greina annað en að tefla þær einvigis- skákir sem eftir eru á sviðinu frammi fyrir áhorfendum. Aö öðrum kosti væri einvigiö farið út um þúfur og af þeirra hálfu yrðu ekki fleiri skákir tefldar. Við vilj- um fá að tefla fyrir áhorfendur, en ckki inni I lokuðu herbergi, sögðu þcir. GF 5 ára drengur beið bana í bílslysi í gœr Fimm ára drengur fórst i bílslysi i Neskaupstað i gær. Bifreið, sem hann var farþegi i lenti út af vegi og valt. I bifreiöinni voru þrir bræður og ók sá elzti, en um aödraganda þessa óhapps var ekki vitað með vissu i morgun, þegar blaðið fór i prentun. Tvo eldri bræðurna sakaði ekki, en litli drengurinn mun hafa látizt samstundis. Hvorugur piltanna var til frásagnar fær, báðir miður sin cftir óhappið, og rannsókn slyssins þvi ólokið I morgun. — GP VERÐUR AFTUR 3ÓL í DAG? Sjó grein eftir BjSrn Bjarman á bls. 12

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.