Vísir - 17.07.1972, Page 5

Vísir - 17.07.1972, Page 5
Visir. Mánudagur. 17. júli. 1972 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLOND .5 UMSJÓN: HAUKUR HELGASON 14 ára hóta flugvélaráni Lögreglan i Olympiubænum Sapporo i Japan hefur sett tvo 14 ára pilta i gæzluvarðhald, eftir að upp komst, að þeir höfðu niu sinnum hótað i sima að sprengja farþegaþotu i loft upp. Lögreglan segir, að drengirnir liafi krafizt um 3ja milljóna króna af flugfélaginu. Þeir sögðust hafa félaga um borð i þotunni. Simtalið var rakið til heimilis annars drengjanna i Iwamizawa, 50 milum austan Sapporo. „Við þurftum peningana til að kaupa plast „módel" flugvélar,” segja drengirnir, ,,og við fengum hugmyndina um hótunina úr sjónvarpi.” Ilótunin olli þvi, að þotunni var nauðlent á Sendai-flugvelli með 121 farþega. 13 fórust, þegar þessi ly ftustrengur bilaði i Moerel í Sviss. Örin sýnir, hvaðan lyftan hrapaði. 2000 í grjótkasfi 35 voru teknir höndum eftir óeirðir i Boston i gærkvöldi, þar sem 2000 köstuðu grjóti i lok hátiðar spænskumæl- andi fólks i Roxbury- hverfi i Boston, 19 særðust. Sex hinna slösuðu voru lög- regluþjónar. Ekki færri en 75 lögreglumenn með hunda voru til kvaddir til að bæla niður uppþotið. Fram eftir nóttu bárust fréttir um rupl og rán. Leigubifreið var brennd, og eldsprengju kastað inn um gluggann á annarri hæð borgar- skrifstofu. Eldurinn var fljótt slökktur. Tricia Nixon Cox. Átti að myrða Triciu? 22ja ára maður var tekinn höndum nálægt sundhöll, þar sem Tricia Cox, dóttir Nixons, var stödd. Maðurinn var með byssu. Maðurinn kvaðst vera á leið með byssuna i viðgerð. Enn er ekki ákveðið, hvort höfða skuli mál gegn honum. „HLERA ÖLL SÍMTÖL YFIR ATLANTSHAFIÐ" Regnið kost Hjálparsveitir grafa i húsarústum cftir flóð í Aichi í Japan. VINSTRI STJÓRN HELDUR VELLI Vinstri stjórnin í Chile sigraði i aukakosningum í gær og styrkti stöðu sína gagnvart stjórnarandstöð- unni. einnig var kommúnisti. Sigur vinstri stjórnarinnar er helzt at- hyglisverður vegna þess að hún hafði farið halloka i aukakosning- um að undanförnu. aði 370 lífið Miklar rigningar i Japan hafa valdið dauða 370 manna siðustu tvær vikur í flóðum og skriðu- föllum. Lögreglan segir, að auk þess sé 67 manns saknað. Eignatjónið af völdum rigninganna er metið á um 45 milljarða islenzkra króna. K o m m ú n i § t i.n.o A m a n d a Altimirano sigraði i aukakosning- unum. Kosið var um þingsæti vegna andláts þingmanns, sem #/Og fylgjast með fundum ríkisstjórna" — segir í bandarísku blaði um starfsemi leyniþjónustunnar Bandaríska leyni- þjónustan hefur „ráðið alla dulmálslykla Sovét- ríkjanna” og fengið nákvæmar upplýsingar um þotur, geimför og kafbáta þeirra. Svo segir i timaritinu Ramparts, sem byggir þetta á viðtölum við fyrrverandi starfs- menn leyniþjónustunnar. í greininni er sagt, að Banda- ríkjamenn „hleri” fundi allra rikisstjórna heims og „hlusti á öll simtöl við Bandaríkin frá löndum hinum megin Atlantshafs, jafnvel einkasamtöl”. Reglubundnar njósnaferðir séu enn farnar yfir Sovétrikin i þotum, sem „fljúgi nógu hátt til að vera á jaðri himingeimsins”. Fyrir viðtalinu er borinn „Peck” nokkur, sem er dulnefni. Hann kveðst hafa starfað i leyni- þjónustunni i þrjú og hálft ár, 'eftir að hann gekk i flugherinn árið 1966. Hann var spurður, hvernig njósnafluginu yfir Sovétrikin væri háttað, og svaraði hann, að venjulegast væri flogið yfir Svartahaf og til Eystrasalts- landa. Hann sagði, að sams konar flug væri yfir Kina. Fylgzt væri vand- lega með kafbátum Rússa og upplýsingar metnar i tölvum jafnóðum. Hermálaráðuneytið i Washington neitar að segja nokkuð um þessar fréttir, en aðrir aðilar, sem til þekkja, neita þvi að flogið sé yfir Sovétrikin, samkvæmt AP frétt. Hafi ekki verið njósnaflug yfir Sovétríkin siðan fyrir um tiu árum, vegna þess að þá hafi komið til sögunnar gervihnettir, sem sendi myndir og fylgist með útvarpi og öðrum fjarskiptum. „Peck” segir, að upplýsingar leyniþjónustunnar séu „fullkomnar”, þær taki til, hvað erlendar rikisstjórnir séu að gera, hafi á prjónunum og hafi gert i fortiðinni. Einnig sé nákvæmlega fylgzt með, hvaða herir séu á hreyfingu og hvert og i hvaða tilgangi og hver sé styrkur þeirra. „Rússar senda togara” „Peck” segir, að leyniþjónusta Sovétmanna „fái ekki svo mikið út úr starfi sinu”. Hún geti ekki rofið fullkomið kerfi Bandaríkja- manna, sem byggist á tölvum i rlkum mæli, en þannig séu flestar upplýsingar sendar. Rússar reyni að rjúfa hring bandarískra varnarstöðva með þvi að senda togara til njósna, en með þvi geti þeir ekki náð jafn- langt og Bandarikjamenn. Rússar séu þvi i vörn i þessum efnum. „Heyrði Kosygin tala viö dauðvona geimfara” „Peck” segist hafa hlustað á samtal Kosygins forsætisráð- herra Sovétrikjanna við einn af geimförunum sem fórust, þegar bilun varð i farinu, er það kom inn i andrúmsloft jarðar, eins og kunnugt er. Kosygin hafi grátið og sagt geimfaranum, að hann væri hetja og hann hefði unnið mesta afrek i sögu Sovétríkjanna. Sovetríkin væru stolt af honum, og hans yrði minnzt. Geimfararnir létust nokkrum minútum siðar. Þúsundir á flótta Þúsindir kaþólskra i Norður-írlandi voru i nótt utan dyra, og i morgun hafðist fólkið við skammt utan Bel- fast. Fólkið er að mót- mæla hernámi brezkra hermanna á ibúðar- hverfum þess i borginni. Margar þúsundir aðrar hafa flúið yfir landamærin til Irska lýðveldisins. Átta féllu um helgina, fimm borgarar og þrir hermenn. Þá er tala þeirra, sem hafa fallið i átökunum á Norður-Irlandi, kominn i 444 á þremur árum. Aðeins gamalmenni og sjúkl- ingar urðu eftir, þegar fólkið tók sig upp úr hverfum sinum. Brezkir hermenn ruddust inn i hverfin á fimmtudag. 1 Londonderry lýstí einn ytir- maður hins öfgafyllri arms IRA, Mcguinnes þvi yfir, að nýtt vopnahlé kæmi ekki til greina.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.