Vísir - 17.07.1972, Síða 7

Vísir - 17.07.1972, Síða 7
Vfsir. Mánudagur. 17. júli. 1972 7 -=^= s ||\||\J w Grátandi barn er alltaf óhamingjusamt barn H SÍÐAINI M — gráturinn er hróp barnsins á hjálp — ungbarn grœtur ALDREI af óþekkt, Umsjón ÞS heili þess hefur engan þroska til þess GRÁTUR ER UNG- BÖRNUM EKKI HOLLUR — segir bandaríski barnalœknirinn og sálfrœðingurinn dr. Lee Salk Þeir islendingar, sem ekki lesa erlend tungumái, hafa ekki mikia möguleika á aö lesa sér til um uppeldi barna sinna. Aöeins örfáar bækur hafa verið gefnar út á islenzku um barnasáifræði og sú fræösla sem mæðrum er látin i té, er þær yfirgefa fæð- ingardeild, lýtur fyrst og fremst að likamlegum þörfum barns- ins, og er raunar i hæsta máta gamaldags, svo að ekki sé meira sagt. En um það munum við fjalla siðar. Á undanförnum áratugum hafa farið fram um allan heim umfangsmiklar rannsóknir á sálarlifi barna allt frá fæðingu. Niðurstöður þessara rannsókna eru svo oft gefnar út i bóka-' formi, svo að þær megi verða foreldrum til ráðlegginga og stuðnings. Þær eru ræddar opin- berlega fram og aftur, og fólk getur þannig gert sér grein fyrir ágæti þeirra eða göllum. Þær eru ekki byggðar á persónuleg- um skoðunum einhvers sérvitr- ings, eins og maður verður oft var við að fólk hér á Islandi heldur. Langoftast er að baki þeirra hámenntað fólk með langa reynslu i meðferð ung- barna, ekki á einu eða tveimur börnum, heldur þúsundum. Það er algengt að heyra fólk halda þvi fram, að það þurfi enga þekkingu til þess að ala upp börn, og að þetta komi jú allt af sjálfu sér. Að vissu leyti er þetta rétt. Margir foreldrar hafa þá skynsemi og þann þroska, að geta alið upp barn svo að vel fari, án þess að lesa sér til. En hinir eru þvi miður miklu fleiri, sem hefðu ákaflega mikið gagn af að lesa sér til um nokkur grundvallaratriði i sambandi við barnauppeldi. Einn af þeim mönnum, sem hafa haft hvað mest áhrif á nú- tima barnauppeldi, er banda- rikjamaðurinn Benjamin Spock. Hann var á sinum tima brautryðjandi, og boðaði algjör- lega nýja stefnu i barnauppeld- ismálum, á þeim timum, sem algengast var að ala börn upp i þrælsótta og af hörku. Þróun- in hefur haidið áfram þaðan sem hann var staddur og nú- tima barnasálfr. ganga miklu lengra en hann i að boða for- eldrum skilning og réttlæti i garð barnsins. Það hefur verið talað um „red power” (indián- ar) og „bíack power” (svert- ingjar) i Bandarikjunum, og nú er lika talað um „kid power”, sem þýðir barnavald. Börnin eru kannski eftir allt kúguðustu þjóðfélagsþegnarnir. Það virð- ist ekki svo fráleitt að álykta það hér i Reykjavik amk., þar sem duttlungar stntisvagnabil- stjóra ráða þvi, hvort barn i kerru fær að ferðast með stræt- isvagni! Þar sem fræðsla er litil um barnauppeldi, er algengast að börn séu alin upp að miklu leyti samkvæmt gömlum staðhæf- ingum eins og t.d. þessum: „Börn hafa gottaf að gráta. Það styrkir lungun. Börn verða að læra að gegna. Þau hafa gott af þvi. Börn þurfa aga. Um að gera að byrja nógu snemma að temja þau.” Og svo mætti lengi telja. Einn af þeim mönnum, sem hvað mesta athygli hafa vakið á sviði barnasálfræði á siðustu ár- um, er bandarikjamaðurinn Lee Salk. Hann er barnalæknir og prófessor i barnasálfræði i New York. Og hann gefur þetta svar við fyrstu staðhæfingunni, sem við nefnum hér að framan. „Börn hafa aldrei gott af að gráta. Grátandi barn er alltaf óhamingjusamt barn. Barn, sem er látið gráta afskiptalaust langtimum saman á fyrstu mánuðum i lifi þess, er ekki lik- legt til þess, að biða þess bætur siðar i lifinu. Þessa fyrstu mán- uði byggir barnið upp sitt fyrsta samband við manneskjurnar i kringum það, og fyrsta traustið til umheimsins vaknar. Grátur- inn er kall barnsins á hjálp. Sé þvi kalli ekki svarað, eru likur á, að barnið verði innilokað, tor- tryggið og biturt. Það er ekki hægt dekra ungbarn. Það er hægt að sýna fram á það með óteljandi visindalegum at- hugunum. Það er ekkert i heila barnsins, sem getur þroskast á þann veg, að barnið verði dekr- að, þótt það sé tekið oft upp og mikið gælt við það fyrstu 9-10 mánuðina. Þvert á móti, er slikt barn liklegt til þess að verða i góðu jafnvægi, opið og fullt trausts til meðbræðra sinna.” Það er ekki ósennilegt, að þessi skoðun dr. Salk gleðji marga foreldra, sem finna hjá sér löngun til þess að taka grátandi barn sitt upp, en fá svo kannske orð i eyra frá tengda- móður eða móður, sem segja að barnið verði dekrað á þessu. Semsagt, látið barnið ekki gráta sig i svefn, þvi oftar sem þið sinnið óhamingjusömu barni, þvi sjaldnar þarf það á huggun að halda, og þvi fyrr verður það sjálfstætt. Við minntumst áðan á aga og dekur. Hvar á að setja mörkin? Þetta vandamál biður flestra foreldra fyrr eða siðar, og erfitt reynist að gefa ákveðin svör. Að láta barni liða vel, er ekki það sama og að dekra það. Að reyna að herða barn upp með þvi að láta það mæta mótlæti, sem það hefur ekki þroska fyrir, er heldur ekki það sama og að kenna barninu aga. Barn hefur ekki vit á að vera óþægt, fyrr en heili þess hefur náð allmiklum þroska og sá þroski getur tafist mjög, ef frumhvötum barnsins er ekki fullnægt. Það sem kannske er þýð- ingarmest i sambandi við agann og dekrið, er að hafa i huga, að ganga aldrei á rétt hvorki for- eldra né barns i uppeldinu. Það eru nefnilega ekki aðeins til kúguð börn, heldur lika kúgaðir foreldrar. Þessir foreldrar „dekra” börn sin mjög oft, einkum mæðurnar, en þær eru i rauninni ekki kúgaðar af börnunum, eins og svo oft er sagt, heldur af þvi þjóðfélagi, sem þær lifa i. Þær hafa valið sér móður-fórnarhlutverkið, eða þeim hefur verið valið það hlutverk. Þeim er talin trú um að þær eigi að fórna sér fyrir barnið. Sálfræðingar þekkja glöggt úr það fólk, sem hefur hlotið slikt uppeldi. Öeðlilega móðurbundnir piltar, ósjálf- stæðir með vanþroskað til- finningalif, barnslegar stúlkur, hégómlegar, ósjálfstæðar, ófærar um að bindast til- finningalegum böndum við hitt kynið. Móðurfórnin hefst oft við sjálfa fæðinguna. Konunni er talin trú um, eða hún imyndar sér, að hún eigi að fórna sér fyrir barnið, hún afber kannske miklar þjáningar, vegna þess að henni finnst hún eiga að fórna sjálfri sér fyrir barnið. Hún á að vera hetja, „hin mikla móðir”. Hún vakir siðan nótt og nýtan dag yfir barninu og kæfir það i eigingirni sinni og fórnarlund. Faðirinn fær hvergi að koma nærri, „hin mikla móðir” hleypir ekki öðrum aö afkvæmi sinu, jafnvel ekki föður þess. öllu er fórnað fyrir barnið, sjálfstæðinu og sjálfu lifinu. Barnið stækkar og kröfurnar, sem gerðar eru til þess, eru miklu meiri en barnið stendur undir. Lifinu er stýrt fyrir barnið, til þess að forða þvi frá hnjaski. Það verður æ ósjálf- stæðara og óliklegra til þess að uppfylla þærkröfur, sem gerðar eru til þess. Ef til vill getur barnið, þegar það er orðið full- orðið, slitið sig úr þessum greipum, og staðið á eigin fótum, en oft tekst þvi aldrei að byggja upp sitt eigið lif utan fjölskyldumúranna. Þetta má að visu kalla dekur, en það er aldrei hægt að kalla það dekur, þótt frumþörfum, eins og likamssnertingarþörf barns, sé fullnægt, á þvi skeiði lifsins, sem þýðingarmest er fyrir and- lega heilbrigði þess siðar á ævinni. þs KJÖTBORG Flýtið yður hœgt, við gefum okkur tima til að veita yður þjónustu samkvæmt þörfum yðar. Opnum alla virka daga kl. 8.30 f.h. Opið þriðju- daga og föstudaga tii kl. 22.00.Opið alla laugardaga til hádegis. Sendum heim. KJÖTBORG BÚÐARGERÐI Simi 34945 Frá vöggu til grafar Fallegar skreytingar Blómvendir i miklu úrvali. Daglega ný blóm Mikið úrval af nýjum vörum. — Gjörið svo vel að lita inn. Sendum um allan bæ GLÆSIBÆ, simi 23523. Smurbraudstofan Njálsgata 49 Sfml 15105 KENNARAR Eftirtaldar kennarastöður við skólana i ísafjarðarkaupstað eru lausar til umsóknar: 1. 5 kennarastöður i bóklegum greinum við Gagnfræðaskólann á ísafirði. Upplýsingar gefurJón Ben Ásmundsson, skólastjóri, simi (94) 3010 2. Kie.nnarastaða við Barnaskólann i Hnifsdal. Upplýsingar gefur Bernharður Guð- mundsson, skólastjóri, simi: (94) 3716 3. Staða iþróttakennara stúlkna við Barna- og Gagnfræðaskólann á ísafirði. 4. Söngkennarastaða við Barna- og Gagn- fræðaskólann á ísafirði. Upplýsingar um báðar stöðurnar gefa Björgvin Sighvatsson, skólastjóri, simi (94) 3064 og Jón Ben Ásmundsson, skóla- stjóri. Ennfremur gefur Jón Páll Halldórsson, formaður fræðsluráðs Isafjarðar, simi (94) 3222 upplýsingar um allar stöðumar. Fræðsluráð ísafjarðar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.