Vísir - 17.07.1972, Page 9

Vísir - 17.07.1972, Page 9
Vísir. Mánudagur. 17. júli. 1972 Framarar sigla nú hraðbyri að sigri i 1. deild, eftir að hafa fagnað sigri yfir ÍBK, i gærdag suður i Kef lavik, i hörðum og spennandi leik, þar sem bæði liðin neyttu allra sinna krafta til hins ýtrasta, — jafnvel stundum um of. Framarar ætluðu sannarlega ekki að láta það sama henda sig og i fyrra, að koðna niður þegar mótið var hálfnað. Keflvikingar ætluðu aftur á móti að reyna að hrista af sér slenið, sem einkennt hefur liðið að undanförnu. Og út úr þessum átökum komu Framarar sem sigurvegarar, skoruðu ^ Jirjú mörk gegn tveimur mótherjanna og er það fyllilega réttlátur sigur, miðað við gang leiksins, og hafa þvi hlotið 11 stig úr sex leikjum fyrri umferðar, engum leik tapað en gert eitt jafntefli, við Val. Þeir einu sem virðast geta ógnað Fram þessa stundina, eru þvi Akurnesingar. Eftir þennan ósigur, hinn fyrsta i deildinni, en fjögur jafntefli, eru möguleikar Keflvikinga til sigurs, þvi hverfandi litlir, þótt þeir séu tölfræðilega ekki úr sög- unni. Keflvikingar léku undan sól og nokkrum skávindi fyrri hálf- leikinn, en þótt þeir væru sólar- megin á vellinum, voru þeir fjarri þvi að vera sólarmegin i leiknum. Strax i upphafi leiks byrjaði ógæfa heimamanna. ölafur Júliusson, sem lék miðherja að þessu sinni, komst frir aö marki Fram og skaut þrumu skoti, sem Þorbergur Atlason, hélt ekki, en knötturinn lenti i stöng og i horn. Nokkru seinna er Ólafur aftur á ferðinni og sendir fyrir markið til Steinars, sem var I mjög góðu færi, en skot hans var máttlaust, eins og reyndar mörg önnur i leiknum, svo Þorbergur átti auð- velt með að verja. Skák og knattspyrna eiga það sameiginlegt, að sá sem ræður á miðjunni vinnur oftast leikinn. Eins fór i þessum leik. Það sem eftir var hálfleiks náðu Framarar algerum undirtökum á miðjunni og mötuðu hina eldsnöggu og hreyfanlegu fram- herja sina óspart, enda léku þeir keflvisku vörnina oft grátt og drógu hana sundur með dreifðu spili á kantana. Á 15. minútu gera þeir harða hrið að marki IBK, knötturinn stefnir i markið, en Grétar Magnússon, sem lék mið- vörð fyrri hálfleikinn, skallar frá, en það dugði skammt, Marteinn Geirsson fær knöttinn beint á kollinn og skallar fallega i netið 1:0. Framarar færast allir i aukána við markið og bókstaflega tæta Keflvikinga i sig, sérstaklega Elmar Geirsson, er var i sér- stakri gæzlu Einars Gunnars- sonar, sem lék bakvörð þennan hálfleik. Mátti vörn IBK, hafa sig alla við og oft gripa til örþrifa- ráða, til að stöðva hina knáu Framara. Eini Keflvikingurinn sem lék vel þessa stundina var Guðmundur Snæland munn- hörpuleikari, sem reyndi að hressa svolitið upp á vonsvikna áhorfendur með hörpusnillni sinni. Á 30. minútu munar litlu að Framarar bæti öðru markinu við. Kristinn Jörundsson skallar að marki en Reyni Óskarsyni tekst á siöustu stundu að lyfta knettinum yfir markið og nokkru siðar geystist Elmar upp að marki ÍBK og virðist ætla aö leika inn i markið, en keflviska vörnin fær stöövað bæði Elmar og knött- inn, á marklinunni. Um þetta leyti fór aö færast nokkur harka i leikinn og átti Friðrik Ragnarson, i einhverjum útistöðum, viö Baldur Scheving, og virtist Baldur eiga upptökin, en dómarinn Óli Olsen, fann þó ekki ástæðu til að gera annað en að dæma aukaspyrnu á Baldur, en óli dæmdi að minni hyggju leikinn vel, þótt oft slægi i brýnu milli leikmanna, tókst honum að halda ró sinni og gerði sitt hlut- verk á vellinum ekki stærra en tilefni gafst, en margur dómarinn hefur brennt sig á þvi soðinu, að hefja einleik á flautu og veifa spjöldum, þegar leikmenn hafa eitthvað verið að kánkast hver utan i annan, i hita Ieiksins. Þegar um fimm minútur voru til hlés, gerðu Keflvikingar eitt af sinum fáu upphlaupum i fyrri hálfleik. Sem fyrr er það Ólafur Júliusson sem leikur sig frian, og menn búast við jöfnun, en skot Ólafs er máttlaust og Þorbergur ver örugglega. En úr útsparkinu ná Framarar hraðupphlaupi, Sigurbergur fær knöttinn inn i vitateig og þrumar að marki, en Grétar Magnússon reynir að bjarga, en setur knöttinn I sitt eigiö mark með hælnum. 2:0. Þegar liðin stilltu sér upp til leiks eftir hlé, voru heimamenn búnir að endurskipuleggja lið sitt. Magnús Torfason, kominn i stað Jóns Ólafs, Einar Gunnarsson, i miðvarðarstöðuna, Hjörtur Zakariasson i bakvarðarstöðu, Grétar i tengiliðinn, sem sagt liðiö orðiö eins og að undanförnu. Fyrstu minúturnar virtust þessar breytingar ekki vera til batnaðar fyrir IBK.. Á fjóröu minútu munaði minnstu að Framarar bættu þriðja markinu við þegar Gunnar Guðmundsson, átti hörkuskot, en Reynir varði vel. Hvort koma Magnúsar Torfa- sonar i liðið gerði það að verkum að Frömurum gekk ekki eins vel og áður að ógna marki IBK, er ekki gott að fullyrða, en hitt er vist að eftir að Elmar Geirsson, sem ekki hafði gengið heill til skógar, varð að yfirgefa völlinn, sneru Keflvikingar taflinu við og jafna metin. Fyrstu tormerki þess að Framarar væru að slaka á taumunum var þegar Steinari tókst að smeygja sér á bak við varnarmúr Framara og skalla að marki en knötturinn fór i stöng og út, en Ólafur Júliusson skaut hinimhátt yfir. A 25 minútu er mikil þvaga inn i vitateig Fram. Knötturinn hrekkur út að hliðar linu til ólafs Júliussonar, er sendir vel fyrir markið til Grétars Magnússonar, sem stingur sér eins og sund- maður og skallar i netið, 2:1. örlitill vonarneisti kviknar i hjörtum hinna fjölmörgu heima- manna — og þessi neisti varð sannarlega að stóru báli, þegar Steinar Jóhannsson, jafnar úr þvögu með hörkuskoti af stuttu færi, 2:2. Eitt jafnteflið enn tauta menn, en annað stigið er betra en ekkert, en Framarar voru á öðru máli. Minútu seinna er dæmd auka- spyrna á IBK, rétt við vitateigs- horniö vinstra megin. Gunnar Guðmundsson framkvæmir spyrnuna og sendir háan knött að markinu og viti menn, án þess að Reynir fái rönd við reist fellur knötturinn niður i markið fyrir aftan hann og i netiö, 3:2. övænt mark, sem sannarlega kætti Framarana og færði þeim örugga forystu, jafnvel meistaratitil. Sú skamma stund sem var til loka fór mest i ýfingar milli leikmanna og fékk Guðni gula spjaldið, nokkru áður en Óli flautaði til merkis um leikslok. Framarar áttu sigur skiliö i þessum leik. Þorbergur Atlason, var mjög öruggur i markinu. Vörnin var mjög traust og föst fyrir, ásamt þvi sem húnaðstoðaði sóknina, þegar svo bar undir. Sigurbergur Sigsteinsson, var þeirra ötulastur, en ekki má gleyma að geta Marteins Geirs- sonar, sem lék mjög yfirvegað. Baldur Shceving, er þrátt fyrir aldurinn, enn léttur á færi og bardagafús og lét sinn hlut ekki fyrr en i „fulla hnefana”. Erlendur Magnússon, Kristinn Jörundsson og Asgeir Eliasson voru mjög samvirkir i leiknum, en sérstaklega ber þó að geta Elmars Geirssonar, fyrir dugnað og ósérhlifni, meðan hans naut við. Að öðrum ólöstuðum var hann lang bezti maður vallarins. Annars er Framliöið mjög jafnt og leikur skynsamlega. Sóknin hófst oft hjá vörninni, með stuttu spili, tengiliðirnir, dreiföu spili mjög til framlinunnar út á kantana, i stað þess að reyna aö hnoðast i gegnum miðjuna. Úthald og likamsstyrkur Framara virðist vera i hápunkti. Nauösynlegt hefur þótt aö gera breytingar hjá IBK eins og raddi'r hafa verið uppi um, en sem geröar reyndust ekki styrkja miðjuna, eins og þurfti, enda var liðinu stillt upp á gamla mátann i Þorbergur kýlir frá Frammarkinu I Keflavfk I gær. seinni hálfleik, nema hvað virtist horfið hjá liðinu. Grétar Magnús Torfason, kom inn á og Magnússon. var sannkallaður hann skapaði það spilaðnýju sem |Framhaldá 11. siðu. FRAMARAR STYRKJA ENN TOPPSTÖÐUNA I 1. DEILD

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.