Vísir


Vísir - 17.07.1972, Qupperneq 10

Vísir - 17.07.1972, Qupperneq 10
Vlsir. Mánudagur. 17. júll. 1972 Vlsir. Mánudagur. 17. júli. 1972 SKAGAMENN GLODDU HEIMAMENN - OG UNNU LOKS VALSMENNINA Sannarlega var það óven julegt ,í»ð sjá svo daufa Valsmenn uppi á Skipaskaga í gærdag, þegar þeir léku við heimamenn þar efra. Oft hefur það viljað henda að Valsmenn hafa gert þar hinn mesta usla, enda þótt slikt hafi óneitanlega verið með af- brigðum óvinsælt meðal heimamanna. í gær var allt annað uppi á teningnum, og var vinsælt af heima- mönnum eins og gefur að skilja. Akurnesingar voru nefnilega mun betri aöilinn i þessari viöureign liöanna og áttu sannarlega skiliö aö vinna þennan leik meö 2:0 svo miklir voru yfirburöirnir, þrátt fyrir aö Matthlas, Benedikt Valtýsson og Haraidur Sturlaugsson væru ekki meö I liði þeirra. Hins vegar veikti þaö greinilega framilnu Vals aö hafa Hermann Gunnarsson ekki I slnum rööum, en hann er meiddur um þessar mundir. Akurnesingar glöddu áhorfendur sina frá fyrstu mínútu til hinnar siöustu, skoruöu strax eftir 12 minútna leik. Þar var Teitur Þórðarson aö verki og sannarlega kom það mark heldur ódýrt. Páll Ragnarsson, ..Benficabaninn” svo kallaöi brást heldur en ekki aö þessu sinni, hann missti boltann inn fyrir til Teits, sem varla gat annaö en skoraö 1:0 fyrir Akurnesinga. Annað markiö kom svo þegar Kyleifur komst i allgott færi á næst slöustu minútu fyrri hálfleiks, hann haföi leikiö á Vilhjálm Kjartansson eftir aö fá boltann frá hægri frá Teiti. I.aglega gert hjá Eyleifi, eins og margt sem hann gerir, og skotiö var ósvikiö, fast skot, sem lenti I stöng og inn, neöst niöri viö stöngina, alveg óverjandi fyrir Sigurö Dagsson, hinn ágæta markvörð Vals. Síðasta markiö skoraöi Eyleifur svo á 22. mín. seinni háifleiks. Þá var Rafn lljaltalln, liinn ágæti dómari þessa leiks ncyddur til aö gefa Akurnesingum vitaspyrnu, þegar Páll Ragnarsson brá Heröi Jóhannessyni greinilega innan vltateigs, — og Kyleifur skoraöi örugglega úr spyrn- (111 ii i. Þaö var þvi af sem áöur var, þegar Valsmenn sóttu 2:1 sigur á Skagann, eins og i fyrra. Heimamenn áttu nú allan leikinn aö heita mátti, en menn Óla B. voru heldur aumkunarveröir, og áltu sannarlega ekki annaö skiliö en þennan stóra ósigur. Skagamenn viröast ætla aö minna Framara á tilveru sina áfram, enda þótt þeir hafi ekki veriö sem heppnastir meö lið sitt I sumar. Meiösl hafa oft á tiöum leikiö liö þeirra grátt, en þeir viröast ekki ætla aö láta þaö hafa nein áhrif á sig. Eyleifur er sem fyrr þeirra bezti maöur, stórsnjall knattspyrnumaöur, en vert er að geta Harðar Helgasonar I marki þeirra, Höröur kom frá Fram I fyrra, og hefur án nokkurs vafa þjappaö vörninni svo saman, aö hún er nú að verða óþekkjanleg frá þvi sem áður var. Valsmenn sakna áftur á móti mjög bragöa Hermanns Gunnarssonar, sem óneitanlega er einn bezti sóknar maöurinn I Islenzkum liöum i dag. KUBA IMPERIAL ST1500 stereosamstæðan 5000 kr útborgun eða 10% staðgreiðsluafsláttur ÚTVARPSMAGNARI ST1500 PLÖTUSPILARI PT 2000 TVEIR HÁTALARAR 18.900 10.850 7.200 VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10, REYKJAVlK, SlMAR: 19150 & 19192 LEIÐANDI FYRIRTÆKI A SVIDI SJÚNVARPS- ÚTVARPS- OG HUÓMFLUTNINGSTÆKJA NESCOHF AKUREYRINGARNIR TRYGGJA SIG ENN ÁT0PPNUM — unnu Houka með 3:1, en FH fylgir fast eftir Akureyringar virðast ekki ætla að láta að sér hæða i keppninni i 2. deild i knattspyrnu, enda telja margir að þeir séu nú með betra lið en nokkru sinni fyrr. Um helgina unnu þeir enn einn sigur I deildinni, Haukar I Hafnarfiröi unnu þá meö 2:1, en Haukar hafa vakiö athygli fyrir leiki sina I iitlu bikarkeppninni i vor, en hafa siöan ekki verið fylli- lega i samræmi við þær vonir, sem menn bundu viö þá þar. Haukar skotuiðu reyndar fyrsta mark leiksins, en Magnús Jónatansson jafnaöi. i seinni hálfleik var um yfirburöi að ræöa, Sævar skoraöi 2:1 og Aðalsteinn skoraði svo 2:1 fyrir heima- menn á Akureyri. Þar með virðist þaö nokkurn veginn augljóst aö Akur- eyringar séu aö vinna sér stööu sem úrslitalið i deild- inni, og flestir munu spá liöinu veru i 1. deildinni á ný. Annar leikur fór fram um helgina i 2. deildinni I knatt- spyrnu, FH fór vestur á isa- fjörð og vann afskapiega léttan og auöveldan sigur, 5:1 gegn heimamönnunum, og munu þeir þvi veröa helztu keppinautar Akur- eyringanna um veruna i 1. deild á næstunni. VÍÐIR LEIÐIR í A-RIÐLINUM Viðispiltarnir halda enn forystunni i A-riðli Ill-deild- ar. A föstudaginn sigruðu þeir Stjörnuna, með 1:0, á heimavelli sinum i hörkuleik — og roki. Það var miðvörð- urinn Hjörtur Sigurðsson, sem skoraði eina mark leiks- ins úr aukaspyrnu af löngu færi, en hann skoraði einnig jöfnunarmark Viöis gegn sömu aðilum i fyrri leik liðanna, sem endaði 2:2. Viðir lék undan vindinum fyrri hálfleikinn, en i hinum siðari reyndu Stjörnupiltarn- ir, allt hvað af tók, að jafna en Helgi Bjarnason, mark- vörður Viðis, hélt markinu hreinu með snilldarlegum leik. Sandgerðingar og Njarð- vikingar léku einnig i vik- unni sem leið i Sandgerði. 1:1, eftir mjög jafnan og Lauk leiknum með jafntefli, spennandi leik. Skora þeir loks í kvðld? 540 minútur i 1. deild án marks, — og I kvöld gefst Vikingi kostur á að bæta úr, en þá leika þeir viö Breiöablik á Mela- vellinum. Leikurinn er afskapiega áriöandi fyrir báða aðila, þvl vinni Breiðablik er hætta á aö Vikingur eigi erfitt meö aö forðast fallið i 2. deild. FYRSTU STIG1N TIL GRINDAVÍKUR Það má með sanni segja að hlaupið hefur á dauðasnærið i knattspyrnunni hjá Grind- vikingum, i tveimur undan- förnum leikjum, i Ill-deild- inni. Fram að þeim höfðu þeir undantekningarlaust tapað öllum sinum leikjum, með mismunandi tölum þó og þeir voru orðnir harla vonlitlir um að þeim tækist að krækja sér i stig, a.m.k. á þessu leiktimabili. En i leiknum á móti Fylki gerðist það ótrúlega, að þeim tókst að ná jafntefli. Þegar umtiu minútur voru til leiksloka og staðan var 1:0 fyrir Fylki, kom þjálfari þeirra inn á og tókst honum að skora glæsilegt mark, af löngu færi. Á föstudaginn léku Grind- vikingar við Hrönn og sigr- uðu með 3:1. Segjast þeir staðráðnir i að krækja sér i fleiri stig, svo að þau lið sem hafa talið sér visan sigur gegn þeim, mega sannarlega fara að vara sig. Hitinn var að buga ísL keppendurna — og við töpuðum forystunni gegn Finnum i NM í golfi, — urðum langneðstir og Jocke frá Sviþjóðslógu út þann i geysi harðri keppni við Dani, árangur, með þvi að leika 2 undir Sviar hlutu 1068 högg, Danir 1076 pari, 70 höggum, lökustu landarn- högg, Noregur 1093, Finnland 1141 ar fóru á um 100 höggum, lentu og Island 1192. utan vallar með boltann, en þarna Arangur islenzku keppendanna gildir það að leika beint, annars varð þessi: var allt i voða, sannarlega voru þeir likastir skógardýrum þeir OttarYngvas. 72-86—158 högg leikmenn, sem þurftu að fara út Björgv. Þorstss. 90-87—177 högg fyrir brautina eftir boltanum. Gunnl. Ragnars. 97-91—188 högg Sviar unnu Norðurlandatitilinn Björgvin Hólm 94-105—199 högg Framhald af síðu 9 Frá Kjartani L. Pálssyni, Rung- sted i gær: islendingar urðu langneðstir allra Noröurlandaþjóðanna á ’fyrsta Noröurlandamóti, sem þeir taka þátt i. i golfi, fengu ireyndar verri útreiö en fyrirfram 'hefði mátt reikna meö og uröu 51 .höggi á eftir Finnum, sem voru i |fjóröa sæti. Aðeins Óttar Yngva- son og Þorbjörn Kærbo virtust i flokki meö beztu goifmönnum hinna þjóöanna, en liö islands var nokkuö ójafnt. Greinilegt var að okkar menn eru alls óvanir þvi aö glima viö sandgryfjur einsog þær, sem var að finna á vellinum hér I Rung- sted. Greinilegt var að okkar menn eru alls óvanir þv; að glima við sandgryfjur einsog þær, sem var að finna á vellinum hér i Rung- sted. Það háði islenzku leikmönnun- um lika greinilega að keppa i svo miklum hita eins og hér var i dag, 30 stig i skugganum. Margir leik- manna voru farnir að brenna illa á öxlunum og háöi það þeim eðli- lega nokkuð. Þessi keppni er erfið, leiknar 36 holur á dag og dagurinn tekinn snemma, byrjað klukkan 8 á morgnana. Eftir keppni laugar- dagsins voru tslendingar i fjórða sæti með 562 stig, en Finnar sið- astir með 593 stig. Danir leiddu þá með eins höggs forystu 538 högg samanlagt, Sviar með 539 og Norðmenn með 543. En siðari daginn gekk ekki sem skyldi hjá okkar liði. Óttar Yngvason, sem þarna mætti sem fyrr til leiks með sitt hálfa sett, sem þykir heldur ófull- kominn útbúnaður hjá köppum eins og þeim sem þarna mættu, lét það þó ekki aftra sér að leika á pari, 72 höggum, en Hendriksen „harðjaxl”, enda er dugnaöur hans til sannrar fyrirmyndar. Ólafur Juliusson átti einnig ágætan leik," þótt færi hans og sendingar nýttust ekki sem skyldi. Friðrik Ragnarson virðist vera að komast i sitt gamla form áræðinn og fljótur. Reynir Óskarson hefur ekki náð þvi öryggi, sem skapar honum fastan sess i liðinu. Óheppnismörk hans hljóta að leiða til þess að Þor- steinn Ólafsson, sem ekki gat æft sem skyldi, vegna prófa, fær að spreyta sig i næsta leik. emm VALUR EKKI LENGUR MEÐAL AL- ÞJÓÐA DÓMARA Eins og menn muna virtust öll rök hniga að þvi að fyrri hálfleikur KR og ÍBK, sem fram fór á Laugardalsvellin- um, fyrir nokkru, hafi staðið yfir i lengri tima en leikreglur kveða á um. Var það hald margra þeirra sem á horfðu, að hann hafi staðið yfir i um 54 minútur, eða 9 minútum lengur en lög leyfa. Var mikill úlfaþytur vegna timalengdarinnar og kærðu KR-ingar. Niðurstaða dómstólsins varð sú að athuguðu máli, við dómara og linuverði, að leikurinn væri gildur, þar sem ekki fengust sannanir eða viðurkenning dóm- ara og linuvarða fyrir öðru en að reglum hafi verið fylgt, en klukka dómarans er sá tima- mælir, sem fara skal eftir, hvað sem itautar og raular. Nokkrar vangaveltur voru hjá mönnum um það hvort dómarasam- tökin tækjutil yfirvegun- ar yfirsjón þá sem talið var að Valur hafði gert sig sekan um, og refsaði honum með einhverju móti. Jafnvel kom fram sú krafa, að hann yrði sviftur réttindum til að dæma i I-deild, að minnsta kosti fyrst um sinn. Að fenginni reynslu undanfarinna ára þótti slikt samt ósennilegt. Mistök dóm- ara hefðu aldrei verið lögð á vogarskálarnar og enginn þeirra vittur eða refsað fyrir mistök. Að þessu sinni virðist vera gerð undantekning. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum hefur Valur verið sviftur millirikjadómararétt- indum sinum og óskað eftir þvi við Alþjóða- sambandið að nafn hans verði fellt niður af lista íslands yfir millirikja- dómara. Valur Benediktsson, missir millirlkjaréttindin

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.