Vísir


Vísir - 17.07.1972, Qupperneq 12

Vísir - 17.07.1972, Qupperneq 12
« Visir. Mánudagur. 17. júli. 1972 VERDUR AFTUR SÓL í DAG? íslemlingar hljóta að vera fjarska lítið trúhneígðir A laugardagsmorgun var ég að sniglast á Loftleiða- hótelinu og mér fannst liggja i loftinu, aö allt værí búið og bara timaspursmál, hvenær gefin yrði út til- kynning um að Fischerog föruneyti hyrfi úr landi. Og þess vegna axlaði ég min skinn, gaf skákina á bátinn og hélt norður i land með nesti og nýja skó. úrhellis- rigning og vegirnir engu líkir og í Borgarfirðinum gafst ég upp, fékk gistingu á Edduhótelinu í Varma- landi. Horfandi á tvenn maríerluhjón í stórfiskaleik í giaðasólskini á hlaðinu í Reykholti á sunnudags- morgni. Þá voru þeir Fischer og Spasský jafn fjarri mér og bæði tungl- ið og sólin tii samans. Stórfrétt f útvarpinu Staddur i Borgarnesi um há- degið og þá suðar flugan aftur I kollinum á mér: Ætli þeir tefli ekki i dag, þvi það er svo mikil sól? Þaö er útilokaö að vera reið- ur og móðgaður i svona mikilli sól. Slegiö undir nára og beint til Reykjavikur. Horfur allt annað en góðar, áskorandinn á förum úr landi klukkan þrjú fimmtán, og samt enn meira sólskin hér i borginni en Borgarnesi og Keilir skartaöi sinu fegursta og Flugfélagsþotan j. sveimar yfir bæinn, strákar i fót- bolta á flötinni, sumar alls staðar. Sem ég bið i rólegheitum eftir kótelettunum og sveskjugrautn- um og klukkan ponsulitið á fimmta timanum Þá: STÓRFRÉTT les þulan i útvarp- inu. Klukkan fimm verður þriðja einvigisskákin tefld i Laugardals- höllinni o.s.frv. Kótelettur og sveskjugrautur látin lönd og leið og niöri höll á fastandi maga. B.H. Wood ritstjóri brezka skákblaösins Chess fylgist af áhuga með skákinni I gær. Létt í spori Þessi Singer saumavél kostar aðeins kr. 18.669,00, en hefur flesta kosti dýrari saumavéla og þann kost fram yfir að hún vegur aðeins 6 kíló og er þess vegna mjög létt í meðförum. Þegar þér saumið úr hinum nýju tízkuefnum getið þér valið úr mörgum teygjusaumum, m. a. ,,overlock“, svo að engin hætta er á að þráðurinn slitni þó að togni á efninu. Singer 438 hefur einnig: innbyggðan, sjálfvirkan hnappagata- saum ^ tvöfalda nál, öryggishnapp (gott þar sem börn eru), fjölbreyttan skrautsaum og marga fleiri kosti. SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18A, Domus, Laugavegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SlS, Ármúla 3 og Kaupfélögin um land allt. SAMBAND ISLEN2KRA SAMVINNUFELAGA $ Véladeild ARMULA 3 REYKJAVIK. SIMI 38900 Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar Látbragðsleikur á stóra tjaldinu Aður en skákin hefst þá dulitið" bió eins og i gamla daga á stóra tjaldinu. Aðalleikendur Lothar Schmid og Guðmundur rektor, Spasský i aukahlutverki. Þögul mynd og látbragðsleikur. Mér finnst Guðmundur bera af en þetta er bara fyrsti þáttur. Annar þáttur: Aðalleikendur: Heims- meistari i skák og áskorandinn. Þeir sitja við eldhúsborð hvor á móti öðrum og venjulegt linóleum skákborð á milli þeirra. Askor- andinn hefur sig meira i frammi, baðar út höndum, snýr sér nærri i heilhring i fina stólnum frá Argentinu og klukkan talsvert yfir fimm. Þessi látbragösleikur stendur góða stund og ekkert vantar nema Túnglskins sónöt- una eftir Beethoven, til að þe’tta á tjaldinu verði alveg eins og i gamla daga I Nýja BIo á Akureyri, þegar maður sá Konung konunganna tiu sinnum i strikklotu, af þvi pabbi spilaði undir á orgel. Eg sit vio hliðina á brezkum skákmeistara og skáktimarits- stjóra, sem heitir Wood. Hann segir, að Fischer leiki nýtizku Benoni júgóslavneskt afbrigði. Hvöss vörn og nokkrir sóknar- möguleikar. Kvikmyndatöku- menn Chester Fox sitja við borðið hjá okkur og eru fúlir.hafa ekkert að gera, þeirsegja mér að Cram- er amerlski hafi kallað þá asna: og það finnst þeim auðvitað ekki gott. Ættfræöi og hrakfarir Meðan æsilegar sviptingar ger- ast á skákborðinu standa tveir menn niðrf anddyri Hallarinnar og ræða ættfræði og hrakfarir Skaftfellinga eftir Skaftárelda. Það eru þeir Asi i Bæ og Helgi Sæm. Ættfeður beggja flúðu Eld- ana og Helgi segir ferðir þeirra likastar tunglferðum okkar daga og allt i einu er skákin gleymd og forfeður þessara tveggja kappa Helga og Asa komnir ljóslifandi i Höllina þeir ögmundur og Jón. Það er stutt i Islendinginn þó yfir standi einvigi aldarinnar i seil- ingsfjarlægð. Vel á minnst meðan ég man, þá hef ég sannfrétt, að ég hafði rangt fyrir mér á dögunum. Helgi Sæm. er skáksnillingur, hann hefur nefnilega mátað ónefndan stórmeistara með eitt- hvað ónefnt i forgjöf og þess vegna bið ég hann hér með afsök- unar. Egill rakari segir ekki: Áfram KR Mr. Wood skrifar fyrir Daily Telegram og fer oft niður til að senda skeyti. Hann sýnir mér ýmsa möguleika á litla skákborð- inu sinu, og ég set upp spekings- svip og þykist skilja þetta afskap- lega vel og segi, að þessi leikur eða hinn leikurinn liggi alveg I augum uppi. Allt I einu snýr sá brezki sér að mér og segir i þess- um sérenska spaugtóni: ,,ts- lendingar hljóta að vera fjarska litið trúhneigðir, þvi biskupinn á skerminum er svo óverulegur, að' það er varla hægt að greina hann.” Eg segi hann hafa hitt naglann á höfuðið. Skákin þumlungast áfram og sóknarþungi Fischers eykst með hverjum leik. Eftir 20. leik kemur Egill rakari aðvifandi og hrópar ekki: Afram KR. en segir, að Spasský muni gefa skákina eftir næsta leik. Fíllinn hefur blakaö eyrunum Sumir útlenzku blaðamennirnir hafa komið sér upp islenzkum vinkonum og áhugi þeirra fyrir skákeinviginu virðist allur fara dvinandi og á morgun og hinn daginn býður rikisstjórnin þeim i ferðalag og veizluhöld með Lunch at Hotel Berg Westman Islands og á þriöjudaginn verður Lunch at Valhoell og sjálfur forsætisráð- herra veizlustjóri og á eftir verð- ur farið til Hvergerðis i gegnum Sogið. Það er svosem leikið við þessa dáta og i öllu þessu er blaðafulltrúi rikisins aðalmaður- inn. Þegar um það bil þrjátiu leikj- um er lokið segir Helgi Sæm: Þetta er tapað fyrir Spasský”. Þá veit maður það og varla eftir nokkru að biða. Klukkan er rúmlega tiu og enn skin sólin, hópur fólks biður við bakdyr Hallarinnar. Flestir búast við sigri áskorandans og hvað verður þá i næstu skák, þegar hann hefur hvitt. Fillinn hefur blakað eyrunum og hvernig verð- ur hann þegar hann stendur á fæt- ur og tekur að sveifla rananum? Fólk er i góðu skapi eftir sókn- djarfan og einarðlegan leik áskorandans gegn hörkuvörn og drengilegri baráttu heimsmeist- arans og hver veit nema verði aftur sól á morgun. b.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.