Vísir - 20.07.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 20.07.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Fimmtudagur. 20. júli 1972 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsso» Ititstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórrfarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 einlakiö. Blaðaprent hf. Ratvís andstaða Þegar viðreisnarstjórnin var við völd, var stjórn- ) arandstaðan si og æ uppi á háa séi út af stóru og \ smáu og sifellt með ábyrgðarlaus yfirboð. Þetta ( langvinna skeið hávaðasamrar og ábyrgðarlausrar / stjórnarandstöðu hefur valdið þvi, að sumir telja, ) að svoleiðis eigi stjórnarandstaða að vera. Þeir v hafa þvi ekki verið með á nótunum, siðan tekin var / upp annars konar stjórnarandstaða eftir stjórnar-) skiptin i fyrra. \ Þótt minni hávaði og meiri ábyrgð einkenni / stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins, er það ) ekkert merki um linku eða þreytu, heldur merki um \ ný vinnubrögð, sem munu gefast betur, þegar til ( lengdar lætur. Undir forustu Jóhanns Hafstein, / oddamanns stjórnarandstöðunnar, hefur Sjálf- ) stæðisflokkurinn ratað þann meðalveg, sem kemur ( að beztu gagni, þegar til kastanna kemur. / Vitanlega er margt stjórnarathafna aðeins venju- \ legur embættisrekstur, sem ekki er sérstaklega ( gagnrýnisverður. Það væri óheiðarlegt af stjórnar- ( andstöðu að gagnrýna stjórnarathafnir, sem hún) mundi sjálf framkvæma, ef hún sæti að völdum, auk \ þess sem fólk er ekki svo vitlaust, að það sjái ekki i ( gegnum það. / í landhelgismálinu tókust sættir milli stjórnar og \ stjórnarandstöðu. Tekin var upp sameiginleg ( stefna, sem styrkti þjóðina mjög út á við, bæði / vegna samstöðunnar og vegna efnislegra breyt- \ inga, sem urðu á stjórnarstefnunni. Stjónarand-11 staðan og einkum þó Jóhann Hafstein átti verulegan / þátt i að ná samkomulagi um þetta mikilvæga mál. ) Hér áður fyrr hefði stjórnarandstaða ekki haft slika \ ábyrgðartilfinningu. (t Svo hafa auðvitað fjölmargar athafnir rikis-)) stjórnarinnar verið ákaflega ámælisverðar og hafa V sætt harðri gagnrýni. Eyðslustefnan, skattahækk-( anirnar og verðbólgan, sem af þvi hefur leitt, hefur / sætt harðri en efnislegri gagnrýni stjórnarandstöð-) unnar. í þvi hefur fólgizt broddurinn af þvi aðhaldi, ( sem stjórnarandstaða þarf að veita rikisstjórn. / Stjórnir koma og fara eftir lýðræðislegum leiðum. () Meðan samstaða helzt i rikisstjórn er ekki hægt að ( koma henni frá með hávaða, hversu óvinsæl sem / hún er orðin. Núverandi stjórn verður ekki komið) frá fyrr en i næstu kosningum. Það eru þær kosning- ( ar, sem núverandi stjórnarandstaða stefnir að. Hún ( telur, að þá muni þjóðin treysta ábyrgri stjórnar- [ andstöðu til að taka við stjórnartaumunum. \ Svo vill lika til, að núverandi stjórn er sjálfri sér / verst. Þvi meira sem hún er látin i friði, þeim mun ) meira grefur hún undan sér i innbyrðis illdeilum. ( Hún þarf raunar enga óvini, þvi að hún er sjálf sinn ( versti óvinur. ) Stjórnarandstaðan hefur verið hörð á köflum, (( þegar tilefni hafa verið, en hún hefur lika verið (( ábyrg. Hún hefur forðazt vopnaglamur, þegar það )) hefur verið tilgangslaust. Hún hefur ratað rétta \\ meðalveginn. {[ Sadat hefur buxnaskipti Sadat hinn egypzki hefur alltaf vcriö leiður á rússnesku buxunum sinum. Það var Nasser, sem iklæddisl þessari l'lik, þegar israelsmcnn höföu flengt hann i striöinu 1967. Nasser reiddist Ha ndarik ja m iinnum, sem voru seinir til aö láta hann hafa peninga i Aswanstifluna og auk þess gamlir vinir israelsmanna, vcgna allra gyðingaatkvæðanna i Handarikjunum. Nasser leiö sjálfum ekki of vel i flikinni. Kvartaöi um kláöa. En þetta varö hann aö gjalda til þess aö Arahar hryndu ekki saman cl'tir hinn herfilega ósigur. israelsmenn, þótt iniklu færri væru aö hausatölu, rcöu lögum og lolum viö Súez. Þcir höföu lagt undirsig stór flæmi af gönilu ara- hísku landi, og þeir voru til þess vísastir aö sitja þar um aldur og ævi, eins og reyndar hefur sanna/.t. Ileimurinn hló að Sadat i vetur Þvi stofnaði Nasser hræðslu- bandalagið viö Rússann. Hræöslan var að visu Egyptanna einna, sem voru milli tveggja elda. Rússinn varð harla glaður. Hann fékk fótfestu í Mið-Austur- löndum l'yrsta sinni. Hann fékk stökkbretti til að auka áhrif sin um allan arabiska heiminn. Þetta kostaði hundruð milljarða króna, en var ódýrt. Egyptinn Sadat tók við að Nasser látnum, staðráðinn i að hefja sjálfsvirðingu Egypta i há- sæti. Hann og egypzka þjóðin hel'ur siðan horft upp á, hvernig israelsmenn hafa með fyrir- litningu hafnað málamiðlunar- tillögum Egypta og hvernig þeir hal'a neglt sig niður á herteknu svæðunum og gert þau gyöingsk. Sadat hefur æpt og öskrað. Hann skók brandinn um siðustu áramót og ætlaði i strið. En ltússar voru þar fyrir sem grjót- veggur. Þeir voru ekki tilbúnir að striða við israelsmenn, sem hefðu bandariskan stuðning. Þeir voru óviðbúnir að stofna heimsfriðnum i hættu út af sandi við Súez. Þeir skelltu hurðinni framan i Sadat, og heimurinn hló að striðstil- burðum hans. Sadat ætlar þvi að skipta um buxur. Hvort hann iklæðist bandariskum kúrekabuxum eða ekki, er ekki vitað. Bandarikjamönnum er um og ó. Þeir vilja auðvitað styrkja stöðu sina við Súez. Þeir fagna þvi að sjálfsögðu að fá þar bandamenn. Ekki þurfa þeir að óttast, að fsraelsmenn fleygi sér i fangið á Rússanum. En hverjum banda- riskum stjórnmálamanni, hversu friðelskandi, sem hann kann að vera inn við beinið, hrýs hugur við þvi að styðja Araba. Gyðingarnir mundu ekki taka þvi með þolinmæði. Jafnvel McGovern, svo fórnfús friðar- sinni, var tilneyddur að heita Israelsmönnum stuðningi Banda- rikjamanna, einum þjóða. Egyptar hafa aðeins þriðjung nauðsynlegra flugmanna Arabar hafa verið að færa sig i átt til Ameriku að undanförnu. t Jemen og Súdan hafa þeir sliðrað sverðin i rifrildi við Bandarikja- menn. Nimeiry Súdanforseti vill þiggja frá Bandarikjamönnum peninga fyrir uppbyggingu Suður- Súdan þar sem strið var háð i nær tuttugu ár. Þvi hyggst hann sémja við gamla féndur sina, Bandarikjamenn, og taka aftur upp stjórnmálasamband. Þessu var illa tekið af blöðum i Egyptalandi, en nú er Sadat kominn i sama bátinn. 1 yfirlýsingu sinni um tafar- lausan brottflutning þeirra sovézku hernaðarráðgjafa, sem hafa verið stoð og stytta Egypta IIIIIHIIIII ffi) Umsjón: Haukur Helgason „Vertu nú sæll og blessaður.” Brottför Rússanna getur valdið „œvintýraárásum" Araba á Israel, en œtti að efla frið til lengdar siðan 1967, segir Sadat, að ,,vin- átta Egypta og Sovétmanna muni haldast, en finna verði nýjan grundvöll fyrir vináttuna.” Sadat er ævareiður af þvi að Rússar létu hann ekki hafa vopn i fyrra, svo að hann gæti stritt gegn tsrael. Þetta tekur hann fram ómyrkur i máli. F'yrirskipunin á ekki að taka til þeirra, kannski 10-15 þúsund, sovézkra ráðgjafa, sem hafa verið Egyptum innan handar i iðnvæöingu. Hins vegar tekur tilskipunin til álika fjölda hernaðarráðgjafa. Sadat segir, að nú skuli Egyptar taka alla stjórn hernaðarmannvirkja og vigvéla. En blað i Beirut i Libanon minnir á, að sovézki forsetinn Podgorny hefur sagt, að Egyptar hafi aðeins um þriðjung þeirra flug- manna, sem þurfi til að fljúga herþotunum, sem þeir hafa fengið frá Rússum. „Ég beiö og beið eftir sva ri" Sadat heimtaði af Bresnjev, að hann fengi vopn til að ráðast á tsrael, eftir að tsraelsstjórn tók illa friöartilboði Sadats. 1 bréfi sagðist Bresnjev ekki geta þetta. Sadat endurtók kröfurnar, þegar sovézki hermálaráðherrann Grechko sótti Egypta heim i mai siðast liðnum. Reyndar höfðu Egyptar skömm á heimsókn Grechkos, og sögðu, að hann væri bara að þessu til að striða Banda- rikjamönnum og bæta stöðu Rússa gagnvart Nixon, þegar hann kæmi til Moskvu. En kröfurnar voru fluttar dauf- um eyrum Moskvumanna. Sadat segir: ,,Ég beið og beið eftir svari i einn dag, i tvo daga, þrjá, fimmtán, en ekkert kom. Þið vit- ið, hve ein stund, eða einn dagur, er mikilvæg i minum augum”.' Tveggja siðna bréf barst siðan frá Bresnjev, en Sadat segir: „Ég sagði sovézka sendiherranum, að ég neitaði að taka við bréfinu, sem var aðeins afsökun á afstöðu Sovétrikjanna.” //í átt til bandariskrar aft- urhaldsstefnu" Blaðið Anwar i Libanon segir frá þessu og að ákvörðunin um að reka Rússana hafi verið tekin 8. júli og forsætisráðherra Egypta, Aziz Sidkey, hafi farið til Moskvu i siðustu viku til að skýra frá þessu. Ákvörðun Sadats getur reynzt tvieggjuð. Hann kann að langa til að fara af stað i eitthvert ævintýri og reyna að fara með strið á hendur Israelsmönnum, nú þegar Rússinn heldur ekki lengur i spottann. En hvers er her Egypta megnugur á þessari stundu án Rússa? Þvi má fullyrða, að af- leiðingin til lengdar muni verða að gera Araba friðsamlegri. Áhrifin á Israelsmenn, sem hafa aldrei verið þrjózkari en nú, eru vafasamari. Enn er ekki fyllilega vitað, hvernig málin þróast til dæmis hvort eitthvað verður eftir af rússneskum ráðunautum eða hvort semst milli Rússa og Egypta um einhvern stuðning frá Moskvu. Eitt er vist, að kommún- istar i Arabalöndunum taka buxnaskiptum Sadats hið versta. Kommúnistablaðið A1 Nida i Libanon segir, að „ræða Sadats hafi verið alvarleg stefnubreyting i átt til bandariskrar afturhalds- stefnu”. Önnur blöð segja, að ákvörðun Sadatsskilji Araba eftir „nakta”, eins og þau komast að orði, frammi fyrir andstæðingunum. israelsmenn hugsa lsraelsmenn sögðu fátt um ákvörðun Sadats og hugsuðu sinn gang. Þó gætti töluverðrar bjart- sýni um framvindu málanna, en jafnframt hræðslu viö einhver „ævintýri” sem Sadat kynni að finna upp á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.