Vísir - 24.07.1972, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur. 24. júli. 1972
3
| IINIIM 1
§| SÍÐAIM J|
Umsjón ÞS
Hvenær verður
maðurinn búinn að ger-
eyðileggja umhverfi
sitt og sjálfan sig með
mengun? Þessi
brennandi spurning er
eitt helzta viðfangsefni
visindamanna um
allan heim i dag og á
áreiðanlega eftir að
verða það i framtið-
inni. Við íslendingar
fyllum glufur og gjótur
á landsbyggðinni með
tómum plastpokum
flöskum, dósum og
öðrum umbúðum,
öndum að okkur okkar
góða lofti og þykjumst
fjarri allri mengun. En
stefnum við ekki i
sama farið? Fylgjum
við ekki stjórþjóðunum
fast eftir i að kæfa
okkur og landið i alls-
kyns umbúðarusli,
eiturefnum og gervi-
þörfum? En við segjum
kannski eins og
maðurinn: „Fyrst
maður er hvort eð er
um borð i Titanic, þá er
eins gott að vera á
fyrsta farrými.”
Visindamenn segja að ein af
lausnunum til þess að stöðva
þessa uggvænlegu þróun, sé að
nota náttúruötTin sjáll' til upp
hitunaristað gass, kola og oliu,
sem gefa frá sér hættuleg eitur-
efni i andrúmsloftið. Hinn
óendanlegi kostnaður við að
framleiða óeyðanlegar eða ill-
eyðanlegar umbúðir og
óteljandi auglýsingabrellur
væri betur nýttur, ef
auglýsingaskruminu væri ein-
hver takmörk sett. Vöruval vel-
ferðarrikjanna er orðið svo
gifurlegt, að neytandinn er fyrir
löngu hættur að geta gert sér
grein fyrir þvi, hvenær hann er
að kaupa góða vöru og hvenær
hann kaupir köttinn i sekknum.
Umbúðirnar og skrumið er oft
miklu dýrara en varan sjálf og
neytandinn er teymdur á asna-
eyrunum með fáranlegum lof-
orðum um „nýtt og betra lif” ef
hann kaupir sér gula sápu i
rauðu bréfi með gylltum stöfum
meðangandi gervilykt af gervi-
blómum. — öllu gömlu er hent,
haugar fyllast upp af gömlum
hlutum, — neyzlan er svo yfir-
gengileg að jörðin getur ekki
lengur tekið við öllum þessum
úrgangi, sem maðurinn vill eða
getur ekki notað lengur. Höfin
fyllast af tómum plastbrúsum
og plastpokum, eiturefnum og
saur. A meðan stór landsvæði
eyðast upp af áburðarskorti
sendir maðurinn si nn bezta og
náttúrulegasta áburð út i höfin
til fiskanna, sem hann siðan
borðar.
Visindamenn um allan heim
reyna nú að finna leið til þess að
nota þennan úrgang mannsins
betur. Þeir vilja láta grafa hann
djúpt i jörðu niður, þar sem
hann eyðist, en byggir upp
nýjan og betri jarðveg fyrir
gróður landsins. Sólarljósið,
sem er einn af hinum óendan-
legu náttúrukröftum er okkar
HÚS
FRAMTÍÐAR
INNAR?
hœfir bœði manni
og umhverfi
hollasti og bezti hitagjafi. En
hvernig getum við, sem búum á
norðlægum slóðum,notað okkur
þennan kraft? Jú hópur visinda-
manna hafa gert teikningar af
húsum framtlðarinnar, og bera
þau með sér afturhvarf til
náttúrunnar og likjast að
nokkru leyti hýbýlum frum-
stæðra þjóðflokka i frum-
skógum. Þessi hýbýli eru miðuð
við stórfjölskyldur eða nokkra
minni hópa, en ekki mjög
mikinn fjölda i hverju „tjaldi”,
eins og við köllum það. Tré-
girðing er umhverfis húsið og
yfir henni tjald með tvöföldu
glæru plasti. Þessu tjaldi er
rennt niður, þegar sólin. skin og
hlýtt er i veðri. Þegar kólnar er
tjaldið dregið upp og með sér-
stökum útbúnaði fyllist það af
„sápukúlum”, sem halda
hitanum inni i tjaldinu. Sérstakt
efni er sett i vatn neðst i tjald-
brúninni allan hringinn og þvi
blásið i sápukúlum uppá milli
tjaldlaganna. Op er fyrir miðju
tjaldinu að ofan, sem hægt er að
loka að vild. Þetta tjald á að
vera hægt að framleiða mjög
ódýrt og innan þess er hægt að
rækta ótrúlegustu blómateg-
undir og ávexti, þvi að tjaldið
gefur sérstaklega góða birtu.
Tréeiningar mynda herbergi og
ýmsa iverustaði, þarna er hægt
að hafa litla laug og útisturtu,
sandkassa og tré. Paradis á
jörð, segja sumir. Aðrir segja
að þetta sé ekkert afturhvarf til
náttúrunnar, þetta verði til þess
að utan tjaldsins vaxi upp
mánalandslag, sem enginn
skipti sér af og fólk einangri sig
i þessum hýbýlum. Um það
getum við ekki spáð(en óneitan-
lega virðist þetta girnilegri
hýbýli en steinsteypt háhýsi
með malbiki á alla vegu.
Þctta sýnist óneitanlega eftirsóknarverður ivcrustaður. Allur
saur crgrafinndjúpt i jörð, en jörðin verður rik af bætiefnum,
þarna vaxa ótrúlegustu blóm og trc, og hvergi sér i sleypu eða
inalbik. liitiun af plasttjaldinu og birtan gera kleift að rækla
þarna ávexti og grænmeti af nær livaða tegund sem er. Og
tjaldið tökum við niður þegar við viljum sjá i heiðan hiniinn.
Verður þetta lausninn fyrir okkur, sem búum á norðurslóðum?
BYÐUR ÞAÐ BEZTA SEM TIL ERÁ
MALLORCA
Y«*rð frá kr. 12.500.—
Beint þotuflug báöar leiðir,
eða með viðkomu 1 Eondon.
Brottfíir hálfsmánaðarléga til
15. júli og i hverri viku eftir
það. Frjáist val um dvöl í
íbúðum i I’alma og 1 bað-
strandabæjunum (Trianon og
Granada) eða hinum vinsa»lu
hótelum Antillas Barbados,
Playa de Palma, Melia Maga-
luf o.fl. Eigin skrifstofa.
Sunnu I Palma með íslen/.ku
starfsföiki veitir öryggi og
þjónustu. Mallorka er fjölsótt-
asta sólskinsparadls Evrópu.
FJölskylduafsláttur.
COSTADELSOL
A>r0 frá kr. 12500
I.okMÍna — l.oksiiiM — l.oksins
kemst fólk til Costa del Sol
og getur fengið að stan/.a á
heimieiðinni, til þess að fara
1 leikhús og skoða útsölurnar
í Oxfordstra»ti.
Flogið á hverjum sunnudegi.
til Malaga, dvalið á Costa ’del
. Sol í tva»r vikur og siðan þrjá
daga i London á heimleið-
inni. — l»ér veljið um dvol á
eftirsóttum hótelum á Costa
del Sol, svo sem Alay, eða
Las Perlas eða lúxusibúðun-
um Playamar.
KAUPMANNAHÖFN
Verð frá kr. 14.120.—
(Venjul. flugfargjald eitt
kr. 21.400.—)
t>ér fl.júgið með þntu. scm
Sunna leigir beint til Kaup-
mannahafnar. Búið þar á fyr-
irfram völdu hóteli. Tva»r mál
tlðir á dag. Njótið þjónustu
Sslen/ks starfsfóiks á skrif-
skrifstofu I Kaupmannahöfn.
Getið valið um skcmmtiferðir
um borgina, Sjáland og yfir
til Sviþjóðar. Eða bókað fram-
haldsferðir með dönskum
ferðaskrifstofum, áður en far-
ið er að hciman.
FERÐASKRIFSTDFAN SUNNA BANKASTRÍETI7 SÍMAR1640012070