Vísir - 24.07.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 24.07.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Mánudagur. 24. júli. 1972 VISIR trtgefandi: Framk væmdast jóri: Ritstjóri: Fréttástjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiftsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfssci> Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. N Blaöaprent hf. Bœtt fyrir afleik? Það hefur kólnað i suðupottinum við Súezskurð með kælingunni i afstöðu Egypta til Sovétmanna. Eins og viðar er sökin stórveldanna, þegar kraumar mest. Þau hafa staðið á bak við striðsmennina, látið þeim i té vopnin og fjármagnið, Sovétrikin Egypt- um og Bandarikin ísraelsmönnum. Bandarikin eiga þess nú kost að bæta fyrir gaml- an afleik. Þau léku alvarlega af sér árið 1956, þegar þau kipptu að sér hendinni um aðstoð við Egypta til byggingar Aswanstiflunnar og iðnvæðingar. 1 þeirri stöðu var Egyptum nánast hrundið i fang Rússa, sem kom fram siðar með svo augljósum hætti. Egyptar vildu losna undan brezku valdi, tryggja sjálfstæði sitt og taka til sin tekjurnar, sem erlendir aðilar höfðu af hinni mikilvægu lifæð, Súezskurði. Egyptar þjóðnýttu skurðinn. Ein afleiðing þeirrar ráðstöfunar var árás Breta, Frakka og ísraels- manna i Egyptaland árið 1956. Sú árás var að visu stöðvuð, ekki sizt fyrir tilstylli Bandarikjanna, en Bandarikjamenn skorti framsýni til að varðveita ávinninginn. Skýringin á afleik Bandarikjamanna i stórvelda- taflinu við Súezskurð var auðvitað að miklu fólgin i áhrifavaldigyðinga i bandariskum þjóðmálum, en auk þess töluðu leiðtogar Araba á þeim timum öll- um stundum um útrýmingu ísraelsrikis. Með réttu, vildu bandariskir ráðamenn ekki stuðla að þvi of stæki. En i leiðinni misstu þeir tækifærið til að verða raunverulegir sáttasemjarar, tækifæri, sem ekki( hefur gefizt siðar, fyrr en ef til vill nú. Vitað var, að leiðtoga Egypta fýsti ekki að gefa Sovétrikjunum fótfestu við Súez. Eftir sigur ísraelsmanna i striðinu 1967 skapaðist hins vegar sú staða, að Egyptum þótti ekki hjá komizt að þiggja mikla hernaðaraðstoð af Sovétmönnum. Aðra bandamenn höfðu þeir enga gegn ofurmætti ísraelsmanna. Leiðtogar Egypta, Nasser jafnt og Sadat, hafa aldrei gengið kommúnistum á hönd. Það sýna dæm- in, og er skemmst að minnast byltingartilraunar kommúnista i Súdan i fyrra, sem var bæld niður fyrir fulltingi Egypta. Frá fyrri tið má minna á að- gerðir Nassers til að hindra valdarán kommúnista i Sýrlandi. Egyptar vilja ekki fá hina rauðu heimsvaldasinna' yfir sig. Sadat mun leita nýrra bandamanna. Israelsmenn eru öflugir, og þeir hafa hafnað tilraunum Sadats til málamiðlunar. Sadat getur ekki fremur en aðrir leiðtogar Araba samið um afsal hernumdu svæð- anna til ísraelsmanna. Hver sá, er stæði að slikum samningum, yrði dauðadæmdur af þjóð sinni. Bandarikjamenn eiga leikinn i Mið-Austurlönd- um. Á afstöðu þeirra mun mest velta um framvind- una. Tekst þeim að bæta fyrir afleikinn? ísraelsmenn eiga mest undir Bandarikjamönn-' um. Nú riður á, að Bandarikin beiti áhrifamætti( sinum af alefli og beinlinis knýi Israelsmenn til/ samninga. Það yrði þeim þakkað. Nýjar upplýsingar varpa Ijósi ó samband bandarískra ríkisstjórna og herforingja í Suður-Víetnam: Samsœri í Saigon Eðlilega eru traust bönd milli herforingjanna, sem hafa völdin i Suður-Vietnam, og Bandarikja- manna, eðlilega, þvi aö nú hefur sannaztað bandariskir ráðamenn áttu mestan þátt i að herforingjar tóku völd og myrtu forsetann Diem. bað morð var byrjunin á hrunstefnu i Suður-Vietnam, seg- ir opinber bandarisk nefnd. Eftir morðið á Ngo Dinh Diem forseta árið 1963 flæktust Bandarikjamenn i mál Vietnama i miklu rikara mæli en áður. Bandarikjamenn tóku á herðar sinar þungann af hernaðar- og efnahagsvandamálum Suður- Vietnam. Vist var ekki friðsamlegt i Viet- nam i valdatið Diems. Hann var andkommúnisti en hallaðist kannski meira að Frökkum, gömlum nýlenduherrum Indó- Kina, en Bandarikjunum. Uppreisnir voru tiðar, er búdda- trúarmenn andmæltu veldi kaþólikka, sem höfðu að leiðatga bróður Diems forseta. Vietnam- striðið var i uppsiglingu. Diem var ekki minni einræðisherra en eftirmenn hans hafa verið. En i ljósi sögunnar verður ekki glaðzt yfir morðinu á Diem forseta Suð- ur-Vietnam. /,Sköpuðu" herfor- ingjastjórnina. Hlutur Bandarikjamanna hefur farið leynt, þó að grunsemdir hafi veriðum, að þeir hafi staðið á bak viö byltingu herforingjanna. Þessi grunur fékk mikinn byr við afhjúpun leyniskýrslnanna um Vietnam i fyrra. En með niður- stöðum nefndar nú i vikunni er þó fyrst unnt að segja<að tvimæli hafi verið tekin af ráðabrugginu. Morðiö á Diem tilheyrir sög- unni, en þaö lifir þó enn i dag i nánum tengslum bandariskra stjórnvalda og herforingjanna, sem ráða Suður-Vietnam og i til- finningum bandariskra ráða- manna um „skyldur” gagnvart herforingjum i Saigon. Hausaskipti hafa að visu orðið á stjórninni i Saigon á þessu tima- bili, en Bandarikjamenn finna til sama skyldleikans og áður. Þeir finna til ábyrgðarinnar af þessum stjórnarháttum og kannski telja þeir Saigonherforingja „syni” sina, skapaða af sér i bliðu og striöu. ,, Bandaríkin bera fulla ábyrgð". i 75 blaðsiðna skýrslu um mál- ið, sem var samin fyrir utanrikis- nefnd öldungadeildar bandariska þingsins, er formáli eftir þing- manninn J.W. Fulbright, sem segir þar: „Bandarikin bera fulla ábyrgð á byltingunni gegn stjórn Diems forseta 1. nóvember 1963. Pólitiskur glundroði.sem fylgdi i kjölfar láts Diems, er einnig sök Bandarikjanna. Verðið, sem Bandarikin greiddu fyrir þessi beinu afskipti af stjórnmálum Vietnam, var það, að þau drógust æ meira inn i Vietnamdeiluna”. Fulbright segir^enn fremur: „Þannig skyra atburöirnir við byltinguna 1963 að verulegu leyti, hvernig upphafið varðaö þátttöku Bandarikjamanna i striðinu i Vietnam”. Klókindi Lodges. Skýrslan gerir mikiö úr hlut- deild Henry Cabot Lodge, er þá var sendiherra Bandarikjanna i Saigon, i þvi að beina stefnu bandarisku stjórnarinnar þá braut, sem olli dauða Diems for- seta og hins valdamikla bróður hans Mgo Dinh Nhu. „Fyrirmæli bandarisku stjórn- llllllllllll M HMM Umsjón: Haukur Helgason arinnar voru svo tviræð”, segir i skýrslunni, að Henry Cabot Lodge og Paul Harkins hershöfð- ingi lögðu mismunandi skilning á. Lodge þóknaðist að túlka fyrir- mælin þannig, að hann skyldi halda áfram og jafnvel auka samband sitt við herforingja, sem höfðu á prjónunum valdarán i Saigon. CIA í spilinu. Af þessu er sú ályktun dregin, að hiklaust beri að skrifa byltingu herforingja á reikning Banda- rikjanna, sem hefðu getað hindrað hana með einni stunu. Bandariska stjórnin hamaðist að sjálfsögðu við að afneita aðild að samsærinu og hefur gert alla tið. F.n augljóst er af leyniskýrsl- um Pentagon og öðrum gögnum. að Bandarikjastjórn hafði um sendiherra sinn i Saigon og starfsmenn leyniþjónustunnar CIA reglulegt samband við sam- særismennina i Saigon. í þessari skýrslu • eru greindar dagsetn- ingar og sagt, að samband hafi verið milli Jjessara aðila frá 23 til 31. ágús’t og 2. oktober til 1. nóvember 1963, þegar byltingunni var hrundið i framkvæmd. Bandarikjamenn tjáðu herfor- ingjum beinlinis, að þeir væru reiðubúnir að „hætta öllum stuðningi við Diem, ef hann losaði sig ekki við eldri bróður sinn og bandariska stjórnin mundi veita byltingarmönnum aðstoð um tima”. Væntanlega höfðu einhverjir bandariskir ráðamenn i þessu sambandi i huga, að lýðræði skyldi komið á fót eftir skamma valdasetu herforingja. Herforinginn „stóri” Minh, sem við tók og eftirmenn hans hafa þó ekki reynt lýðræði að neinu marki. m. m Sendihprrann var pottur og panna. Þessi stefna Lodge varð með klókindum hans stefna stjórnar- innar. Stuðningur Bandarikjamanna haföi úrslitagildi fyrir samsæris- menn. I skýrslunni er tekið fram, að hefðu Bandarikin lagzt gegn samsærinu, sem bandariskir erindrekar þekktu, hefðu herfor- ingjar samstundis hætt við áform sin. Þvert á móti töldu herforingjar (með réttu), að þeir ættu visan stuðning bandariskra stjórnvalda i byltingu sinni. Diem forseti i blóði sinu. Fulltrúinn i höfuðstöðvunum Einnig óskuðu bandariskir ráðamenn eftir að fá að kynna sér samsærisáformin, svo að þeir gætu lagt dóm á, hversu likleg þau væru til sigurs. Bandarikjamenn gerðu eitt og annað á sama tima, sem leit út fyrir að vera þrýstingur á Diem til að hann framkvæmdi umbæt- ur, en varð i reyndinni til þess helzt að ýta undir herforingjana. Bandarikjamenn kipptu til dæmis að sér hendi um efnahagslegan stuðning og hernaðarstuðning við Diem eftir að hafa krafið hann um umbætur. Þetta gerðu Bandarikjamenn vitandi vits um afleiðingarnar. Bandariskur höfuðsmaður Lucien Conein, var i höfuðstöðv- um samsærismanna sem fulltrúi CIA og sendiherrans, meðan bylt- ingin var gerð. Hann hafði beint útvarps- og simasamband við sendiráð Bandarikjanna. 1 skýrslunni segir, að atvinnu- morðingi, Nguyen Van Nhung, sendimaður „stóra” Minh herfor- ingja hafi myrt forsetann og bróður hans. Strax eftir byltinguna létu bandariskir ráðamenn, beint og óbeint, i ljós ánægju og sam- stundis var hafizt handa um viðurkenningu og stuðning við nýju stjórnina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.