Vísir - 24.07.1972, Blaðsíða 9
Visir. Mánudagur. 24. júli. 1972
hanngeturfleira
EN AÐ SKALLA . . .
„Gullskallinn" í Eyjum
er ekki aðeins brellinn á
knattspyrnuvellinum, —
um helgina sýndi hann
það á golfvellinum, þegar
hann sló holu í höggi á 4.
brautinni á golfvellinum í
Eyjum.
Hann stillti sér upp á
teignum með 6-járn í hönd
og kúlan flaug gegnum
loftið og lenti beint í hol-
unni í 150 metra fjarlægð.
Haraldur Júlíusson er þar
með annar Eyjamaður-
inn, sem gerir þetta í
sumar, hinn var Hermann
Magnússon, en hann vann
það afrek á velli í Reykja-
vík. —GS—
en kemst lengra f
Kr.K.590- Kri.695-
stærð 560 -13/4
stærð 155 — 14/4
BARUM
BREGZT
EKKI.
FYRIR NÝJAN BARUM HJÓLBARÐA Berið saman verð og gæði
BARUM hefur löngu sannað endingu sína á íslenzkum vegum
— allir nýjir SKODA-bílar koma d BARUM hjólbörðum.
Verðið er ótrúlegt.
— miðað við verð almennt
og þö ekki síður endingu.-
Við getum vissulega sagt
„BARUM KOSTAR MINNA
— EN KEMST LENGRA"
Verið örugg í sumarleyfinu,
akið ö BARUM.
SHDDfí BÚDIN
AUÐBREKKU 44 - 46, KÓPAVOGI — SÍMI 4260.6
(óður Hjólbarðaverkstaeði
'Garðahrepps
Sunnan við laekinn, gengt
benzínstöð BP)
GARÐAHREPPI SlMI 50’606
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F.
Dómori tók annað
stigið af Eyjamönnum
— Framarar nóðu að skora 4 mörk ó 13 mínútum í seinni
hólfleik - Eyjamenn jöfnuðu þó úr 4:2 í 4:4 ó síðustu
mínútunum
Dómari hrifsaði annað
stigið af Vestmannaeying-
um í 1. deildinni í knatt-
spyrnu, — ekki einu sinni
heldur i tvigang! Það var
engin furða þótt heitt væri í
kolunum á áhorfendapöll-
um, enda hafði Ragnar
Magnússon gert ófyrir-
gefanleg mistök i dóm-
gæzlu sinni i leiknum.
Liðin tfyrjuðu að þreifa fyrir sér
á fyrstu minútunum, sóttu laus-
lega sittáhvað, og á 14. minútu
bjargar Þorbergur Atlason i
horn, og tveim min. siðar bjargar
markvörðurinn hinum megin á
vellinum, Páll varði þrumuskot
Erlendar Magnússonar, sem átti
skot af stuttu færi. Upp úr þessu
áttu Framarar nokkuð þunga lotu
á markið, sem skapaði margvis-
legar hættur.
En á 20. minútu kemur svo
markið, sem áhorfendur biðu eft-
ir. Ásgeir Sigurvinsson skorar 1:0
eftir fallega sendingu frá Tómasi
Pálssyni. Skömmu siðar bjargar
Þorbergur i horn.
Eyjamenn sækja nokkuð stift
og eiga tækifæri, t.d. þegar As-
geir einleikur gegnum þrjá
Framara og sendir á örn Óskars-
son, sem skallar naumlega fram-
hjá.
Enn skorar IBV á 37. minútu,
en Ragnar dómari dæmir hér
rangstöðu, þó að linuvörður, sem
var i mun betri aðstöðu en Ragn-
ar, veifaði ekki.
Út af þessu atviki upphófst
nokkur senna i hálfleik. Ólafur
Sigurvinsson spurði linuvörð
hvort hann teldi að þarna hefði
verið rangstaða, — en þessari
spurningu svaraði linuvörðurinn
ekki. Dómarinn sagði að fyrirlið-
inn einn mætti spyrja. Kvaðst
Ólafur þá einmitt vera fyrirliðinn
á leikvelli og bar fram spurningu
sina. Svar dómarans var: ,,Þú
mátt spyrja, — en færð bara ekk-
ert svar". Fannst leikmönnum og
áhorfendum það kyndugt að
dómarinn skyldi ekki vita hver
væri fyrirliði liðsins og spurðu
hvort dómari ætti ekki að kynna
sér leikskýrslur og þannig að sjá
hver væri fyrirliðinn. Einnig voru
menn óánægðir með að fyrirliði
skyldi fá skæting einberan i stað
svars við einfaldri spurningu.
i siðari hálfleik kom Sævar
Tryggvason inn á fyrir Harald
..Gullskalla" Júliusson. Hann átti
fljótt tvo góöa skalla, og sá siðari
lenti i netmöskvunum á 4. minútu
seinni hálfleiks, 2:0 fyrir ÍBV.
En Fram fór svo af stað i 10.
minútu. Það var Erlendur, sem
náði boltanum rétt við andlitiö á
Páli markverði og skallar inn.
Þarna var hefði Páll átt að hafa
betur. Enn skorar Erlendur á 17-
minútu eftir að Framarar höfðu
tekið innkast 15-20 sentimetra
innan linu, en linuvörðurinn
fylgdist ekki með, 2:2.
Nú var engu likara en að Fram-
arar væru óstöðvandi, þvi á 20.
minútu þrykkir Marteinn knettin-
um i netið eftir hornspyrnu, skall-
ar glæsilega i netið 3:2 fyrir
Fram. Og enn bruna Framarar
upp og Marka-Kiddi, Kristinn
Jörundsson, rennir boltanum
fremur laust að marki og Páll
missir boltann undir sig, og stað-
an er orðin 4:2. Ekki laust við að
veður hafi skipazt skjótt i lofti,
áhorfendur voru farnir að lykta af
tveim gullnum stigum frá topp-
liðinu i deildinni, en svo virðist
allt ætla aö hrynja, — fjögur mörk
á 13 minútum frá Fram.
Og nú tóku Eyjamenn að herj-
ast af alvöru, og það skilar þeim
árangri að Tómas skorar á 28.
minútu 4:3 eftir hornspyrnu, og
ekki munaði miklu að sama gerð-
ist eftir hornspyrnu 2 min. siðar,
en órn skallar yfir.
Og á 31 minútu skorar Asgeir
Sigurvinsson við mikinn fögnuð
heimamanna, — þrumuskot hans
lendir i Marteini og siðan upp i
samskeytin. En ennþá var
dómarinn ekki á þvi að dæma
mark, en flestir töldu þá boltann
hafa farið inn fyrir linu. Jöfn-
unarmarkið lét þó ekki standa á
sér, og örn óskarsson skallar i
netið glæsilega á 32. minútu, 4:4,
sem urðu úrslit leiksins, og
stigunum var þvi skipt, og Fram
var áfram taplaust sem fyrr, en
Eyjamenn vörpuðu öndinni létt-
ara eftir æsispennandi seinni
hálfleik. Undir lokið ógnuðu
Eyjamenn þó mun meira-, en Þor-
bérgur Atlason bjargaði vel i
markinu.
Beztu menn Fram fannst mér
þeir Erlendur Magnússon, Mar-
teinn Geirsson og Eggert Stein-
grimsson. Elmar Geirson var
ekki með vegna meiðsla. En
ætlað það hlutverk ef með-þyrfti.
honum eins og skugginn hefði
hann leikið, a.m.k. var honum
ætlað það hlutverk ef mað þyrfti.
1 liði heimamanna voru þeir
Tómas Pálsson, Ólafur og Ásgeir
Sigurvinssynir beztu menn, og
reyndar beztu leikmenn vallar-
ins, en Sævar átti og ágætan leik,
en hann lék aðeins annan hálf-
leikinn.
Hlutur dómara og linuvarða i
leiknum fannst mér afskaplega
klénn svo ekki sé nú meira sagt.
—GS-
Barum
kostar minna -