Vísir - 25.07.1972, Side 1

Vísir - 25.07.1972, Side 1
Heyrði smelli í kók-sjólfsalanum Þegar 6. einvígisskákin var að hefjast á sunnudaginn þóttist Fischer hafa ástæðu til að gruna kvikmyndatökumenn Fox um græsku. Heyrði hann einkenni- legt suð rétt við taflborðið og kvartaði við Schmid aðaldóm- ara. Schmid fór á stúfana en fullvissaði Fischer um, að engar kvikmyndavélar væru i gangi svo grunur hans væri ekki á rök- um reistur. Ekki var Fischer ánægður fyrr en það kom i ljós að þessi örlitli hávaði kom frá kóksjálfsala bak við sviðið, én á fárra minútna millibili heyrðust smellir i honum! Var þetta fljót- lega lagfært og Fischer gat haldið áfram að tefla eins og ekkert hefði i skorizt. GF Bíll í úlfakreppu ökutæki fjölskyldunnar, einkabillinn, er apparat, sem er i sannkallaðri úlfakreppu um þessar mundir sakir of- fjölgunar þessarar skepnu”. Það er jafnvel svo komið að Efnahags- og framfarastofn- un Evrópu, OECD, hefur snúizt gegn einkabilnum. En hvað er framundan i fólks- flutningum? Sjá INN-siðuna á bls. 7. Mönnum mismunað í trimminu? Lesandi einn heldur þvi fram að mönnum sé mis- munað nokkuð i sambandi við 200 metrana, einhverjir virðast eftir öllu að dæma synda i lokuðum sundlaug- um, þegar fridagar eru á öll- um sundstöðum. Sjá lesendur hafa orðið á bls. 2. Dýrin drepast úr leiðindum, - eða fremja sjúlfsmorð Dýrin geta orðið leið á lif- inu rétt eins og mannfólkið, — i dýragörðunum geta þau hreinlega drepizt úr leiðind um, —eða þá að þau gripa til örþrifaráða og stytta sér ald- ur. Sjá viðtal við forstjóra dýragarðs i Portland i Bandarikjunum. Sjá NÚ-siöuna á bls. 4 ★ Big-Ben fer að tifa ú ný Vesturbæingar i Reykja- vik hafa löngum verið taldir hinir mestu málafylgju- menn, — og það kemur á daginn að KR-ingar hafa ekki gefizt upp i „klukku- málinu” svonefnda, eða „Big-Ben” málinu einsog hinir hárbeittu háðfuglar i röðum KR-inga kalla nú þetta mál. Sjá iþróttaopnuna. Sat innilokaður í lyftu meðan dauðaleit fór fram „Hrœðileg nótt," sögðu for- eldrar 10 óra drengs, sem saknað var í gœr og kom ekki fram fyrr en í morgun „Ég hringdi bjöllunni, þegarég fann aö lyftan var föst og það komu einhverj- ar konur, en þær gáðu ald- rei inn í lyftuna. — Enginn kom fyrr en maðurinn í morgun, sem hleypti mér út," sagði einn af blaða- söludrengjum Vísis, sem sat innilokaður i lyftu í Domus Medica i alla nótt, meðan björgunarflokkar leituðu dauðaleit að hon- um. „Hann kom bara allt i einu labb andi inn úr dyrunum i morgun um kl. 9. — Ó, þvilik hræðileg nótt,” sagði móðir drengsins, Bergþóra Skúladóttir, sem hafði vart náö sér eftir endurfundina, þegar blaðamann Visis bar að garði á heimili þeirra að Grettisg. 66 i morgun. Þau höfðu saknað hans, þegar liða tók undir kvöldmat i gær, og ekki bólaði á Trausta Sigurðssyni en hann hafði farið að heiman um kl. 14.30 til þess að selja Visi, eins og hans var vani. „Við fórum að leita sjálf um ná- grennið,” sagði faðirinn, Sigurð- ur Guðmundsson, „en kl. 9 i gær- kvöldi hringdum við i lögregluna, og báðum um að lýst yrði eftir honum, þegar hann var hvergi finnanlegur á þeim stöðum, sem okkur kom helzt til hugar.” Lýst var eftir Trausta i útvarp- inu, og björgunarsveitin Ingólfur og hjálparsveit Skáta sendu út leitarleiðangra með sporhund. Það var leitað fram á rauða nótt, en allt kom fyrir ekki. Spor- hundurinn tók strikið beint suður i Kópavog, heim að húsi afa og ömmu, en þau höfðu verið heima allan daginn og aldrei orðið drengsins vör. „Verst var biðin, þegar maður hafði sjálfur ekkert fyrir stafni,” sagði faðirinn. A meðan sat Trausti allan tim- ann innilokaður i lyftunni i Dom- us Medica. „Hún hefur verið svona um kl. 5, þegar ég fór þar inn og ætlaði upp á 6. hæð að selja blöð, en á fimmtu hæð stoppaði lyftan allt i einu, og hreyfðist hvorki upp né niður,” svaraði Trausti spurn- ingu Visis. Hræddur? „Neeei, en ég hringdi strax bjöllu, sem var i lyftunni, og heyrði sjálfur, þegar hún hringdi. Einhverjar konur heyrðu vist hringinguna lika, þvi að ég heyrði til þeirra, en þær komu aldrei að lyftunni.” sagði Trausti, en hann kallaði aldrei til kvennanna — hélt það vonlaust. Og inni i lyftunni beið hann svo alla nóttina og sofnaði rétt smá- dúr. A slaginu kl. 9 i morgun, þegar húsið var opnað, var viðgerðar- maður kominn til þess að gera við lyftuna. Skrifstofu hans hafði bor- izt tilkynning um kl. 5 i gær um bilum i lyftunni. Þá var hann sjálfur f jarstaddur i öðrum erind- um, og starfsdeginum var að ljúka. Enginn minntist einu orði á, að hér væri um brýnt erindi að „Nceei, ég var ekki hræddur, held ég,” sagði Trausti, sem virtist ekki I morgun hafa oröið mikið u'm næturgistinguna I lyftunni. — Foreldrar hans báðu fyrir beztu þakkir til allra, sem þátt tóku i teitinni i nótt. ræða. Enginn hafði gert sér grein fyrir, að einhver væri lokaður inni i bilaðri lyftunni. Merking neyðarhringingarinnar hafði far- ið framhjá konunum. Viðgerðarmaðurinn rak upp stór augu, þegar hann sá dreng- inn i lyítunni og hafði snör hand- tök við aö hleypa honum út. „Hvernig getur svona nokkuð komið fyrir?” spurði móðirin blaðamann Visis. Hvernig? —GP Ekki rigning hjó henni Maríu! A þessari mynd sjáum við hana Marfu Jóhannsdóttur full- trúa tslands i keppninni Miss Universe, ásamt hinum fjórum fulltrúum Norðurlandanna, hlaupandi um á Dorado strönd- inni i Puerto Rico, þar sem keppnin fer fram. Stúlkurnar eru talið frá vinstri: Noregur: I.iv Ilanche Olsen, Sviþjóð: Britt-Marie Johansson, Finn- land: Maj-Len Eriksson, island: Maria Kristin Jóhanns- dóttir og Danmörk: Marianne Schmidt. Þær búa allar saman á Dorado Hótelinu á ströndinni, og þess skal svo gctið/að sjálf keppnin fer fram 29. þessa mán- aðar i Puerto Itico. -EA TVÍTUGUR BOLVÍKINGUR LÉZT AF VOÐASKOTI Tvitugur Bolvikingur varð fyrir voðaskoti, að þvi er talið er, um 5 leytið á sunnudagsmorguninn. Slysið varð skammt innan við Bolungarvik, þar sem maðurinn var einn á gangi. Engin vitni urðu að slysinu, en rannsókn og yfir- heyrslur hafa farið fram I gær og i dag hjá lögreglunni i Bolungar- vík. Ennþá er ekki hægt aö segja nánar um tildrög þessa slyss, þar sem rannsókn málsins er ekki lokið. þs Sveinn og Jón keppa um Þjóðleikhúsið - sjá baksíðu

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.