Vísir - 25.07.1972, Blaðsíða 6
6
Visir. Þriðjudagur. 25. júli 1972
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsscr,
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Betra seint en aldrei
vísm 1 Míg ieri r a r ÍS iiiiiiiiiiii m mm
úr rústum
„Forsætisráðherra hefur i dag skipað nefnd til
þess að gera tillögur um leiðir og valkosti i efna-
hagsmálum”, segir i stuttorðri tilkynningu frá
rikisstjórninni. Efnið, sem lesa má milli linanna,
segir hins vegar langa sögu.
Til skamms tima taldi rikisstjórnin sig ekki þurfa
að hlusta á ráð reyndra sérfræðinga i efnahagsmál-
um. Hún treysti brjóstviti sinu, með þeim afleiðing-
um, sem öllum eru nú ljósar. Hún hóf feril sinn með
þvi að tæma tiltölulega digran rikiskassa, ýtti svo
undir verðbólguna með óvarkárri bjartsýni um
væntanlegar kjarabætur næstu tveggja ára, og náði
svo hámarki vitleysunnar með helmings aukningu
fjárlaga, útþenslu rikisbáknsins og þeirri einstæðu
skattahækkun, sem nú er umræðuefni manna.
Ef rikisstjórnin hefði við eitthvert þessara tæki-
færa hlustað á góð ráð sérfræðinga, væru efnahags-
horfurnar ekki eins ótryggar og þær eru nú En þau
álög hvila á vinstri stjórnum að vera alltaf að reyna
að forðast hin svonefndu „gömlu ihaldsúrræði
það er að segja viðurkenndar aðferðir við stjórn
efnahagsmála. Slikar rikisstjórnir lenda þvi gjarn-
an i ógöngum barnalegrar ævintýramennsku, svo
sem dæmin sýna fyrr og siðar.
En nú er svo að sjá sem rikisstjórnin hafi lært af
reynslunni. Hún hefur gefizt upp á að stjórna efna-
hagsmálunum og hefur afhent vandann i hendur
nefndar sérfræðinga. Þessi nefnd er að mestu skip-
uð mönnum, sem liklegir eru til að fjalla um efna-
hagsmálin af raunsæi og þekkingu. Það er þvi góðs
að vænta af starfi þeirra.
Ef til vill tekst hinum visu mönnum að hægja á
verðbólgunni, treysta rekstur atvinnuveganna og
hindra gengislækkun. Það fer náttúrulega bæði eftir,.
þvi, hve alvarlegt ástandið er orðið, og hve viljug'
rikisstjórnin verður að framkvæma það, sem hinir
visu menn leggja til.
Rikisstjórninni má segja það til hróss, að hún hef-
ur á margan hátt lært af reynslunni Hún hefur hald-
ið áfram viðræðum um hagnýtingu erlends einka-
fjármagns til stóriðju á íslandi, þótt hún sem
stjórnarandstaða á sinum tima hefði talið slikt til
landráða. Hún hefur samþykkt viðskiptasamning
við Efnahagsbandalag Evrópu og er að sjálfsögðu
hætt að kalla slikt landráð. Hún virðist einnig hafa
lagt brottrekstur varnarliðsins á hilluna, þrátt fyrir
stór orð sumra ráðherranna við upphaf stjórnar-
samstarfsins. Og nú virðist hún einnig hafa lært
nokkuð af æfintýrum sinum i efnahagsmálum.
Á þvi sviði er lærdómurinn þvi miður fullseint á
ferðinni. Skaðinn i efnahagsmálunum er skeður. At-1
vinnuvegirnir eru komnir i mikinn vanda og laun-1
þegasámtökin hafa orðið að taka timabundna
kjaraskerðingu á herðar félagsmanna sinna. Um
áramótin kemur að skuldadögunum. Sérfræðinga-
nefndin nýja á þvi mikið og erfitt starf framundan á
næstu mánuðum. Menn geta sameinazt um að óska
henni heilla i þvi starfi.
Sumt var ofsagt um
illsku Gowons Nigeríu-
manns, þegar Biafra-
striðið stóð. Ekki hefur
hann framið þjóðarmorð
á íbóaþjóðinni i Biafra.
Þvert á móti ber þeim
fréttum, sem berast, öll-
um saman um, að við-
reisn Biafra hafi verið
mikil og mannfólkinu
þar liður betur en hinir
bjartsýnustu hefðu von-
að, meðan striðið stóð.
1 striðslok var landið ofurselt
hungursneyð og niðurniðslu.
Menn urðu skelfdir við harð-
neskju Gowons gagnvart erlend-
um mönnum, sem vildu veita að-
stoð. Hann hafði óbeit á mörgum
þeirra og beindi allri aðstoð um
hendur eigin Rauðakross. Uggur
inn var vist ástæðulaus.
Þögult hefur verið i Nigeriu sið-
an striðinu lauk, en vafalaust er
mönnum forvitni að frétta þaðan,
enda var striðið aðalheimsfrétt
um langan aldur, og heimurinn
fylgdist með þjáningum barn-
anna sveltandi og deyjandi i
Biafra, sem voru inni á hvers
manns heimili i sjónvarpi.
Bann við
fréttamönnum
Þróun málanna hefur einnig af-
hjúpað forystumenn Biafra-
manna, suma hverja, og sýnt, að
ekki voru þeir englar i hegðun
sinni, fremur en Gowon. Sú svi-
, virðilega slátrun, sem framin
var, var raunar beggja sök, en við
viðurkennum sjálfákvörðunar-
rétt fólksins i Biafra, hvort sem
leiðtogar þess voru betri eða
verri. Samkvæmt timaritinu
Newsweek veldur það þögn
fréttamanna um Nigeriu að Gow-
on bannaði flestum erlendum
fréttamönnum að láta sjá sig i
landinu. Gowon fannst frétta-
menn leggja „ósanngirnislega”
áherzlu á þjáningar fólks.
Verður
rikjandi veldi.
En nú, aðeins 30 mánuðum eftir
lok villimannslegs striðs er
Nigeria aftur að verða rikjandi
veldi i Vestur-Afriku, stjórnmála-
lega og efnahagslega.
Blaðamaður Newsweek,
Andrew Jaffe, segir: „Svo djarft
sækir Nigeria fram, að erfitt er að
imynda sér, að þarna var geysi
legur vigvöllur fyrir tæpum
þremur árum. Enginn talar leng-
ur um striðið, af þvi aö Nigeriu-
menn hafa um mikilvægari mál
að hugsa þessa stundina. Svo sem
velmegun sina, sem þeir hafa
fundið aftur, og vitund um
framtiðarhlutverk sitt.
Rikisstjórnin reynir að skapa
nýtt land, „segir Jaffe.
Hægri umferð
tekin upp
Breytingin kemur meðal ann-
ars fram i þvi, að stjórnin hefur
nýverið hætt við brezka peninga-
kerfið og tekið upp tugakerfi, lagt
niður vinstri akstur og tekið upp
hægri. Einnig sést aukin vitund
um styrk i öflugum áróðri stjórn-
valda til að hæna ferðamenn til
landsins, svo sem i sambandi við
Afrikumeistaramótið i iþróttum,
sem verður næsta janúar, og
listahátið svartra manna, er
verður haldin árið 1974.
Gowon lætur „fulginn Fönix risa úr öskunni”.
Umsjón:
Haukur Helgason
„Fuglinn
Fönix ris úr ösku”
Gowon breytir einnig til i utan-
rikismáium. Hann er nú að slaka
á i afstöðu til gamalla óvina i
Afriku, Gineu og Senegal, og hann
hefur daðrað viðönnur Afrikuriki,
stofnað efnahagsbandalag með
Togo og látið Dahómey fá um 250
milljón króna lán til vegafram
kvæmda.
Fyrst og fremst beinist athyglin
að gamla Biafra. Athyglisvert
var, þegar Gowon „fyrirgaf” her-
mönnum úr uppreisnarher Biafra
og tók marga þeirra i lið sitt, eins
og Súdanstjórn hefur siðan gert
við uppreisnarhermennina i
Suður-Súdan. Þetta geta vist fáir
aðrir en Afrikumenn.
Svo aftur sé vikið að frétta
manninum Jaffe, þá segir hann,
að viðreisn Biafra likist þvi er
„fuglinn Fönix reis úr öskunni”.
„Iðrunariausa
— hótelið”
„Bjartsýnin birtist til dæmis i
skiltum, sem prýða höfuðborg-
ina,” segir hann,” „iðrunarlausa-
hótelið,” „Hvi að hafa áhyggjur”,
heitir vörubilastöð og stór-
markaður kallast „Nýtt lif
Gowon hefur ekki einungis
hindrað hina harðsviraðri af ráð-
herrum sinum i að hefna sin á
tbóum i Biafra, hann hefur bein-
linis gengið fram i að sætta menn
og endurtengja Biafra rikinu með
friðsamlegum hætti og kúgunar-
litlum.
Olíutekjur
meira en helmingur
Nigeria er geysilega auðugt
land. Striðið stóð auðvitað um
oliulindir Nigeriu, og þá aðallega
Biafra, og af þvi spratt mikill
áhugi stórvelda á þessu striði.
Tekjur Nigeriu af oliunni eiga i ár
að verða um 130 milljarðar króna,
sem verður meira en helmingur
af öllum tekjum rikisins.
Vandamál eru mikil i Nigeriu,
fyrst og fremst hin alræmda spill-
ing embættismanna þar, eins og
viðar i Afriku.
Mikið vantar einnig á, að fjár-
munum sé varið af hagkvæmni,
hjá hinu opinbera og öðrum.
Samkvæmt framkvæmdaáætl-
un á að verja um 5220 milljónum
króna til landbúnaðar, en aðeins
þriðjungur þessarar fjárhæðar
var notaður i fyrra. Vegakerfi
landsins er frumstætt. Jaffe seg-
ir, að enginn almennilegur þjóð-
vegur sé milli kvikfjárræktar-
svæðanna i norðurhluta landsins
og hafna. Þvi verði að reka kvikfé
til hafnanna að fornum kúreka-
hætti, en þangað koma skepnurn-
ar eins og beinagrindur útlits og i
litlu verði.
Ræningjaf
skotnir
Gowon hefur á prjónunum um-
bætur i skólamálum. Reynt verð-
ur að koma helmingnum af tutt-
ugu milljón börnum á skólaaldri i
skóla fyrir árið 1976, en varla
verður af þvi vegna skorts á
sæmilegum kennurum og að-
búnaði. 1 snauðu Afrikuriki
verður ekki stokkið yfir i atómöld
Vesturlanda á einni nóttu, en
spilling embættiskerfisins veldur
miklu um, hve seint gengur i
Nigeriu.
Loks hefur glæpaalda riðið yfir
Nigeriu i seinni tið. Vopnuð rán
eru tið, þótt stjórnin hafi gripið til
ýtrustu ráða og látið skjóta
raaningja, sem nást.
'Flest bendir þvi til, að Gowon
sé allur að mýkjast. Lfklega
kaupir hann skreið, áður en lýk-
ur.