Vísir - 25.07.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 25.07.1972, Blaðsíða 5
Visir. Þriðjudagur. 25. júli 1972 5 í MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN UTL.ÖND I MORGUN UTLOND UMSJON: HAUKUR HELGASON Þrýstingur á S. Þ. Fulltrúadeild setur 25% sem hámark á framlög Bandaríkjanna — S. Þ. gjaldþrota í október — Nixon vill fresta Bandaríkin beita Sameinuöu þjóðirnar fjár- málaþrýstingu, segir AP- fréttastofan, ,,ekki á sama hátt og Sovétríkin og Frakkland geröu fyrir ára- tug, en þó nokkuð svipað." Bandarikin hafa verið stoð og stytta Sameinuðu þjóðanna i fjár- veitingum. Rifjað er upp. að Sovétmenn og Frakkar neituðu að greiða fram- lög sin fyrir áratug og fyrir friöargæzlu S.Þ. þá. Nú veldur verðbólgan og gengisfelling dollars i fyrra þvi, að S.Þ. greiða meira en áður fyrir þjónustu i Bandarikjunum. Auk þess beita Bandarikjamenn sér fyrir lækkun á hluta sinum i framlögum til S.Þ. og stofnana þeirra, niður i 25 pró- sent hámark. Fulltruadeild Bandarikjaþings hefur samþykkt þetta, en öldungadeildin vill fresta þvi til næsta árs. Rogers utanrikisráðherra segir, að S.Þ. verði gjaldþrota, ef fulltrúa- deildin kemur sinu fram. Stjórn Nixons reynir að fá málinu frestað. Eiturlyfin: Baróttan beinist að „gullna þríhyrningnum" Bandaríkjamenn neita 5-6 tonna af heróíni á ári Um þriðjungur af því, sem bandarisk stjórnvöld leggja nú i tilraunir til að stöðva straum eiturlyfja til Bandarikjanna, beinist að „gullna þríhyrningnum", landamærum Laos, Thai- lands og Burma. Talsmaður utanrikisráðuneytis Bandarikjanna segir, að um 10 prósent af heróini, sem til Banda- rikjanna kemur, berist frá gullna þrihyrningnum. Bandarikjamenn néyta nú um fimm til sex tonna af heróini á ári, sem er á „götu- verði” um 500 milljarðar króna. Ráðuneytið heldur þvi fram, að árangur hafi orðið af tilraunum til að stöðva aðstreymi eiturlyfja. Bent er á að stjórnin i Suður-Viet- nam hafi siðan i janúar tekið höndum 2785 menn, sem seldu eiturlyf og gert upptæk 35,5 kiló af heróini, 18,2 kiló af ópium og 3558 kiló af marijuana. Rikisstjórnin i Thailandi segist munu flytja til nýrra staða leifar af her Chiang Kai Sheks, sem þar hefur veri siðan kommúnistar tóku Kina og lagt mikla stund á eiturlyfjasmygl og -framleiðslu. Thailandsstjórn segist munu binda enda á framferði þessara Kinverja i verzluninni. HÆTTUR Á AUTOBAHN A'tta biðu bana i þessu slysi á veginum milli Hannover og Kass- þýzku þjóðvegunum, Autobahn, á el. Tveir bilar á suðurleið rákust á og runnu yfir veginn á hina ak- brautina og rákust á hinn þriðja, sem kom á móti. Skutu ó múginn Leyniskýrslumálið: Hlerunum beint gegn verjendum Verjendur reyndu að stöðva réttarhöldin í leyni- skjalamálinu í gær, eftir að fram kom, að rikisstjórnin hafi lagt í skjalaskápa leynilegar upplýsingar um símahleranir „sem „tóku til verjenda", eins og sagt var. Lögfræðingar Daniel Ellsberg og Anthony Russo sökuðu stjórn- völd um svivirðu og óheiðarleika, þar sem þeim hefði verið sagt á föstudag, að engar upplýsingar væru til um simahleranir um lög- fræðinga sakborninga i málinu. Lögfræðingar munu ekki hafa vitað um hleranirnar, fyrr en dómarinn tilkynnti, að hleranir hefðu átt sér stað. Leonard Wein- glass lögfræðingur mótmælti harðlega og sagði, að lögfræðing- ar byggjust við að njóta einhvers trausts, og Boudin lögfræðingur krafðist sérstakra réttarhalda um hleranirnar. Aðstoðarsaksóknari kvaðst telja, að stjórnvöld hefðu ekki brotið lög. Ellsberg, 41 árs, og Russo, 35 ára, eru sakaðir um njósnir, sam- særi og þjófnað vegna birtingar leyniskjala bandariska hermála- ráðuneytisins, Pentagon, i fyrra. Einn maður var felldur og átta særðust, þegar lög- reglan skaut á mannfjölda, sem kastaði i hana grjóti í Pakistan. Kyrrð hafði verið i Karachi i viku eftir miklar óeirðir, sem spruttu vegna deilna um tungu- mál. Eftir átökin i gær var sett 15 stunda útgöngubann i sumum hlutum borgarinnar. Verkföll lömuðu borgarlifið i gær, og uppþotsmenn neyddu þá verzlanaeigendur til að loka búðunum, sem höfðu reynt að hafa þær opnar. Kveikt var viða i húsum, og almenningsvagnar brenndir. Kerja út í geiminn. Teikiiarinu sýnir hér geimfcrju franitiðarinnar, sem Lockheed Co. býður i að fá að gera. A myndinni sjást greinilcga „þrep” farartækis- ins, eldl'laugar og „ferjan" sjálf efst, sem skilin verður cftir úti I geimn um. Fella erlenda aðstoð og fé til Indó-Kína öldungardeild Banda- rikjaþings felldi í gær frumvarp stjórnarinnar um aðstoð við önnur riki. Þá var samþykkt að fella niður allan stuðning við löndin i Indó-Kina, Viet- nam, Laos og Kambódiu, fjórum mánuðum eftir að Norður-Vietnamar hefðu látið lausa striðsfanga. Ennfremur var samþykkt að bandaríski herinn skyldi kvaddur heim fra Víetnam. Nixon forseti mun vafa- laust beita neitunarvaldi til að fella þessa samþykkt, eí fulltrúadeildin skyldi taka sömu afstöðu og öldunga- deildin. Lœtur prinsessu- dóm fyrir ástina Ubolratana prinsessa, eizta dóttir Thailandskonungs, hefur hufnað prinsessutitli og orðið al- mennur borgari. Þetta staðfestir orðróm sem gengið hefur i Bangakok i nokkrar vikur þess efnis, að prinsessan hafi á laun gifzt skólabróður sinum i tæknihá- skólanum MIT i Banda- rikjunum. Konungur sendi bréf til Kittikachorns forsætisraðherra hcrforingjastjórnar Thailands i gær og skýrði honum frá þessum tiðindum. Prinsessan er þekkt i skólanum sem Julie Mahidol. Ilún fór til náms i Banda- rikjunum árið 1988. i Thailandi hefur kóngafólkið ekki komizt upp mcð að giftast almennum horgurum og halda tign. Táningskóngur Helgu treflarnir, sem eru tákn konungdæmis í ríkinu Bhutan í Himalayafjöllum, voru i gær afhentir táningi, sem hafði verið kallaður þangað frá námi í Bret- landi til að læra að verða konungur. Rikisútvarpið á Indlandi segir, að nýi konungurinn dáist að knattspyrnu og tónlist. Hann stundaði nám i Bretlandi, en faðir hans sagði árið 1967, að hann hefði áhyggjur af menntun sonar- ins. „Hann verður að hugsa, finna til og hegða sér eins og Bhutan esi,” sagði konungur. „Annars steypir fólkið honum af stóli". Konungurinn, Dorji, sem nú er látinn, var nokkur umbótamaður á 20 ára valdaskeiði sinu i þessu fjallariki. Hann leysti 5000 þræla úr ánauð og fyrirskipaði, að kon- ur skyldu hafa jafnrétti og lét menn hætta að fleygja sér flötum, ér þeir komu fyrir konungs aug- liti. Hann stofnaði þingið og gaf fyrirmæli um, að það skyldi greiða atkvæði um traust eða vantraust á landsstjórn þriðja hvert ár. Þá gaf hann þinginu rétt til að fella úr gildi neitunarvald konungs i hverju máli með tveim- ur þriðju atkvæða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.