Vísir - 01.08.1972, Blaðsíða 4
4
Visir Þriftjudagur I. ágúst 1972
LÖND í MORGUN UTLÖND I MO
Hann er mikilúðlegur á svip lundinn, og þeir i Eyjum eiga marga góða Ijósmyndara, sem sækja oft i
björgin til aft leita sér að fyrirsætum. Þessir tveir sátu fyrir hjá ljósmyndara Visis i Eyjum, Guftmundi
Sigfússyni. Falleg mynd og táknræn fyrir Eyjarnar.
Kennedymorðið
ekki tekið upp
Áfrýjunarréttur i New
Orleans hefur staðfest
úrskurð lægri dómstóls,
sem leyfði ekki, að Clay
L. Shaw yrði dreginn
fyrir dóm, sakaður um
að ljúga i réttarhöldun-
um um Kennedy morðið
árið 1969.
Garrison saksóknari ákærði
Shaw fyrir að ljúga fyrir rétti
tveimur dögum eftir að Shaw var
sýknaður af ákærum um samsæri
til að myrða John F. Kennedy for-
seta.
Garrison sagði, að Shaw hefði
borið ljúgvitni, er hann kvaðst
aldrei hafa þekkt Lee Harvey Os-
wald, sem er talinn hafa myrt
Kennedy.
Dómstóll komst þó að þeirri
niðurstöðu, að Garrison hefði ekki
verið i „góðri trú” þegar hann
sakaði Shw um lygar.
Áfrýjunardómstóll lauk i gær
málsmeðferð. Niðurstaðan var,
að Clay L. Shaw, sem Garrison
saksóknari áleit vera einn höfuð-
paur samsæris um að myrða
Kennedy, vann að nýju.
Þeir fá bar
á Króknum
Á llótel Mælifelli á Sauftárkróki
verftur nú á næstunni opnaftur
bar, sem opinn mun verfta öllum
gestuin, svo og ibúum á Sauftár-
króki, meft vissu aldurstakmarki
þó.
Að þvi er hótelstjóri, Ingveldur
Benediktsson, tjáði blaðinu,
fékkst leyfi fyrir vinveitingum á
hótelinu á siðasta ári, en þar sem
endurnýja verður vinveitinga-
leyfi á á ári hverju, verður að
endurnýja leyfi hótelsins áður en
opnað verður.
Þrjú af gistiherbergjum
hótelsins voru tekin fyrir barinn,
en framkvæmdir hófust i byrjun
maimánaðar. Kvað hótelstjóri
það mikla bót að hafa vinveit-
ingaleyfi og sagði það þröngsýni i
fólki sem ekki gæti séð að slikar
veitingar væru nauðsynlegar á
hóteli þar sem sifellt koma út-
lendingar. -EA
,,Þetta er basl”.
Það er alltaf basl aft mynda rikisstjórn i Finnlandi, þar sem flokkar eru
margir og sundurleitir. Dr. Johannes Virolainen, formaður miðflokks-
ins., hefur reynt það siftustu viku.
Kynningarrit
um Eyjar
Eitt af l'áum virkilegum kynn-
ingarritum sem gcfin hafa verift
út hér á landi um einhverja af
hlutum landsins, er nú komift á
markaftinn. Þaft er Asi i Bæ, sem
þarna sér um aft kynna Vest-
mannaeyjar vel og vandlcga. Er
kynningarritið gefift út i 5000 cin-
tökum, og liggur fyrir hjá Flug-
l'élagi islands og fæst i verzlunum
i Eyjum.
Ritið er 48 blaðsiður og mjög
veglegt. Hefur Asi i Bæ tekið
saman sögu Vestmannaeyja og
lýsir daglegu lifi Eyjaskeggja
rækilega. Stærsti kafli ritsins
fjallar um sjávarhella eyjanna,
en ritið er bæði á ensku og is-
lenzku.
Fallegar ljósmyndir i litum og
svart-hvitu prýða siður ritsins, en
myndirnar hafa tekið Sigurgeir
Jónasson og Páll Steingrimsson.
Aftast i ritinu gefur að lita fyrir-
tækjaskrá.
— EA
Söngurinn
um Bobby
Fischer
Bobby Fischer er nú orftin
þjófthetja i Bandarikjunum.
Mafturinn sem áftur fyrr var
svo til óþekktur þar i landi er
nú á hvers ntanns vörum.
Bandarisk blöð og timarit
eru þessa dagana uppfull af
hólgreinum um Bobby
Fischer og kunna sér engin
læti af fögnuði yfir vel-
farnafti landa sins. Er engu
likara en Fischer sé þegar
oröinn heimsmeistari,
aðeins eigi eftir aft krýna
hann.
Ný plata er komin á
markaðinn vestra og ber hún
nafnið: „The Ballad of
Bobby Fischer” (Söngurinn
um Bobby Fischer) sungin af
Joe Glazer og „ástleitnu
biskupunum.” 1 textanum
segir m.a.: „He was born in
nineteen forty-three / And
rigt away he knew he’d make
history / Cause he opened his
mouth on the day he was
born / And instead of crying
he said, Move that pawn.”
Textinn heldur áfram og
segir frá þvi að eftir ósigur
sinn i einviginu verði Spasski
fluttur til Siberiu! Og nú er
að vona að platan fari að
koma hingað en hljómplötu-
verzlanir hafa enn ekki
fengið hana. GF
n
Sá dauði " stal bíl:
Lögreglan varð að
láta hann aka á sig
„Við héldum, að hann lægi
„dauður” i aftursætinu, þegar
hann allt i einu bara tók bilinn,”
sögðu tvær stúlkur við lögregluna
á Akureyri um kunningja sinn,
sem tekið hafði bil þeirra i leyfis-
leysi og ók honum ölvaður.
Þær höfðu stöðvað bilinn og
stigið út úr honum til þess að
spjalla við kunningja sina á
laugardagskvöld um það leyti,
sem dansleikjum var að ljúka.
Billinn var i gangi.
Allt i einu var bilnum ekið af
stað, og þær stóðu uppi og horfðu
á eftir honum. — Lögreglunni var
gert viðvart, og hóf hún eftirför.
Pilturinn ók ekki hratt, en hins
vegar hunzaði hann alveg öll
stöðvunarmerki lögreglunnar og
hélt sinu striki um nokkrar götur
með lögreglubilinn i kjölfarinu.
En þegar hann svo tók stefnuna
i miðbæinn, þar sem fólk var
byrjað að tinast úr samkomu-
húsunum út á götuna, leizt
lögregluþjónunum ekki á blikuna.
Þeir gripu þá til þess ráðs, að aka
fram úr drengnum, og neyddu
hann til þess að aka utan i
lögreglubilinn, unz báðir bilarnir
voru stöðvaðir.
Tókst það svo vel, að varla sást
rispa á bilunum. — GP
Kappakstur á Akureyri:
Lentu saman í beygju
Harðúr árekstur varð á Akur-
eyri á gatnamótum Þórunnar-
strætis óg Hamarsstigs rétt upp
úr miðnætti á laugardag. Tveir
bilar, sem báðir óku norður
Þórunnarstrætið, rákust þar á,
þegar báðir ökumennirnir ætluðu
samtimis að beygja vestur
Hamarsstig á nokkuð mikilli ferð.
Grunur leikur á þvi, að öku-
mennirnir hafi ekið i kapp hvor
við annan.
Dró seinni billinn þann fremri
uppi einmitt i beygjunni, en þá
var ferðin of mikil, til þess að
ökumaöurinn fengi ráðið við
bilinn i beygjunni.
Annar ökumaðurinn og farþegi
hans voru lagðir inn á sjúkra-
húsið, en farþeginn slapp litið
meiddur. Meiðsli ökumannsins
voru þá ekki alvarleg. — GP