Vísir - 01.08.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 01.08.1972, Blaðsíða 8
Vísir Priðjudagur 1. ágúst 1972 A stóru myndinni sést yfir hina nýju flugbraul «g flugstöftin sjálf er i baksýn. A litlu myndinni i liorninu cr jarðýta að jafna úr hlössum sem vörubilar eru nýbúnir að losa. Fjallið á iniðri þeirri mynd, þetta sem er flatt að ofan, er Slapafcll, sem minnkar óðum cftir þvi sem flugbrautin lengist. Heilt fjall í flugbrautar lenginguna Keflavík i Framkvœmdir sem kosta yfir 400 milljónir króna ,,l>essi framkvæind kostar i dag um 120 milljónir króna og ef cinhvcrjum blöskrar þessi upp- hæð þá skal það tekið fram til skýringar, að við tökum nærri lieilt fjall undir þessa fram- kvæm d." Svo sagði Tlior Thors fram- k v æ m d a s t j ór i A ð a I v e r k t a k a, þegar Visir heiinsótti Keflavíkur- l'lutvöll i ga-r. I>að er flugbrautar- lengingin sem var til umræðu þegar við ræddum við Tlior, en þeim framkvæmdum miðar nú vel áleiðis. „Framkvæmdir hófust i byrjun júni og 1. nóvember á næsta ári eigum við að hafa lokið öllu verk- inu” sagði Thor Thors. Verkefni Aðalverktaka er að lengja aðal- flugbrautina á Keflavikurflug- velli um 3.800 fet. Ekki var það sársaukalaust fyrir suma aðila að ráðast i þessa framkvæmd, þar sem það er Bandarikjastjórn sem ber kostnaðinn. Þeir Magnús Kjartansson og Lúðvik félagi hans .Jósepsson greiddu atkvæði gegn þvi i rikisstjórninni að við skyldum lofa Könum að borga. Þeir félagar höfðu stór orð um þá miklu smán sem við kölluðum yf- ir okkur með þvi að borga þetta ekki sjálfir. Eftir að þetta var samþykkt með nokkrum meiri- hluta i rikisstjórninni hækkuðu skattar stórlega, en Mangi og Lúlli glottu i kampinn. En þetta var nú bara útúrdúr þvi flugvöllurinn sjálfur er miklu skemmtilegra viðfangsefni en tvö nátttröll i rauöstjórninni. t þessa lengingu á flugbrautinni fara 1,2 milljónir rúmmetra af uppfyllingu. Efnið er sótt i fjall nokkuð sem Stapafeli kallast og ereigi langt frá vellinum. Raunar væri réttara að segja að þetta hai'i verið l'jall þvi það hefur sett stór- um ol'an undanfarið, eftir að farið var að nota efni úr þvi i uppfyll- ingu íyrir flugbrautina. Það er unnið i 20 tima á hverjum sólar- hring viö þetta verk og það eru 70- 80 manns sem eingöngu starfa við framkvæmdina. En þaö er af sú tið að menn séu púlandi með haka og skóflur við svona stórfram- kvæmdir, eins og geröist hér fyrr á árum þegar Bretar byggðu Reykjavikurflugvöll. A Keflavik- urvelli sjást engir menn i þvi að styðja sig við skóflur, heldur eru það 20 stórir vörubilar sem keyra 20 tima á sólarhring efni úr Stapafelli og dengja þvi niður i berjalyngið, sem bráðum stynur undir þunga risaþota sem fara að rúlla um þessa nýju braut næsta haust. t tslenzkir Aðalverktakar hafa tekið að sér mörg stórverkefni á undanförnum árum. Samkvæmt samningi sem gerður var milli rikisstjórna tslands og Banda- rikjanna annast þeir allar fram- kvæmdir fyrir herinn á Kefla- vikurflugvelli. Thor Thors kvaðst álita að flugbrautarlengingin væri stærsta verkefni fyrirtækis- ins á Vellinum til þessa. Enda væri það meira en brautar- lengingin sjálf, einnig væri unnið við að setja upp ný aðflugsljós og i sambandi við lenginguna þyrfti að færa til girðingar, vegi og raf- linur. „Þegar búið verður að malbika þessa viðbótog koma fyrir ljósum verður Keflavikurflugvöllur fyrst orðinn alþjóðaflugvöllur sem óhætt er að treysta á, i nær hvaða veðri sem er” sagði Thor. Og það siðasta sem við sáum þegar hald- ið var á brott, voru hinir stóru vörubilar sem kepptust við að flytja fjallið Stapafell i hina nýju flugbraut, sem eflaust á eftir að færa okkur drjúgan skilding og þá ekki siður að spara islenzku flug- félögunum stóran pening, þegar þau þurfa ekki lengur að yfir- fljúga Keflavik vegna veðurs.-SG Það er af sú tið að memi nieð skóflur styðji sig viö svona hrúgur. Ýtan jafnar úr þeim á svipstundu. (Ljósmyndir Ástþór)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.