Vísir - 01.08.1972, Blaðsíða 3
Visir Þriðjudagur 1. ágúst 1972
3
?\* ''‘í*4, '' as' ^
\ s^v Pi' ■./, , V
Kerry eftir sigurinn
Þetta er hún Kerry Wells frá Astraliu, Ungfrú Alheimur i ár, þar
sem hún hleypur eftir ströndinni i Dorado á Puerto Rico eftir sigur
sinn. Hún bar sigur af keppendum frá 60 þjóðum, þar á meðal frá ts-
landi, en keppandinn héðan var Maria Jóhannsdóttir úr Reykjavik
(UPI-MYND)
Einstakar tegundir
taflborða seljast upp
5 — 10 töfl hafa farið ó einum degi
##
„Sala á taflborðum og mönnum
hefur aukizt alveg gifurlega frá
þvi að heimsmeistaraeinvigið
hófst, og það kemur fyrir að ein-
staka tegundir taflborða seljast
alveg upp. Oft koma þeir dagar
sem við seljum 5-10 töfl á dag, en
það er það mesta sem fer.”
Þau voru öll á þessa leið svörin,
sem við fengum i bókaverzlunum
i höfuðborginni, þegar við
hringdum og inntum eftir sölu.
Skákiþróttinni virðist stöðugt
aukast fylgi, bæði hér á is-
landi sem i öðrum löndum heims.
Enda sögðu þær afgreiðslu-
stúlkurnar i bókaverzlununum,
að það væru ekki eingöngu ís-
lendingar sem koma og kaupa sér
tafl, heldur menn frá öllum
þjóðum. islendingar eru þó i
miklum meirihluta sem von er.
„Útlendingar kaupa helzt
minni geröir af töflum, sem þeir
geta haft með sér út um hvippinn
og hvappinn”, sagði ein af af-
greiðslustúlkunum. „En Is-
lendingarnir vilja helzt þau stóru,
sumir lita ekki einu sinni við þeim
litlu.”
Skákáhuginn er ekki bundinn
við neinn aldur, heldur eru þeir
sem kaupa sér tafl á öllum aldri.
Allt frá börnum upp i ga'malt fólk.
Og það er sama sagan með
skákbækurnar og töflin. beir sem
enga kunnáttu hafa i þessari
iþrótt, kaupa sér kennslubækur,
en aðrir fá sér bækur til þess að
auka á góða kunnáttu. Mest virð-
ist þó seljast af kennslubókunum,
og ber þar fyrst að nefna: Teflið
betur og Svona á ekki að tefla.
Annars eru orðin „lærum að
tefla” að verða einskonar kjörorð
manna. í kaffitimum, og hádegis-
hléum fyrirtækja sitja starfs-
menn með sveitta kolla og velta
vöngum yfir peðum og aðrir
dunda sér við að setja upp stöð-
una i einviginu. -EA
Engu lofað um
óframhald 6 þurrki
Loksins gægðist sólin fram úr
skýjunum á Suðurlandi, þar sem
fólk hefur orðið að sætta sig við
dumbungsveður I nærri mánuð.
Viðast livar fór að létta til og birta
upp úr helginni, eða um helgina,
en þó var úrkoma á nokkrum
stöðum aðfaranótt mánudags,
eftir þeim upplýsingum sem við
fengum hjá Veðurstofunni.
Alls staðar voru hrifur teknar á
loft, og dráttarvélar brunuðu um
öll tún. Þegar slikur þurrkur
kemur eftir alla úrkomuna, láta
allir hendur standa fram úr
ermum, enda timi til kominn að
eitthvað sé gert i heyskapnum.
F'yrir austan fjall fór að létta til
og birta á sunnudag, og hefur
þurrkur haldizt þar siðan, að þvi
er veðurfræðingar segja. Ekki
þora þeir þó að lofa neinu um
áframhaldandi þurrk, á
óþurrkasvæðunum fyrrverandi
en veður verður þó rólegt og
úrkoma getur orðið örlitil öðru
hvoru. bó ekki neinar stór-
rigningar.
Og ef vikið er að veðrinu hérna i
Reykjavik, þá hefur verið skýjað
hér i allan morgun, en
veðurfræðingar gáfu okkur góða
von um að eitthvað muni glaðna
til seinnipartinn. Sólin mun jafn-
vel láta sjá sig, en þó um tak-
markaðan tima. Hiti var i
morgun klukkan niu, 9 stig.
—EA
„Skil ekki þessar
róðstafanir
„Ekkiskil ég hvaða ráðstafanir
það eru hjá Menntamálaráðu-
neyti að leggja niður „sport”-
veiði hreindýra. Sport-veiði hefur
verið mjög góð, og yfirleitt hafa
verið að verki ágætis skotmenn,
og litil brögð að þvi að dýr hafi
særzt, þó að þau hafi auðvitað
fundizt.”, sagði Agnar Bogason, i
viðtali við blaðið, en Agnar hefur
ásamt fleirum mikið stundað
þess'ar svokölluðu ,,sport”-veiðar
hreindýra.
„Ekki hef ég heldur trú á þvi að
dýrum hafi fjölgað um 1000 frá
þvi á siðasta ári”, sagði Agnar
ennfremur. „Þessirgömlu tuddar
eru látnir halda lifi, en þeir halda
fullum likamskröftum að öllu
leyti, nema ekki kynferðislega.
Þeirsafna i kringum sig kvendýr-
um, og valda þvi að fjölgun getur
ekki átt sér stað. En við sem höf-
um veitt, höfum farið þetta á
hestum yfirleitt, og veitt þessa
gömlu eftir hornum.”
— En getur ekki mikil hætta
stafað af þessum veiðum, þegar
nokkrir menn veiða i einu, og
skotum er hleypt af hvaðanæva?
„Nei, ekki mundi ég segja það,
mannafli er alls ekki svo mikill.
En hitter svo annað mál, aö sjálf-
sagt er að prófa hverja skyttu,
sem fer að veiða, áður en þeim er
gefið leyfi til þess að fara upp.
Það hefur t.d. komið fyrir að við
hefum rekizt á særð dýr.
Menntamálaráðuneyti hefur
sem kunnugt er sett nýjar reglur
um veiði hreindýra, og fela þær
m.a. i sér að engin sport-veiöi
verður leyfð.
Egill Gunnarsson, hreindýra-
eftirlitsmaður i Fljótsdal, sagði i
viðtali við blaðið, að tvær aðal-
breytingar hefðu veriö gerðar á
reglunum.
Er önnur sú að hreppum hefur
nú verið fjölgað i 17, i stað 13
áður, og skipar hreppsnefnd i
hverjum hreppi hreindýraeftir-
litsmann. Hann er skipaður fyrir
hvert veiöitimabil, sem stendur
frá 7. ágúst til 20. september.
Hverjum hreppi verða siðan út-
hlutuð nokkur hreindýr, og er þá
miðað við hvar þau ganga. Geta
sumir hreppar fengið sjö dýr, en
aðrir allt upp i 100, sem er það
mesta. Hreindýareftirlitsmaður-
inn er svo sá maður sem veiða má
dýrin.
Menntamálaráðuneyti hefur
látið fara fram talningu á hrein-
dýrahjörðinni austan lands, eins
og tiðkast hefur. Voru talin 3598
dýr, en ekki reyndist hægt að telja
dýrin i Viðidal og dölum þaðan
austur til Breiðdals sökum þoku,
en dýr voru þar 166 i fyra. Dýrin
voru þá samtals 2650. —EA.
SLAPP MEÐ HEILAHRISTING
llára telpa sem var á reiöhjóli
á Itey kjanesbraut móts við
Fiskiðjuna í Keflavik, varö fyrir
hifreiö um kl. 20.30 i gærkvöldi,
þegar hún hjólaöi i veg fyrir
bílinn.
Tclpan hlaut höfuðáverka, og
var óttast, aö hún heföi meiöst
alvarlega, þegar hún var I flýti
riutt á sjúkrahúsiö I Keflavik. í
Ijós kom þó aö hún haföi sloppiö
með hcilahristing. —GP
Mengoðar" upplýsingar
Það er ekki tekið út með sældinni að vera blaðamaður á 20. öldinni á
íslandi, að minnsta kosti ekki þegar upplýsingar berast frá iðnaðarráðu-
neytinu, sem berjast á gegn mengun, og þá væntanlega einnig mengun eins
og þeirri, sem við birtum mynd af með þessu skrifi. Er engu likara en að
Magnús Kjartansson og félagar hafi sagt upp rafmagnsritvélum sinum en
tekið upp pennastengur i staðinn. Handrit þetta, sem blaðinu barst i gær er
talið það mengaðasta, sem borizt hefur frá upphafi og ólæsilegt að mestu.