Vísir - 01.08.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 01.08.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir Þriöjudagur 1. ágúst 1972 vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. ( Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsscr, ) Ritstjóri: Jónas Kristjánsson (í Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ) Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson ( Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson ) Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 ( Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 ) Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 llnur) (I Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands ( i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. j Blaðaprent hf. ( Spámaður erlendis Willy Brandt stoðar ekki, þótt hann hafi hlotið lof ( flestra og uppskorið friðarverðlaun Nóbels fyrir / frumkvæði að „þiðunni” svokölluðu i heims-)) málunum. Hann stendur höllum fæti i landi sinu, \\ svo mjög að stjórn hans er spáð falli og flokki hans i ósigri i kosningum, ef straumhvörf verða ekki. / Jafnvel nánasti bandamaður hans og efnahags-j snillingur Vestur-Þýzkalands, Karl Schiller, lætur ( að þvi liggja, að hann kunni að ganga i lið með/f stjórnarandstæðingum. Skoðanakannanir eru)) Brandt óhagstæðar. () Brandt hefur gengið baglega að sameina lið sitt \\ um stefnu i innanlandsmálum. Þótt kristilegum (' demókrötum, stjórnarandstæðingum, mistækist að / kollvarpa Brandt um samningana við Sovétrikin og ) þeir yrðu að ganga til móts við Brandt um mála- \ miðlun i þvi efni, var sigur stjórnarinnar skammær. ( Miklu veldur, að i flokki Brandts, jafnaðarmanna- / flokknum koma nú glöggt i ljós þau sifelldu vanda j mál sósialdemókrataflokka að halda jafnvæginu ( milli vinstri og hægri manna i flokknum. / Jafnaðarmenn komust fyrst i rikisstjórn, er þeir ( tóku þátt i samsteypustjórn með kristilegum demó- / krötum, „stóru samsteypunni” svokölluðu. Við j stjórnarþátttökuna losnaði flokkurinn að miklu (\ leyti við ,,rauða stimpilmerkið”, sem hafði hrakið (i frá honum marga kjósendur. Svo fór þvi i næstu / kosningum, að jafnaðarmenn fengu tækifæri til að j hafa forystu um stjórnarmyndun með frjálslynda ( flokknum, sem þá tók krappa vinstri / beygju. Stjórnarforystan varð til þess, að mikið j kapphlaup hófst milli ráðherra um dýrar umbótaá- \ ætlanir. En fjármálaráðherra treysti sér ekki til að (( finna tekjulindir sem stæðu undir umbótunum. // Hann baðst lausnar, og við tók Karl Schiller, og var ji kallaður ”súperráðherra”, hin vestur-þýzka ( „súperstjarna”. / Schiller varð þó litlu klókari en fyrirrennari hansl við tekjuöflun. Rikisstjórnin gat ekki goldið/ umbæturnar með óvinsælum sköttum.Schiller sagði j að atvinnureksturinn gæti ekki risið undir meiriy álögum. / Stjórnarflokkarnir höfðu eftir kosningarnar tólfj þingmanna meiri hluta. Vegna úrsagna þingmanna/ úr stjórnarflokkunum, skortir Brandt nú eitt at-j kvæði á meirihlutann. j Skoðanakannanir benda til þess, að hlutföllin séu) 60 gegn 40 stjórnarandstæðingum i vil. j Brandt bindur nú helzt vonir við, að það muni) efla fylgi hans, að hann verður gestgjafi Olympiu- j leikanna i næsta mánuði. Þótt geróliku sé saman að (( jafna, má minna á þann mikla stuðning sem Adolf II Hitler hafði af þvi að Olympiuleikar voru háðir i /) Berlin árið 1936, um þær mundir, sem hann var að j) treysta veldi sitt. f Brandt setur einnig traust sitt á framgang Efna-j hagsbandalagsins og ráðstefnu um öryggismálj Evrópu, og ekki sizt, að samskipti vesturs og( austurs haidi áfram að batna, svo að árangur verði/ öllum augljós. j En Willy Brandt er sem stendur meiri spámaður / erlendis en innanlands. ) Austur-þýzka kvennablaöiö „Fyrir þig” breytir um svip. Kommúnistar í Austur-Þýzkalandi fyrstir til að kasta heilagleikanum í kynferðismólum „Frjálsar ástir" voru baráttumál sósialista rússn e.sku by Itingarinnar. Þetta hugsjónamál rann út i sandinn í flóöbylgju raun- veruleikans. Ríkiö var ekki reiðubúið til aö bera byrðar af ómegö barna, sem getin væru undir gunnfána frjálsra ásta. Stalín gamli var ekkert hrifinn af slíku. Hann vildi halda lands- mönnum sínum viö vinnu, viö byggingu sterks Rúss- lands. Þeir skyldu ekki uppteknir viö ,,siðleysi". Valdhafar kommúnistarikja mörkuðu við forskrift Sovét- Rússlands stefnu i kynferðismál- um, sem var páfalegri en páfinn. Kommúnistariki urðu „aftur- haldssömust" rikja i þeim efnum, og eru enn. Breyting er þó að verða. Austur-þýzkir kommún- istaforingjar marka nýja stefnu. Kynferðismál voru bannfærð, ,,tabú”, i Austur-Þýzkalandi und- ir stjórn stalinistans Ulbricht. Hann hefur vikið, og eftirmaður hans er Honecker, yngri maður og ekki upprisinn úr sellum neðanjarðarkommúnismans, þyljandi ritningarorð Stalins. „Kynlif er lika hreint" Þess vegna getur Monika S. nú allt i einu skrifað eina kvenna- timariti Austur-Þýzkalands og spurzt ráða um kynferðisvanda- mál sin. ,,Ég er 16 ára gömul og á vin. Við elskum hvort annað og sýnum hvort öðru bliðuhót. Nú sækir á mig spurningin, hvort ég má á minum aldri sofa hjá hon- um”. Eitthvað á þessa leið hljóð- ar spurningin, og dr. Kurt Bach ráðleggjandi timaritsins „Fíir Dich” (fyrir þig) svarar: „Fyrir þvi eru engin aldurstakmörk. „Hann mælir með „óskabarna- pillunni”, einnig fyrir stúlkur yngri en 18 ára. Monika K. skrifar timaritinu og spyr, hvort það sé óeðlilegt, að hún vilji ,,að minnsta kosti fjór- um sinnum i viku „umfaðma” mann sinn, en hann segir, að þetta sé óeðli,” segir Monika K. Fyrir svörum situr dr. Siegfried Schnabl og tjáir virðingu fyrir það, að hún skuli „rita þessar lin- ur”. Ekki væri orð gerandi á slikum skrifum, sem i mun rikara mæli uppfylla siður timarita úti um all- ar trissur, ef ekki væri um að ræða byltingu á afstöðu kommún- istisku valdhafanna i Austur- Þýzkalandi. Nú hefur það gerzt, að viða má finna_ i ritum þeirra boðskap um, hvé" oft og lengi fólk skuli tiðka samfarir. Ulbricht hafði sagt „Þú skalt lifa siðgæðislifi”. Nú segja nýju vald- hafarnir, að Ulbricht föllnum: „Kynlif er lika hreint”, og „Sam- skipti manns og konu eru svo mikilvæg, að allir ættu að leita ráðlegginga og aðstoðar án blygðunar, til heilla samfélag- inu”. Erich Honecker, nýi foring- inn, segir, að með slagorðinu „betra lif” eigi kommúnistar við bókstaflega „allt, sem stuðlar að hamingju mannsins”. Fæöingum fækkar, skilnaöur vex. Umsjón: Haukur Helgason höfunum vaki eins og þegar þeir byggðu múrinn sinn, að bæta efnahag landsins, fremur en hitt, hvort þegnarnir séu meira eða minna ánægðir i kynlifi. Valdhöf- um mislikar, að fæðingum fer fækkandi, skilnuðum fjölgar óð- um. Fóstureyðingar voru nýlega leyfðar öllum skilyrðislaust allt til þriðja meðgöngumánaðar, og af þvi að viðbættum frjálsum að- gangi að „pillunni” fyrir alla, eldri en 16 ára, stafar þjóðfélag- inu hætta. Austur-þýzkar konur vinna einnig „úti”, flestum heimsins konum fremur. Þær vilja helzt ekki börn, telja valdhafar, enda hafa sannazt rækilega orð Lenins, að konan verði ekki frjáls, meðan hún þarf að vinna öll húsverkin. 1 rauninni eru austur-þýzkir karl- menn samir við sig. Þeir sinna iitið húsverkum, þótt konan vinni úti að sama skapi og þeir. 41,4 af hverjum 100 konum þar i landi vinna „úti”, og 48,7 af hverjum 100 vinnandi landsmönnum eru konur, nærri helmingur. Á al- þýðusambandsþingi höfðu konur meirihluta siðast. Sama vandamál og olli „múrnum" Þetta á sinn stóra þátt í hjónaskilnaði og barnleysi. Konurnar hata ekki þrek til að bera byrðar húsverka og barnagæzlu til viðbótar úti- vinnu. Þvi óttast valdhafar, að að- gerðir þurfi til að koma til að örva kynlif landsmanna, til gagns samfélaginu og rikinu. Að sinu leyti er þetta eins og múrinn mikli, sem þeir byggöu i Berlin, ekki af mannvonzku sem slikri heldur til að stemma á að ósi, fylla það gat sem flóttamenn höfðu streymt út um til vesturs. Þá reið á að stöðva fólksfækkun Austur-Þýzkalands, og enn er vandamálið hið sama. Jafnvel trúlofun! Jafnvel eru valdhafar farnir að mæla með þvi, að trúlofunin gamla, sem hafði dottið úr tizku sem úrelt „borgaralegt” fyrir- bæri, verði að nýju reist við. Þeir segja sem svo: „Ekki veitir af, að fólk fái meiri „prófun” i samvist- um, eigi betur til að takast með hjónaböndin”. Nú segja sumir, að fyrir vald- Erich Honecker hættur aö vera páfalegri en páfinn. Hér er hann meö Bresnjev, sem er ihaldssamari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.