Vísir - 09.08.1972, Qupperneq 1
fnjj
VÍSIR
62. árg. — Miövikudagur 9. ágúst — 178. tbl.
Ógnar tolvan okkur?
Stafar okkur mikil hætta af
tölvunni? Það mundi hermaður-
inn segja, sem var hafnað i úr-
valshersveit, af því að tölvan
sagði, að hann hefði verið af-
brotamaður. En afbrotið reynd-
ist hann hafa framið, þegar
hann hnupiaði í búð 10 ára gam-
all!
Alþjóðiega lögfræðinganefnd-
in varar við ógninni, sem geti
stafað af tölvum og „stað-
reyndabönkumVerða þar
geymd og „aldrei gleymd og
fyrirgefin” mistök manna ævi-
langt. Geta yfirvöld „flett upp”
um hegðun og feril allra ein-
staklinga i framtiðinni?
SJA BLS. 6
*
Puðararnir með
„breiðu bökin"
Gamla fóikið getur vist farið
að rétta úr kútnum á ný, —
rikisstjórnin gafst upp fyrir
gagnrýni i blöðum á það
hneyksli hvernig gamla fólk-
ið var leikið. En það eru
margir fleiri, sem eiga
skattalögunum grátt að
gjalda, t.d. forsvarsmenn
stórra fjölskyldna, sem
leggja nótt við dag til að ná
endum saman. Þeir eru i
hópi „breiðu bakanna” og
borga skatta eins og millar.
Sjá L.EIÐARA á bls. 6.
Skókfrœðingar
ó hverju
götuhorni
Loks kom að því að hann
Siggi okkar Sig. fengi stuðn-
ing i lesendadálkunum okk-
ar_ — það var ekki seinna
vænna. „Siðustu vikurnar
hafa sprottið upp sérfræð-
ingar i skák á hverju götu-
horni og þykjast þeir allir
vita allt um skák og skáklýs-
ingar”, segir lesandinn. Við
visum á bls. 2 LESENDUR
HAFA ORÐIÐ
Real Madrid
tiðið heimsfrœga
sem kemur
hingað
— sjá íþróttir
í opnu
Útlendir sœkja
enn meir
til Islands
Þvi er fleygt, að i Austur-
stræti megi nú sjá fleiri út-
lendinga en tslendinga. Alla
vega hefur straumur ferða-
manna til landsins aukizt
gifurlega mikið frá i fyrra.
Hátt á f'jórða ‘þúsund fleiri
ferðamenn koma til landsins
i júli i ár en i sama mánuði i
fyrra.
I fyrra komu til landsins i
júli 12335 erlendir ferðamenn
en sambærileg tala nú er
16128 derðamenn.
Yfirleitt láta þeir er sækja
okkur heim vel af landi og
þjóð, og oft gengur erfiðlega
að fá þá til þess að láta i ljós
óánægju ef hún þá fyrir-
finnst. Við röbbuðum við
nokkra ferðamenn inni i
Laugardal, og þeir fengust
til að segja hverjir væru
helztu gallar á Islandi.
Þeir taka lika myndir
þessir ferðamenn, en
óánægja þeirra yfir verði lit-
filma er mikil.
Sjá bls.: 2og baksiðu
Lögreglan tekur bíla
af hraðaksfursmönnum
— fó þó ekki fyrr en dómari hefur fjallað um mól þeirra
,,..Og þeir fá ekki bílana
sína aftur, fyrr en þeir eru
búnir að mæta fyrir
dómara," sagði óskar
ólason, yfirlögregluþjónn,
um tvo bílaeigendur, sem
bílarnir voru teknir af um
Verzlunarmannahelgina,
þegar þeir voru staðnir að
því aðaka á 110 og 120 km
hraða.
„Það hefur alltaf verið gert ráð
fyrir þvi, að lögreglan gæti tekið
úr umferð bila þeirra manna,
sem sýna af sér glæfralegt
gáleysi i akstrinum en það hefur
sjaldan komið til þessa” sagði
i yfirlögregluþjónninn.
En i þessum tilvikum, sem bæði
áttu sér stað um eina mestu
slysahelgi ársins, þá hikaði
lögreglan ekki.
Siðdegis á sunnudag þegar
stöðugur straumur bifreiða lá
hér um Suðurlandsveginn veittu
lögregluþjónar eftirtekt bil
skammt frá Litla-Kaffi i Svina-
hrauni, og virtist ökumaðurinn
leggja allt kapp á „að hreinsa
hina af sér”. Hann ók fram úr
hverjum bilnum á eftir öðrum og
óku þó flestir á 70-80 km hraða.
Lögreglumennirnir hófu eftir-
för en þeir náðu ekki ökuþórnum
fyrr en við Hveragerði, en þá
viðurkenndi hann að hafa ekið á
ca 120 km hraða, „vegna þess
að hann var aðflýta sér heim til
kunningja sinna heima á
Selfossi.”
Honum var snúið við, og billinn
tekinn af honum og kyrrsettur,
íbúar mótmœltu
— og bœjarstjórinn ígrundar nú hvar eigi
að reisa nýtt „Ungó" fyrir Keflvíkinga
Ungó i Keflavik — þ.e.a.s. hús
ungmennafélaganna þar suður
frá, hefur hingað til verið aðal-
dansstaður Keflvikinga og raunar
margra fleiri á Suðurnesjum. Nú
finnst ungmennafélögunum að
gamla Ungó sé orðið of litið og
stcndur fyrir dyrum að hefja
byggingu nýs félagsheimilis.
Var ákveðinn staður fyrir nýja
húsið við Hringbraut, þar sem
fyrir eru ibúðarhús.
Væntanlegir nágrannar ung-
mennafélaganna og ballgesta
framtiðarinnar brugðu þá við
hart og söfnuðu undirskriftum —
mótmæltu með þvi staðarvalinu.
Sögðu að ótækt væri að hafa
skrallstað eins og Ungó inni i
ibúðarhverfi, óunandi væri að búa
við ónæði af ballgestum.
Jóhann Einvarðsson bæjar-
stjóri i Keflavik sagði Visi, að
motmæli ibúanna hefðu borizt i
siðustu viku, og væri hann nú að
kanna málið frá báðum hliðum.
„Það kann svo að fara að husið
verði sett niður einhvers staðar
annars staðar — eða þá að þvi
verður þannig fyrir komið á
lóðinni, að dragi úr hættu á ó-
næði.”
— En er fyrirsjáanlegt að þetta
félagsheimili ungmennafélag-
anna verði ballstaður?
„Já, — ef það verður rekið eins
og gamla félagsheimilið. Þar eru
haldin böll um hverja helgi og
stundum tvö. Það verður að at-
huga þetta mál vel, og ég vil
ekkert um niðurstöðuna segja.” -
GG.
Spasskí daufur í dólkinn
— en nú kemur hans „betri helmingur"
Spasski er frekar rólegur
þessa dagana og iviö daufari i
dálkinn en hans er venja. Helzta
hobbiið hans er að spila tennis
við aðstoðarmann sinn Nei en
nú er hann reyndar búinn að fá
annan andstæðing. Er sá Isak
Boleslavski hinn kunni meistari
og skákbókahöfundur. Boles-
lavski er einnig þekktur þjálfari
i Sovét og hefur þjálfað fýrrvér-
andi heimsmeistara Tigran
Petrosjan m.a. fyrir einvlgið við
Spasski 1966. Boleslavski mun
dvelja hér þar til einvigið er
yfirstaðið.
i dag er von á eiginkonu
Spasskis, Larissu, til landsins
—GF
Lúxushjól, en
engin öryggishjól
„Pabbi, viltu kaupa hjól?”
Fyrr eða síðar koma
krakkarnir með þessa bón.
Og þá er það ekki talið ráð-
legt að ana beint i næstu
reiðhjólaverzlun og kaupa
fyrsta gripinn, sem pabban-
um lizt vel á, — nú eða barn-
inu.. Margs ber að gæta i
valinu. Það eru lúxushjól I
umferð I Reykjavik um þes's-
ar mundir, sem eru alls ekki
smiöuö með öryggi I huga.
— Sjá INN-sföu á bls. 7.
svo að ekki væri hætta á þvi að
hann færi aftur á stúfana, meðan
umferðin væri svona mikil á þjóð-
vegunum.
Sama dag var annar maður
staðinn að þvi að aka á 110 km
hraða og var honum einnig snúið
við til Reykjavikur þar sem bill
hans var kyrrsettur af sömu
ástæðum.
Lögreglumenn þekkja af
reynslunni, að það hefur ekki
alltaf hrifið, að taka ökuskirteinin
af ökumönnum, sem gerzt hafa
brotlegir. Sumir hafa freistazt til
þess að aka bilum sinum samt,
þrátt fyrir bráðabirgðasviptingu
ökuréttindanna.
En með þvi að halda bilnum
þeirra eftir, er loku skotið fyrir þá
freistni.
Að margra mati er þetta ekki
aðeins öryggisráð heldur einnig
liklegt til áhrifa af fyrirbyggjandi
ástæðum. Fullt eins liklegt til
þess að hrifa i þá átt, að menn
virði betur umferðarlög og
reglur, eins og sektirnar — ef ekki
öllu frekar. GP.