Vísir - 09.08.1972, Side 9
8
Visir ÍVliðvikudagur 9. ágúst 1972
Visir Miövikudagur 9. ágúst 1972
9
Um aldamótin þýddi orðið fótbolti
í Madrid lítið annað en köll nokk-
urra stráka, sem bárust inn um
gluggann á veitingastaðnum ,,La
Taurina" og truflaði gestina í sam-
ræðum um nautaat, en þessi litla
krá var mitt á nautaatssvæði borg-
arinnar. Á veggjum hengu litmyndir
af frægustu matadorunum, og þeir
voru einnig „prýddir" nautshausum.
Skeggrætt um afrek dagsins — hetj-
urnar frá völlunum — mann eða
naut. Og utan að barst hróp drengj-
anna í hinum nýja leik — nýs keppi-
nautar „þjóðaríþróttarinnar", —
leik, sem hafði borizt með enskum
sjómönnum eða verzlunarmönnum,
fyrst til hafnarborganna, en síðan
fljótlega lengra inn í landið. Og í
Madrid höfðu stúdentar fyrst tekið
leikinn upp á stna arma og byrjað að
elta knöttinn, en margir þeirra
höfðu stundað nám á Englandi.
Eigandi „La Taurina" hafði af
skiljanlegum ástæðum í fyrstu
nokkum beyg af þessu uppátæki
drengjanna og hinum nýja leik
þeirra, því krá hans var byggð upp
kringum nautaatið — fengið orð af
því — og var samkomustaður aðdá-
enda þess. Og aðsóknin minnkaði, því
samræður gestanna voru truflaðar af
öðrum leik. Gestirnir reyndu í fyrstu
að kalla ókvæðisorð til strákanna, en
það fældi þá ekki frá knettinum og
því fór svo, að þeir reyndu að finna
sér annan stað, þar sem þeir gátu
verið í friði með sitt „at". Og þeg-
ar stundir liðu fram tók eigandi líka
það ráð, að leigja lítinn hluta húss
síns fyrir búningsherbergi knatt-
spyrnumanna. Úr því fæst aldrei
skorið hvort hann gerði það af fjár-
hagsástæðum eða ást á hinum nýja
leik. En hvað sem því líður var þetta
byrjunin á miklu ævintýri — Real
Madrid Club de Fútbol, félagsins,
sem átti eftir að verða bæði Evrópu-
og heimsmethafi, samsteypu, sem
hvergi á sinn líka.
Real Madrid hefur raunverulega
verið til frá 1898, en fyrstu fjögur
árin byggðist tilvera þess á því, sem
að framan er skráð, en 9. marz 1902
lýstu nokkrir stúdentar yfir form-
legri stofnun félagsins.
Orðið „Real", sem þýðir konimg-
legur, var fyrst tengt félaginu 1920,
sem sérstakt heiðurstákn við Alfonso
konung 13. Þá var knattspyrnan við-
urkennd á Spáni, og Madrid félagið
fengið þýðingu. Áhangendur nauta-
atsins notuðu ekki lengur ókvæðis-
orð, já, og margir þeirra höfðu meira
að segja snúið baki við því vegna
knattspyrnunnar.
Og í dag 1 - er engin spurning
um það hvor greinin nýtur meiri vin-
sælda á Spáni. Knattspyrnan hefur
sigrað. Þar sem áður hengu myndir
af hinum fræga mattador Juan Bel-
montes eru nú myndir af de Stefanó,
Puskas og Gentó og öðrum þeim,
sem stærst hlutverk hafa leikið i
sögu Real Madrid.
Frá þvi Real Madrid hóf göngu
sina við hlið nautaatssvæðanna hef-
ur það oft flutt starfsemi sina. Fyrir
mörgum árum lék Real í Velodromen
í Ciudad-hverfinu. Þaðan flutti fé-
lagið til hins gamla Chamartin-leik-
vangs, þar sem 20 þúsund áhorfend-
ur rúmuðust. Þar lék Real þangað
til hinn nýi Chamartin-leikvangur
var byggður — eins og turn úr jámi
og stáli.
Og til þess að hylla þann mann,
sem gerði þá byggingu mögulega,
vai' hinn nýi leikvangur skírður eftir
Santiago Bernabéu, forseta Real
Madrid. Leikvangurinn rúmar 125
þúsund áhorfendur, en nú er unnið
að byggingu sæta kringum allan
völlinn og á hann í framtíðinni að
rúma 200 þúsund áhorfendur. Að
vera stór er atriði, en að vera jafn-
framt fagur og skemmtilegur leik-
vangur er annað og meira og Esta-
dio Santiago Bernabéu er vissulega
einn fegursti leikvangurinn í Evrópu
— ef til vill i öllum heiminum. Hann
er aðeins byggður sem knattspyrnu-
völlur og þess vegna án hlaupa-
brauta og annars, sem skaðar heild-
arsvipinn. Útsýnið frá hverju einasta
áhorfendasvæði er fullkomið — jafnt
ódýrra sem dýrra. Tekið var tillit
til þess, þegar leikvangurinn var að-
eins teikniborðs-völlur.
Og svæðið kringum leikvanginn er
notað til margra hluta. Ef maður
fer inn á völlinn gegnum aðgangs-
dyr leikmanna gengur maður fram-
hjá stórum, fögrum sundlaugum með
stökkpöllum og eigin bar!! Annars
má geta þess að við hvem inngang
leikvangsins er sérstakur barsalur i
þessu mikla vínsins landi. Þrír stórir
leikfimisalir eru í stöðugri notkun og
þar kenna útlærðir kennarar.
Þá er þar mjög fullkominn körfu-
knattleiksvöllur, margir handknatt-
leiksvellir. Búningsherbergin eru
næstum óteljandi — öll stór og vel
upplýst, þægileg og nýtízkuleg. Að-
skilin frá hinum mörgu baðherbergj-
um er upphituð innanhússlaug. Þá
eru borðsalir, fundarsalir og lækna-
stofur og þar á meðal fullkomin
skurðstofa, Eftir hinum endalausu
göngum komumst við að íþróttaverzl-
un og lengra áfram að vinnustofum
fyrir blaðamenn, útvarpsmenn og
sjónvarpsmenn.
Á leikdegi.vinna 800 manns á þess-
um volduga leikvelli, allt frá læknum
til dyravarða. Rafmagnsmenn, þjón-
ar, ávaxtasalar, barþjónar, lögreglu-
menn, skrifstofufólk, hreingeminga-
konur og margir, margir fleiri. Að
vera staddur mitt á milli þess á slík-
um degi er raunverulega mikil
reynsla. Maður verðúr var við ör
hjartaslög leikvangsins í hreyfing-
um og hljóðum, gleði eða sorg á-
horfendafjöldans, þar til á því augna-
bliki, að flauta dómarans hljómar í
síðasta sinn í leiknum.
Hér er leiksviðið fyrir liðið, sem
við — eins og Spánverjarnir — virð-
Fjölskyldur leikmanna Real Madrid njóta lifsins í hinum glæsilegu úti-
sundlaugum.
um og höldum uppá — Real Madrid.
Á þessum leikvelli er hin mikla bar-
átta háð, sem geymir svo margar
góðar minningar.
Höfuðstöðvar Real Madrid ná yfir
mjög stór svæði á Plaza de la Ci-
beles, stað, sem Madrid-búar halda
mjög upp á. Á flestum stöðum heirhs
myndi athafnasvæðið þykja yfrum
nóg, en hjá Real er vandamálið mót-
stætt — því félagið óskar eftir
stærra athafnasvæði. Innan bygging-
arinnar hefur hver deild sína sér-
stöku skrifstofu, auk þess, sem stór
herbergi eru fyrir framkvæmdastjórn
félagsins og eigendur. ,
Á hverjum degi er þarna iðkaður
auk knattspyrnunnar, körfuknattleik-
ur, tennis, handknattleikur, blak,
frjálsar íþróttir og rúlluskauta-knatt-
leikur. Ótal mót eru ha'din. Að sér-
hverri íþróttagrein, sem er á stefnu-
skrá félagsins, er sérstaklega hlúð.
Leikfimimót, júdó, borðtennis, glímu-
og hnefaleikakeppni setja svip sinn
á staðinn. Auk þess eru fleiri íþrótta-
greinar iðkaðar svo sem lyftingar,
róður, rugby, baseball, fjallgöngur,
skylmingar og sund. í mörgum. þess-
um greinum vinnast spánskir imeist-
aratitlar, sem gera sitt til 'þess að
varpa meiri ljóma á nafnið Real
Madrid. Það þarf mikinn dugnað til
að reka slikt stórfyrirtæki, og merki-
legt að það skuli takast i einu ein-
stöku félagi. Og Fiesta Alegre glitrar
eins og danssalur i kóngaheimsókn,
þegar maður litur yfir hina ýmsu bik-
ara og minjagripi i hinum einstöku
deildum félagsins.
Aðgangur að Fiesta Alegre er frir
fyrir hina 50 þúsund félagsmenn i Real
Madrid. og þeir borga aðeins 25 peseta
— um 18 krónur — á mánuði fyrir að
sjá alla mótaleikina og jafnframt
flesta bikar- og vináttuleiki. Og þar er
einnig innifalinn aðgangur að öllum
öðrum mótum félagsins. Einnig eru
tvö til þrju þúsund manns, sem horfa á
æfingar. og þessi tala tvöfaldast oft,
þegar körfuknattleiksliðið æfir, en
Real hefur átt bezta lið Spánar i þeirri
iþróttagrein i mörg ár.
Real Madrid tekur nú ekki á móti
fleiri félagsmönnum, og ef fram-
kvæmdastjórinn myndi ákveða að
opna félagið aftur myndi félagatalan
tvöfaldast eöa jafnvel þrefaldast. Og
meðal þeirra 50 þúsund, sem nú eru i
félaginu, eru þrir af rikustmmönnum
Spánar. Auk þessara 50 þúsunda eru
mörg þúsund, sem hafa föst áskrif-
endakort yfir keppnistimabilið. Þeir
borga ákveðna upphæð á hverju ári
eftir þvi hve gott sæti þeir hafa. Á
þessi kort fá þeir leyfi til að sjá alla
deildaleiki félagsins og flesta innlenda
bikarleiki. En á Evrópubikarleiki eða
aðra stórleiki verða þeir, sem hafa
áskrifendakort, að greiða sérstaka
upphæð hverju sinni, sem er ákveðin
af félagsstjórninni. En hvað sem þvi
liður er sætið frátekið og þegar litið er
á allt keppnistimabilið er þaö ekki svo
litill peningur, sem hlutaðeigandi
verður að greiða á hverju ári.
Og hvað með manninn á götunni?
Hve mikið getur hann greitt til að sjá
knattspyrnu? A beztu deildaleikina,
það er að segja milli aðalkeppinauta
Real, Barcelona eða Atletico de Mad-
rid, kosta dýrustu sætin um 225 peseta
— eða um 200 krónur. Ef hann er
ánægður með stæði á þriðju svölunum
— þaö er efst uppi — sleppur hann með
10 eða 12 peseta.
Engir áhorfendur i heiminum eru
jafn fast hnýttir félagi sinu og þeir hjá
Real Madrid. Og árangur félagsins
hefur gert þá gagnrýna.
Þegar Manch. Utd. kom i heimsókn
1957 til aö leika fyrri leikinn i Evrópu-
bikarkeppninni voru áhorfendurnir yf-
ir sig æstir frá þvi leikurinn hófst.
Enginn gleymir, sem séð hefur, tug-
þúsundum veifandi vasaklúta eða
hvitum blómum varpað niður á völl-
inn. Þetta voru rafmagnaðir áhorfend-
ur. En i dag sitja áhorfendurnir kaldir
i sætum sinum fyrstu minúturnar og
verða ekki virkilega hitaðir upp fyrr
en hetjur þeirra eru komnar tveimur
til þremur mörkum yfir. Þá fyrst
hljómar keppniskallið „Madridf Mad-
rid, R-Ra-Ra. Þeir æpa — með villt
augu og heitt blóð, æpa eftir fleiri
mörkum. fleiri skotum, meiri lista-
brag — og þá man enginn eftir sög-
unni. sem hófst i ,,La Taurina” rétt
fyrir aldamótin, sögu sem er einsdæmi
meðal iþróttafélaga heims.
(Lausleg endursögn úr bók um
Real Madrid. — hsim).
.lóhanii Eyjólfsson, sá kunni iþróttamaður, sem mcðal annars lék lengi i mcistaraflokki Vals i knattspyrnu, var mjög sigursæll á Is-
laudsmótinu i golfi og sést hann hér taka á móti verðlaunum sinum frá Páli Ásgeiri Tryggvasyni, formanni Gt. —Ljósm.BB.
Stöðvar Breiðablik
sigurför Akraness?
Keppnin i 1. deild hefst að
nýju i kvöld eftir nokkuð hlé
með leik Breiðabliks og Akra-
ness á Melavellinum og nú er
stóra spurningin. Tekst Breiða-
bliki að stöðva sigurgöngu
Akurncsinga i mótinu?
Akurnesingar — þrátt fyrir
meiðsli ýmsra kunnra leik-
manna — hafa náð mjög góðum
árangri i siðustu leikjum sinum
og sigrað i fjórum i röð, skorað
tólf mörk gegn fjórum og skotizt
upp i annað sætið á eftir Fram.
Breiðablik hefur unnið tvo
siðustu leiki sina og þarf varla
að óttast fall úr þessu, svo leik-
menn liðsins verða áreiðanlega
afslappaðri en meðan þeir ótt-
uðust fall. Það ætti að gera leik
liðsins léttari á allan hátt.
En dugar það gegn Skaga-
mönnum? Sagt er, að Akurnes-
ingar leiki ekki eins vel á möl og
grasi, en i leiknum i fyrra sýndu
þeir þó vel getu sina á mölinni á
Melavellinum i leiknum gegn
Breiðabliki og sigruðu með 5-0.
Svo virðist sem Akurnesingar
hafi haft tak á Breiðabliki sið-
ustu árin, en Blikarnir hafa
mikinn hug á að nú verði á
breyting.
Næstu leikir i mótinu verða
svo á laugardag. Stórleikurinn á
Akranesi, sem allir bíða eftir —
Akranes—Fram — verður kl. 16,
og á sama tima leika IBV og
IBK i Vestmannaeyjum. A
mánudag leika KR og Breiða-
blik á Laugardalsvelli, og Valur
og Vikingur á þriðjudag.
J. Charlton að kveðja
i annaö skipti i sumar hefur
Lceds leitaö til nágrannaliös
sins i Yorkshire — Huddersficld
Town — og kcypt frá þvi leik-
mann lyrir stórupphæð.
i gær var miðvörðurinn Ray
Ellam keyptur fyrir 100 þúsund
pund, en fyrr hafði Leeds keypt
Trcvor Cherry fyrir söinu upp-
hæð.
Báðir þessir lcikmenn eru
injög sterkir varnarmenn og er
greinilegt að þeir eiga að koma i
stað Jackie Charlton, 37 ára,
sein sagði eftir þessi kaup Lecds
i gær, að liann reiknaöi ckki með
þvi að verða i aðalliðinu allt
næsta leiktímabil. Jackie, sem
var i heimsmeistaraliði Eng-
lands 1966, hefur vcrið miðvörð-
ur Leeds siöustu 16 árin.
Siöustu tvö-þrjú árin licfur
Jackie Charlton oftlega verrð
boðið að gcrast framkvænrda-
stjóri liða og jafnframt lcik-
maður, cn hann ckki tekið þvi,
þar sem Leeds hefur þurft á
honum að halda.
En mcð þessum kaupunr á
báðum miðvörðum Huddcrs-
ficld opnast inögulciki hjá
Charlton að láta nú af þvi verða
að taka við einhverju liði meðan
hann gctur cinnig leikið með
þvi. Vist er, að injög verður
sólzt eftir hónum, þvi Charlton
hefur lokið prófum sem knatt-
spyrnuþjálfari og hefur náð
árangri i þvi starfi. Hann hefur
verið þjálfari i Lecds jafnframt
þvi, sem hann hcfur leikið.
En hvað scm þessu liður þá
verður sjónarsviptir að „stóra
giraffanum”, þegar hann hættir
að lcika með I.ecds.
Framlínan öll til sjós
Það gengur ekkert of
vel að manna liðin hjá
ýmsum minni knatt-
spyrnufélögunum úti á
landi. Þannig eröll frarh-
linan hjá þeim i Víkingi á
ólafsvik til sjós, — og
menn vona bara að þeir
verði allir i landi
þegar leika skal við
Strandamenn í Ólafsvik
um næstu helgi.
Já, það er sannarlega ekki
einfalt mál að halda úti knatt-
spyrnuliði, þegar svo er ástatt
að vera má að allir framlinu-
mennirnir verði úti á ballarhafi,
þegar mikilvægur leikur fer
fram.
Vikingar unnu nýlega héraðs-
mót Snæfells- og Hnappadals-
sýslu, en i þvi móti tóku þátt 4
lið. Unnu þeir 4 leiki, gerðu eitt
jafntefli, og töpuðu einum,
skoruðu 28 mörk gegn 8, fengu 9
stig.
Vikingar gerðu jafntefli við
Grundfirðinga, sem komu
næstir á töflunni meö 7 stig, en
töpuðu fyrir Stykkishólms-
mönnum 3:4 i heimaleik, en
Stykkishólmur átti engan
heimavöll i keppninni, þeirra
völlur þykir óhæfur með öllu til
keppni. Þó náðu Hólmarar 7
stigum, en Staðarsveitungar aö-
eins einu stigi.
Hópferð til Madrid?
t»aö er draumur allra
litilla félaga að dragast
gegn stórveldum knatt-
spyrnunnar i Evrópu-
keppni og á þvi sviði hef-
ur lánið leikið við Kefl-
vikinga. Nú drógust þeir
gegn Real Madrid —
þekktasta knattspyrnu-
liöi lieims.
ÍBK leikur fyrri leikinn i Mad-
rid, 13. september, og miklar lik-
ur eru á, að efnt verði til hópferð-
ar á leikinn héðan —"Teyndar nær
öruggt. Keflvikingar munu þá
halda utan 10. september með lið
sitt og stuðningsfólk. Fyrirhugað
er, að ferðin taki tiu daga þarna i
sólinni á Spáni — horft á leikinn
og siðan ferðast eitthvað um.
Siðari leikur liðanna verður hér
i Reykjavik miðvikudaginn 27.
september og þá að öllum likind-
um leikið á Laugardalsvellinum.
Vegna þess að þá er farið að
bregða birtu má leikurinn ekki
hefjast sfðar en kl. sex — jafnvel
fyrr.
STAÐAN
í 1. DEILD
Staðan fyrir leikinn i kvöld
er þannig:
Fram 8 5 3 0 19-10 13
Akranes 8 6 0 2 18-10 12
Keflavik 9 3 4 2 16-13 10
Breiðablik 8 3 2 3 8-13 8
KK 8 3 1 3 13-13 7
IBV 7 2 2 3 15-16 6
Valur 7 1 3 3 11-12 5
Vfkingur 9 1 1 7 2-15 3
Markhæstu leikmenn i
deildinni eru:
Eylcifur llafsteinsson, IA 9
Atli Þór Iléðinsson, KR 7
Steinar Jóhannsson, ÍBK 7
lngi Björn Albertsson, Val, 6
Kristinn Jörundsson, Frarn 5
Teitur Þórðarson, ÍA 5
Tómas Pálsson, iBV 5
Erlendur Magnússon,
Kram 4
Marlcinn Geirsson. Kram 4
STAÐAN
w
1 2. DEILD
Akurey. 9810 34:8 17
FH 9720 25:8 16
Völsung. 9522 20:14 12
Þróttur 8332 16:14 9
Selfoss 9306 15:18 6
Haukar 10 2 0 8 11:21 4
Armann 7205 8:19 4
Isafjörð 7007 5:32 0
Þrír leikir vcrða i deildinni
á laugardag. Völsungur-
Ármanii, IBI-Þróttur, og FH-
IBA, slórleikurinn efstu liða.
Kári Arnason ÍBA 10
Iireinn Elliðason Völsung. 9
Sumarl. Guðbjartss. Self 9
Helgi Ragnarsson FH 8
STAÐAN
í 3. DEILD
A-riðill (SV-land):
Víðir 10 7 2 I 36:11 16
Fylkir 9 4 3 2 20:10 11
Keynir 9 4 2 3 22:12 10
Njarðvik 8 3 14 15:17 7
Stjarnan 7 3 13 13:11 7
11rönn 7 2 0 5 11:26 4
Grindavík 8 11 6 6:36 3
H-riðill (Vcsturland):
Vikingur 5 3 1 0 14:5 7
Borgf. 5 2 2 1 13:9 6
Bolvfk. 5 13 1 7:10 5
Strandam. 5 0 2 3 7: 17 2
Siðustu leikir 12. ágúst.
C-riðilI (Noröurland)
LOKASTADAN:
Siglufjörður 6 4 0 2 14:6 8
Skagfirðingar 6 3 1 2 15:13 7
Grenivik 6 2 2 2 7:14 6
Ólalsfj. 6 1 1 4 11:14 3
O-riðill (Austurland ):
Þróttur 7 7 0 0 46:5 14
Lciknir 7 4 1 2 26:17 9
KSII 5 3 0 2 9:8 6
Austri 5 1 2 2 11:15 4
Spyrnir 6 114 10:29 3
lluginn 6 0 0 6 4:32 0