Vísir - 16.08.1972, Síða 4

Vísir - 16.08.1972, Síða 4
4 Visir Miðvikudagur 16. ágúst 1972 Umsjón: Edda Andrésdóttir Sterkastur af öllum nírœðum llann er kaliaður „litli Samson”, en það er alls ekki hans rctta nafn. Hann heitir fullu nafni, Joe Greenstein, og ef hann cr ekki lengur sterkasti maður i heimi, er hann að minnsta kosti sá sterkasti af öllum niræðum mönnum i heiminum. Hann hefur verið sagður einn af sterkustu mönnum í heimi i næstum 70 ár. ()g hann hefur til dæmis sett mörg met i lyftingum. Greenstein er pólskur að upp- runa, og enn er svo mikill kraftur i honum, að hann beygir járn og stál eins og ekkert sé, rekur nagla i spýtur með þvi einu að slá með höndinni á þá og hann gerir fleiri kúnstir. Útlit hans er eins og fólk imyndar sér margar persónur i Bibliunni. Og ekki nóg með það,hann hyggst lifa svo lengi, sem margir hverjir gerðu þá. Hann segist ætla að verða 197 ára gamall. Þegar hann var barn að aldri, var talið að hann mundi ekki lifa lengur en til 18 ára aldurs, vegna mjög veikra lungna sinna. Green- stein strauk þá að heiman, og slóst i för með sirkus-farandflokk. Þar kynntist hann kraftajötni, sem tók hann upp á sina arma. Hann kom honum upp á hollt mataræði og hollar lifsvenjur, og hann þakkar honum langt lif sitt. Greenstein borðar mestmegnis fisk, grænmeti, vatn, ávexti, egg, og örlitið kjöt. Hann hefur verið giftur i 72 ár, og kona hans er 88 ára gömul. Þau eiga hvorki meira né minna en 10 börn, 20 barna- börn og 21 barnabarnabarn. Eitt af barnabörnum hans, 30 ára gamall lögregluþjónn segist aldrei mundu treysta sér til þess að takast á við hann. ,,Kraftar hans eru svo ógurlegir, að hann gæti myrt mann.” i þessari stóru villu búa þau hjón Sophia Loren og Carlo Ponti, og þarna hefur Sophia einangrað sig i þrjá mánuði og mun gera á meðan á meðgöngutimanum stendur. örin vlsar á svefnher- bergi hennar. SOPHIA LOREN MÓÐIR AFTIR Sophia Loren hefur nú loks fengiö sína stærstu ósk uppfyllta, hún á von á barni aftur. Hvort barnið svo mun fæðast á eðli- legan hátt, veit enginn ennþá. Hún verður að fara sérstaklega vel með sig, ef henni á að takast að fæða barnið, og helzt verður hún að liggja sífellt í rúminu. Þetta þurfti Sophia að gera er hún gekk með siðasta barnið sitt, Carlo, og meðgöngutiminn vár henni erfiður. En þrátt fyrir stöðugar rúmlegur og eilifa hræðslu um að missa fóstrið, hefur það verið hennar heitasta ósk að eignast annað barn. Eins og er, liggur hún rúmföst alla daga i hinni stórglæsilegu villu, hennar og Carlo Ponti, rétt fyrir utan Rómaborg. Hún verður að fara mjög gætilega, og ekki má vera erill og þys i kringum hana. Sonur hennar, Carlo, er nú orðinn fjögurra ára gamall, og nú fær hann sennilega systkin. Sophia varð mjög hamingju- söm, þegar einkalæknir þeirra hjóna Dr. Wattewille, tilkynnti henni að hún væri vanfær, en hamingjan breyttist þó fljótt i kviða. Hún fékk allt i einu miklar blæðingar, og dr. Watteville, sem staddur var i Frakklandi, var þegar kallaður til hennar. Hann tók sér einkaflugvél til Grikklands. og sá fljótt að ótti Sophiu, var alveg ástæðulaus, að þessu sinni. En hún var þó flutt á sjúkrahús Wattevilles i Sviss, um nokkurn tima. Hún hefur nú einangrað sig algjörlega i einbýlishúsinu fyrir utan Róm i þrjá mánuði, og tekur ekki á móti nokkrum, nema móður sinni, systur og svo eiginmanni. Hún hefur ekki sézt opinberlega nema einu sinni i þessa þrjá mánuði, og það var þegar vinur þeirra hjóna hélt samkvæmi, i tilefni útkomu nýrrar bókar, sem hann gaf út. Leikrit um drottningar móðurina og hertoga- ynjuna af Gloucester Merkur viðburður i brezkri leiklist á sér nú stað i Englandi. Æfingar á leikriti um brezku Royal-fjölskylduna, konungsfjöl- skylduna, hefjast nú i september. Ekki fjallar leikritið þó um nú- verandi valdhafa i Bretlandi, heldur móður Elisabetar II. og hertogaynjuna af Gloucester, frænku hennar. Leikritið er samið af Royce Ryton, en þar til árið 1968, voru sýningar á leikritum um allar lif- andi persónur i Royal fjölskyld- unni bannaðar af Chamberlain lávarði. Peter Dews, sem leikstýrði leikritunum Vivat Regina og Hadrian VII. mun stjórna þessu leikriti einnig, en það hefur ekki enn fengið nokkurt nafn. Hverjir munu fara með hlutverk drottn- ingarmóðurinnar og hertogaynj- unnar ér enn ekki vitað. Tilkynnt hefur verið um leikritið til Buck- ingham hallar, en svar hefur ekki borizt. Þessi mynd var tekin við það eina tækifæri, sem hún hefur sézt opinberlega i þrjá mánuði.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.