Vísir - 16.08.1972, Page 16

Vísir - 16.08.1972, Page 16
VÍSIR MiAvikudagur 1(>. ágúst 1972 Só ekki stóran olíubíl og ... krass! Stærúar oliubfll og litill fólksbill rákust harkalega á vió gatnamót Byggðarvegar og Þingvalla- strætis á Akureyri i gærmorgun. Vió áreksturinn kastaóist litli billinn tugi metra frá horninu. Þrátt fyrir stærð oliubilsins hafði ökumaður fólksbilsins ekki tekið eftir honum. Hann hafði verið á leið suður Byggðaveg og átti biðskyldu gagnvart oliu- bilnum, sem ók austur Þingvalla- stræti. Trjágróður stendur á vesturhorni þessara gatnamóta og skyggir á umferðina. ökumanni oliubilsins tókst að stöðva bilinn, en þó ekki fyrr en um leið og áreksturinn varð. Af loftköstunum, sem litli billinn fór, héldu men i fyrstu, að ökumaður hans væri stór- slasaður, og var hann fluttur I ofboði á sjúkrahúsið. En 15 minútum seinna var hann kominn aftur á slysstaðinn, þar sem meiðsli hans reyndust ekki alvar- leg. - GP Lélegasta einvígi aldarinnar? að stytta vinnutimann, svo meiri timi gefist til þess að ala börnin upp”. Svo segir Auður Þorbergs- dóttir, fyrsti kvendómari sem skipaður hefur verið hér á landi. A mánudag skipaði forseti Islands hana i embætti borgardómara. ,,Ég veit ekki hvort þetta kom mér á óvart. Maður sækir um stöðuna og reiknar bæði með þvi að fá hana og fá hana ekki. Það er bara annað- hvort...” Auður hefur starfað sem fulltrúi i 9 1/2 ár, og þegar við inntum hana eftir þvi, hvort starf hennar myndi breytast eitthvað að ráði, svaraði hún þvi til, að þetta væru ósköp svipuð störf, en þetta væri önnur réttarstaða og starfs- heiti i samræmi við starf. „Vinnutimi minn er frá 9-5, og ég held mér muni lika þetta starf mjög vel. En eins og ég segi, fyrra starf mitt og þetta er svo svipað. Þetta er liflegt og fjölbreytilegt starf, þaö eru til dæmis engin tvö mál eins. — Nei, ég held ég muni alls ekki gjalda þess að ég er kona.” „Annars er stutt siðan að farið var að lita á konuna sem fólk. Það er eiginlega ekki fyrr en nú á þrem siðustu árum að hún fer að hækka i sessi, en samt vantar enn ógurlega mikið þar á En ef við vikjum aftur að þeirri konu sem vinnur úti, þá finnst mér sjálfsagt að hún geri það, ef hún á gott með að koma börnum sinum fyrir. Ef hún vill vera heima þá er það allt i lagi. En það er ákjósanlegast að við sem vinnum fyrir gamla fólkinu og börnunum, fáum styttri vinnutima og þá gefst meiri timi fyrir börnin.” —EA „Nýfarið að líta á konur sem fólk" segir nýskipaður kvendómari, Auður Þorbergsdóttir „Mér finnst alveg sjálfsagt að kona vinni úti, og ég fyrir mitt á lcyti á góða móður, sem annast börnin min meðan ég vinn. Svo á að hætta að kalla það starf, scm karlmennirnir vinna fyrirvinnustarf”. Hver fullorðin manneskja ætti að vinna fyrir sér sjálf, en það á Auður Þorbergsdóttir fyrsti kvendómari okkar islendinga, ásamt börnum sinum. — „á góöa móður sem annast börnin min, meðan ég vinn”. GÓÐAR HORFUR Á SAM- KOMULAGI UM UNDANÞÁGUR — segir Kjartan Mohr lögþingsmaður 14. skákin viðfangsefni fyrir sálfrœðinga, segir bandaríski stórmeistar inn Isaac Kashdan Margir þekktir skákmeistarar liafa nú látið i Ijós undrun sina á lélegri taflmennsku beggja keppenda i heimsmeistaraein- víginu. Telja sumir að sjaldan liafi gallaðra einvigi vcrið teflt og keppnin öll beri vott um slæmar taugar Spasski og Kiseber. 14. skákin tók þó út yfir allan þjófabálk, telja þeir. Bandariski stórmeistarinn Isaac Kashdan sem rannsakar einvigisskákirnar i Los Angeles segir að skákin i gær sé frekar viðfangsefni sálfræðinga en fræðimanna um skák. Segir hann taflmennsku beggja einkennast af miklu taugastriði og óskiljanlegum mistökum. Engu sé likara en að báðir tefli undir styrkleika og að hvorugur þeirra sé til sóma fyrir skáklistina i heiminum. — GF /,Þetta er ein stærsta sendinefnd sem viö Færey- ingar höfum sent til viö- ræöu viö aðrar þjóöir enda er hérum stórmól aö ræöa" sagöi Kjartan Mohr lög- þingsmaður i samtali viö Visi i morgun. Nefndin ræddi m.a. i gær við Lúðvik Jósefsson sjávarútvegs- málaráðherra. „Þaö hafa allir tekið okkur mjög vel og ég tel góðar horfur á að samkomulag náist sem báðir aðilar geti verið ánægðir með,” sagði Mohr. Hann sagði að fyrst og fremst færu Færeyingar fram á undanþágur fyrir linu- og snurvoðabáta sina innan við 50 milurnar. Margir af þeim bátum væru orðnir gamlir og það yrði erfitt að manna þá ef þyrfti að senda bátana á miðin við Grænland. Hér væri um að ræða 50-70 skip sem væru frá 30 tonnum og uppi nokkur hundruð að stærð. ,,Af þjóðartekjum okkar koma um 90% inn fyrir fisk svo það er auðskilið hvers vegna okkur er það kappsmál að fá undanþágur á miðunum við Island. Og eins og ég sagði tel ég að við getum verið bjartsýnir á að það takist. Viðhöfum hvarvetna mætt velvild og skilningi” sagði Kjart- an Mohr. Færeyska lögþingið kemur saman i nóvember og hefj- ast þá umræður að nýju um hugs- anlega útfærslu landhelginnar við Færeyjar. Óku slysalaust um verzlunarmannahelgina Kók-auglýsing braut reglur segir útvarpsróð og vill hœtta birtingu auglýsingar fró Kók Nú unnvörpum í órekstrum Mesta slysahelgi ársins (sam- kvæmt reynslu fvrri ára) liefði átt að vera verzlunarmanna- belgin. Kn i þrjá daga óku menn landshorna á milli á þjóðvegun- uin, þar sein þúsundir voru á ferð i bilum sinum, og sluppu frá þvi óhappalitið. En á þriðjudegi viku seinna komast menn varla á milli húsa á bilum sinum, án þess að lenda i árekstri. — 23 árekstrar urðu i umferðinni i Reykjavik i gær, þegar þaö gerði smárigningar- sudda. Meira þurfti ekki til „Manni er alveg óskiljanlegt, hvernig ökumenn komast klakk- laust mörg hundruð kilómetra vegalengd i mikilli umferð við ókunnugar aðstæður, til þess svo eins að lenda i óhöppum, þegar þeir eru komnir á heimaslóðir, aka rétt að heiman frá sér á vinnustað,” sagði óskar ólason, yfirlögregluþjónn, þegar blm. Visis færði þetta i tal viö hann fyrir nokkru. Siðastliðna viku hefur vart liðið sá dagur, að ekki hafi orðið 10 árekstrar að minnsta kosti i um- ferðinni, sem er svo sem ekkert spánýtt fyrirbrigði. Það hefur varla þótt tiltökumál i Reykjavik undanfarin 3 eða 4 ár, þótt árekstrar yrðu upp undir 20 á dag. I hálku að vetrarlagi hrannast upp milli 30 og 40 árekstrar á einum degi. En akstursskilyrði i hálku og akstursskilyrði um hásumarið eru sitt hvað. Og slæmum skilyrðum verður ekki um kennt fyrr en i gær, þegar hann rigndi. Bleyta lagðist á bilrúðurnar að utanverðu og móða að innan- verðu. — Það hreif. Meiðsli á fólki urðu engin i þessum óhöppum, nema þá eitt- hvað litilsháttar i tveimur til- vikum. — GP Sjónvarpsáhorfendur hafa cflaust tekið cftir þvi undan- farna daga, að auglýsing frá Kóka-kóla hefur birzt livað eftir aiiuað. Kr þessi auglýs- ingainynd (í0 sekúndna löng og sýnir hóp af ungmennum standa á itölskum fjallstindi og syngja á ensku dýröarsöng um kók-drykkinn. „Nú hefur útvarpsráð bann- að birtingu þessarar auglýs- ingar”, sagði Ólafur Stephen- sen hjá auglýsingastofunni Argus. en Argus annast aug- lýsingar fyrir Kóka-kóla hér á landi. „Mér finnst þetta undarlegt, að banna auglýsinguna, þegar hún hefur fyrir það fyrsta ver- ið sýnd annað slagið i 10 mán- uði. og við höfum hér skriflega staðfestingu á auglýsinga- samningi við Sjónvarpið, þar sem segir að myndin skuli sýnd enn einn mánuð”. Njörður Njarðvik, formaður útvarpsráðs, sagði Visi að kók-auglýsingin bryti i bága við reglur Sjónvarpsins um auglýsingar. Segir i þeim reglum, að ekki megi flytja auglýsingar, séu þær ekki á hreinu og góðu islenzku máli. „Þetta er svo augljóst með þessa auglýsingu”, sagði Njörður, „og við förum raunar ekki fram á að auglýsingin sjálf sé bönnuð. Okkur er ekk- ert illa við Kóka-kóla. Við för- um aðeins fram á að hún verði lagfærð. Það nægir að setja einhvern islenzkan texta inn i myndina. Ef mennirnir gera það, þá er ekkert þvi til fyrir- stöðu að birta auglýsinguna”. — En nú hefur myndin verið sýnd lengi — af hverju er gerð athugasemd núna? „Það var vakin athygli á þessu i janúar — og þá hvarf auglýsingin. Svo skaut hún aftur upp kollinum rétt fyrir sumarfri Sjónvarpsins”. Auður óskarsdóttir, auglýs- ingastjóri Sjónvarpsins, tjáði Visi, að hún hefði borið þessa mynd undir gamla útvarps- ráðið þá er Sjónvarpið fékk myndina. „Þeim fannst allt i lagi að sýna myndina — en svo fór nýja ráðið að gera athuga- semdir, og það var fyrir sum- arfri, sem mér var bent á að taka auglýsinguna út. Ég bjóst þá ekki við að auglýsingin yrði sýnd eftir fri, og þvi hélt ég að málið félli niður þar með og gleymdist”. — „Ég sé ekki að þessi kók- auglýsing brjóti i bága við reglur um tal. Það er ekkert tal i myndinni, heldur söng- ur”, sagði Ólafur Stephensen hjá Argus — ,,nú fer maður að beina sjónum að fleiri auglýs- ingum t.d. islenzkum auglýs- ingum, sem ekkert tal er við eða texti”. 15.000 krónur kostar að fá birta einnar minútu auglýs- ingu, eins og Kók-auglýsing- una umræddu i Sjónvarpi. — GG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.