Vísir - 18.08.1972, Qupperneq 2
2
Visir Föstudagur 18. ágúst 1972
vfentsm:
Hver eru „breiðu bökin"?
Jóna Bjarnadóttir, afgreiðslu-
stúlka: Ég geri ráð fyrir þvi að
það séu þeir sem hafa mestu
tekjurnar. Rifast þeir ekki lika
mest sem bera hæst úr býtum?
Þóroddur Jónsson, verzlunar-
maður: Ætli þessi breiðu bök séu
nokkuð til lengur? Skatturinn hef-
ur séð fyrir þvi. Einstaklingurinn
sem slikur er ekki til. Það fyrir-
finnst minnsta kosti enginn auð-
maður i landinu.
Þórður Kristjánsson, kennari: Er
það ekki ósköp einfalt. Það er átt
við þá sem hafa mestar tekjurn-
ar.
Birna Kristjánsdóttir, skrifstofu-
stúlka: Ég veit það ekki. Jú lik-
lega þeir sem þéna mest og svikja
mest undan skatti. Það eru auð-
vitað smáheildsalarnir og þeir
sem stunda einkarekstur.
Jónas Jónsson.fyrrverandi kaup-
maður: Það er ekki gott að segja.
Þeir sem hafa hæstu launin gæti
maður imyndað sér.
Eyjólfur Teitsson, iðnaðarmað-
ur: Ja, ég veit það eiginlega ekki.
Ætli það séu ekki bara þeir sem
vinna erfiðisvinnuna og þræla
mest.
... við hjónin stöndum i þessu á
kvöldin ...” segir Björn Ófeigs-
son, einn íbúanna i Brekkugerði
um lóðarvinnuna.
inn kemur að vörmu spori út aftur
með ritvél i hendinni.
Garðarnir eru vel snyrtir og
blóm i skrúða. Þess vegna stingur
óhirtur grasblettur i sveigjunni á
götunni i stúf við umhverfið. Þar
á sennilega borgin einhverja sök
á. Þar á að koma útivistarsvæði
fyrir eldra fólkið, sem mun búa i
sjúkraheimilinu, sem rís fyrir
ofan Brekkugerðið við Grensás-
veginn. Þaðan á að liggja göngu-
stigur niður að útivistarsvæðinu.
Á móti og fyrir aftan húsin við
Brekkugerði eru miklar fram-
kvæmdir i gangi. Það er hús
Askenazy’s, sem er verið að
byggja á tveim lóðum. Það er
þegar komið vel á veg og er mikið
um sig. Hins vegar er dregið fyrir
alla glugga í núverandi bústað
Askenazy’s og engin hreyfing á
þeim bæ.
Við tökum tali einn af yngri íbú-
unum í Brekkugerði hana
Jóhönnu Björnsdóttur, tólf ára,
sem á heima i Brekkugerði 9.
Henni finnst gaman að búa i
Brekkugerðinu.
— Það eru skemmtilegir krakk-
ar og gaman að leika sér hérna.
Við förum i brennubolta. Viö
erum i tveim hópum, strákarnir i
einum hóp og stelpurnar i öðrum
hóp og hver hópurinn hefur sitt
svæði. Þegar strákarnir eru á
efra svæðinu þá vinna þeir...en
þegar stelpurnar eru á efra
svæðinu, gripum við fram i. Já,
þá vinna þær. Jú og stundum eru
hóparnir blandaðir. Við erum
stundum i krikkett hérna og
stundum drekkum við úti saman.
Svo förum við i skóginn, sem við
köllum Svartaskóg, hann er ekki
langt i burtu. Það eru jólatré i
honum. Jóhanna er ein af sex
systkinum og Tommi þriggja ára
er einn þeirra. Hann segir ákveð-
ið, að hann heiti Tommi ekki
Tómas.
Hvernig geðjast þér að þvi að
búa i Brekkugerðinu?
— O, ágætlega, prýðilega, segir
pabbinn, Björn önundarson, sem
kemur aðvifandi, eftir að hafa
spurt fyrst hvort við séum að
frámkvæma eignakönnun
—-Við erum að drifa okkur i
smá ferðalag. Erum hér með
ameriskan skiptinema, sem er
hjá okkur. Sonur okkar er úti i
Bandarikjunum og við fáum
þessa ungu dömu i staðinn.
— Hvenær fluttist þú i Brekku-
gerðið?
— ^g-var héraðslæknir úti á
landi,en kom hingað 1964. Keypti
húsið af tengdaföður minum, sem
byggði þaö. Jú, þetta er mjög
skemmtilegur staður og góður.
— Eruð þiö iðin i garðinum ykk-
ar?
— Ekki vil ég segja það, við
gripum i það endrum og eins að
vinna i honum.
Og fjölskyldan brunar af stað i
feröalagið. -SB-
Þeir eru ekki
lœknislausir
"r-
•••íbúarnir í Brekkugerði,
j fegurstu götunni í Reykjavík í ár
... „sunnudagsstemmning” f friðsælu Brekkugeröi, fegurstu götunni 1 ár.
IIP
•mmmn
... ósnyrt tilvonandi útivistar-
svæði fyrir eldra fólkiö stingur i
stúf við velhirta garðana.
— Ja, hérna og ég sem
var ekki búinn að klippa,
segir Björn Ófeigsson
heildsali, einn af ibúun-
um i Brekkugerði, feg-
urstu götunni i Reykja-
vik, þegar Visismenn
sögðu honum fréttirnar.
Við fórum á stúfana til
að lita á þessa fegurstu
götu borgarinnar i ár,
sem komst i annað sæti i
fyrra og fékk þá viður-
kenningu.
Fyrsti maðurinn, sem við kom-
um auga á var Björn, þar sem
hann var staddur i garðinum fyrir
framan húsið sitt Brekkugeröi 7,
með garðáhöld, en i blómabeðinu
hjá honum á vel hirtri lóðinni
sveigðist valmúinn i blóma,, sem
útlenzkir kalla „Icelandic poppy”
að sögn Björns.
Björn var með fyrstu ibúum við
götuna, flutti þangað 1961 og
kannast við flesta nágrannana frá
þeim tima, þegar þeir stóðu i
byggingum og leituðu til hvers
annars með ýmis sameiginleg
vandamálsem hrjá húsbyggjend-
ur. Margir þeirra byggðu sjálfir,
hreinsuðu timbur og settu garð-
ana i lag.
Og ekki ætti Björn að kviða
læknisleysi, vel „garderaður” i
bak og fyrir með nágrannann
Björn önundarson lækni við hlið-
ina og Ölaf Bjarnson lækni og
prófessor á ská á móti.
Svo er það Eykon, Eyjólfur
... erum aö drifa okkur i smáferöalag ...” Jóhanna, Tommi, skipti-
neminn Susan Yoder og Björn.
Konráð Jónsson, sem er beint á
móti mér.
En við enda götunnar lokar hús
Þorvarðs Þorvarðssonar i
Stjörnubiói götunni.
— Svo er það einn heimsfrægur
maður, sem býr við götuna, það
er Askenazy, sem býr á númer 22.
Mér er sagt, að þau séu i Grikk-
landi þar sem þau eigi sumar-
bústað. Þetta er ákaflega rólegt
og gott fólk, þegar það er heima á
annað borð.
— Hvernig er að búa við
fegurstu götuna i borginni?
— Mér likar það mjög vel. Hér
er friðsælt og útsýni gott.
Við hváum við, sjáum ekki
mikið af götunni, en þegar á efri
hæðir húsanna kemur sést vist
meira. Björn segir, að alltaf sé þó
verið að byggja fyrir útsýni, nú
siðast fyrir Snæfellsjökul, en enn-
þá heldur hann útsýninu á
Esjuna og suðurfjöllin og innsigl-
inguna til Hafnarfjarðar.
— Hefur það verið eins konar
þegjandi samkomulag milli ibú-
anna að taka rögg á sig i görðun-
um til að fá útnefninguna^ eftir
viðurkenninguna i fyrra?
—Ekki segi ég það. Þetta fólk,
sem margt hvert er alltaf i garð-
inum hjá sér að hlúa að og lag-
færa og einnig til að njóta útiver-
unnar. Við hjónin stöndum til
dæmis i þessu á kvöldin.
Brekkugerðið er friðsælt i sól-
skininu og aflokað, fáir á ferli og
einhverjir myndu kalla það
sunnudagsstemmingu, sem rikir
þar. Nokkur börn eru samt úti að
leika sér. Leigubill rennir upp að
húsi Eyjólfs Konráðs og bilstjór-