Vísir - 18.08.1972, Blaðsíða 3
Visir Föstudagur 18. ágúst 1972
3
Baháíar vilja reisa
skóla, sjúkrahús og
musteri í Kópavogi
Skóli, sjúkrahus og
musteri til dýrkunar spá-
mannsins Bahái, mun
hugsanlega rísa á hæðinni
ofan við Fífuhvamm í
Kópavogi. Þar hefur
Baháí-söfnuðurinn í
Reykjavík keypt fimm
hektara landsvæði, og vill
nú reisa þar byggingar.
„Þeir skrifuðu Kópavogs-
kaupstað bréf, þar sem hug-
myndir þeirra umbyggingar
voru lauslega orðaðar. Það er
ekkert ákveðið með byggingar
ennþá, enda er svæðið óskipu-
lagt með öllu. Ekki vitað hvers
konar byggingar verða leyfðar
þarna eða hvort byggt verður
yfirleitt”, sagði Bolli Kjartans-
son, bæjarritari i Kópavogi, er
Visir ræddi við hann i morgun.
„Bygginganefnd og skipu- j
lagsnefnd fjalla nú um erindi
Bahái-mannanna — ég held þeir
hafi helzt áhuga á að reisa
þarna musteri, svo minntust
þeir lika á skóla og sjúkrahús.
Eiginlega þurfum við að heyra
betur frá þeim hvað þeir vilja fá
að byggja. Hve margar bygg-
ingar og hve stórar. Annars var
þeim tjáð, áður en þeir keyptu
landið, sem var fyrir rúmu ári,
að alls óvist væri enn með öll
byggingaleyfi þarna”.
Bahái spámaður verður þvi
að doka ögn við eftir að musteri
honum til dýrðar gnæfi á hæð-
inni móti Arnarnesinu — en þol-
inmæði er spámanninum eigin-
leg, og hann biður eflaust ekki
árangurslaust. — GG
Ný skókstjarna
í Bandarikjunum:
„Fischer
cetti aðvara
sig ó mér"
„Fischer ætti að vara sig á
mér. Eg þekki veikleika hans, en
hann veit ekki of mikið um
mina”.
Það er ástralski stórmeistarinn
Walter Browne, sem hefur orðið.
Hann keppir nú á meistaramóti
Bandarikjanna og kveðst munu
sigra. Browne er aðeins 23ja ára.
Hann sigraði á bandariska
meistaramótinu I fyrra, en Bent
Larsen sigraði árin 1968 og 1970.
Larsen keppir einnig nú sem
gestur á þessu móti.
Skákmennirnir á mótinu, sem
er haldið i Atlantic City i New
Jersey, leggja sig i lima til að fá
leikina frá einviginu i Reykjavik,
segir i AP skeyti.
Þeir eru sihringjandi til New
York til að frétta um leikina.
„Sumir halda, að þeir geti notazt
við leikina hérna”, segir fram-
kvæmdastjóri bandariska
mótsins. HH—
Keflavíkurútvarpið
vill halda kröfum
Fox leyndum fyrir
Fischer
„Snjöll leið til þess að
grœða peninga," segir
séra Lombardy
Chester Fox hefur nú stefnt
Bobby Fischer og krafist
1,750,000 dollara eða nálægt 160
milljóna isl. kr. i skaðabætur
vegna kvikmyndaréttarins.
Keflavikurútvarpið sagði m.a.
frá þessu i nótt og lét það fylgja
meö að þetta væri algjört
leyndarmál að svo stöddu og sizt
af öllu mætti þetta berast Fischer
til eyrna. Þá höfum við það.
Bobby Fischer má alls ekki vita
það að fjárkröfur hafa nú verið
höfðaðar á hann. Þaö væri vist
betur ef svo væri, þvi 160 mill
jónir isl. eru vist ekkert smáræði
og Fischer ekki mikill maður
til þess að borga slikar upphæðir.
„Þetta er vissulega snjöll leið til
að þéna peninga, sagði séra
Lombardy i morgun og hló við,
þegar Visir hafði samband við
hann. __
Góð sala í minjagripum Skóksambandsins:
Pantaði 1000 eintök
af hverjum grip
M i n j agr ipasa la Skáksam-
bandsins i Höllinni gengur nú
mjög vel, að sögn Ásgeirs
Friðjónssonar, framkvæmda-
stjóra sambandsins. Kennir
margra grasa i mununum, og alls
konar likön og póstkort eru vinsæl
meðal fólks. Þá hefur nýi
peningurinn hlotið mjög góðar
viðtökur almennings eins og sjá
má af sölunni. Serian, sem var
800 stk., er nú uppseld, en ein-
stakir peningar eru enn til sölu og
hafa selzt um 1500 peningar, en
ennþá hefur upplagið ekki verið
ákveðið.
Skáksambandinu barst nýlega
pöntun frá bandarískum
höndlara, segir Asgeir, þar sem
hann óskaði eftir að fá keypt sem
sýnishorn 1000 eintök af hverjum
minjagrip sem Skáksambandið
hefur til sölu. „Allt eru þetta
miklir peningar, en mest gróða-
vonin er að sjálfsögðu i minnis-
peningnum”, sagði Asgeir.
„Ef vel tekst til með
sýnishornin sem við sendum til
Bandaríkjamannsins má gera
ráð fyrir að hann panti meira og
við fáum þvi e.t.v. góðar tekjur
þar vestra.” — GF
Rœtt við bœndur:
##
Ekki svona mikið hey
síðan land byggðist"
„Þetta er alveg ágætur hey-
skapur, meira en dæmi eru til, að
ég held”, sagði Björn Pálsson.
bóndi á Löngumýri i Húnav.s.
viðtali við blaðiö. „Hey held ég að
verði nú ekki allt komið inn i
vikulokin, en þetta er mikið
heyfang og meira en vanalega.”
Og þrátt fyrir votviðrasamt
sumar, eru bændur hinir
ánægðustu með heyskapinn.
Sprettan hefur verið með af-
brigðum góð, það eru þeir allir
sammála um, og sumir vilja
meina að svona góð hafi hún ekki
verið siðan 1964.
„Veðurfar hefur verið sérstak-
lega gott siðastliðinn hálfan
mánuð”, sagði Björn ennfremur.
„Þá unnu allir sem vettlingi gátu
valdið að heyskapnum, og það
gengur betur eftir þvi sem vélaafl
og mannskapur er meiri. Núna
um helgina fór svo aftur að syrta,
og það rigndi aðeins i gærdag. En
þaðeruengar stórrigningar, ekki
eins og i júlimánuði, sem var
slæmur og mjög erfiður.”
„Sprettan er miklu betri en
dæmi eru til, held ég. Tún eru
mjög góð, og hvergi finnst i þeim
kal, svo þetta ætti að koma vel út i
haust, og ég held aö þetta sé gott
hey sem við fáum.”
„Þetta verður alveg gifurlega
mikið hey eftir sumarið, senni-
lega það mesta siðan land
byggðist”, sagði Þorsteinn
Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu i
Arnessýslu. „Það er að visu ekki
komiðinni hús allt saman, og fer
það heldur ekki allt. Heyið er
ákaflega vel útlitandi, en það er
ekki gott að sama skapi. Veður-
far hefur heldur ekki verið svo
framúrskarandi gott, rigningar
eftir miðjan júni og fram i ágúst.
Annars fengum við þann allra
bezta þurrk, sem lengi hefur
komið og stóð hann fram að helgi.
En það var stuttur þurrkur, ekki
nema 8-10 dagar, en það þarf
meira til. Tún eru orðin það stór,
til dæmis eru þau hérna 40-60
hektarar, og það tekur langan
tima að slá þetta allt saman. En
meðan þessi þurrkur stóð yfir, þá
slógum við á nóttunni, og siðan
var unniö að heyskapnum yfir
daginn. Ég hef aðeins heimafólk,
en þetta er jú orðin svo miki)
vélavinna.”
— Sláið þið túnin nokkuð aftur?
„Nei, það er orðið langtum
minna um það nú, en áður, þvi
tún eru það stór, og háin er yfir-
leitt aðeins notuð til beitar fyrir
kýrnar.
— Hvenær má búast við að hey
verði komið inn?
„Það er ómögulegt að segja
hvenær allt hey verður komið inn
i hlöður. Margir eru að visu búnir
að fylla hlöður sinar, en þeir
binda heyiö, þvi það tekur minna
pláss.”
,1 það heila hefur sumar þetta
verið mjög gott, mikil spretta,
góð nýting á heyjum og það
voraði snemma. Ætli það hafi
verið svona gott siðan ’64?” Svo
sagði Gisli Helgason, bóndi á
Helgafelli á Egilsstöðum. „Ég
held að flestir séu búnir að heyja,
og hey að mestu komið i hlöður,
þó ekki allt. Það er verið að biða
eftir þvi að sigi i hlöðum, svo
hægt sé að bæta á.”
— Hafið þið verið heppnir með
veður undanfarið?
„Já það mundi ég segja. Nú
hefur verið þurrkur siðan eftir
miðjan júli, að visu rigningar á
milli en ekki miklar. En það var
nokkuð slæmt i júlibyrjun.”
— Hafið þið mikinn mannskap?
„Nei, þetta eru bara fjölskyld-
urnar sem standa i þessu, og svo
auðvitað vélarnar, ekki má
gleyma þeim.”
— Og það má fara að búast við
töðugjöldum?
„Já, þegar siðasta tuggan er
komin á sinn stað.”
—EA
„Ha, ég á þjóðhótíð?"
„Ha, ég á þjóölagahátið,
hvaða þjóðlagahátið er nú
það?” Mér finnst bara alveg
hreint nóg að vera hérna á
þjóðhátiðinni i Vestmannaeyj-
um.” Sjálfsagt hefur hún móð-
ir hennar sem heldur I höndina
á henni og bróðurnum, tekið i
alveg sama streng. Enda
verður sennilega fátt um börn
á þjóðlagahátið þeirri sem
Eyjaskeggjar hyggjast halda
nú um helgina i eyju skammt
utan við Heimaey, sem heítir
Elliöaey. Sú hátið verður
nefnilega tileinkuð ungmenn-
um eingöngu, en ekki þeim
aldri sem börnin hér á mynd-
inni eru á.
Skemmtikraftar munu
koma þar fram, t.d. RIó Trió,
Umbi Roy, Kristin Lilliendahl
og Arni Johnsen, og svo
skemmtikraftar úr Eyjum.
Gestir verða fluttir i bátum
frá Heimaey út i eyna á
laugardag, og svo heim á
sunnudagskvöld. Áfengi verð-
ur stranglega bannað, en þeir
sem að þessari hátið standa
eru félagar úr hjálparsveit
skáta og stúkunni Sunnu.
—EA