Vísir - 18.08.1972, Qupperneq 6
6
Visir Föstudagur 18. ágúst 1972
VISIR
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjórí:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiösla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
AFTOKUSVtlTIN
Haag á hálum ís
Úrskurður Alþjóðadómstólsins i Haag var ís-
lendingum eins óhagstæður og hann gat verið.
Dómstóllinn var nærri einróma um, að íslendingar
skyldu ekki færa út fiskveiðilögsögu sina 1. septem-
ber og ekki beita brezk og vesturþýzk skip neinu
valdi i þvi sambandi, auk þess sem þessum skipum
var af hálfu dómstólsins heimilað að veiða næstum
þvi sama magn og þeir hafa veitt við ísland á und-
anförnum árum.
Það kom á daginn, sem raunar var vitað fyrir-
fram, að dómstóllinn vék sér alveg hjá þvi að úr-
skurða neitt efnislega i málinu. Úrskurðurinn er
eins konar lögbann um, að íslendingar aðhafist ekki
neitt i málinu, meðan beðið er eftir efnislegum úr-
skurði um lögmæti útfærslu fiskveiðilögsögunnar.
Liklega hafa brezk stjórnvöld spilað betur á sin
lögfræðispil en við höfum gert. Jóhann Hafstein
hafði varað við þvi, bæði i landhelgisnefnd okkar og
i utanrikismálanefnd alþingis, að við höguðum mál-
um okkar þannig, að formsatriðaúrskurður kæmi
fyrir 1. september. Ef unnt hefði verið að hindra það
og fá dómstólinn til að fjalla beint um efnisatriði
málsins, hefði sú málsmeðferð tekið langtum lengri
tima og sá úrskurður ekki fallið fyrr en eftir haf-
réttarráðstefnuna á næsta og þar næsta ári. Og við
reiknum með, að sú ráðstefna muni snúa málum
okkur mjög i hag.
Stundum hefur það komið fyrir, að riki hafi ekki
viljað fallast á lögsögu Alþjóðadómstólsins i
ákveðnum málum. En þau hafa samt sent fulltrúa
til að skýra mál sitt og haldið uppi sókn og vörn með
þvi að senda dómstólnum ýmsan rökstuðning og
skýrslur i málinu. En þetta gerðum við ekki og
höfðum þvi ekki aðstöðu til að hindra, að brezk og
vestur-þýzk stjórnvöld fengju knúið fram bráða-
birgðaúrskurð um formsatriði.
Vafalaust mun þessi úrskurður stappa stálinu i
brezk stjórnvöld og minnka likurnar á eftirgjöfum
af þeirra hálfu i viðræðum þeirra við islenzk stjórn-
völd. Hins vegar munum við halda okkar striki og
hafna þessum dómi, enda vorum við búnir að segja
fyrirfram, að Alþjóðadómstóllinn hefði ekki lögsögu
i málinu, og við mundum ekki taka mark á neinum
úrskurði hans, á hvaða lund sem hann félli.
Einn dómaranna, Mexikaninn L.P. Nervo, var
andvigur meirihlutanum og skilaði séráliti, sem er
mjög i samræmi við skoðanir íslendinga. Hann
sagði, að i þessu máli væri ekki tilefni til sliks úr-
skurðar gegn þjóð, sem ekki viðurkenndi lögsögu
dómstólsins. Hann sagði einnig, að engar sannanir
væru fyrir þvi, að útfærsla fiskveiðilögsögunnar
væri andstæð alþjóðalögum, og að ekki hefði verið
kannað til fulls, hvort dómstóllinn hefði lögsögu i
málinu.
Dómstóllinn i Haag hefur hætt sér út á hálan is
með þvi að taka að nærri öllu leyti undir kröfur and-
stæðinga okkar. Hann hefur stuðlað að eyðingu
fiskistofna hér við land. Og hann kveður upp bráða-
birgðaúrskurð i viðkvæmu máli, þótt öllum sé ljóst,
að 200 milna fiskveiðilögsögustefna er sem óðast að
ryðja 12 milna stefnunni úr vegi meðal rikja heims-
ins. Við munum hafa þennan dóm að engu.
Þaö var einn góðan morgun hér
á dögunum, aö fólk var á leið i
vinnuna, kom labbandi niður
Laugaveginn eða fyrir hornið á
I/ Skólavörðustignum, og þá urðu
menn þess varir, að aftakan hafði
fariö fram, gamla amtmannshús-
inu hafði veriö slátrað. Aftöku-
sveitin hafði laumazt til snemma
morgunsárið, engin tilkynning
hafði verið gefin út, engu likara
en morgungjöfin til borgaranna
ætti að koma algerlega á óvart.
Það tók svo ekki langan tima að
fella hið aldna hús að velii, stái-
kúlunni var sveiflað meistaraiega
nokkru sinni fram og aftur, þar
með var aftakan framkvæmd, en
um leið hafði verið framinn enn
cinn menningariegi glæpurinn i
gömlu Reykjavik, merkilegar
sögulegar minjar afmáðar I einu
vctfangi, áöur en fólkið kom á
fætur. Eftir lá aðeins brakið,
nokkrar sögulegar spýtur, sem
tók heldur ekki nema dagstund að
moka burt út á hauga.
Amtmannshúsið við Ingólfs-
stræti var eins konar gömul
höll. Það var heldrimannahús,
nokkurs konar Schimmelmanns
Palais, Windsor Castle eða
Elysee. Eini munurinn var að
það var úr timbri og hafði verið
farið skammarlega með það, orð-
ið fyrir þeirri ógæfu að láta for-
skala sig. Og það var svo ógæfu-
samt að standa ekki i réttri húsa-
linu, úr þvi að svo var, skipti engu
máli sögulegt minjagildi. Fyrst
féll það fyrir fallöxi reglustrik-
< unnar á skrifborði einhvers rétt-
\\ linu arkitektsins, siðan kom fall-
hamar stálkúiunnar og minjarn-
ar eru þurrkaðar út á einu
augnabliki. Nú verður grunnur
þess sjálfsagt um langa stund
notaður sem ófrágengið bila-
stæði, siðan kvað eiga að koma
þarna gata til að auka og auð-
velda umferðina til miðborgar-
innar. Kannski fær þessi nýja
bilabraut að geyma siðustu
minjarnar um gamla höfðingja-
tið, skyldu ráðamennirnir verða
svo göfuglyndir að halda áfram
að kalla breiðbrautina ,,Amt-
mannsstig”?
Gamla amtmannshúsið var á
sinni tið ein allra glæsilegasta
bygging i Reykjavik. Það var
heldrimannahús, sem átti sér
merkilega sögu og rikt minja-
gildi. Það var teiknað og smiðað
af Helga Helgasyni, snikkara og
tónskáldi og smiði þess var á
ýmsan hátt tengt byggingu
Alþingishússins. 1 grunn þess var
notað grjót, sem hafði verið
höggvið veturinn áður og átti að
nota i nýtt Alþingishús uppi á
brekkubrúninni, þar sem nú er
verzlun J. Þorlákssons og Norð-
manns. Amtmannshúsið var reist
á islenzkum árdegi, þegar fram-
tiðarvonir þjóðarinnar risu hátt
eftir þjóðhátiðina miklu, eftir að
tslendingar höfðu fengiö viður-
kenningu meö stjórnarskrá úr
kóngsins hendi að þeir væru
sér þjóð út af fyrir sig. En það
mætti lika oröa það svo, aö þessi
höfðingjahöll var reist eftir að ný
launalög embættismanna höfðu
verið samþykkt og alþingi verið
svo höfðinglynt að borga
embættismönnum hærri laun en
þeim höföu verið greidd sem
dönskum embættismönnum. Það
var fyrsti árangur þess að alþingi
fékk i sinar hendur forræði inn-
lendra fjármála. Bein afleiðing
þess varð að þeir embættismenn-
irnir og mágarnir Magnús
Stephensen og Theódór Siemsen
treystu sér til og höfðu efni á að
,reisa sér þetta lika litla slot.
Kannski hjálpaði það lika, að þeir
fengu ónýta alþingisgrjótið fyrir
'litinn pening, og ennfremur var
kki hætta á þvi á þeim árum að
/breiðu bökin væru sliguð með
háum sköttum. Hér má segja að
upp hafi hafizt framaferill og
uppgangur Magnúsar sem siðar
varð frægastur sem landshöfð.
Þeir voru kjarni i höfðingjaþjóð-
félagi hins nýsjálfstæða tslands.
Niður við lækinn, þar sem nú er
stjórnarráð bjó sjálfur þáverandi
sýningargripum i tveimur eða
þremur svokölluðum „húsalin-
um”. Og menn spyrja, hvar verð-
ur slaghamarinn næst látinn
kremja og mylja, bang og krass
og eftir blaktir i kvöldgolunni
aðeins niðurbælt kvein gamalla
borgarbúa, sem alltaf koma of
Gamla amtmannshúsið meðan það var höll og höfðingjasetur.
landshöfðingi Hilmar Finsen.
Svolitið ofar i brekkunni, þar sem
nú er Timinn og ferðaskrifstofan
Sunna var Bergur Thorberg amt-
maður sem bráðlega átti að taka
við landshöfðingjaembættinu.
Uppi á brúninni, þar sem nú er
verzlunin Visir bjó Jón Pétursson
háyfirdómari, og hér sem sagt
reistu þeir mágarnir Magnús
Stephensen yfirdómari og bráð-
lega amtmaður og siðar lands-
höfðingi og mágur hans Theódór
Siemsen bæjarfógeti og siðar
amtmaður sitt slot. Og ennþá
hærra upp með Skólavörðustign-
um i Steininum var sjálfur æðsti
innanlandsdómstóllinn, lands-
yfirrétturinn og bæjarþing
Reykjavikur. Þeir voru að reyna,
að koma sér upp heldrimanna-
hverfi nokkurs konar snobbhill
þeirra tima, þar sem útsýnið þótti
fegurst vestur yfir flóann og
roðagullið sólarl. i vestri.Og þar
voru haldnar margar veizlur með
kampavini og konjaki, sem sögur
fara af, ekki voru nú háir tollar
eða rikiseinkasala á þeim vörum
i þann tið og risnugjöld rifleg. Og
siðar kom amtmannshúsið við
sögu i sjálfri sjáfsstæðis- og fána-
baráttunni. Það var eftir alda-
mótin, þegar Július Havsteen siö-
asti amtmaðurinn bjó þar á neðri
hæðinni, en uppi á loftinu Guð-
mundur Magnússon læknaskóla-
kennari og siöar prófessor. Hjá
þeim siðarnefnda bjó þá upp-
eldissonur Jón Sivertsen, ungur
skólapiltur, brennandi af þjóð-
ernislegum eldmóði og dró blá-
hvita fánann að húni og tókst þá
mikil og fræg rimma við hinn
gamla danska embættismann á
neðri hæöinni, sem vildi rifa niður
hvitbláinn. Þá risu tilfinningár
hátt.
En svo er byrjaö aö afmá hinar
sögulegar minjar ekki aðeins
uppi á brekkubrúninni, heldur
viðsvegar i gamla bænum. Ot-
þurrkun minninganna verður nú
æ hraðari, þar til svo verður kom-
ið, að ekkert verður eftir, nema
einhver óþekkt straumlinuborg
með átta hæða kaupsýsluhúsum,
breiðum bilabrautum og ekrum
af bilstæðum, borg sem talið er að
verði flott og fin i linum, en ekki i
neinum tilfinningalegum tengsl-
um við ibúana, gersamlega rúin
sögulegum minningum og minja-
gildi , nema sem bakstiu-
seint á siðasta aftökustaðinn og
gráta aðeins innra með sér i
magnþrota úrræðaleysi, hvernig
stöðva megi þennan óskiljaniega
barbarisma.
Hér koma nokkur sár sem enn
kveina til okkar i minningunni,
svo við lokum augunum i inni-
byrgðri gremju, þegar við förum
um bilastæðin þar sem áður voru
helgir minjastaðir tengdir við
gamla borgarstjóra, forustu-
menn og framtaksmenn og fjör-
legt mannlif. Eitt hið allra versta
verk aftökusveitanna var þegar
gamla Sjóbúð, hús Geirs Zoéga
við Vesturgötu var rifið. Hús eins
helzta höfundar og uppbyggjanda
Reykjavikur, sem hefði sann-
arlega átt að gera upp og mynda
glæsta minningu um forna upp-
gangstima. En húshorniö kvað
hafa staðið út i götuna og varð að
rýma fyrir einhverri feykilegri
framtiðar bilaumferð, sem þó
hefur enn ekki birzt, þvi að enginn
samgöngugrundvöllur er fyrir
mikilli bilaumferð um Vestur-
götuna. Raunverulega hefur
gamla Sjóbúð þvi einungis verið
látin vikja fyrir bilastæði undir
eitthvaðtólf bila, þannig er rýmið
enn notað og veröur um langan
aldur.
önnur hörmungin var þegar af-
tökusveitin kom lika skyndilega
og öllum að óvörum að Ingólfs-
hvoli á horni Hafnarstrætis og
Pósthússtrætis. Þar var laumazt
til aftan að minningum borgar-
anna, þegar fólk kom á fætur var
að mestu búið aö mola húsið.
Siðan fengum við i heilt ár að
hafa stillaðsa utan um þennan
forláta marmaravegg, sem er
einstæöur i islenzkri bygg-
ingarsögu og blasir nú viö okkur
sviplaus og kaldur sem veggur
hinnar kölkuðu grafar, eins og
ráðandi arkitektar sýnast hugsa
sér Reykjavik framtiöarinnar.
Ingólfshvoll, sem hvarf svo fyrir
augum borgarb. á einni morgun-
stund var tvimælalaust ein af
merkustu söguminjum. Hann var
ein allra fyrsta steinsteypubygg-
ing borgarinnar, frægur i iönsög-
unni, steyptur meö frumstæðum
aðferðum. Hann var fyrsti ráð-
herrabústaður tslands með svöl-
um utan á, sem ráðherra gekk
nokkrum sinnum út á til aö
ávarpa mannfjölda á gamlaárs-
kvöld, og þar bjó lika bankastjóri