Vísir - 18.08.1972, Síða 16

Vísir - 18.08.1972, Síða 16
Föstudagur 18. ágúst 1972 Sigra einn erfiðasta hjallann! — 166 metra brú byggð 6 þurru yfir Breiðdalakvísl Framkvæmdir við vegalágningu og brúa- byggingar austur undir Núpsstað er nú senn lokið, en stærsta brúin er yfir Breiðdalakvísl sem er Geirlandsá og Stjórn sameinaðar. Er sú brú 166 metrar á lengd og byggð á þurru. Verður ánni siðan veitt undir brúna, en það verður væntanlega gert i haust. Pétur Ingólfsson verk- fræðingur hjá Vegagerðinni teiknaði brúna og sagði hann blaðinu i morgun að brúin væri stálbitabrú með steyptu gólfi, en um þessar mundir er verið að byrja aö steypa gólfið. Siðan á að brúa Núpsvötn og Súlu, en þau verða sameinuð, þá Sand- gigjukvisl og að lokum Skeiöar- á. Þá sagði Steingrimur Ingvarsson, verkfræöingur, blaðinu að vegalagningin þarna fyrir austan væri langt komin og ætti að vera lokið i september i haust. Er þetta allt hluti af hinu mikla Skeiðarársandsverki sem miðar að þvi að opna vega- leiðina austur i öræfin. Núpsvötnum verður veitt i ána Súlu og er fyrirhugað að byrja að byggja undirstööur undir brú þar i haust. —ÞS Nú er verið að byrja að sleypa gólfið á brúnni yfir Breiðdalakvisl, en brúin er byggð á þurru eins og sést á myndinni, cn siðan verður ánni vcitt undir brúna. Finnst gullskip- ið um helgina? Nýr hamar kominn í borinn Nú ætti ekki aö vera langt þangað til tekst að fullkanna, hvort leitarmenn á Skeiöarár- sandi hafa fundið gullskipið. 1 nótt fór Lárus Siggeirsson á vatnabil sinum austur á sandinn til leitarmanna með nýjan ham- ar og ýmis viðbótartæki i bor- inn. Á þessi hamar að vera mun haröari, en sá sem hingað til hefur verið notaður, og standa vonir til þess að hann komist i gegnum hin hörðu leirlög i sand- inum. Mcð hamrinum fóru ýmis tæki, alls um 5 tonn. Svo framarlega sem ekkert óvænt gerist ætti þvi að fást úr þvi skorið næstu dægur, hvort þetta verðmæta skip er fundið, en fundur þess myndi án efa skyggja á allar aðrar stórfréttir ársins, jafnvel heimsmeistara- einvigið. Skipið er einstætt i sinni röð og hlaöið dýrasta farmi, sem komið hefur hér að ströndum landsins, en það strandaði árið 1667. — ÞS Heimsmeistarahjónin hin vinsamlegustu — en höfnuðu viðtali Larissa Spasskaya opnaði dyrnar og horfði brosmildum spurnaraugum á blaðamann Vfsis, sem hafði gerzt svo djarfur að hringja dyrabjöilunni. Eftir stiröar samræður á blönduðum tungumálum kom heims- meistarinn fram í anddyrið og blandaöi sér i samfalið. Spasskaya og Spasski dvöldu i einbýlishúsinu i Garðahreppi i gær fram undir það að einvigið hófst. Þegar Visir bankaði þar uppá seinnihluta dagsins kom Larissa til dyra eins og hver önnur Islenzk húsmóðir og sjálfur var Spasský sportklæddur og gat þess vegna hafa verið að dunda við að snyrta lóðina. Þau hjónin voru vinsamleg i viðmóti en höfnuðu eindregið að eiga viðtal við blaðamenn. Slikt væri úti- lokað að sinni, sagði heims- meistarinn og brosti alúðlega. Ekki vildu þau heldur leyfa myndatöku og virtist það frekast stafa af meðfæddri hlédrægni. Þau veifuðu i kveðjuskyni þegar haldið var brott og hurfu siðan inn i húsið. I vikunni fóru þau i búðir og keypti Larissa sér þá meðal annars kápu. Virtust þau leika á alls oddi.Ungir aðdáendur heims- meistarans sem búa i nágrenni við einbýlishúsið hafa árætt að berja uppá og biðja um eigin- handaáritun og hefur hún verið fúslega veitt. Eru nágrannarnir hinir ánægðustu með að hafa fengið hjónin i hverfið, jafnvel þótt þeirsjái ekki mikið afþeim. —SG. Ók niður 4 umferðarmerki ó stolnum bil Fjögur umferðarmerki lágu i valnum utan vegarins og svo loks bifreiðin sjálf, þegar lög- reglumenn komu að Vestur- landsvegi rétt neðan við Höfða- bakka i nótt. Ungur ölvaður maður fannst skammt frá þessum verksum- merkjum og var hann grunaður um að hafa ekið bilnum, sem kom i ljós að hafði verið stolið frá Tjarnargötu. Hann vildi þó ekki við það kannast, og var færður til geymslu til frekari yfirheyrslu meðan stórskemmdur billinn var dreginn af staðnum af kranabil. Skömmu siðar fannst annar bill i Tjarnargötu ekki langt þaðan sem hinum hafði verið stolið, og kom i ljós, að þeim bil hafði einnig verið stolið og það úr Borgartúni. En bilþjófurinn hafði yfirgefið þann bil i Tjarnar- götunni, vegna þess að eitt dekkið hafði sprungið. Grunar menn, að sami þjófurinn hafi tekið bilinn i Tjarnargötunni til þess að geta haldið áfram akstrinum eftir að sprakk á hinum. —GP. „Hinzta kveðja” við Lógafell „Nei ég kviði ekkert fyrir þessu. enda hef ég ekki fyrr tekið þátt i kvikmyiiduninni og veit þvi kannski ekki alveg hvernig þetta er.” Svo sagði Alfgrimur 12 ára, þar sem liann stóð skammt frá Jóhanni dómkirkjupresti i regn- úðanum og beið eftir að syngja i fyrsta sinn við jarðarför. Byrjað var að kvikmynda úti- senur Brekkukotsannáls i gær að Lágafelli. Þar i og við verða tekn- ar 5-6 senur frá þremur jarðar- förum. Sá sem leikur Álfgrim 12 ára heitir Þorgils Þorvaröarson og er hann einnig 12 ára að aldri. Þá koma statistar i fyrsta sinn við sögu i þessari myndatöku þarna að Lágafelli. Það eru fjórir likmenn, Elias Mar, Jón Leós, Friðrik Gislason og Guömundur Guðmundsson. Þá mátti sjá Kaf- tein Hogensen þarna á stjái og er hann leikinn af Sveini Halldórs- syni. ,,Þetta er óþekktur aumingi sem á að grafa núna, höfuðlaus stubbur” sagði Garðar Hólm sem Jón Laxdal leikur. Allt er gert til að það sem fram kemur i mynd- inni liti sem eðlilegast út. Sagði Troels Bentsen að Þjóðverjarnir væru mjög nákvæmir um slikt. Þýzki leikstjórinn og hans aðstoð- armenn stjórnuðu undirbúningi tökunnar og var m.a. lögð teina- braut eftir heimreiðinni að kirkj- unni. Var þetta ekki ólikt járn- brautarteinum, en eftir þessari braut rennir kvikmyndatöku- maður vél sinni og situr áfastur við hana. Kirkjugarðurinn að Lágafelli hefur tekið nokkrum breytingum um stundarsakir. Búið er að setja upp talsvert af gervilegsteinum og krossum. A þá eru letruð nöfn fólks sem vinnur við kvikmynda- gerðina og eru ekki allir sem geta klappað á legsteininn sinn. En nú átti að fara að hefja athöfnina, likmenn settu upp virðulegan svip, Alfgrimur ræsk;ti sig og Jóhan'n gamli irikirkjuprestur lagaöi hempukragann. Hinn óþekkti aumingi skyldi nú lagður til hvildar við söng Alfgrims, sem söng Allt eins og blómstrið eina af hjartans tilfinningu. — SG Ókunnugir liefðu ábyggilega orðið djúpt snortnir af þessari athöfn, cf ekki hefðu komið til suðandi kvikmyndavélar a Ut um kring.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.