Vísir


Vísir - 23.08.1972, Qupperneq 13

Vísir - 23.08.1972, Qupperneq 13
13 Visir Miðvikudagur 23. ágúst 1972 p □AG | Q KVOLD) Q □AG | Q KVÖ L Q □AG Útvarp kl. 22,35: Rómantísk fegurð og Ijúfsór tregi... ,,Ég var að hugsa um að hafa þetta kátt og glatt, bjart og sumarlegt, — og þegar ég fór að gramsa i plötubunkanum varð mér enn bctur ljóst hvað þessi frjálslyndi, alþjóðlegi sértrúar- flokkur, jazzistar, hefur náð glæsilegum árangri i boðun fagnaðarcrindisins um heima allan - líka að jazzfólki er fyrst og fremst kvöld og næturfólk, — og dansar meira og betur á þeim tima sólarhringsins, — þótt þá sé kannski ekki eins bjart og á daginn. Vonandi örlar eitthvað á gleði, rómantískri fegurð og ljúsárum trega úr ýmsum áttum í kvöld þótt sólin verði þá gengin til viðar”. Þetta hafði Jón Múli Árnason að segja um djass- þáttinn sinn I útvarpinu i kvöld og nú er bara að vera eins róman- tiskurog Jón Múli og hlusta vel og vandlega á útvarpið „þegar sólin er gengin til viðar”. GF Jón Múli: Þessi aiþjóðlegi sértrúarflokkur, jazzistar hefur náö svo glæsilegum árangri i boðun fagnaðarerindisins...... Útvarp kl. 16,15: Orðinn þreyttur ó erindum r segir Ingimar Oskarsson, nóttúrufrœðingur Ingimar Óskarsson:....ég skýt svo smávegis inn i þetta sjálfur „Nei, þetta verður nú eina erindið hjá mér að sinni um islenzkar gróðurrannsóknir’ ’, sagði Ingimar óskars- son, náttúrufræðingur sem i dag fjallar um það efni i útvarpinu. „Ég tek fyrir þær rannsóknir sem átt hafa sér stað á gróðri landsins allt fram til 1925. Þá verða straumhvörf — gamlir menn falla út en nýir koma i þeirra stað. Þeir sem fram að þeim tima hafði borið hæst i gróðurrannsóknum voru Stefán Stefánsson sem skrifaði Flóru tslands. Dr. Helgi Jónsson náttúrufræðingur og Ólafur Daviðsson. Þetta voru svona „stærstu númerin” þá. Seinna tóku svo við yngri menn eins og Steindór Steindórsson o.fl. o.fl. Nú, þessir gömlu náttúru- fræöingar lærðu allir i Höfn og fengu sitthvað af sinum lærdóm frá Jóni Guðmundssyni hinum lærða, sem svo var kallaður. Annars byrja gróðurrannsóknir hérlendis ekki fyrir alvöru fyrr en um miðja 18. öld og þá með Eggert Ólafssyni. En þetta eru ekki bara rann- sóknir tslendinga heldur lika erlendra fræðimanna um náttúru tslands. Ég skýt svo smávegis inn i þetta sjálfur en svona i heild sinni þá er aðallega fjallað um ærði og lægri plöntur i gróður sögu landsins. Þetta væri allt saman efni i heila röð af erindum þó að ég láti þetta eina nægja”, segir Ingimar. „Maður er orðinn hálf þreyttur á þessu — ég einbeiti mér nú fyrst og fremst hérna á Hafrann- sóknarstofnuninni, að rannsaka aldur þorsksins,” og þar með kveðjum við Ingimar Óskarsson hinn kunna náttúrufræðing, sem á undanförnum árum hefur talað meira um dýr og jurtir i útvarpinu en nokkur annar islenzkur visindamaður. GF «• «- «• «• «- «• «■ «- «- «• «- «- «- «- «■ «- «■ «- «■ « «- «■ «- «- «- «• «- «- «- «- «- «- «• «- «- «■ «- «• «• «- «- «- «' «- «- «- «- «- «- «■ «- «- «- «- «- «- «- «• «- «• «- «- «• «- «- «- «- «- «- «- «- «■ «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «■ «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 24. ágúst. & ^ Hrúturinn. 21. marz—20. april. Fremur þungur róður, að minnsta kosti nokkuð fram eftir deginum. Peningamálin geta orðið erfið viðfangs og fleira valdið áhyggjum. Nautið, 21. april—21. mai. Þú þarft naumast að gera ráð fyrir nokkrum asa á hlutunum i dag, en öllu ætti þó heldur að miða i rétta átt. Gerðu ekki neinar áætlanir. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Þú ættir að taka daginn snemma, og skipuleggja viðfangsefnin, án þess þó að rigbinda þig við eitt eða annaö. Það getur oltið á ýmsu. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Það litur út fyrir að þú fáir heimsókn, sem þér sé litið fagnaðarefni, en verðir þó, einhverra hluta vegna, að láta sem minnst á þvi bera. Ljónið. 24. júli—23. ágúst. Hafðu taumhald bæði á tilfinningum þinum og tungu i dag, þvi að þeir, sem þú umgengst geta verið venju fremur hör- undsárir og uppstökkir. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Það er eins liklegt að þetta verði hálft i hvoru óreiðudagur, velti á ýmsu, en erfitt reynist að ljúka nokkru eða fá ákveðin svör. Vogin, 24. sept.—23. okt. Þunglamalegur dagur, að minnsta kosti fram eftir og fátt sem gengur samkvæmt áætlun. Láttu sem mest ráðast, það gerist varla neitt alvarlegt. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Þetta getur orðið gagnlegur dagur að ýmsu leyti, jafnvel þótt hann verði dálitið erfiður fram eftir. Og kvöldið getur orðið ánægjulegt. liogmaðurinn,23. nóv.—21. des. Þú ættir að taka lifinu með ró fram eftir deginum, en vera svo við þvi búinn að taka á og beita þér i sambandi við áhugamál þin. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Þetta getur orðið dálitið undarlegur dagur. Ringulreið á hiutunum i og fátt sem stendur áætlun, en þó er eins vist að þú verðir fyrir happi. Vatnsberinn, 21. jan,—19. febr. Það litur út fyrir að þú verðir að tefla nokkuð djarft i dag, ef þú átt að fá vilja þinum framgengt, þvi að við leynda andspyrnu mun að etja. Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Dálitið þungur dagur fram eftir, en svo ætti allt að ganga nokkurn veginn greiðlega. Farðu gætilega i öllum áætlunum fram i timann. -fx -S -» -» -s -tí -Ot -tt -tt -tí -tt -tl -tt -tl -tl -tt -t! -tl -tt -tl -tl -tl -tt -tl -tt -tl -tl -tl -tl -tl -tl -tl -tl -tl •* -tt -tt -tr -tt -tt -tt ■íi -ti -ti -H -tt -tt -ti -ti -ti -ft -ti -h -» -tt -tt -ti -tt -tt -ít -tt -ti -tt -ti -ti -ti -tt -ti ■tt -tt -tt -tt -tt •tt ■tt ■tt -tt -íi -tt -ít -tt -tt -tt -tt -tt -tt -ít -ti -tt -tt -ti -tt -tt -tt •ti ÚTVARP # MIÐVIKUDAGUR 23. ágúst. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútiö loft” eftir P.G.Wodehouse Jón Aðils leikari les (8). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 íslenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Erindi: úr sögu islenzkra gróðurrann- sókna 16.45 Lög leikin á sembal 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Nýþýtt efni: „Æskuár min” 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir . Tilkynningar. 19.30 Daglcgt mál . 19.35 Álitamál. 20.00 Sónata fyrir selló og pianó op. 4 20.20 Sumarvaka a. Vopnfirð- ingar á Fellsrétt. 21.30 Útvarpssagan „Dalalif” eftir Guðrúnu frá Lundi 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Maðurinn sem breytti um andlit” eftir Marcel Aymé. 22.35 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • MIÐVIKUDAGUR 23. ágúst 1972. 20.00 Fréttir. 20.25 Vcður og auglýsingar. 20.30 Steinaldarmennirnir. Aumingja Fred litli. Þýð- andi Guðrún Jörundsdóttir. 20.55 Ekkert járntjald. Brezk kvikmynd um dýralif og náttúruvernd i Sovétrikjun- um. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.20 Valdatafl.9. þáttur. Við- koma i Róm.Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 8. þáttar: Sir John Wilder kemst að raun um að Pamela, kona hans, á vingott við Hagadan verkfræðing. Þessi vitn- eskja kemur honum mjög á óvart og veldur honum rrieira hugarangri en honum þykir einleikið. En hann finnur brátt ráð, sem dugar til að halda eljaranum i hæfilegri fjarlægð. 22.10 Nóvember-stúlkan. t þessari mynd segir mynda- smiðurinn Sam Haskins frá ljósmyndun sem listgrein og lýsir viðhorfum sinum gagnvart henni. Einnig er sýnt, hvernig hann tekur myndir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 22.35 Dagskrárlok.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.