Vísir - 23.08.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 23.08.1972, Blaðsíða 7
Visir Miðvikudagur 23. ágúst 1972 7 Þaö væri synd að segja, aö tizkan veitti fólki ekki dálitla tilbreytingu, þótt sú tilbreyting sé misjafn- lega hentug og æskileg. Vetrartízkan 1972—73 virðist þó ætla aö vera meö skynsamara móti, fjölbreytt og þægileg og án allra öfga. Og af því að nú er orðið hráslagalegt hér á Fróni og haust- nepjan farin að næða í gegnum sumarfatnaðinn, sem reyndar er víðast hvar óslitinn eftir sólar- litið sumar, birtum við hér nokkrar myndir af vetrarkápum. Kápu- faldurinn er nú ekki lengur niðri á hælum og varla geta reykvískar unglingsstúlkur sópað göturnar með kápum sínum í vetur, eins og þær hafa stundum gert undan- farin ár. Rétt fyrir neðan eða rétt fyrirofan hneð er algengasta siddin. Ullarflannel eða jersey eru algengustu efnin, auk sterkra bómullarefna i regnfatnaðinn, sem að sjálfsögðu er með hlýju fóðri. Kápurnar eru flestar stuttar og víðar, eða beinar með hnýttu belti. Stuttu kápurnar eru mikið notaður við sið- buxur, en buxnadragtir eru enn mikið i tízku. Stuttjakkar, gjarnan úr loðnum efnum eru mjög vinsælir hjá ungu stúlkun- um. Köflótt og klæöileg kápa, sem tninnir á tizkuna um 1940. Kápan er i stytzta lagi og ágæt undir sfð- buxur, eða þykkar sokkabuxur og stigvél, eins og hér á myndinni. Litirnir eru rauð- og gulköflott. Tvær fallegar og hentugar vetrarkápur úr ullarflannel. Stórar húfur og rúllu- kragapcysur tilheyra vetrarkápunum, auk þykkra svartra sokkabuxna. Sú til liægri er græn og tölulaus en með hnýttu belti, hin er stutt og við með ,,púff”- ermum. ÞEGAR HAUST- NEPJAN NÆÐIR Hér eru tvær ágætar heilsárskápur, tilvaldar fyrir islenzka sudd- ann. Hlýtt fóður og loðkragi og ytra byrðið þolir bæði regn og vind. Kápurnar eru báðar gráar, sú til hægri úr vattstungnu vinylefni og hin úr vatnsþéttu gerviskinni. Stuttjakki á skólastúlkurnar. Efnið er Orlon kemba og liturinn skærgulur. Alpahúfa og rúllukragapeysa tilheyra. Tilvalinn skiðajakki. Stuttjakkar við siöbuxurnar. Efnið er þykkt og þétt ullarefni og rúm fyrir góða lopa- peysu undir. Reyndar vantar okkur hérna á siðuna regngallana, sem útlendingar klæð- ast gjarnan hér á götunum, en islendingar virðast ekki vilja viðurkenna, að séu hent- ugasta flikin i islenzka suddanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.