Vísir - 23.08.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 23.08.1972, Blaðsíða 3
Visir Miðvikudagur 23. ágúst 1972 3 „Eitrað peð" og hœp- in skiptamunsfórn og Fischer hlýtur að tapa • •• i fyrsta sinn á ævinni teflir Bobby Fischer júgósla vneska leikinn kenndan við Júgóslavann Pirc. Það sýnir kannski að Fischer hafi verið full einhæfur i byrjanavali undanfarin ár. Hins vegar hefur hann gætt gömul afbrigði nýju lífi, endur- bætt þau og gert þau fersk og nýstárleg, byggir sem sagt oft á gamalli hefð. t Pirc-vörninni fær hvítur oft góöar sóknarstöður en þarf aö tefla af varfærni og vanmeta ekki andstæðinginn. Sovét- mennirnir, einkum Gufeld Gipslis og Kortsnoi hafa manna mest rannsakað Pirc-leikinn að undanförnu og gert mikilvægar uppgötvanir. Engu að siður er Fischer óhræddur að beina skákinni inn á rússneska farbraut. í 6. leik afræður hann að flækja skákina nokkuð og býður upp i heljar- mikinn dans. Mögulegt var fyrir Spasski að skáka á b5 með bisk- up en við það verður skákin mjög flókin. Spasski lætur ekki rugla sig en teflir af rólegri ihugun. Eftir að Fischer kemur biskup sinum til g4 virðist h3 hjá hvitum vera eðlilegasta fram- haldið. Við það yrðu manna- kaup á f3 og ákjósanleg sóknar- færi hjá hvitum þó vissara sé að flýta sér hægt i slikum stöðum. En Spasski er ákveðinn i að sækja ekki vinning i hendur Fischer með sókn og áræðni. Hann gripur til þess ráðs að tefla varfærnislega, nokkuð sem hingað til hefur ekki komið að neinu haldi á Fischer. Petrosjan hinn mikli varnar- skákmaður hefur reynt þetta gegn hinum sigurglaða áskor- anda, nú siðast i einviginu milli þeirra i Buonos Aires. Allt kom fyrir ekki. Til þess að sigra Fischer þarf dirfsku og sóknar- æði, hann verður ekki unninn á annan hátt. Spasski hyggst nú festa biskup sinn á drottningar- væng og stjórna sóknaraðgerð- um þaðan. En nú kemur til sögunnar „eitrað peð” eða hvað? Fisch- er hyggur minnsta kosti á land- vinninga og stendur nú til boða að skipta upp riddaranum á c3 og sterkum biskup sinum á g7 og vinna þannig peð. Kannski er það kaldhæðni örlaganna að það er einmitt þetta peð sem varð honum að falli i 11. skákinni. Spasski blæs liði sinu til kóngssóknar, þó i fyrstunni virðist hann ekki fá nægilega mikið út úr peösfórninni. Og þó. Mikilvægur varnarmaður Fischers biskupinn á g7 er horf- inn og möguleikar til sigurs eru hjá Spasski. Fischer sér fram á erfiða vörn og til að létta á stöðunni neyðir hann sjálfan sig til þess að fórna skiptamun. Liklega gat hann reynt eitthvaö annað en hræðsl- an við peðasókn Spasskis hefur sjálfsagt orðið honum um megn. Það verða drottningaruppskipti i kjölfar fórnarinnar og Spasski stendur uppi með unnið tafl. En það verður þungur róður og sigurinn tæknilegt atriði sem krefst ýtrustu einbeitingar. Hvitur hefur báða hrókana og 5 peð en svartur hrók, riddara og 6 peð. Ef Spasski vinnur ekki þessa skák þá vinnur hann enga skák. Svo virðist sem hann sé að sækja i sig veðriö og reynsla hans i tveim heimsmeistara- einvigum liðinna ára sé nú að koma i ljós. Sigri hann nú kemur aukin spenna i einvigiðTveilrvinningar skilja þá á milli. Staðan er 9 1/2 : 6 1/2 og biðskákin verður tefld i dag og hefst kl. 5. GF Hejmsmeistaraeinvígið í skák. 17. skákin. Hvitt : B. Spassky Svart : R. Fischer Pircvörn. 1. e4 d6 21. Khl De5 2. d4 g6 22. Bxf8 Hxf8 3. Rc3 Rf6 23. He3 Hc8 4. f4 Bg7 24. fxg6 hxg6 5. Rf3 c5 6. dxc5 Da5 7. Bd3 Dxc5 8. De2 0-0 25. Df4 Dxf4 26. Hxf4 Rd7 27. Hf2 Re5 28. Kh2 Hcl Spasski Fischer 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. Vinningar 1 1 0 1/2 0 O 1/2 0 0 1/2 . 1 1/2 0 1/2 1/2 1/2 6 1/2 (og biðskák) 0 0 1 1/2 1 1 1/2 1 1 1/2 0 1/2 1 1/2 1/2 1/2 9 1/2 (og biðskák) HVERT FER HANN MEÐ HROSSIÐ? Það var glatt á hjaila á 17. skákinni i gær, að minnsta kosti i austurálmunni. Þar voru saman- komnir nokkrir blaðamenn og fylgdust með skákinni af miklum áhuga og gerðu sfnar mætu at- hugasemdir. Einn þeirra var Jens Enevoldsen skákmeistarinn og rithöfundurinn frá Danmörku. Hann er hress og kátur karlinn, áreiðanlega um sextugt þó sumir haldi ef til vill að hann sé eldri. Þarna var ungt smáskáld nýkom- ið frá Englandi og gaf sig á tal við Danann. „Tefldir þú ekki við Capablanca 1912? Þá brosti Jens gamli og sagði i góðlátlegum grintón: „Ja, ég er nú fæddur 1912” og þar með var það útrætt. Grettisfang tók lika þátt i rann- sókninni i gær og lagði sitthvað til málanna. Staðan var flókin og sýndist sitt hverjum. Stóru Rússarnir Krogius og Geller sneru bara upp á sig þegar þeir voru spurðir álits á stöðunni. Frammi á gangi og uppi i bakkabúðinni hans Björns okkar Bjarman var auðvitað krökkt af A simstöðinni. Þessi ungi mað- ur með skeggið er hinn þekkti stórmeistari Kavalek frá Tékkó- slóvakiu, sem nú er orðinn banda- riskur þegn. fólki með misjafnar hugmyndir um skák. Þegar Fischer lék riddaranum til h5, sagði einn ná- ungi sem hafði setið og horft yfir sig spenntur á ganga mála: „Hvert fer hann með hrossið?” Já, það eru margir sem koma á einvigið og sumir hafa aldrei séð taflborð fyrr. Hvernig væri ann- ars að fjölmenna með kornabörn i Höllina til þess að þau geti, svona um 2040-50, þá hrum og elliær sagt frá að þau hafi séð einvigið milli Fischers og Spasskis 1972? Hjá minjagripabúðinni er Guð- jón Stefánsson framkvæmda- stjóri Skáksambandsins, sá sem ber hitann og þungann á sinum herðum. „Nú verður ofsafrétt Rikisieyndarmál? Guðmundur G. Þórarinsson og Halldór E. Sig- urðsson fjármálaráðherra eru kannski að ræða skattiagningu Fischers og Spasskis. fyrir ykkur segir hann við blaða- menn. Það verða allar simalinur rauðglóandi á eftir.” Rétt á eftir kom plaggið frá meistara Geller sem fékk m.a. hörðustu menn eins og Cramer ljóstæknifræðing til þess að vikna. Fox sjálfur stendur hjá telexn- um og biður eftir simtali að vest- an. Hann styttir sér stundir með þvi aö blaða i myndabók um „vin” sinn Fischer. (Ef við flett- um upp i islenzkri orðabók og finnum orðið fox þá merkir það i islenzku máli: 1. norn, meinhorn. 2. refur: svik. Þá höfum við það.) Þegar skákin er að fara i bið kemur sá frægi þjálfari Sovét- manna i gegnum árin Isak Boles- lavski og þegar hann er spurður á bjagaðri þýzku hvor muni vinna, þá segir hann: „Ég veit ekki. Kannski Spasski. Hann á veika von um sigur.” GF „Jæja þá höfðum við það, skýrslu frá Gelier”, virðist hann vera að segja Guðjón Stefánsson framkvæmdastjóri Skáksam- bandsins og viðmælandi hans er eftir baksvipnum að dæma, Guð- mundur Einarsson, verkfræðing- ur einn af ráðgjöfunum varðandi einvfgið. 9. Be3 Da5 10.0-0 Bg4 ■ll.Ha-dl Rc6 12. Bc4 Rh5 13. Bb3 Bxc3 14. bxc3 Dxc3 15. f5 Rf6 16. h3 Bxf3 29. H3-e2 Rc6 30. Hc2 Hel 31. Hf-e2 Hal 32. Kg3 Kg7 ■ 1 1 i i® «1 £ £ £ m £ s £ X . 33. Hc-d2 Hfl 34. Hf2 Hel 35. Hf-e2 Hfl 36. He3 a6 37. Hc3 Hel 38. Hc4 Hfl 17. Dxf3 Ra5* 39. Hd-c2 Hal 18. Hd3 Dc7 40. Hf2 Hel 19. Bh6 Rxb3 10. stöðumynd 20. cxb3 Dc5+ Biðskák. Jóhann örn Sigurjónsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.