Vísir - 23.08.1972, Blaðsíða 5
Visir Miðvikudagur 23. ágúst 1972
5
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND
UMSJON:
HAUKUR HELGASON
Sœnskur keðjubréf a-
kóngur flúinn með
hundruð milljóna
Hafði keypt sér hús ú Mallorka og
komið sér undan með
konu og 400 milljónir króna
39 ára forstjóri í Svíþjóð
er grunaður um að hafa
smyglað um tuttugu
milijónum sænskra króna
(nær 400 milljónum ís-
lenzkra) úr iandi og flúið
til Mallorca með konu og
sjö börn.
Lögreglan brauzt i gær inn i
ibúð forstjórans i Eskiltuna til
að taka veð vegna ógreiddra
skatta, sem nema um 173 þús-
und sænskum krónum. tbúðin
var nær tóm. Þar voru aðeins
nokkrir stólar og lampar eftir.
Bátur fjölskyldunnar er horf-
inn, og lögreglan telur að hann
hafi verið notaður við undan-
komuna.
Náinn samstarfsmaður for-
stjórans sagði i fyrri viku i við-
tali i blaðinu Eskiltuna-Kurier-
en, að forstjórahjónin hefðu sið-
astliðið hálft annað ár aflað sér
tekna með keðjubréfum.
Forstjórinn hafði fyrir nokkru
sagt, að hann ætlaði til Mall-
orca, og lögreglan veit, að hann
keypti sér þar hús fyrir 800 þús-
und sænskar krónur. Telur hún,
að forstjórinn hafi jafnan haft
með sér stórar fjárhæðir, þegar
hann fór i utanferðir.
Hann er sagður hafa verzlað
með keðjubréf i Finnlandi.
Margar þúsundir Svia og Finna
eru sagðar hafa keypt þessi
keðjubréf fyrir tæpar 200 is-
lenzkar krónur stykkið, að sögn
NTB-fréttastofunnar.
Forstjórinn kom fram i sjón-
varpi i Finnlandi i maí 1970. Þar
sagði hann frá keðjubréfunum
og lögreglan handtók hann strax
eftir sendingu þáttarins.
F’rekari ef tilgrennslan reynd-
ist ekki heiglum hent. Yfirvöld
gáfust loks upp við að komast til
botns i málinu.
Dómstóll mat tekjur manns-
ins af keðjubréfunum á um 30
milljónir islenzkra króna. For-
stjórinn hefur þó ekki greitt
finnska rikinu þetta fé.
Höfuðborgin umkringd
Herinn umkringdi í gær
Santiago höfuðborg Chile,
eftirað Allende forseti lýsti
yfir neyðarástandi.
159 manns hafa verið teknir
höndum til þessa vegna verkfalls
kaupmanna, sem mótmæla verð-
bólgunni i landinu. Stjórnin hefur
fyrirskipaðkaupmönnum að opna
verzlanir sinar.
Kristilegi demókrataflokkur-
inn, sem er i stjórnarandstöðu,
hefur boðað mikinn kröfufund 30.
ágúst til að mótmæla skorti á
matvælum og verðhækkunum.
Bravo yfirhershöfðingi segist
munu taka hart á ólöglegum
kröfugöngum og borgurum er
bannað að ganga með vopn.
Frú Pat Nixon var fagnað innilega á flokksþinginu.
Tólf eftirlýstir fangar. Sandberg, sem náðist í gærkvöldi, er 3. frá vinstri i miðröðinni. Hinir voru
enn lausir i morgun.
Morðmet
Háttsettur maður í
verkalýðsfélagi mótmæl-
enda á Norður-irlandi hef-
ur verið myrtur. Lik hans
fannst í gær i kaþólska
Lower Falls hverfinu i Bel-
fast. Hetta var dregin yfir
höfuðið.
Maðurinn hafði verið skotinn
Þúsundir Asíumanna í Ú-
ganda voru hressari í gær,
eftirað Amin forseti skipti
um skoðun og tilkynnti, að
þeir, sem geti fært sönnur
á, aö þeir séu ríkisborgarar
i Uganda, þurfi ekki að
fara úr landinu.
Tuttugu þúsund blöðrur,
rauðar, hvítar og bláar,
flugu yfir höfðum fulltrúa
á flokksþingi repúblikana
seint í gærkvöldi, þegar
Nixon var valinn fram-
bjóðandi flokksins i for-
setakosningunum í nóvem-
ber.
Nixon var ákaft hylltur af full-
trúum, ,,eins og frelsari Banda-
þegar sprengja sprakk skammt
frá landamærum trska lýðveldis-
ins.
Mannfallið er þá orðið 527 frá
byrjun, svo að vitað sé.
Brezkur hermaður særðist
hættulega, er leyniskytta skaut á
hann i kaþólska hverfinu Ander-
sontown i Belfast.
Dagurinn i gær varð einn hinn
mannskæðasti i sögu átakanna.
Fleiri voru drepnir dag einn i júli,
þegar sprengja sprakk i þorpinu
Claudy og niu biðu bana.
Amin sagði siðastliðinn laugar-
dag, að allir menn af asisku bergi
skyldu fara úr úganda, einnig
þeir 23 þúsund Asiumenn, sem
hafa rikisborgararétt i Úganda.
En i gær sneri hann við blaðinu,
eftir að Nyerere forseti Tansaniu
sakaði hann um kynþáttaofsókn-
ir.
rikjamanna og heimsbyggðarinn-
ar”, segir NTB-fréttastofan i
morgun.
Nixon fékk öll atkvæðin nema
eitt af 1348 atkvæðum fulltrú-
anna.
Nelson Eockefeller fylkisstjóri
bar fram tillöguna um Nixon
formlega á þinginu.
Atkvæðið eina hlaut Paul
McCloskey þingmaður frá Kali-
forniu, sem er andvigur stefnu
Nixons i Vietnam.
Sú
fimmti í
netinu
Fimmti strokufanginn
frá Kumla fangelsi náðist í
gærkvöldi við Ljungby með
aðstoð lögregluhunds.
Þetta var 55 ára Svíi,
Gösta Ragnar Sandberg,
sem afpiánar sex ára fang-
elsisdóm fyrir eiturlyfja-
sölu.
Stórar lögreglusveitir
leita nú fimm annarra af
strokuföngunum, en þeir
réðust i gær á hjón skammt
frá Nora.
„Rogers
bullar"
— segir frú Binh
Frú Binh samninga-
maður þjóðfrelsishrey f-
ingarinnar i París segir, að
ekkert sé að marka um-
mæli Rogers utanríkisráð-
herra Bandarikjanna um,
að Víetnammálið leysist
fyrir áramót.
,,Hann er bara að reyna að fá
stuðning almennings i Bandarikj-
unum fyrir kosningarnar i
haust,” segir hún.
margsinnis.
Átta manns biðu bana i gær
Amin kúvendir enn
NIXON
••
OLL NEMA EITT