Vísir - 25.08.1972, Page 1
Elektrónískur
skœruhernaður
Það var rafmagnaö loft I Höll- hlööum heföi verið komiö fyrir i
inni i gær og engu iíkara en raf- stólum Spasskis og Fischers!
Taflmennska þeirra bar vitni um
gífurlega spennu og „elektrónísk-
ur” skæruhernaöur virtist alls-
ráöandi á taflboröinu. 1500 áhorf-.
endur fylgdust af miklum áhuga
meö mögnuðustu skák einvfgisins
til þessa. Má nú búast viö aö al-
gjör metaösókn veröi á sunnu-
daginn.
—Sjá bls. 3
62. árg. — Föstudagur 25. ágúst —192 tbl.
NÝJAR AÐFERÐIR
TIL AÐ FINNA
DREYRASYKI
SJÁ BLS. 5
★
Loftinu hleypt af
vindbelgjunum
„Hugsiö ykkur, þegar
brezku togarakarlarnir
koma á miðin i ógurlegum
vigahug og ætia lika að fara
að spila striðshetjur og safn-
ast saman á einu eða tveim
svæöum. Þá þá getum viö
hleypt öllu loftinu af þessum
vindbelgjum, sem verja von-
lausan málstað”. Þetta segir
Þorsteinn Thorarensen i
Föstudagsgrein sinni, sem
eölilega fjailar um land-
helgisútfærsluna og þorska-
strið númer tvö, sem nú er
rætt um.
LESENDUR
HAFA
ORÐIÐ
Fischer og
hljóðið frá
miðstöðinni
^ SJA BLS. 2
NAUÐSYNLEGT, -
en er það of dýrt?
i landi þar sem sólin gægist á
milli skýjanna svona rétt
meö höppum og glöppum, er
mönnum nauðsyn aö borða
grænmeti og ávexti. En er
grænmetið okkar of dýrt?
Inn-siðan gerði nokkra könn-
un á veröi á grænmeti i
verzlunum borgarinnar, það
virðist ekki mikið, sem fæst
af grænmeti fyrir 500-kail-
inn.
—-Sjá bls. 7
Þaö fer lftið fyrir græn-
metinu, sem fæst fyrir
fimm hundruö krónurnar.
sjó INN-síðu bls.7
Fleiri lögreglu-
Hvaða leikur
fer fram í
Laugardals-
htill? -
— frásögn fréttam. AP
„Lögregluþjónarnir eru
fleiri en peðin. Skákáhuga-
menn eru famir að efast
um, hvaða leikur fer eigin-
lega fram í Laugardals-
höllinni".
Svo segir Julie Flint fréttamaö-
ur AP. „Einkennisklæddir lög-
regluþjónar ganga varögöngu um
salinn og útkastarar miklir á
velli. Vöröur er allan sólarhring-
inn og hefur gætur á grunsamleg-
um persónum. Snemma I gær
komu svo forvitnir visindamenn á
vettvang”.
„Daöi Agústsáon,” segir
Julie,” miöaldra maöur meö útlit
háskólaprófessors, fór aö rann-
saka 105 reita ljósabúnaöinn, sem
Fischer pantaöi sérstaklega. Meö
naumri fótfestu á stiga yfir skák-
boröinu tók Agústsson tvær eöa
þrjár skifur úr ljósabúnaöinum,
af handahófi,” segir Julie. „Hann
stakk höföinu inn fyrir og ljós-
myndaði innvolsið.
Út kom hann með filmu og tvær
dauðar flugur.
Fyrir neðan voru vöövamiklir
islenzkir gegnumlýsingarsér-
fræðingar að rannsaka stóla
keppenda.
Rautt ljós kviknaöi 36 sinnum á
þremur klukkustundum, meöan
rýnt var gegnum stólana frá öll-
um vinklum. Sigmundur Guö-
bjartsson, eðlisfræðingur, úr-
skurðaði á meðan, að efni gæti
með fernum hætti komizt i llkama
Spasskis: Með sprautu, i matn-
um, loftinu, er hann andar, eöa
um húðina.
„Engin lík i matsalnum"
Menn töldu sprautur of viövan-
ingslegar til að koma til greina,
og matinn eldar Scobie Griffiths,
ættaður frá Skotlandi og Wales,
en hann gerir mat meira en 2000
áhugamanna i höllinni dag hvern
og engin lik eru i matsalnum.
Sýnishorn af andrúmsloftinu i
salnum voru tekin og send rann-
sóknarstofu.
Sýnishorn voru einnig tekin af
efnum, sem vera kynnu á yfir-
borði stólanna, og eiga þau aö
leiða i ljós jafnvel smæstu leifar
af gasi eða sliku.
Niðurstööur verða lagöar fram
á föstudag á fundi, sem Sovét-
mönnum hefur verið boðið til,
þótt þeir hafi ekki tekiö þátt i
þessari rannsókn, sem þeir sjáifir
höfðu beðið um.
Afstaða Rússanna þykir dular-
full, en þeir láta sér hvergi
bregöa og gefa eiginhandarárit-
anir hinir hressustu”. (Lauslega
þýtt). — HH.
Þessi mynd var tekin I morgun, þegar logsuöumenn voru aö festa stálplötur til styrktar ioftskeyta-
klefanum i Ægi.
Ægir styrktur í stríðið
— stálplötur til að verja loftskeytastöð, skotfœrageymslur og brú —
Varðskipið Ægi er þessa
dagana verið að styrkja
með stálplötum og sögðu
logsuðumenn, sem voru að
vinna við skipið, að plötur
yrðu settar utan á klefann,
þar sem loftskeytatæki
skipsins eru geymd, sömu-
leiðis yfir skotfærageymslu
og á brúna. „Þetta er sett
til þess að skipið standist
betur hugsanlega skot-
árás" sögðu þeir sem voru
að vinna í skipinu. Blaðið
hafði sambandi við for-
stjóra Landhelgisgæzlunn-
ar, Pétur Sigurðsson og
vildi hann fyrst ekki kann-
ast við að verið væri að
styrkja Ægi fyrir eitt eða
annað. Sagði þó að plötur
yrðu settar á loftskeyta-
klefann, en sagði að ekki
hefði verið rætt um að önn-
ur varðskip yrðu styrkt á
svipaðan hátt.
—ÞS