Vísir


Vísir - 25.08.1972, Qupperneq 2

Vísir - 25.08.1972, Qupperneq 2
2 Visir Föstudagur 25. ágúst 1972 TÍSK SPYR: Fyndist yður að leikfélögin ættu að hafa meiri sam- vinnu t.d. eins og að skipt- ast á starfskröftum (leikur- um)? Borgar Garftarsson, leikari: Ja, þaft yrfti aft vera algjört t.d. ef leikari frá Iftnó léki i leikriti hjá Ijjóftleikhúsinu, þá yrfti hann aft starfa þar i eitt leikár i senn, ef starfsemi leikhúsanna á ekki aft rekast á. Hitt er annaft, aft sam- vinnan milli þeirra hefur ná- kvæmlega engin verift. Kernharft lljaltalin, matsveinn: Jú. Haft er sjálfsagt aft reyna þaft. Fg býst nú vift þvi að samvinnan milli leikhúsanna verfti lika meiri vift þaft aftnú hafaorftift leikhús- stjóraskipti. Bára llannesdóttir,fjarritari: Jú þvi ekki þaft, aft láta leikarana skiptast á aft leika i báftum leik- húsunum. Ilelga lljartardóttir.nemandi: Já ég er ekkert á móti þvi aft sjá t.d Húrik leika i Iftnó og (iisla Hall- dórsson i Þjóðleikhúsinu. Jón .1 óhannesson, nemandi: Já, hvers vegna ekki aft reyna þaft? Þaft er allt i lagi aft leikhúsin starfi svolitift saman og skiptist á hugmyndum. Sigurfljóð Jónsdóttir, húsmóftir: Jú, jú. Það gæti orðið ágætt. Kinn skcljaveiðibátanna, Sigurvin frá ölafsvik, kemur að landi i Stykkishólmi eftir róður. Hörpudisksaflinn er geymdur i sjó i tunnum á þilfarinu, eins og sést á myndinni. Áhugi vaknaður ó hörpudiskaveiðum Nýrra miða leitað í sumar. Ný fyrirtœki stofnuð til vinnslu skeljar ,,út úr þessari hörpudiskaleit liafa komið 9 ný veiðisvæði hérna i Breiðafirðinum,” sagði lirafn- kell Kiriksson, fiskifræðingur sem unnift hefur i sumar að rann- sóknuin á hörpudiskamiðum — nú frá siðustu mánaðamótum i Breiðafirði, en í júlimánuði á Vestfjörðum. ,,Þetta hefur gengift bærilega, nema siðustu daga, að þá hefur veftur verift óhagstætt. En við er- um búnir að leita mikið miðfjarð- ar frá Flatey að Höskuldsey og Elliðaey, og vorum rétt byrjaðir á svæðinu norðan og vestan við Flatey, þegar byrjaði að bræla fyrir helgi,” sagði Hrafnkell okk- ur. Rannsóknirnar hafa þeir stund- að á vélbátnum ölver, og notast við tvær gerðir af skelplógum til þess að toga. ,,Þetta virðast sæmilega feng- sæi mift. þar sern vift höfum fengiðbezt 375 kg eftir 10 minútna tog," sagði Hrafnkell. Fimm vélbátar hafa stundað hörpudiskaveiðar i Breiðafirði i sumar, og afli þeirra verift svona 3-4 tonn úr róðri á hvern bát, sem gefur áhöfnunum sæmilega af- komu — ,,en dugir vart til rekstr ar á bátunum,” eins og einn út- gerðarmaður i Stykkishólmi orð- aði það. ,,Þetta hafa verift ágætis skelj- ar, þar sem ekki hefur þurft nema 70 bita i kilóið. meðan i fyrra þótti eðlilegt að færu svona 120-130 bit- ar i kilóið," sagði Hrafnkell okk- ur. Áhugi fyrir hörpudiskaveiðum greip um sig i fyrra, og var þá tekið á móti 4-5000 tonnum af hörpuaiski, bæði fyrstihús Sigurð „Miðin virðast láta fljótlega á sjá undan ásókninni.en síðan ná sér aftur, ef þau eru hvild,” segir llrafnkeil Eiriksson, fiskifræð- ingur sem unniðhefur í sumar að hörpudiskarannsóknum á vél- bátnum ölver. ar Agústssonar í Stykkishólmi (sem getur afkastað 19 tonnum á dag) og svo eins Hraðfrystistöðin i Reykjavik og Isbjörninn. Á Vestfjörðum hafa einir 10 bátar verið gerðir út á hörpudisk i sumar, frá Bolungarvik, tsafirði, Bildudal og Súgandafirði. „Viö fundum góð veiðisvæði i Patreksfiröi og Arnarfirði þegar við vorum þar fyrir vestan i júli — en bvi miður hins vegar minna fyrir _ norðan eins og i Isa firði,” sagði Hrafnkell i viðtali við Visi i gær. Hann sagði, að sum veiðisvæð- in, sem bátarnir hefðu sótt mest á, væru farin að láta á sjá, ,,og virðist hægðarleikur að ganga of nærri hörpudisknun. En hins veg ar virðist glæðast aftur afli á sömu miðum, ef þau eru hvild um tima. Það er eins og hörpudisk- urinn komi aftur á þessi sömu svæði, þar sem lifsskilyrðin eru hagstæðustu fyrir hann.” sagði fiskifræðingurinn. Mikil vinna hefur skapazt á Rifi og i Stykkishólmi við vinnslu hörpudisksins, einkanlega fyrir kvenfólkið, sem sker fiskinn úr skelinni i akkorði. Þær afkasta- mestu hafa komizt allt upp i kr. 500 á klukkustund. Hins vegar þykir hörpudiskur- inn dýr i vinnslu og eins öflun hans, en i Stykkishólmi hefur maður að nafni Ólafur Jónsson stofnað hlutafélag með kaup- félaginu um uppsetningu fyrir- tækis, þar sem komið verður við meiri vélarvinnslu og sjálfvirkni við framleiðslu úr hörpudisk. „Við búumst við þvi að byrja svona um 18. sept.,” sagði Ólafur Jónsson, þegar við spurðum hann um gang málsins. Hann fræddi okkur á þvi að afkastageta fyrir- tækisins yrðu um 30 tonn af hörpudiski á 10 stunda vinnudegi með rúmlega 20 manns að störf- um. En með þeim vinnubrögðum, sem hér hafa verið höfð við, þarf um það bil 100 manns til þess að afkasta 15 tonnum. — Og i þvi hef- ur legið vandinn við að vinna úr hörpudisknum, þvi að launaliður- inn hefur þótt of hár og leiða til þess að vinnslan væri of dýr. „Stofnkostnaðurinn við þessi vélakaup hjá okkur er svona um 15 milljónir,” svaraði Ólafur spurningu okkar um, hve dýrt væri að koma sliku fyrirtæki á laggirnar. Upp úr miðjum september n.k. mun fjölga bátum i Breiðafirði, sem veiða hörpudisk, — sennilega um eina 5 eða 6. En i Breiðafirði hafa menn nokkrar áhyggjur af þvi, að þró- unin verði sú, að of margir bátar sæki á hörpudiskamiðin þar. Hörpudiskaveiðar eru leyfum háðar eins og humarveiðar, en engar reglur hafa verið settar um hámark þess sem veiða má. Né heldur hefur sú hugmynd náð enn fram aðganga, sem stungið hefur veriö upp til varnar ofveiði. Nefnilega að takmarka veiðina við ákveðin svæði i einu, þar til ljóst væri, að þau þyldu ekki meira i bili — og friða þau siðan, meðan veiðarnar yrðu færðar yfir á önnur svæði, þar til þau þyrftu svo hvildar við. Og þannig koll af kolli. — GP L.VER Fischer og hljóðið frá miðstöðinni Pipulagningamaftur hringdi: „Vitið þið Visismenn ekki hvar hann Fischer býr? Það er i Mávanesinu. Hann hefur þar stóra villu fyrir sig einan. Ég var beðinn að athuga miðstöðina i húsinu, vegna þess að meistarinn hafði kvartað undan suði frá henni. Kvaðst ekki geta sofið. Ég fór og einangraði miðstöðvar- klefann innan með plasti. Þetta er heljarstórt hús sem kappinn hefur — og hann ku sofa þar í hjónarúminu og liggur þá þversum i þvi.” Ceta Kínverjar hjálpað? Sjúklingur simar: ,,Ég sé að Visir hefur tekið upp mál i blað- inu i dag, þriðjudag, sem menn ættu að taka vel eftir, það er nálastunguaðferðin kinverska. Vera má að margir islenzkir sjúklingar eigi eftir að fá bata með þessari fornu aðferð, sem mjög hefur verið á dagskrá er- lendis undanfarið. Þar hafa læknar sýnt málinu ótviræðan áhuga, en ég hef heyrt þær raddir hjá læknum hér að þetta væri allt saman einn alsherjar hókus- pókus, ekkert að marka, tóm tjara, ekkert að marka. En mér finnst að við ættum að fylgjast með þessu máli, gera okkur ekki LESENDUR J| HAFA /ÁW orðið of miklar vonir,bara fylgjast með. Það er út i hött að útiloka það að þessi aðferð geti bjargað þar sem önnur ráð duga ekki til.”

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.