Vísir - 25.08.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 25.08.1972, Blaðsíða 8
Vísir Föstudagur 25. ágúst 1972 Vlsir Föstudagur 25. á£úst 1972 MeHcur ófangi að hefjast í knattspyrnu- sögu íslands! Leikir i fyrsta íslands- móti kvenna i knatt- spyrnu hafa nú verið ákveðnir — mótið hefst um helgina með fjórum leikjum, en lið frá átta féiögum taka þátt i mót- inu. Fyrsti leikur þessa sögulega móts fer fram i Kópavogi og hefst kl. tvö á laugardag. Þá leika Breiöablik og Fram. Klukkan fimm sama dag veröur annar leikur mótsins. Þá mætast Ar- mann og Haukar á Armannsvell- inum. Tveir leikir veröa i mótinu á sunnudag. Kl. tvö leika á Kefla- vikurvelli Keflavík og Grindavik og veröur það forleikur aö 1. deildarleiknum milli Keflavikur og Akraness, en sá leikur hefst kl. þrjú. — I Hafnarfirði leika FH og Þróttur I kvennamótinu og hefst_ sá leikur kl. þrjú á Hafnarfjarö- arvelli. Metin falla í Munchen Æfingamótin i frjáls- um iþróttum eru i full- um gangi i Múnchen, þó svo leikarnir hefjist á morgun, og mjög góður árangur náðist þar i nokkrum greinum i gær- kvöldi — glæsileg met voru sett og „nýjar” Stjörnur skutust upp á himin frjálsiþrótta — menn, sem gætu unnið tii gullverðlauna á leik- unum. Þjóöverjar uröu yfir sig hrifnir i gær, þegar Klaus Wolfermann setti nýtt, vestur-þýzkt landsmet i spjótkasti — kastaði spjótinu 90.40 metra og er annar maður i heiminum i ár, sem kastar spjóti yfir niutiu metra. Þessi árangur hans er 3.20 metrum betri en eldra metið i spjótkastinu, sem hann átti sjálfur. Steve Prefontaine „hlaupa- undrið frá Oregon”, sem Banda- rikjamenn telja öruggan meö sig- ur i 5000 m hlaupinu, þó hann sé aðeins rúmlega tvitugur að aldri, setti glæsilegt bandariskt met i 3000 metra hlaupi i gær — bætti met Jim Beatty stórlega á vega- lengdinni. Timi Steve var 7:47.6 min. glæsilegur árangur, sem náöist i kulda og roki. Hann hélt áfram og lauk við tvær milur og náði þar betri tima, en banda- riska metið á vegalengdinni er 8:22.0 min., en það verður ekki viðurkennt sem met, þar sem hlaupinu lauk raunverulega við 3000 m markið. Tveir bandariskir hlauparar náðu frábærum árangri i 400 m hlaupi. Vince Matthews sigraði á 44.7 sek., en heimsmethafinn Lee Evans hljóð á 44.8 sek. Evans keppir ekki i 400 m hlaupinu á leikunum — fær ekki tækifæri til að verja Olympiutitil sinn frá Mexikó — þar sem hann varð að- eins fjórði á bandariska úrtöku- mótinu, en hins vegar veröur hann i bandarisku sveitinni i 4x400 metra boðhlaupi. Þriðji i 400 m i gær var Tommie Turner á 46.2 sek. HitastigiðiMíinchen var aðeins þrettán stig i gær — beinlinis „kuldi” fyrir svertingjana og kom þessi árangur Matthews og Evans þvi mjög á óvart. t 100 m hlaupi kvenna hlupu Barbara Ferrel, USA, og Sylvia Chivas, Kúpu, báðar á 11.2 sek., en Car- men Valder, Kúpu, og R. Boyle, Ástraliu, á 11.3 sek. íslenzkt tré í Olympíuskógi! Tómas er nú mark hœstur í deildinni — og hefur skorað tvö mörk í leik í síðustu þremur leikjum Miðherjinn i Vest- mannaeyjaliðinu, Tómas Pálsson, er nú orðinn markhæstur i 1. deildinni — hefur skor- að ellefu mörk og skauzt upp fyrir Eyleif Hafsteinsson, Akra- nesi, i gærkvöldi. Tóm- as hefur vissulega ver- ið á skotskónum að undanförnu — skorað i siðustu þremur leikj- unum sex mörk. Fyrst tvö i 6-1 sigri ÍBV gegn Keflvikingum, þá bæði mörkin, þegar ÍBV sigraði KR 2-1 i Eyjum og tvö mörk i gærkvöldi — einnig gegn KR. Nokkru meiri spcnna er i sambandi við markakóng 1. deildar i sumar en áður. Færey- ingar gáfu bikar til minningar um Ragnar Lárusson, þegar þeir voru hér á dögunum, og stjórn KSÍ ákvað nýlega, að i framtiðinni skuli nöfn marka- kóngal.deildarletruðá hann. Og nú keppa þeir Tómas og Eyleif- ur að þvi — og þar stendur Tóm- as betur að vigi, hefur skorað ellefu mörk i tiu leikjum, en Ey- leifur er i öðru sæti með tiu mörk i ellefu leikjum. Þriðji er Atli Þór Héöinsson, miðherjinn ungi i KR, með átta mörk i ellefu leikjum. Markahæstu leikmenn i deildinni TómasPálsson, IBV 11 Eyleifur Hafsteinss., 1A 10 Atli Þór Héðinss., KR 8 Ingi Björn Albertss., Val, 7 Steinar Jóhannss., IBK 7 Teitur Þórðars., IA 7 Kristinn Jörunds. Fram, 6 Alexander Jóhanness., Val, 5 ErlendurMagnúss.,Fram, 5 Hörður Ragnarss., IBK 5 Eftir leikinn I gær er IBV komið I þriðja sæti 11. deild með 12 stig. Fram er efst með 16, þá Akranes nieð 13. Fram og IBV hafa leikið 10 leiki — Akranes ellefu. Fer hann inn? Það má lesa spennuna úr svip Magnúsar Guðmunds- sonar, markvarðar KR, eftir að hann hafði hálfvariö sko, Tómasar Pálssonar, en hélt ekki knettinum og hann rann rólega i markið. í tilefni 20. Olympiu- leikanna i Múnchen i Háskólalið Liverpool vann ÍBV! — og leikur við lið Háskóla íslands í dag Þýzkalandi, ákvað framkvæmdanefnd leik- anna að gróðursetja tré á Olympiusvæðinu í Múnchen, með trjá- plöntum frá hinum ýmsu þátttökuþjóðum. — Myndá sérstakan Olympiuskóg. Að höfðu samráði við islenzka náttúrufræöinga valdi islenzka Olympíunefndin birkiplötur i þessu skyni, þar sem þær eru i senn táknrænastar fyrir islenzk- an trjágróður og von til að þær nái þar góðum þroska. Leikurinn var háður á malar- vellinum i Eyjum og var mikil reynsla fyrir háskólamennina, sem ekki höfðu leikið á malarvelli áður. Þeir sigruðu varaliöið örugglega — meðan aðallið IBV lék sér að KR-ingum — með 3-1 og var sá sigur i minnsta lagi. Leikurinn var harður og skoraði háskólaliðið að auki tvö mörk, sem dæmd voru af þvi. Siðasti leikur Liverpool-liðsins hér að þessu sinni verður i dag á Melavellinum. Mætir það þá úr- valsliði Háskóla íslands og hefst leikurinn kl. fimm — ekki sex eins og sagt er i einhverju morgun- blaðanna. Úrvalslið Liverpool-há- skóla í knattspyrnu lék í Vestmannaeyjum i gær- kvöldi og sigraði varalið IBV með 3-1. Guenther Zahn, kornungur þýzkur piltur, mun tendra Oly mpiueldinn i Miinchen á laugardag við opnunarhátið 20. Olympiuleikanna. Myndin hér að ofan var tekin i gær, þegar lokaæfingin fór fram á leik- vanginum. Zahn hleypur upp tröppurnar að eldstæöinu, þar sem Olympiueldurinn mun loga meðan á leikunum stendur. Á neðri myndinni er Haraldur prins að bjástra við skútuna sina, en hann vcrður einn af keppendum Noregs á Olympiu- leikunum. Slikt færi má „gullskallinn” ekki fá i leik,það getur ekki endað nema á einn veg — með marki. Haraldur „gullskalli” Júliusson skoraði þriðja mark Vest- mannaeyinga i gærkvöldi með fallegum skalla eftir fyrirgjöf Arnar óskarssonar — knötturinn sigldi yfir Magnús markvörð og beint á koliinn á Haraldi, sem ekki var seinn að skalla hann I markiö — algjörlega frir. Ljósmyndir Bjarnleifur. Fjögur mörk gegn KR og fjórði sigurleikur ÍBV! — og liðið hefur ekki tapað í 6 síðustu leikjunum Það er sannarlega kominn skriður á Vestmanneyinga í 1. deildinni. í gærkvöldi léku þeir hina ungu KR-inga grátt — skoruðu f jögur mörk gegn engu á Laugardalsveili — og það var fjórði sigurleikur liðsins í röð. Tvö jafntefli þar á undan og Vestmannaeyingar hafa ekki tapað leik í deildinni síðan 3. júnf — þá gegn Fram 2-0 á Laugardalsvelli. Þessi loka sprettur þeirra kemur þó senni- lega of seint til þess að þeir geti gert sér vonir um sigur í deild- inni — en annað sætið er í seil- ingarfjarlægð og þar með keppni í Evrópu aftur, ef þá nokkuð lið fær stöðvað IBV í Bikarkeppni KSí. Það verður erfitt eins og framlína liðsins leikur — liðið hefur skorað 21 mark í siðustu sex leikjunum. Það var mikill munur á sóknarlotum Vestmannaeyinga og KR I gærkvöldi — i næstum hvert skipti, sem Vest- mannaeyingar nálguðust KR-markiö var hætta. Framlinumenn liðsins voru fljótir og ákveðnir og stefndu allir aö sama marki að skora mörk. Hins veg- ar voru sóknarlotur KR sárasjaldan hættulegar, litil sem engin ógnum, og þvi fór sem fór og KR-ingar voru þó litið minna með knöttinn i leiknum en Eyjaskeggjar. Þetta var langt frá þvi að vera neinn sérstakur leikur. Mikið þóf á köflum — mikiðspyrnt út af — og það var aðeins. þegar framlinum. tBV fóru af stað, drifnir áfram af stórgóðum leik Arnar Óskarssonar, að skriður komst á mál- in — þaö er gaman að sjá Orn, Tómas og Asgeir leika saman. Allir eldfljótir, leiknir og sterkir, þó ungir séu. Mörkin létu ekki standa á sér. A 7. min léku Haraldur Júliusson og Tómas upp miðjuna — Tómas fékk knöttinn nokkru utan vitateigs og spyrnti þegar snöggt á markið. þetta var fast og gott skot, út við stöng, en það kom á óvart, að Magnús Guðmundsson, markvörö- ur KR, skildi ekki gera neina tilraun til að verja. Nokkru siðar lék Orn lagl. upp kantinn — renndi sér framhjá Sig- mundi einu sinni sem oftar — og gaf vel fyrir til Tómasar, sem spyrnti yfir i dauðafæri — siðan skallaði Tómas framhjá einnig eftir fyrirgjöf Arnar, áður en hann skoraöi annað mark leiksins. Hann fékk knöttinn rétt fyrir framan miðju — rangstæður að áliti KR-inga — og lék hratt upp að vitateignum, hljóp varnarmennina af sér. Magnús kom á móti honum og Tómas spyrnti fast á markiö nokkru utan vitateigs — Magnús hálfvarði, en hélt ekki hinu fasta skoti, knötturin.n rann áfram og i markið 2-0. Og rétt fyrir hlé skoruðu Vestmannaeyingar þriðja markið. Enn var örn á ferðinni á kantinum, lék á Sigmund, og gaf mjög vel fyrir — yf- irMagnús og beint á kollinn á Haraldi „gullskalla”, sem lætur slikt tækifæri ekki ganga sér úrgreipum 3-0 og stað- an var allt annað en glæsileg fyrir KR- inga. Þeir höfðu varla átt færi i hálf- leiknum — helzt, þegar Atli Þór fékk knöttinn inn i markteig frá Herði Markan, en fyrirgjöfin var alltof föst, svo hægt væri með nokkurri sanngirni að ætlast til þess, að Atli gæti hamið þann knött. Vestmannaeyingar léku undan sunnangolunni i siöari hálfleik — en skot þeirra geiguðu þá aö mestu. Þó átti Óskar nokkrar fallegar tilraunir — Hópferð til Madrid Eins og skýrt hefur verið frá áður hér á siðunni mun íþróttabandalag Keflavikur — i samvinnu við Ferða- skrifstofuna útsýn — efna til hópferðar á leik Keflavik- inga við frægasta knatt- spyrnuliö heims, Real Mad- rid, sem fram fer 13. september á hinum fræga Bernabeu-leikvangi i Mad- rid. Farið verður héðan hinn 10. septem- ber og dvalið i ellefu daga á Costa del Sol — aðeins farið til Madrid keppnis- daginn, en siðan haldið niður á strönd- ina aftur að leik loknum. Leikvöllur Real Madrid rúmar 125 þúsund áhorf- endur og er talinn hinn mesti i Evrópu — þó svo Hampden Park i Glasgow rúmi fleiri áhorfendur, en hann er nú að verða mjög úr sér genginn. Nokkrir miöar eru enn lausir i þessa hópferð Keflvikinga og þurfa þeir, sem hug hafa á þvi að tryggja sér miða að hafa sem fyrst samband við Hafstein Guðmundsson, formann IBK, eða ferðaskrifstofuna. knötturinn skraukst hjá honum fram- hjá stöngum, fór ofan á þverslá — áður en hann skoraði fjórða mark leiksins. Það kom á heldur óvæntan hátt. KR- ingar fengu hornspyrnu á 36imin. og þegar knötturinn kom fyrir mark IBV tókst einum varnarmanninum að hreinsa langt fram yfir miðju. Asgeir Sigurvinsson náöi knettinum — átti i höggi við bezta mann KR-liðsins i leiknum, Árna Steinsson, tókst að leika á hann og renndi svo knettinum inn að vitateig, þar sem óskar „þrumufleygur” kom á fullri ferð og skoraði örugglega. Tómas Pálsson yfirgaf leikvöllinn um miðjan hálfleikinn, en þó þessi mikli markakóngur færi útaf, var mik- ill sóknarbroddur hjá IBV og loka- minúturnar munaði sáralitlu aö bæði Ásgeir og örn bættu enn við mörkum. Sem áður voru tækifæri KR fá og strjál — sóknarmenn liðsins léku jafnvel hægar en þungir varnarmenn IBV þegar Ólafur Sigurvinsson, bak- vörðurinn snjalli hjá IBV, er undan- skilinn, og ógnuðu sárasjaldan. Þó átti Atli Þór fallegt skot neðst i markhorn- ið eftir aukaspyrnu, sem hinn ungi markvörður IBV, Ársæll Sveinsson, varði snilldarlega — og honum urðu ekki á mistök i leiknum. Lið Vestmannaeyja er að verða mjög skemmtilegt, þó enn séu of margir veikir hlekkir i liðinu svo hægt sé að tala um stórlið á Islenzkan mæli- kvarða. Framlinan er sú bezta hér á landi — en gegn sókndjörfum mótherj- um og fljótum eru varnarmennirnir flestir þungir og svifaseinir. Fram- verðirnir þokkalegir — Óskar að ná sér á strik aftur og Kristján Sigur- geirsson einn athyglisveraðsti leik- maður liðsins, þó ekki fari mikiö fyrir honum á leikvelli. KR-liðið var slakt i þessum leik — meira að segja Atli Þór náði sér aldrei verulega á strik. Arni var langbeztur, og Þórður Jónsson traustur að venju, en átti þó i erfiðleikum með framherja IBV i fyrri hálfleik. I leikhléi kom Þor- geir Guðmundsson inná hjá KR — en hann var kunnur leikmaður áður i lið- inu, en hefur ekki leikið i meistara- flokki i nokkur ár. Dómari var Ragnar Magnússon. —hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.