Vísir - 04.09.1972, Blaðsíða 7
VÍSIR. Mánudagur 4. september 1972.
7
INIMl
I SÍÐAN =
Umsjón:
Svanlaug
Baldursdóttir
,,Mörg eru vítin aö
varast þau" getur hann
hugsað neytandinn úti á
landi, sem lagði á sig ferð
til Reykjavíkur til þess að
fá endurheimta frystikist-
una sina, sem hann
keypti af fyrirtæki
nokkru, en árangurslaust
— fyrirtækið var nefni-
lega búið að selja frysti-
kistuna. I stað nýrrar
frystikistu verður
neytandinn að láta sér
nægja lánaða frystikistu,
eldri og notaða, sem hann
fékk frá verzlunni, sem
hann keypti nýju frysti-
kistuna hjá.
Þessi saga hljómar nærri sem
lygasaga.en er sönn og senni-
lega aðeins eitt dæmi af
mörgum, i viðskiptum seljanda
og kaupanda. Til þess, að aðrir
neytendur hugsi sig betur um,
áður en þeir kaupa næsta
heimilistæki, munum við rekja
sögu frystikistumálsins nokkuð
nánar.
Neytandinn, sem um ræðir,er
verrsettur en flestir neytendur,
þar sem hann býr úti á landi.
Hann hefur ekki aðstöðu þá,
sem þeir hafa er búsettir eru á
Reykjavikursvæðinu, og geta
með minni fyrirhöfn gert gang-
skör að þvi að fá leiðréttingu
mála sinna. Til þess að fá leið-
réttingu á slikum verzlunar-
háttum og fóru fram i þessu til-
viki varð neytandinn úti á landi
að kosta simtöl og eyða i ferð til
Reykjavikur,
i Reykjavik var frystikistan
nefnilega keypt og staðgreidd
af neytanda. Ábyrgðarskirteini
fylgdi frystikistunni, en var óút-
fyllt af seljanda, sem sýnir
óábyrga afgreiðlsuhætti
Svo skeði það, sem kemur
iðulega fyrir heimilistæki, að
það bilar eftir hálfs árs notkun.
Frystikistan var send til um-
boðsins fyrir milligöngu verzl-
unarinnar. sem frystikistan var
keypt hjá. Þd var það sem
neytandinn fékk lánaða notaða
kistu meðan á viðgerð stóð.
Þegar frystikistan kom aftur
úr viðgerð enn ónothæf ,sendi
eigandinn hana aftur til við-
Neytondinn greip í tómt
frystikistan var seld öðrum
gerðar, ásamt miða, en á miöa
þennan voru ritaðar ástæður
endursendingarinnar. Sfðan
hefur eigandinn ekki séð tangur
né tetur af sinni frystikistu, en
var tjáð það af umboðinu, að
kistan hafi verið seld öðrum.
Eigandinn fór á stúfana og
reyndi að fá frystikistuna aftur
með simtali og kvörtunarbréfi
og ferð til Reykjavikur, en
árangurslaust.
Neytandinn snéri sér til
kvörtunardeildar Neytenda-
samtakanna, sem sneri sér
aftur skriflega til umboðsins til
þess að fá sjónarmið þess, en
fyrirtækinu var ekki meira um-
hugað um viðskipti sin en svo,
að það svaraði ekki bréfinu.
Þegar gengið var munnlega
eftir svari lýsti fyrirsvars-
maðúr umboðsins þvi yfir, að
eigandi frystikistunnar hefði
falliztá að lánskistan gengi upp
i nýju frystikistuna og þess-
vegna hefði hún verið seld.
P'arið var fram á að fá skrif-
lega yfirlýsingu frá verzluninni
um staðfestinu þessa, en hún
hefur ekki enn komið þrátt fyrir
loforð fyrirsvarsmanns hennar,
ári eftir að hinar munnlegu við-
ræður fóru fram.
Það skal tekið fram, að
eigandi frystikistunnar neitar
eindregið að samizt hafi um að
lánskistan kæmi i stað hinnar
nýju kistu, sem keypt var upp-
haflega
Þetta mál leiðir hugann að
mörgum atriðum. i fyrsta lagi
er um heimilistæki að ræða, og
það eru mörg heimilin, sem
eyða stórfé i það að afla sér
helztu heimilistækja. Það
skiptir þvi miklu máli, að þeim
peningum sé vel varið. Til þess
að svo verði ætti neytandinn að
kynna sér vel gerð og kosti
heimilistækjanna áður en hann
kaupir og tryggja sér að hann
kaupi frá vönduðu fyrirtæki.
óútfyllt ábyrgðarskirteini
bendir t.d. á kæruleysi i
verzlunarháttum fyrirtækis,
Viðgerðarþjónusta er einnig
stór þáttur, sem verður að hafa
i huga við kaup á heimilis-
tækjum. Þau fyrirtæki sem ekki
geta boðið upp á trygga við
gerðarþjónustu eru ekki traust-
vekjandi.
Ef babb kemur i bátinn og
ekki tekst að leysa málið
með milligöngu samtaka neyt
enda verður að leita til lög-
fræðings. Margir neytendur
munu hika við það og þeir sem
búa úti á landi eiga ekki auðvelt
um vik fremur en fyrri daginn.
Það er þó eina ráðið. Ný neyt-
endalöggjöf er einnig timabær,
Hagur neytandans hefur um of
verið fyrir borð borinn.
Neytandinn getur einnig styrkt
málstað sinn með þvi að efla
þau samtök, sem styðja neyt-
endur með þátttöku sinni.
Úti á landi gefst nú meiri
kostur á sambandi við samtök
neytenda. Neytendafulltrúar
hafa nýlega verið settir á
Akureyri. Siglufirði. Sauðár-
króki. Borgarnesi og Akranesi.
en neytendafulltruar voru áður
fyrir á Selfossi og i Keflavik.
Athugið vel að þeim pcningum sé vel varið sem fara í kaup á
heimilistækjum.
ÞAÐ GAMLA
ÁFRAM . ..
Eftir öllu að dæma
ætlar ekki neitt nýtt
peysusnið að koma á
markaðinn, hvorki i
haust né vetur, heldur
er leitað aftur til
gamalla tima. Við
höfum áður birt
myndir af peysusettum
sem voru gifurlega
vinsæl fyrir nokkrum
árum og virðast ætla
að verða það áfram, en
með þeim eru notaðar
perlufestar og keðjur
af ýmsum gerðum.
A meðfylgjandi mynd sjáum
við eitt dæmi haust- og vetrar-
tizkunnar i peysum. Það er
heldur ekki ýkja langt siðan
peysur af þessari gerðinni voru
efst á lista, og það má sjá
margarlikar þessum þegar flett
frá
er upp i tizkutimaritum
fyrri árum.
Peysurnar eru allar með
smágerðu munstri, og stroffin
eru breið og ná hátt upp. Ein af
þeim nær til dæmis ekki nema
rétt niður i mitti, og stroffið er
haft þröngt.
Margir litir eru i munstrinu,
(verst að ekki skuli vera hægt
að sjá þá eins og þeir eru).
Hálsmál peysanna eru flegin,
og þvi hentugt að nota skyrtu-
blússur með stórum kraga við.