Vísir - 04.09.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 04.09.1972, Blaðsíða 2
2 VÍSIR. Mánudagur 4. september 1972. veizluglaumnum Sönn ánœgjo að krýna þig eftir drengilegan leik/' sagði dr. Euwe og virtist ekki fara illa á með þeim. Dró Fischer upp úr vasa sinum ferðatafl, þar sem þeir, hann og SpasskLfóru lauslega yfir 21. skákina i einviginu. Komust þeir að þeirri niður- stöðu að taflið hefði verið tapað hjá Spasski. ,,Mér er það sönn ánægja að krýna þig Bobby k'ischer eftir sigur þinn i drengileg- um leik”. Þannig mælti dr. Max Euwe hinn vinsæli forseti FII)E, alþjóða- skáksambandsins þegar hann krýndi Fischer sem 11. heims- meistara i skák. Þegar gestir höfðu etið sig metta af lambslærum og svina- kjöti og rennt þvi niður með „Vikingablóði” i vikingahorn- um, sté dr. Euwe i pontu og krýndi hinn nýja heimsmeist- ara. Lagði hann lárviðarsveig um axlir hans og óskaði honum til hamingju með unninn sigur og keppendum báðum hrósaði hann fyrir iþróttamannslega framkomu. Siðan hófust allsherjar ræðu- höld sem stóðu yfir i hátt á aðra klst. Guðmundur G. Þórarins- son tók við af Euwe og veitti Fischer og Spasski verðlaun sin. Þegar Spasski gekk upp á sviðið hófust mikil fagnaðarlæti og ætlaði lófaklappinu seint lað linna. Guðmundur kallaði siðan upp ýmsa mektarmenn og gaf þeim gjafir. Aðstoðarmenn Fischers og Spasskis komu hver af öðrum og veittu viðtöku árit- uðum bókum frá Skáksambandi tslands. Þá fengu þeir Lothar Schmid og Guðmundur Arn- laugsson dómarar einvigisins sinn skerf af gjafaflóðinu. Hall- dór E. Sigurðsson fjármálaráð- herra kórónaði svo ræðuhöldin Ilátt á annaö þúsund manns voru samankomnir i Höllinni i „veizlu aldarinnar”. Bobby Fischer hélt uppteknum hætti og lét nú biða eftir sér i tæpan klukkutima. Borðhaldið átti að hel'jast kl. 7, en rétt fyrir átta birtist heimsmeiskarinn. Spasski og Larissa komu á rétt- um tima og var vel fagnað er þau gengu i salinn. Meistararnir sátu sitt hvorum megin við dr. Euwe við háborðið ,.fcg held að þetta liafi alltaf verið unnið hjá mcr,” sagði Fischer þ< ustu skák einvigisins (21.) i veizlunni i gær. Urðu þeir kappar ásáttir Spasski i biöstööunni. með snjallri ræðu og minntist i ■% upphafi á, að það færi vel á þvi í ■ að hann stigi i pontu þegar búið væri að veita öll peningaverð- §Rír 'V laun! íM:/ÆÍÉK^Á ' /‘í:*- Þegar Halldór hafði lokið ræðu sinni hófst dansiball eitt heljarmikið. Svifu þar um gólfið skákmenn og konur þeirra og var mikið um dýrðir. Spasski og Larissa dönsuðu eina syrpu,en hurfu siðan úr hófinu. Fischer sat hins vegar eftir og var mikill atgangur að borði hans. Áttu Sæmundur Pálsson og Friðrik ólafsson fullt i fangi með að stugga forvitnu fólki frá. Tveim islenzkum stúlkum tókst samt að smygla sér að heims- meistaranum og settust sitt hvorum megin við hann. Kunni hann þessu vel og sveif meira að segja i dansinn með annarri stúlkunni og virtist fara vel á með þeim. Þegar menn höfðu svo drukkið nægju sina á lengsta bar i Evrópu (40 metra langur) og dansað sig máttlausa á þessu makalausa balli aldar- innar var þvi slitið kl. 1 á mið- nætti. Fóru allir heim til sin glaðir i bragði yfir vel heppnuðum veizluhöldum. —GF Til hamingju! Guðmundur G. Þórarinsson afhendir Fischer gjöf frá Skáksambandinu teikningar Paul Gaimard úr islandsför hans á 19. öld. Tekinn undir stýri með „víkingablóð" í œðum »■ Meö „vikingablóð” i æðum var glasi af vodka, fyrrverandi einn ökumaður tekinn á bíl sinum heimsmeistara til heiðurs. ■2 af lögreglunni í nótt, þegar hann Hann var ekki sá eini, sem lög- ^ v‘i>' á leiö frá hófinu i Laugardals- reglan grunaði um ölvun við akst- ». Iiöll. Ilann játaði að hafa kneyfað ur þessa helgina—þóttekkikæmi ^ tvö liorn af mjöðnum, en áleit vikingablóðið til. 25 aðrir öku- »J ..blóðið” svo þunnt. að öllu væri menn voru teknir fyrir meinta V óhætt — jafnvel þótt hann hefði ölvun við akstur á timabilinu frá ». þynnt það enn meir með einu miðnætti aðfaranótt laugardags .WAV.VV/.VWAV/.'.W.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.'WW til kukkan 5 i morgun. Hefur lög- ■, reglan aldrei fyrr tekiö svo marga fyrir þetta brot. »1 Það sem af er árinu hefur lög-1* reglan i Reykjavik tekið 529 öku- menn innanbæjar grunaða um I* ölvun við akstur, og 56 ökumenn í til viðbótar i næsta nágrenni. I* I* ,,Ég krýni þig eftir drengilegan leik” sagöi dr. Euwe. Fi ■» skoðar verðlaunapening FIDE með lárviðarsveiginn um w.v.w.v.v.w.v.w.v.w.w.w.v.v.w.w,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.