Vísir - 04.09.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 04.09.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR. Mánudagur 4. september 1972. 3 ÞRÍR LÆKNAR RÉÐU EKKI VIÐ BLÓÐNASIR GULLFOSSFARÞEGA og varð að senda þyrlu til móts við skipið til að koma hinum blœðandi farþega á sjúkrahús Ensk kona, sem var meöal farþega Gullfoss, fékk um áttaleytiö i gær- morgun óstöövandi blóö- nasir, sem þrír læknar, sem einnig vorumeðalfar- þega um borö, kunnu eng- inráðviö. Eftir árangurs- lausar tilraunir i þá átt, var haft samband viö Slysavarnarfélagiö, sem aftur sneri sér til varnar- liðsins. r Gullfoss var þá staddur 195 sjómílur frá Hjörleifshöföa og var þyrla send frá varnarliðinu og eldsneytisvél af Herkúles- gerð með i förina. Fundum þyrlunnar og Gull- foss bar saman 'sem næst 100 sjómilur s-austur af Höfn i Hornafirði Var konan hifð um borð og þegar svo þyrlan hafði teki eldsneyti úr Herkúlesvél- inni var þegar haldið til Reykja- vikur, ,þar sem á flugvellinum beið sjúkrabifreið, sem flutti konuna á Borgarsjúkrahúsið. Þá var klukkan að verða hálf fjögur. A leiðinni með þyrlunni til Reykjavikur rénuðu blæðingar konunnar mjög, enda hafði þess verið gætt, að taka með i sjúkraflug þetta sérstök efni til að stöðva svo illskeyttar blóð- nasir sem þær er konan hafði. Gullfoss lagðist i morgun að höfn um klukkan átta og hefur þá enska konan að likindum verið orðin hress og fær um að taka á móti samferðafólki sinu úr Gullfoss-förinni. -ÞJM Lótið til skarar skríða — Lúðvík sagði í viðtali að brútt yrðu tökin hert ú Bretum Lúðvik Jósepsson, sjávarút- vegsmálaráðherra sagði í viötali við Visi, að innan skamms myndu islendingar sýna Bretum klærn- ar, þeir gætu ekki búizt við þvi að fá að veiöa i friði innan 50 milna markanna. „Ég flaug með landhelgisgæzl- unni i dag ( laugardag) frá Reykjanesi og austur með Suður- landi, Suðausturlandi og Austur- landi. Út af Suðurlandi voru engin er- lend skip að veiðum innan 50 milna markanna. A þvi svæði var nýja landhelgin algerlega hrein. Þar voru hins vegar tveir islenzk- ir togarar að veiðum. Út af Austurlandinu voru held- ur engin erlend skip að veiðum. Brezkir togarar voru hins vegar i um 30 milna fjarlægð frá landi á hefðbundnum veiðisvæðum út af Suðausturlandinu.” Sagði Lúðvik Jósepsson að langflestir brezku landhelgis- brjótanna, hefðu breytt yfir nafn og númer sitt. Ekkert eftirlitsskip væri þeim til aöstoðar, ekkert is- lenzkt varðskip væri þarna (á laugardaginn) aö angra Bretana. „En”, sagði ráðherrann, „nú liður ekki á löngu þar til öðrum ráðum verður beitt gegn Bretun- um”. Lét Lúðvik á sér skiljast, að islenzka landhelgisgæzlan myndi á næstu dögum láta til skara skriða gegn Bretum og beita ýmsum ráðum, sem fréttamönn- um er ekki tilkynnt neitt um fyrirfram. —GG SENTIST 50 METRA Á LJÓSASTAUR EFTIR BÍLAÁREKSTUR Bráðkvaddur í laugunum 55ára gamall maður varð bráð- kvaddur i sundlaugum Vestur- bæjar á laugardag kl. 14 Aðrir sundlaugargestir (sem voru margir i laugunum þennan dag) veittu manninum eftirtekt, þar sem hann hélt sér i laugarbakk- ann og drúpti höfði, og gerðu þeir laugarvörðum viðvart. Þegar honum hafði verið kippt upp úr, reyndist hann vera með- vitundarlaus, og komst hann aldrei til meðvitundar. Læknisrannsókn hefur ekki leitt i ljós, hvað orðið hefur mannin- um að bana, og ekki var vitað til þess að hann ætti við neinn krank- leika að striða. Nærstatt fólk taldi sig hafa séð manninn koma upp úr heitavatns pyttinum skömmu áður, og hafði veitt þvi eftirtekt, að þá var hann náfölur. -GP 4 bílar í einum árekstri Fjórir bilar lentu saman i árekstri á sunnudaginn við BP- bensinstöðina f Lyngási. Þrir þeirra stóðu i halarófu við gatna- mótin og biðu eftir þvi að komast fyrir annarri umferð, þegar fjórði billinn kom aövifandi og ók aftan á þann, sem siðastur stóð i röð- inni. Svo harður var áreksturinn, að bilarnir köstuðust allir áfram, hver á þann, sem næstur var fyrir framan hann. Allir skemmdust eitthvað, en þó mest sá, sem stað- ið hafði þriðji frá gatnamótunum, þvi að hann varð óökufær eftir áreksturinn. 1 honum voru hjón, sem flytja varð á slysavarðstof- una, en meiðsli þeirra reyndust minniháttar. Hemlarnir höfðu bilaö i bilnum, sem óhappinu olli. —GP Hjón slösuöust i hörðum árekstri, sem varö i Kaupvangs- stræti á Akureyri i fyrrinótt rétt eftir miönætti. Stórri ameriskri bifreið var ek- ið á töluverðri ferð — eftir þvi, scm sjónarvottar sögðu — um Kaupfélagsgiliö, og henni beygt inn i Kaupvangsstræti. En i beygjunni mun ökumaðurinn hafa misst vald. á bilnum og rakst á litinn fólksbil, sem kom úr gagnstæðri átt. Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst i deilunni um lendingarleyfi islenzkra flugfélaga á Spáni. Hef- ur Flugfclagið fengiö lendingar- leyfi þar út september, og á móti hefur spánska flugfélagið Air Spain fengið þrjú leyfi hér til við- bótar þeim sex sem áður var búið aö veita. Haukur Claessen flugvallar- stjóri sagði i samtali við Visi i Eldur kom upp i fjóshlööunni á Skeggjastöðum i Hraungerðis- hreppi i Flóa á iaugardagskvöld, og eyðilagðist meirihluti hey- birgðanna, sem bóndinn hafði heyjað i sumar. Eldsins varð vart um kl. 20 um kvöldið og var þá slökkviliðið á Selfossi kvatt til og auk þess dreif að fólk úr sveitinni til hjálpar. Náði eldurinn aldrei að breiðast út og varð honum haldið svo i skefjum, að skemmdir urðu litlar á hlöðunni af hans völdum. Areksturinn var svo harður, að báðir bilarnir eru taldir ónýtir eftir, en ameriski billunn kastað- ist af hinum bilnum eina 50 metra eftirgötunni og á ljósastaur, sem eyðilagðist við áreksturinn. I stærri bilnum var fernt, sem slapp allt ómeitt,en ein hjón voru i minni bilnum og voru þau bæði lögð inn á sjúkrahúsið á Akureyri. ökumaðurinn hafði axlarbrotnað og viðbeinsbrotnað, en kona hans skorizt á glerbrotum. -GP morgun að væntanlega hæfust viðræður milli flugmálastjóra fs- lands og Spánar um næstu mán- aðamót. Spánverjar hafa óskað eftir 24 lendingarleyfum hérlend- is fyrir Air Spain, en hafa aðeins fengið niu. Vilja þeir fá meiri hlut i þeim miklu fólksflutningum sem eiga sér stað milli tslands og , Spánar ár hvert. Um 60 manns unnu að þvi alla nóttina að bjarga út heyinu. Var mokað út úr hlöðunni 600 hestum af heyi, en þrátt fyrir að ’ann héngi þurr, á meðan slökkvistarf- ið stóð yfir, munu 2/3 af heyinu hafa eyðilagzt. Var búið að moka heyinu út á sunnudagsmorgun. Hinsvegar átti bóndinn miklar fyrningar frá þvi i fyrra og sluppu þær óskemmdar. Eldurinn kom upp vegna sjálfs- ikveikjunar i heyinu. —GP Lendingarstríði afstýrt í bili — SG Mokuðu úr brennandi 4 hlöðunni 600 hestum «f heyi á einni nóttu FATNAÐAR-KAUPSTEFNA 20 FYRIRTÆKJA A Katnaðar-kaupstefnu þeirri, sem hefst fimmtudaginn 7. september, verður sýnd hausttizka eða haustfatnaöur um það bil 20 fyrirtækja. Kaupstefnan stendur i fjóra daga, henni lýkur á sunnudagskvöldið þann 10. Kaupstefnan er haldin I Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, en þetta er i fjórða sinn sem hún er haldin þar. Slikar kaupstefnur eru haldnar bæði vor og haust. —EA Ljósmynd Astþór. Útsalan hefst á morgun kl. 9 tízkuverzlun ungu konunnar Kirkjuhvoli s. 12114 Síðir kjólar 995 kr Stuttir kjólar 850 kr Blússur 500 kr Buxur 1.250 kr Rússkinnsjakkar 3.950 kr Sloppar 850 kr Indverskir kirtlar 5.495

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.