Vísir - 04.09.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 04.09.1972, Blaðsíða 9
David Wottle BANDA- RÍKIN í EFSTA SÆTI! Eftir aö keppni var lokið i 109 greinum á Olympiuleik- unum i gærkvöldi voru Bandarikin aftur komin i efsta sæti í hinni óopinberu stigakeppni þjóöanna. Tals- verðar truflanir voru i skeyti NTB, en samkvæmt þvi, sem næst verður komizt, er stiga- taia þjóðanna þannig: 1. Bandarikin 418 2. Sovétrikin 377 3. A-Þýzkaland 301 4. Japan 177 5. V-Þýzkaland 161 6. Ungverjaland 7. Ástralia 8. Pólland 76 9. Búlgaria 71 10. Sviþjóð 64 11. Bretland 63 12. Italia 62 Þá hefur Tékkóslóvakia 58, Rúmenia 47, Frakkland 39, Kanada og Holland 24, Nor- egur 23,5, íran 17,5, Sviss og Finnland 17 — siðan koma Austurriki, Danmörk, Nýja- Sjáland, Kúba 11,5, Mongólia, Brazilia 7,5, Uganda 7, Indland, Jamaika, Argentina, Kolombia, Liban- on 4, Ekvador, Mexikó 2, Ghana, Pakistan og Puerto Rico 1. Umsjón: Hallur Símonarson Sama hvað vitlaust ég hleyp-ég sigra alltaf! — sagði Olympíumeistarinn í 800m hlaupi, David Wottle, USA Bandariski heimsmet- hafinn i 800 m. hlaupi, David Wottle, hljóp furðulegt hlaup i úrslit- um 800 m. i Múnchen á laugardag — en tókst samt að merja sigur á marklinunni. ,,Hlaup hans var svo heimsku- legt, að hann átti ekki skilið að sigra”, sagði þulur einn eftir hlaupið. Wottleerþekktur fyrir að halda sig aftast, en fyrr mátti nú rota en dauðrota. Þegar eftir 300 m. var hann 7-8 metrum á eftir hinum hlaupurunum, og munurinn var litið minni, þegar bjallan hringdi eftir fyrri hring. Millitimi þeirra fyrstu var 52.3 og hinn 23ja ára Boit frá Kenýu ásamt landa sin- um Ouko var fyrstur. Þessi Boit var i fyrstu dæmdur frá i undan- úrslitum fyrir að hlaupa á annan hlaupara, en tveimur klst. siðar, eftir kæru, var það afturkallað. Wottle fór aðeins að nálgast þá fremstu, þegar 200 m. voru eftir — hafði farið fram úr tveimur, en þó virtist sem hann hefði beðið of lengi með endasprettinn. Boit og Arzhanov, Sovétrikjunum, háðu hatrama baráttu i lokin, en Wottle nálgaðist þá hægt og sig- andi og á marklinunni tókst hon- um að sigra — fyrsti sigur Banda- rikjamanns i þessu hlaupi frá þvi Tom Courtney vann i Melbourne 1956 — og fyrsta gull bandarisks frjálsiþróttamanns nú i Miinchen. En engu mátti muna-tveir fyrstu fengu sama tímann og það EINKALEIKVANGUR AUSTUR- ÞJÓÐVERJA Hið sterka lið Austur- Þýzkalands gerði Olympiuleikana næstum að einka-leikvangi á laugardaginn og hlaut ótrúlegan fjölda gull- verðlauna i róðri, frjáls- iþróttum og sundi. Eftir fyrstu keppnisvikuna tókst Austur-Þjóðverjum mjög að minnka muninn hvað gullverö- laun snertir og þessi 18 milljón manna þjóð var með 16 gullverð- laun, Sovétrikin 21 og Bandarfkin 18 á laugardag. Austur-Þýzkaland — eina þjóð- in, sem átti lið i úrslitum allra sjö úrslitakeppnanna i róðri — hlaut verðlaun i þeim öllum. Þrenn gullverðlaun, ein silfurverðlaun og þrenn bronzverðlaun. Wolfgang Nordwig sigraði i stangarstökkinu og varð þar með fyrsti maður utan Bandarikj- anna, sem sigrað hefur i þeirri grein á Olympiuleikum, og hann sigraði heimsmethafann og Olympiumeistarann, Bob Sea- gren. Og Renata Stecher hlaut gullverðlaun i 100 m. hlaupi kvenna til að auka við gullupp- skeruna, og það gerði Riland Matthes einnig i 200 m. baksundi, gullverðlaunin hans eru þvi orðin tvenn eins og i Mexikó fyrir fjór- um árum. tók nokkurn tima að skera úr að Wottle væri hinn nýi Olympiu- meistari. Hann keppir einnig i 1500 m. Úrslit. 1. D. Wottle, USA, 1:45.9 2. E. Arzhanov, Sovét, 1:45,9 3. M. Boit, Kenýa, 1:46.0 4. F.J. Kemper, V-Þ. 1:46.5 5. R. Ouko, Kenýa, 1:46.5 6. A.Carter, Bretl. 1:46.6 7. A. Kupczyk, Póll. 1:47.1 Eftir hlaupið sagði hinn skemmtilegi Bandarikjamaður, sem varla blés úr nös. — Það er sama hvað ég hleyp vitlaust, ég sigra alltaf. verðlauna Eftir átta daga keppni á Olyinpiuleikunum skiptust verðlaun þannig milli þjóða, þegar 109 greinum var lokið i gærkvöldi. Lönd Gull Silfur Bronz Samtals Bandarikin 21 21 18 60 Sovétrikin 21 20 16 57 A-Þýzkaland 16 10 17 43 Japan 11 6 8 25 V-Þýzkaland 6 6 9 21 Astralia 5 5 2 12 Pólland 4 3 1 8 Sviþjóð 4 2 3 9 Búlgaria 3 5 1 9 italía 3 3 4 10 Bretland 3 3 3 9 Ungverjaland 2 6 10 18 Noregur 2 1 0 3 Tékkóslóvakia 1 3 2 6 Frakkland 1 1 4 6 Nýja-Sjáland 1 1 0 2 llolland 1 0 2 3 Finnland 1 0 I 2 N-Kórea I 0 1 2 Danmörk I 0 0 1 Uganda 1 0 0 1 Sviss 0 2 0 2 Kanada 0 2 0 2 Rúmenia 0 1 3 4 Austurriki 0 1 1 2 íran 0 1 I 2 Tyrkland 0 1 0 1 Mongólia 0 1 0 1 Libanon 0 1 0 1 Kolombia 0 1 0 1 Suður-Kórea 0 1 0 1 Argentina 0 1 1 Belgia 0 1 0 1 Jamaika, Brazilía, Kenýa, bronzverö laun hvert land. Eþiópia og Kúba hafa hlotið ein Leikfimisbúningar og balletbúningar kvenna, stutterma og langerma, margir litir. Strigaskór. — Stuttbuxur. — Bolir. — Sokkar. ALLT TIL ÍÞRÓTTA SPORTVAL Hlemmtorgi simi 14390

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.