Vísir - 04.09.1972, Blaðsíða 5
YÍSIR. Mánudagur 4. septembcr 1972.
5
í MORGUN ÚTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND
UMSJON:
HAUKUR HELGASON
Handtökur vegna
Montrealbrunans
Fórust 36, af því að þrem var fleygt út?
Lögreglan í Montreal Rannsóknarlögreglumenn
hefur handtekið mann
og leitar tveggja ann-
arra i sambandi við
eldsvoða í næturkliibbi
þar, sem kostaði 36
manns lifið og 54 slösuð-
ust.
Mennirnir eru á aldrinum 22-24
ára.
segja, að eldsvoðinn hafi átt upp-
tök sin með þvi að bensini hafi
verið hellt á stiga næturklúbbs-
ins.
bá var sagt, að þremur mönn-
um hefði verið „kastað út” úr
klúbbnum nokkru áður en kvikn-
aði i.
Eldsvoðinn var hinn skæðasti i
Montreal siðan árið 1927, en þá
fórust 77 börn i bruna kvik-
myndahúss.
Einstefna í
fyrstu kosn-
ingum „nýju
KAMBÓDÍU
Kommúnistar skutu
sprengjum á tvær stöðv-
ar stjórnarhers Kam-
bódiu nálægt höfuðborg-
inni, en ekki urðu miklar
truflanir á þingkosning-
unum, sem haldnar voru
i gær, samkvæmt frá-
s ö g n herstjórnar
Kambódiuhers.
Þetta voru fyrstu kosningar i
landinu, siðan Norodom Sihanouk
var steypt. Kosningarnar voru
einstefnuakstur. Stjórnarsinnar
voru nær einir um hituna.
1 aðeins þremur kjördæmum af
61 voru frambjóðendur „alþýðu-
flokks” i framboði gegn fram-
bjóðendum stjórnarflokksins
„félagslega lýðveldisflokksins”.
Reyndar er „alþýðuflokkur” lika
tengdur rikisstjórninni. Annars
staðar voru frambjóðendur
stjórnarflokksins einir.
Kjörsókn virðist hafa verið frá
25 upp i 99 prósent á hinum ýmsu
kjörstöðum.
Svitnar
Tanaka forsætisráðherra Japan svitnar ákaft undir ræðu Nixons. Þeir
héldu fund i Ilonolulu og sættust á, að Japanir flyttu inn mjög aukið
vörumagn frá Bandarikjunum. llingað til hafa Bandarikin haft óhag-
stæðan jöfnuð gagnvart Japan.
Fangauppreisnir i Bretlandi
hafa verið stjórninni vandamál siðustu vikur. Á myndinni eru fangar
Essex fangelsisins nálægt London komnir upp á þak. Þeir neituðu aö
fara niður og urðu vandræði. Fangar mótmæla slæmum aðbúnaði í
fangelsum landsins.
Þreyttir ó hermdarverkum:
Samsœri kommúnista?
Marcos forseti Filipsseyja seg-
ist hafa afhjúpað samsæri
kommúnista. Hann kveöst hafa
látið stjórn Indónesiu fá upp-
lýsingar um samsærið og einnig
aðrar stjórnir.
Hér sé um að ræða viðtækt
samsæri, sem nái til margra
rikja. Innlendir kommúnistar eigi
að fá erlendan stuðning til að
hrifsa völdin.
Hann minntist þess, að mörg
hundruð öflugar byssur voru sett-
ar á land i héraðinu Isabela, 170
milum norðaustan Manila
höfuðborgar Filippseyja. Þar hafi
samsærismenn verið að verki, en
árvekni og góðar njósnir
stjórnarhersins hafi afhjúpað þá.
Her Filippseyja hefur nú verið
fyrirskipað að vera viðbúinn hinu
versta. Marxos telur kommúnista
hafa á prjónum morðtilræði og
fleiri hermdarverk, en sprengjur
hafa viða sprungið i byggingum
að undanförnu.
fýrir
rétt
iýms
liiga til að koma fý
Hugðusf myrða
foringja sinn
Draga IRA-menn úr hermdarverkum? — María segir fró
Skæruliðar ÍKA-
hreyfingarinnar voru i
morgun sagðir reiðu-
búnir að hætta sprengju-
tilræðum gegn almenn-
um borgurum og ein-
beita sér þvi fremur að
átökum við brezka her-
inn.
Heimildarmenn AP-fréttastof-
unnar um þetta segja einnig, að
„hreinsanir” eigi sér stað i
foringjasveit róttækara arms
IRA i Belfast.
Seamus Twomey, sem hefur
stjórnað sprengingum i Belfast
vikur fyrir hógværari manni,
Gerry Adams.
Þessar fréttir koma í kjölfar
„afhjúpana” Mariu Maguire,
sem hefur sagt skilið við skæru-
.liða. Hún segir, að vaxandi
óánægja riki meðal skæruliða.
Margir láti sér illa lika hermdar-
verkin.
Skæruliðar IRA eru nú sagðir
ætla að auka tilræði við brezka
hermenn. Tuttugu og eitt þúsund
manna lið Breta er i Norður-
írlandi.
Edward Heath forsætisráð-
herra Breta og Jack Lynch for-
sætisráðherra Irska lýðveldisins
munu ræða ofbeldisaðgerðirnar i
N- .lrlandi i Múnchen i dag, en
þeir eru þar að fylgjast með
Oly mpiuleikunum.
Maria óttast
morðingja Macstiofains.
Maria Mcguire, lagleg stúlka,
sem átti þátt i misheppnaðri til-
raun til vopnasmygls með fíug-
vél frá Tékkóslóvakiu til skæru-
liða á N-lrlandi, segir, að sumir
skæruliðar hafi jafnvel viljað
myrða foringja sinn til að stöðva
blóðbaöið.
Foringinn Macstiofain var hins
vegar snjallari keppinautum sin-
um og svipti þá völdum i hreyf-
ingunni.
Macstiofain hefur verið kall-
aður „eini raunverulegi hermd-
arverkamaðurinn i N-Irlands
átökunum”.
Maria flýði skæruliða, þegar
hún var i Dublin og hún er sögð
felast skammt frá London, senni-
lega af ótta við útsendara
Macstiofains.
Feningar frá
Bandarikjunum
koma ekki.
Aðrar fréttir hermdu, að IRA-
skæruliðar væru einnig til-
neyddir að endurskoða afstöðu
sina i hermdarverkum, af þvi að
fé bærist ekki lengur i sama mæli
frá Bandarikjamönnum, sem
hefðu verið vinveittir málstað
þeirra. Bandarikjamenn væru
orðnir ókyrrir vegna hermdar-
verkanna.
Að minnsta kosti 545 hafa beið
bana i átökunum. Skæruliðar
voru einnig sagðir hikandi við
sprengjutilræði, eftir að fréttist,
að sprengiefni, sem þeir hafa,
væri hættulegast fyrir tilræðis-
menn. Að minnsta kosti átta
þeirra hafa farizt þannig, að
sprengjur sprungu i höndum
þeirra. Meðal þeirra var 17 ára
stúlka. Þetta hefur gerzt siðustu
þrjár vikurnar.
Siðan Bretar tóku virki IRA i
Belfast og Londonderry 31. júli,
hefur einnig orðið hættulegra fyr-
ir hermdarverkamenn að stunda
iðju sina.
Kaþólskur almenningur er
einnig i vaxandi mæli uppgefinn á
hermdarverkum.