Vísir - 04.09.1972, Blaðsíða 24

Vísir - 04.09.1972, Blaðsíða 24
Mánudagur 4. septcmber 1972. 51 í landhelgi Samkvæmt talningu sem Land- hclgisgæzlan framkvæmdi I gær voru 51 erlendir togarar að veið- um i landhelgi. Út af norðvestur- landi voru 119 brezkir togarar að veiðum og 11 út af Gerpi. 1 gær var komið að vestur- þýzkum togara að veiðum innan 50 milna markanna út af Aust- fjörðum. Hann var tæplega 700 tonn að stærð, siðutogari og er þetta eini þýzki togarinn sem gerzt hefur landhelgisbrjótur samkvæmt frásögn Hafsteins Hafsteinssonar hjá Landhelgis- gæzlunni. —SG Tíu fœreyskir w I londhelgi? Kréltaslofan Al’ hcfur það eftir „brezkum heimildum” um hádegið, að „tiu stórir logarar frá hinum dönsku l'æreyjum” liali slegizt i hóp skipanna, sem veiði innan nýju landhelgismarkanna. I’réttin helur ekki fengið neina slaðfcstinu hér. -1111 Bókaverðir þinga ó „Ári bókarinnar" íslenzk bókasöfn á „Ari bókar- innar” og almenningsbókasafnið sem menningarmiðstöð verða efni annars landsfundar bóka- varða. sem hefst 7. september i Norræna húsinu. i tengslum við fundinn verða nokkrar sýningar, þeirra á meðal sýning á húnaði safna. Kjöldi fyrirlestra verða haldnir á þinginu sem stendur i rúma þrjá daga. 1 Fréttabréfi Bókavarða- lelags tslands er skýrt frá þvi, að tveir erlendir fyrirlesarar komi á vegum Norræna félagsins á þing- ið. Baðeru þau Ingerlise Koefoed, einn af ritsjórum blaðs danskra bókasafna. og Bengt Holmström borgarbókavörður i Málmey. rit- stjóri „Bókasafnablaðsins”. Þau eru bæði sérfra'ðingar um hlut- verk bókasafna sem menningar- miðstöðva og hefur Ingerlise Koefoed skrifað bók um efnið. — SB íbúðagabb Það voru ekki ffi|ög ánægð hjón. sem töluðu við olkkur hér á blaðinu, og sögðu farir sinar ekki sléttar. Undarfarið hefur streymt til þeirra fólk, á öllum hugsanleg- um timum, sem vantar húsnæði, og hefur auglýst i smáauglýsing- um blaðsins eftir þvi. t það hefur siðan verið hringt og þvi tilkynnt að ibúð væri til leigu á tilteknum stað hjá tilteknu fólki i bænum. Þegar fólkið hefur svo komið á staðinn til þess að skoða ibúðina. hafa ibúarnir að sjálfsögðu ekki vitað hvaðan á þá stóð veðrið, enda ibúð þess alls ekki til leigu. Virðast einhverjir miður vel inn- rættir borgarbúar hafa gaman af að nota sér húsnæðisleysið i bæn- um og senda fólk út um borg og bi til þess að skoða ibúðir, sem alls ekki eru til leigu. — ÞS „Töluðumst aldrei við" — Spasskí segir að þrúgandi spenna hafi ríkt milli þeirra Fischers — að framkoma Fischers hafi komið sér úr jafnvœgi og að utanaðkomandi kraftar hafi veikt tafímennsku hans Boris Spasskí sagði í viðtali i gær, að hann hefði getað teflt til muna betur i einvíginu við Fischer, hinn nýja heims- meistara i skák. Sagði Spasski iika: ,,Ég lagði mig allan fram. Lagði alla mina orku i þetta ein- vígi, en hann var sterkari og hann sigraði mig með nokkrum yfirburðum. Fischerhefur farið fram (siö- an þeir tefldu fyrir nokkrum ár- um). Mér hefur farið aftur. Frammistaða min á taflborðinu iár hefur ekki verið eins góð og áður”. Siðan ræddi Spasski nokkuð um framferði Fischers meöan á einviginu stóð: „Það kom mér mjög á óvart og framkoma hans i byrjun hafði mikil áhrif á mig. Eg gat ekki losað huga minn við þessa Iramkomu hans (Spasski á hér við, að Fischer mætti ekki til leiks i 2. skákina). Fischer niðurlægði mig með þvi að koma ekki og mér fannst ég neyddur til að kref jast skrifaðr- ar afsökunarbeiðni. Ég hefði þá verið i minum fulla rétti að fara heim og hefði ég þá eftir sem áður verið heimsmeistari. Ég gerði það hins vegar ekki, vegna þess að ég vildi að þetta einvigi yrði haldið.” Spasski sagði siðan, að hann væri mjög ánægður með fram- kvæmd einvigisins hér af hálfu Islendinga. Undan engu gæti hann kvartað i sambandi við mótshaldið. „Ég hef þó eina kvörtun”, sagði hann: „Eitthvað i salnum verk- aði á mig" „Mér finnst enn að það hafi verið einhverjir utanaðkomandi kraftar sem höfðu áhrif á likama minn. Ég hef hins vegar enga sönnun. Ég held enn, að eitthvað hafi verið i höllinni, sem verkaði á mig. Nú er þessu máli (einviginu) lokið fyrir islenzka Skáksam- bandið. Málinu er nú lokið séð frá þeirra bæjardyrum. Hvað mér viðkemur, þá er þetta enn ekki skýrt. Ég held enn að eitt- hvað hafi verið sem hafði áhrif á mig. 1 nokkrum skákanna leið mér illa. Ég var likamlega van- heill. Ég var þreyttur og lasinn eftir aðeins klukkustund af skákinni. Þetta finnst mér mjög undarlegt, vegna þess að ég hafði gætt þess vandlega, að vera vel á mig kominn likam- lega. Ég stóð dyggan vörð um heilsu mina og það er þess vegna, sem ég er sannfærður um að eitthvað óeðlilegt hafi verið i salnum. Þeir tóku tvisvar sinnum röntgenmyndir af stólnum min- um. Fyrstu myndirnar sýndu, að eitthvað var óeðlilegt, en seinni myndirnar sem teknar voru sýndu ekkert. Þetta hefur aldrei verið fyllilega skýrt út.” Siðan ræddi Spasski nokkuð háttalag Fischers meðan á ein- viginu stóð: „Það er Fischers mál hvernig hann hegðaði sér. Ég þurfti bara að láta hegðun hans ekkert á mig fá, láta hann ekki koma mér úr jafnvægi. En ég gat ekki að þvi gert, að framkoma hans hafði áhrif á mig. Þrátt fyrir þetta, þá geðjast mér persónulega vel að Fischer. En það var ákaflega mikil spenna i sambandinu á milli okkar i allri þessari keppni. Það er sérkennilegt, að allan timann sem þetta einvigi stóö, allan timann sem við höfðum þessi samskipti, töluðum við aldrei hvor viö annan. Þarna hittumst við stundum á hverjum degi. Sátum við sama borðiö og rákumst hvor á annan á ganginum fyrir aftan, en við töluðumst aldrei við. Það eina sem við sögðum, þegar við hitt- umst var: Halló! — og þegar við kvöddumst sögðum við aðeins: Bye, bye!” —GG/PE Svo sem fyrr dró torfæruaksturskeppni björgunarsveitarinnar Stakks i Keflavik að sér mikinn fjölda áhorfenda, sem fylgdust vandlega með liinum sjö keppendum reyna við þær tiu mismun- andi þrautir, sein við var að striða. Við segjum nánar frá þessari árlegu keppni á bls. 21 i blaðinu i dag. -ÞJM SLjósm.: G.Á.) BRETAR ÓTTAST KLIPPURNAR Varðskipin cru með útbúnað til að klippa á togvira um borð hjá sér og óttast Bretar þau tæki meira cn stærstu fallbyssur. Þegar Ægir gerði sig liklegan til að klippa á vörpu brezks land- lielgisbrjóts var varpan hifuð inn fyrir i snarhcitum og siglt á brott. Það sýndi sig i þorskastriðinu 1958 að sú aðferð að klippa á tog- vira vakti mikinn ugg meðal landhelgisbrjótanna. Bnda kostar ný varpa ekki undir 2 milljo'num króna og þvi ekki furða þótt Bretar séu ekki ánægðir með að missa vörpuna. Varðskipin hafa útbúnað til klippingar þótt þeim tækjum hafi ekki verið beitt ennþá. Samkvæmt fréttaskeytum frá Englandi hafa togaraeigendur þungar áhyggjur út af þessum klippum og eru þeir sannfærðir um að þeim verði beitt innan skamms. Landehlgisgæzlan vildi ekki gefa neinar upplýsingar um hvort þessum vopnum yrði beitt eða ekki. Hins vegar hlýtur það að liggja i augum uppi að þar sem tækin eru um borð verða þau vart látin ónotuð. En það er á valdi hvers skipherra að láta til skarar skriða. SG. Þóttust vera að safna fé fyrir landhelgissöfnunina Ég er að safna fyrir landhelgis- söfnunina. Vilduð þér kannski láta citthvað af hendi rakna?”, sagði maöur, sem seint á laugar- dagskvöld baröi upp i húsi viö Keynimel. Húsráðandinn, sem komið haföi sjálfur til dyra, virti manninn fyrir sér. og sýndist hann skugga- legur og litt traustvekjandi. Vaknaði hjá honum grunur um, að þessi „fjársöfnun” mannsins væri meira i hans eigin þágu, heldur en landhelginnar —' og visaði honum burt. Fór maðurinn þvi bónleiður búðar, en þvi veitti húsráðandinn eftirtekt, að ekki gafst maðurinn upp við svo búið heldur reyndi fyrir sér i næstu húsum. Eftir þeim upplýsingum, sem Visir hefur aflað sér, þá hefur skipulögð söfnun ekki hafizt, og af og frá, að ákveðið sé að senda menn i slikar húsvitjanir. Svo að greinilega hefur þarna verið um að ræða svikahrapp, sem hefur viljað fylla eigin vasa. —-GP Rigníng í dag, en smú von um sól i skúraveörinu og golunni sem er rikjandi á höfuðborgarsvæðinu i dag, eiga sennilega fæstir von á þvi aö á morgun birti ef til vill til, og sólin nái jafnvel að brjótast fram úr skýjunum. En þegar við höfðum samband við veðurfræð- inga á Veðurstofunni i morgun kváöu þeir það vel geta orðið. Ekki vildu þeir fullyrða þaö, en sögðu kannski litla von. Það væri svo sannarlega von- ú morgun andi, en þangað til verða menn að sætta sig við suðvestan kalda og skúraveður i dag, en i kvöld mun liklega létta til og snúast upp i vestan kalda. Viða vestan- og norðan til á landinu eru skúrir, en austan- lands er viðast þurrt. Hiti er um 7—13 stig. 13 stig á Akureyri og Kirkjubæjarklaustri, en i Reykja- vik verða um 8—11 stig. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.