Vísir - 06.09.1972, Síða 1

Vísir - 06.09.1972, Síða 1
VÍSIR 62. árg. — Miövikudagur 6. september 1972 — 202 tbl. DJÖFULÓÐUM ER HOSSAÐ „Viö megum til með aö hafa siöferðilegan kjark til að láta harmleikinn i Munchen veröa okkur þá herhvöt, sem dugi til þess, að hinum djöfulóöu veröi ekki lengur hossað, heldur verði þeir knésettir”. Svo segir i dag i leiöaranum, sem fjallar um lin- kindina gagnvart vitfirringum i stétt skæruliða, flugvélaræn- ingja og þjóðarieiðtoga, sem sveipa sig skikkju hugsjóna. Sjó bls. 6 Átján fallnir í OL-leikiunum haldið áfram Ólympíuleikunum veröur haldiöáfram meðeinsdags frestun, þótt átján hafi látið lifið. Avery Brundage for- maður ólympíunefndar- innar tilkynnti þetta laust fyrir hádegið. „Við megum ekki leyfa nokkr- um hryðjuverkamönnum að eyði- leggja þann kjarna alþjóðlegs samstarfs og góðvildar sem ólympiuhreyfingin er”, sagði hann. Brundage lýsti þessu yfir við minningarathöfn um israels- mennina ellefu, sem féllu fyrir hendi skæruliða. Leikunum áttiað Ijúka á sunnu- dag, en nú verður þeim haldið áfram til mánudags. „Ég fullvissa ykkur, að iþróttamennirnir frá israel munu halda áfram þátttöku i ólympiu- leikunum i anda bróðernis og sanngirni”, sagði Brundage. „Við biðum ósigur fyrir naktri pólitiskri kúgun i Ródesiu- málinu”, sagði hann, ,,en ekki nú”. Átján biðu bana i átökunum samkvæmt fréttastofufregnum. NTB segir, að annar þyrluflug- maður hafi látizt i morgun af sár- um sinum. Hafa þá 11 iþróttamenn frá Israel látið lifiö, tveir fiugmenn, einn lögregluþjónn og fjórir skæruliðar. Þrir skæruliðar voru hand- teknir, en einn komst undan til skógar, að sögn NTB. Þjóðverjar voru sagðir vilja hætta við leikana eftir atburðina, en ólympiunefnd er talin vilja halda þeim áfram á þeim for- sendum, að það yrði „sigur” fyrir hryðjuverkamenn, ef þeir gætu stöðvað leikana. Ólympiuþorpið var enn i morgun umkringt lögreglu, sem leitaði fleiri samsærismanna. Einn skæruliða var garðyrkju- maður i þorpinu, og aðstoðaði hann félaga sina i árásinni. t ólympiuþorpinu eru menn sem lamaðir. Rikisstjórnir og samtök „lýsa yfir harmi og for- dæmingu, nema Sýrlandsstjórn, sem kallar föllnu skæruliðana „hetjur”. Fleiri Arabariki tóku treglega málaleitan þýzku stjórnarinnar um aðstoð i gær. Mörg lið frá Arabarikjum tóku ekki þátt i minningarathöfninni. 1 Heimur harmi sleginn — Fánar blakta I hálfa stönd f Laugar- dal i morgun til að minnast iþróttamannanna frá tsrael. Sjá bls. 5 og íþróttir Landhelgisgœzlan herðir aðgerðir gegn Bretum: KLIPPA AFTAN ÚR ÖLLUM ÓMERKTUM TOGURUM Eru erlendir ferðamenn hœttulegir? Þessari spurningu veltir Vaidimar Kristinsson fyrir sér I rabbi sinu i blaðinu i dag. Hann bendir á margvis- lega kosti, sem fylgja aukn- um straumi ferðamanna til landsins og fjallar um, hvernig fást megi við þau vandamái, sem þessum straumi fylgi. Sjá bls 8 Slœr Víkingaskákin manntaflið út? Sjá bls. 4 og skákfréttir bls. 3 ■ ■■■■ Senda njósnaskipin inn á Miðjarðarhaf Rússar eru ekki af baki dottnir I njósnastriði risa- veidanna, en nú verða þeir aö senda þyrlumóðurskip og njósnatogara með ákefö inn áMiðjarðarhaf. til að bæta fyrir missi flugstöðva á Egyptalandi. „Eftirgrennsl- an” er sáiuhjálp risaveldun- um. Sovétmenn eflast á höfnum, og þeir smiða tvo kjarnorkukafbáta fyrir hvern einn sem Bandarikja- menn smiða. SJABLS. 6 „Hér eftir verður hispurs- laust klippt á togvíra allra ómerktra togara sem fiska innan landhelgi", sagði Hafsteinn Hafsteinsson hjá Gæzlunni í samtali við Vísi i morgun. Sagði Hafsteinn, að ekki yrði lengur látið sitja við myndatökurog uppskriftir. Það yrði umsvifalaust klippt á togvira þegar ástæða þætti tiLAðspurður um hvaða aðstæður þyrftu að skapast sagði Hafsteinn, að þeir togarar sem reyndu að dyljast fengju að kenna á klippunum. Skipstjórinn á brezka hjálpar- skipinu Miranda hefur opinber- lega sent út aðvörun og sagt, að sjómennirnir á brezku togurun- um séu æfir af bræði yfir aö- gerðum varðskipanna i gær. Það sé ómögulegt aö segja til hvaöa ráöa þeir muni gripa, ef varðskipin halda klippingunum áfram. Vestfirzkir bátar hafa verið varaðir viö að koma nálægt brezku landhelgisbrjótunum, þar sem þeir hafa hótað árásum á þá. Brezku rikisstjórninni er oröið órótt af þvi ástandi sem er að skapast á Islandsmiðum. 1 gær gekk brezki sendiherrann I Reykjavik á fund utanrikisráð- herra og ræddu þeir saman dá- góða stund. Benti sendiherrann á, að hættulegt gæti verið aö klippa á strengda vira og óskaði eftir þvi að rikisstjórnin stöövaði þessar aðgerðir varðskipanna. Jafn- framt sagði hann, að brezka stjórnin myndi senda þau skiia- boð til togaraskipstjóra að þeir forðuðust öll átök og bað um að tslendingar gerðu hiö sama. Er áætlaður annar fundur sendiherr- ans og utanrikisráöherra seint i dag. Þegar blaðið fór i prentun höfðu ekki borizt fregnir um átök á miö- unum en þau virðast óhjákvæmi- lega yfirvofandi á hverri stundu, ef brezku togararnir halda upp- teknum hætti og mála yfir nafn og númer. —SG Vinsœldalistar Englands og Ameríku — Sjá bls. 12 Hvernig er líðanin, þegar dauðinn nálgast Að setjast við rúm dauð- vona sjúklings og ræða við liann um dauöann og þaö ástand sem hann er i, voga sennilega fæstir. Læknar og starfslið sjúkrahúsa um- gengst þann sjúkling með feimni og gifurlegri nær- gætni. En eftir rannsókn sem gerð var á 200 dauðvona sjúkling- um i Bandarikjunum hefur það komið i Ijós, að það sem dauðvona sjúklingur hefur mestaþörf fyrir er að tala opinskátt um dauðann og þær aðstæður sem hann er i. Sjá Innsiðu bls. 7.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.