Vísir - 06.09.1972, Page 2
2
Vísir. MiAvikudagur 6. september 1972 ■
vtentm
.Finnst yður að Land-
helgisgæzlan sýni brezk-
um landhelgisbrjótum
of mikla^linkind?
Bjarni Kinarsson, skipasmiður:
Nei. Eina leiðin sem er fær.er að
taka þá á taugum. Þetta er ekkert
annað en taugastrið sem við
hljótum aö vinna.
Kigurpáll Jónsson, skrii'stol'u-
maður: Neil Mór finnst gæzlan
standa sig ágællega i þorskastrið-
inu. Það er erfitt að benda á hag-
stæðari leiðir.
Kristinn Bjarnason, skriístoíu-
maður: Nei. Það er lang bezt að
hal'a þetta svona, biða bara
þangað til Bretar láta undan.
I.úðvik Iteimarsson,iðnaðarmað-
ur: Já. Þeir eiga að taka togar-
ana alveg tafarlaust, það þýðir
ekkert að hika við það.
Bjarni Sigbjörnsson. kennari:
Ekki beint. En ég held að það sé
ekki hægt að gera neitt róttækt á
þessu stigi málsins. Það má
reyna seinna að taka togarana og
flytja þá til hal'nar en ekki núna
meðan striðið er rétt byrjað.
Borgþór Arngrimsson,skrifstofu-
maður: Nei. Það finnst mér ekki.
Það borgar sig að fara rólega i
sakirnar til að byrja með en láta
seinna til skarar skriða gegn
landhelgisbrjótunum.
Djúpstraumar
bera úrgangs-
efnin til íslands
á 5-10 úrum
ÍSLAND FÆR
ALLA MENGUNINA
,,Á 5 til 10 árum berst
allt efni, sem fleygt er i
Atlanshafið við strendur
meginlandanna beggja
vegna hafsins út i miðja
Atlanzhafsála og hingað
til íslands”, sagði
prófessor Wallace S.
Broecker, leiiðangurs-
stjóri bandariska haf-
rannsóknarskipsins
KNORR, sem hér var i
Reykjavikurhöfn um
helgina
Þessi fullyrðing prófessorsins
er óneitanlega til þess fallin að
vekja hroll hjá okkur, sem höfum
taliðokkur tiltölulega hólpin gegn
mengun hafsins,vegna þess hve
afskekkt við erum.
„Með þvi að setja i sjóinn
geislavirk efni, sem við svo
getum fylgzt með, hvernig þau
berast ba’ði með yfirborðs-
straumum og svo djúpstraumum
þá vitum við þetta orðið með
vissu, þótt við séum rétt ný-
byrjaðir á rannsóknum okkar, til
þess að gera ", sagði prófessor
Broecker
Knorr-leiðangurinn er hluti af
ráðgerðum rannsóknarstörfum á
yfirstandandi „Aratug alþjóð-
legra hal'rannsókna”, en skipið er
gert út af Haffræðistofnuninni
Woods Hole i Massachusettsfyiki.
Markmið leiðangursins er að afla
vitneskju um upphaf og rás djúp-
hal'sstrauma i hafinu, og i þeim
tilgangi mun skipið þræða slóð
djúpstraums, sem á upphaf i
tslandshafi, en liggur suður á við
til Suðurheimskautsins.
Upplýsingarnar, sem visinda-
mennirnir munu afla sér verða
m.a. notaðar til þess að finna
lausn á einni frumgátu haf-
visinda: Hver verða afdrif efna
þeirra, sem fleygt er i sjóinn?
Svar við þeirri spurningu er
einkar mikilvægt þeim,semhag-
nýta sjóinn, likt og fiskveiðiþjóð á
borð við tslendinga.
Og eins og prófessorinn fullyrti
i samtali við blaðamann Visis um
helgina, þá telja leiðangursmenn
sig vissa i þeirri sök, að úrgangs-
efni, sem falla i Atlanzhafið við
strendur meginlandanna, berist
hingað á ekki lengri tima en 10
árum.
Það hlýtur að vera okkur um-
hugsunarefni, sem byggjum af-
komu okkar á þvi, að lifiö við
strendur landsins raskist sem
minnst af völdum aðskotaefna
sem fréttir herma okkur að eitra
og menga umhverfi annarra
þjóöa. — GP
Prófessor Broecker útskýrir á kortinu um borö í KNORR feröir l annsóknarleiðangursins til könnunar
á djúpstraumum.
ÁSTAND SJÁVAR í N-GRÆN-
LANDSHAFI MJÖG ÓVENJULEGT
Kflir fimm vikna leiðangur,
sem faiiun var á R/s „Bjarna
Sæinundssyni” i samvinnu Haf»
l’ræðideildar lláskólans i Seattle
og llafrannsóknarstofnunar-
innar. eru lu l/.tu niðurstiiður þær.
að ásland sjavar i Norðnr-Gra'ii-
laudsliafi er mjiig óvenjulegt, og
ga'lir pólsjávar meira og austar
en fyrri mælingar liafa sýnt.
Ásta'ða fyrir þessu er ekki Ijós, en
þó er lalið að veðurfar, scm var
injiig óvcnjulcgt siðastliðinn
vetur valdi þessu á einhvcrn hátt.
Pólsjórinn sem sást mikið gæti
bent til þess að mikil ný ismyndun
verði i hafinu i vetur, ef loftkuldi
verður mikill. Þóer ekki hægt enn
sem komið er, að tengja ástand
sjávar þarna norðurfrá við komu
hafiss til Islands að vori.
Astand sjávar i .tslandshafi
reyndist vera milt eftir rann-
sóknum að dæma, og það þrátt
Astand í
íslandshafi
mildara en á
undanförnum úrum
fyrir pólsjóinn i Noður-Græn-
landshafi. Reyndist ástand sjávar
vera mildara en i september á
undanförnum árum, og hvað það
snertir ekki hafislegt.
Ekki er þó unnt að segja fyrir
um hafis við tsland að vori fyrr
en i janúar eða febrúar, og er
leiðangur áætlaður norður i haf i
febrúar á vegum Hafrannsóknar-
stofnunarinnar. Verður þá frekar
unnt að sjá hver áhrif pólsjávar i
Norður-Grænlandshafi koma til
með að verða.
Leiðangursstjórar á Bjarna
Sæmundssyni voru Svend-Aage
Malmberg og Knut Aagaard frá
Seattle. Auk þeirra voru þrir
Bandarikjamenn og fjórir starfs-
menn frá Hafrannsóknarstofn
uninni. Leiðangurinn stóð sem
fyrr segir i fimm vikur og lauk
honum siðastliöinn sunnudag.
Verkefni leiðangursins voru
sjórannsóknir og straum-
mælingar með tilliti til orku-
skipta og hafiss. Einnig var
safnað átusýnum vegna
mengunarrannsókna, fylgzt með
fisktorfum og geröar dýptar-
mælingar. — EA