Vísir - 06.09.1972, Qupperneq 4
4
Visir. Miðvikudagur 6. september 1972
y
Reynzla undanfarinna ára
á íslandi tryggir
ótvíræð gæði.
Kynnið ykkur
þessi ótrúlegu verð.
Stærð Kr.
550-12/4 1.475.00
600-12/4 1.690.00
560-13/4 1.590.00
590-13/4 1.745.00
640-13/4 2.075.00
155-14/4 1.695.00
155-14/4 1.975.00
165-14/4 2.275.00
560-14/4 1.760 00
700-14/8 3.390.00
50 -15/4 1.670.00
560-15/4 1.775.00
590-15/4 1.895.00
600-15/4 2.160.00
640-15/6 2.440.00
670-15/6 2.870.00
600-16/6 2.370.00
600-16/6 2.865.00
650-16/6 2.970.00
750-16/8 4.770.00
SENDUM
Magnús ólafsson uppfinningamaöurinn og einn Vikingaskákmaður
Halldór Hjartarson tefla eina Vikingaskák. Eins og sjá má er hægt
að nota venjulega menn, en Vikingarnir sjálfir eru i líkingu við
biskupa, þannig að það þarf aðeins að kaupa dúkinn, en Magnús mun
bráðlega selja liann ibúðir.
Hann Magnús ólafsson, sá sem
viöbirtum mynd af hcr í blaöinu i
gær með Vikingaskákina sina,
ætlar nú að fara að selja þessi
scrkcnniicgu töfl i búðum. Eins
og fram hefur koinið.þá er þetta
nokkuð frábrugðið venjulegu
manntafli.
☆ ☆ ☆
Taflborðið sjálft er stærra og
öðruvisi i laginu. Reitirnir eru 85
en ekki 64 eins og i manntaflinu,
sexstrendir i þrem litum, hvitu
gráu og svörtu. Taflmennirnir
eru lika fleiri en i skákinni. 18
menn hjá hvorum. Tveim
mönnum er bætt við hjá hvorum
aðila/ „Vikingnum’’ sem taflið
dregur nafn sitt af og einu peði.
Hins vegar eru i „Vikinga-
skákinni” kóngur, hrókur, drott-
ning, biskup, riddari og peð, eins
og i manntaflinu. Manngangur
þeirra er svipaður, en þar sem
reitirnireru fleiri og sexstrendir i
þokkabót verður eilitið flóknara
að tefla „Vikingaskák” en mann-
tafl.
Ekki hafa islenzkir skákmenn
reynt með sér á þessu nýstárlega
tafli og gaman verður að vita
hvort Fischer og Spasski eiga
ABCDEFGH /
nokkurn tima eftir að tefla
Vikingaskák!
Baldur Möller hjá dómsmála-
ráðuneytinu(hinn góðkunni skák-
maður okkar, sagði Visismönnum
að þetta nýja afbrigði eða leikur,
hverju nafni sem menn vilja nú
kalla fyrirbærið.væri ekki óvenju-
legur. Það hefði verið reynt i
gegnum aldir að koma fram með
alls konar afbrigði af manntaflinu
og menn hafi gert ýmiss konar til-
raunir með skákina. Á striðs-
árunum hati Þjóðverjar reynt að
tefla „þrividdarskák” þ.e. nota
ekki einungis lengd og breidd
skákborðsins heldur einnig hæð!
Litlar sögur sagöi Baldur
fara af þessum leik
Þjóðverjanna. Capablanca sem
var heimsmeistari i skák á
árunum 1921-1927 kom fram með
hugmyndir um að stækka tafl-
borðið upp i tiu reiti. Hann taldi
að við það mundi. fjölbreytni
taflsins aukast og forða skákinni
frá bráðum jafnteflisdauða, sem
hann sagði að herjaði á skákina á
þessum tima.
En Capa hvarf frá þessum
draumorum sinum,en hóf þess i
stað að tefla djarfar og betur og
vann margar af sinum beztu
vinningsskákum eftir að hann
hafði gefizt upp á endurbót sinni.
,,Ég held" sagði Baldur ,,að
þvi áhugasamari og snjallari
sem skákmenn eru i sinni iþrótt,
þvi minni gaum gefa þeir hinum
ýmsu afbrigðum sem fram hafa
komið á liðnum áratugum og
öldum til endurbóta á manntafl-
inu. Skákin er nógu erfið og
flókin svo ekki sé farið að gera
hana enn flóknari með vafa-
sömum endurbótum. Bæði þri-
viddartaflið og tiureitatafl
Capablanca eiga sér enga fót-
festu, þó auðvitað sé það út af
fyrir sig allt i lagi að gera slikar
tilraunir”
En nú skulum við aðeins lita á
myndirnar. Á þeirri fyrstu sjáum
við taflborðið sjálft og hvernig
reitaskiptingin er.2. myndin sýnir
upphafsstöðu taflmanna, peðin
eru 9 eins og sjá má og vik-
ingurinn er staðsettur á milli
drottningar og kóngs. Siðan
kemur manngangurinn. 3 mynd :
Kóngurinn gengur á alla reiti
næst sér eins og krossarnir sýna.
4. mynd: Drottningargangurinn
er likur og i manntaflinu. 5 mynd:
Vikingurinn sjálfur er svipaður
að styrkleika og drottningin,
nema það að hann hefur aðeins
skálinurnar eins og krossarnir
sýna og getur aðeins gengið beint
til hliðar við sig en ekki beint
fram fyrir sig. 6. myndin:
Hrókurinn fer á allar linur beint
framundan og til hliðar við sig,
eins og i venjulegu tafli. 7.
myndin: Riddarinn er voldúgur
maður i Vikingataflinu eins og sjá
má á myndinni. Hefur hann stórt
svæði til þess að stökkva yfir og
herja á öllum hliðum. 8 myndin:
Biskupinn gengur eftir ská-
linunum. 9. myndin. Peðin ganga
einn og tvo reiti fram á við og til
hliðar. 011 mannakaup eru eins
og i manntafli og hægt er að vekja
upp drottningu eða aðra menn
með þvi að koma peði upp i borð.
Hægt er að hrókfæra bæöi langt
og stutt eins og i skák og
leikurinn er að sjálfsögðu fólginn
i þvi að yfirbuga kónginn og máta
hann, ef andstæðingurinn verður
ekki búinn að gefa áður.
Það er vonandi að fólk geri sér
nokkra grein fyrir mann-
ganginum i Vikingaskákinni og
nú er ekkert annað en að fá sér
eitt sett og setjast niður við
að tefla. Núna næstu daga mun
Magnús Ólafsson bjóða Vikinga-
skákina tilsölu i verzlunum og er
áætlað að það kosti um 3000 kr.
dúkur og menn. Það ætti þó að
vera hægur vandi að koma sér
upp Vikingaskák með litlum til-
kostnaði og þá i einskonar vasa-
taflsformi.
1 lokin ætlum við að birta til
gamans eina Vikingaskák sem
vinir hans Magnúsar tefldu ný-
lega. Þeir heita Einar og Hlynur
og stýrir Einar hvitu mönnunum.
Hvitt: Einar
Svart: Hlynur
1. Rc3 Pe6
2. Rd6 Pxd6
3. Pa4 Rg7
4. Pc4 Rf5
5. Pf4 Rxc4
6. Pb4 Rxf4
7. Bf2 Pc6
8. Pe3 Rh6
9. Bc3 Pi6
10. Bxh6 Pxh6
11. Vxh6 Pa6
12. Ba2 Vg6
13. Df2 De9
14. Pd3 Rc7
15. Bf5 De6
16. Pe4 Pb7
17. Hel Bb9
18. Rg3 Vh5
19.DÍ4 Bxh6
20. Rxh6 Df6
21. 0-0-0 Pg6
22. Rg3 Vxg3
23. Dxg3 Dxb4
24. Bi6 Db2
25. Bxd9 Re9
26. Dxg6 Dxd3
27. Kil Pa5
28. De7 Ph8
29. Dxa9 Bh9
30. Pe5 Dxa4
31. Pxd6 Dxd6
32. Bxe9 Hxe9
33. Dxe9 MAT
hjólbarðana
út á land.
Gjörið svo vel
og tryggið yður
BARUM
með einu simtali.
SHODfí ®
BÚDIN
Auöbrekku 44-46,
Kópavogi — Simi 42606
Hrckur Rook
Kc.n/;ur King
Ri iiari Knight
Jrcttning wueen
Biskup Blshop
vikingur Vlking
Feö Pa*n