Vísir - 11.09.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 11.09.1972, Blaðsíða 3
Vísir mánudagurinn 11. september 1972 3 úlum" hjá þeim i Gufunesinu. A fimmtudag og föstudag urðu einnig tafir er kvikmyndatöku- maðurinn lagðist i flensu, en eins og áður segir var hafizt handa af fullum krafti á laugar- dag. Kvikmyndatökur munu taka um það bil fimm daga i sæmi- legu veðri á Gufunesi, en þau atriði sem eru tekin munu standa yfir um það bil 12-15 minútur i kvikmyndinni sjálfri, sem er 120 minútna löng i sýningu. Ekki er ákveðið hvaða atriði verða tekin fyrir næst, nema þá með dags fyrirvara eða svo, og mikill snúningur og vafstur fylgir hverri töku. En það rikir lif og fjör á þessum gömlu götum og hjá þessum gömlu fallegu húsum semþarna hefur verið komið upp. 1 bakariinu hanga kringlur, og brauð og kökur eru i gluggum. Þarna má sjá Hótel ísland og ,,A1- ódýrustu verzlun i bænum”, en það er verzlun Gúðmúndsens. Hestar með vagna tölta um göturnar, börn i stuttbuxum og siðum kjólum skokka um svæðið. Konur i peysufötum ganga um, en Garðar Hðlm sprangar um með staf i hendi og hatt á höfði EA 0 Rannveig Fannberg og Oddný Jóhannesdóttir eru statistar, og þarna fylgjast þær með upp- tökum. 76 innan 50 mílnonna — engar spurnir af Aróru — veiðiþjóf arnir toga í friði sem stendur 7(i brezkir og vestur-þýzkir tog- arar voru aö veiðum innan nýju 50 milna fiskveiðimarkanna við ísland i gær. Samkvæmt nýjustu talningu Landhelgisgæzlunnar voru 23 v- þýzkir innan markanna. 21 þeirra varsuðvestur af Reykjanesi, einn á Halamiðum og einn suður af Hvalbak. Sex brezkir voru út af Barða i önundarfirði, 33 út af Horni, einn á Halamiðum, tveirútaf Gerpi og fjórir út af Hvalbak. Allir þessir togarar, 46 talsins, voru innan 50 milna markanna. Nokkrir brezkir til viðbótar voru innan markanna, en ekki að veiðum i svip. Einn út af Dala- tanga. Einn út af Gerpi og tveir út af Vesturlandi. Dró þar togari annan, sem bilaður var. Samtals eru þetta 76 togarar, og er ivið hærri tala frá siðustu talningu Landhelgisgæzlunnar, þvi þá voru veiðiþjófarnir 59 talsins. Að sögn Landhelgisgæzlunnar i morgun var allt með kyrrum kjörum á grunnmiðunum i nótt og morgun. islenzku varðskipin virðast i bili láta sér nægja að biða átekta. Ekkert hefur orðið vart við brezku freigátuna Aróru, sem send var upp undir tsland fyrir helgi. ,,Við höfum ekki séð Aróru. Og fyrst svo er, þá er skipið hvergi nærri landinu, en getur hins veg- ar legið einhvers staöar djúpt út af landinu eða suður af þvi”, sögðu þeir hjá Gæzlunni. —GG Engin leiguskip enn ,,Engin ákvörðun hcfur verið tekin um lciguskip handa Land- helgisgæzlunni”, sögðu þeir hjá Gæzlunni er Visir spurðist fyrir um hvort kæmi til mála að nota eitt eða tvö hvalveiðiskipanna til aöstoöar varðskipunum. ,,Það hefur ekki verið hugsað neitt sérstaklega um þessi hval- veiðiskip”, sagði blaðafulltrúi Landhelgisgæzlunnar. Margir hafa sett sig i samband við Visi og bent á hvalveiðibát- ana. Munu þeir enda vera harð- gengir, búnir fallbyssu og senni- lega ekki lakari við að elta uppi landhelgisbrjóta en minnstu varð- skipin. En þar með er ekki sagt að eig- endur þeirra hafi áhuga á að láta þá af hendi. Sem stendur eru hvalskipin öll að veiðum, en hval- vertiðin stendur yfirleitt út september. —GG ,NÍELS STJÓRNAR UPPLÝSINGAMÁLUM' Dagblöð, timarit, útvarps- og sjónvarpsstöðvar i Bretlandi liafa fengiö sendan bækling um sjónarmið islendinga i land- helgismálinu. „Þaö er maöur i London aö nafni Whittaker Ilunt, sem er Niels P. Sigurðssyni scndiherra til aðstoöar i samskiptum við pressuna i Englandi, Þessi maður hefur sent bækling, sem kallast „The Facts” til blaða og útvarpsstöðva” sagði Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rikis- stjórnarinnar. Sagði Hannes að engri sér- stakri upplýsingaskrifstofu hefði verið fengið það verkefni að annast áróðursmál fyrir ís- land. „Við gérum það sjálfir og þvi starfi er stjórnar hér heima i utanrikisráðuneytinu. Og i London er það Niels sendi- herra, sem stjórnar málinu þar — raunar beinist þetta upp- lýsingastarf okkar langmest til annarra landa en Bretlands, og fer þá gegnum Sameinuðu þjóð- irnar. í Bretlandi hefur aðeins þessum eina bæklingi verið dreift til fjölmiðla. Það er það eina sem þessi Englendingur, Whittaker Hunt, hefur gert á okkar vegum”. — GG Nefbraut stúlkuna sína Ung stúlka nefbrotnaði og missti nokkrar tennur, auk svo annarra meiðsla, sem hún hlaut, þegar fylgdarsveinn hennar fór með hana i ökuferð aðfaranótt sunnudags. Þau höfðu verið á dansleik i samkomuhúsinu að Melum i Hörgárdal á laugardagskvöld, en brugðu sér út i bil, og pilturinn bauð henni i ökutúr. En þau fóru aidrei langt, þvi að við næstu vegamót ók hann bilnum út af — gleymdi að taka beygjuna — með þessum afleiðingum. Sjálfur slapp hann ómeiddur. — GP vörur fró Fnikklandi nlandi og Dónmörku vinsælufignskuvörur ir vesti og peysur, stutterma

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.