Vísir - 11.09.1972, Blaðsíða 15
Keinó ótti ekki
svar gegn Vasala
Stórkostlegt hlaup hins unga Finna
Lokadagur ólympíuleik-
anna var stór dagur fyrir
Finnland — einn hinn
stærsti af miklum sigur-
dögum finnskra hlaupara.
Þaó fer ekki milli mála —
Finnland var hlaupaþjóö
tuttugustu ólympiuleik-
anna. Nokkru eftir aö
Lasse Viren hafði sigrað í
5000 m hlaupinu geröi hinn
23ja ára Pekka Vasala sér
lítiö fyrirog sigraöi Keino í
1500 m hlaupinu — náði
berta heimstimanum i ár —
og því rættist sá spádómur
okkar hér í blaðinu á laug-
ardag, að Pekka væri sig-
urstranglegastur eftir aö
Jim Ryan var úr sögunni.
Þetta var svo spennandi hlaup
að það fékk hárin til að risa á á-
horfendum. Keino notaði sina
venjulega aðferð — var meðal
hinna siðustu þar til 800 metrar
voru eftir — þá hljóp hann fram
fyrir hina. Þeir Keino og Vasala
höfðu nánar gætur á hvor öðrum i
hlaupinu og raunverulega snérist
allt um þá tvo. Þegar Keino hljóp
fram gerði Vasala það sama og
,,hengdi" sig á hann og sá til þess
að Keino færi ekki of langt fram-
úr. Hlaupakóngurinn Keinó, sem
var að verja titil sinn frá Mexikó
og hafði nú sigrað i 3000 m hindr-
unarhlaupi, tók mikinn sprett,
honum tókstekki að hrista ,,Finn-
an fljúgandi” af sér. Hinn há-
vaxni, 1.90 m Finni, grannur,
skeggjaður, elti Keino þar til 100
m voru eftir, að hann setti á fulla
ferð, geystist fram úr á beygjunni
og hafði náð fimm metra forskoti
áður en Keino gat nokkuð að gert.
Hann reyndi að minnka bilið, en
ekkert gekk — Vasala hljóp á
miklum krafti og sleit snúruna.
en Keinó hægði á sér i lokin —
hann vissi að hann hafði tapað.
Ahorfendur sáu varla aðra i
hlaupinu. svo mikiö var einvigi
þessara kappa. Úrslit.
1. P. Vasala, Finnl. 3:36.3
2. K. Keinó. Kenýa. 3:36.8
3. R.Dixon, Nýja-Sjál. 3:37.5
4. M. Boit, Kenýa, 3:38.4
5. B. Foster, Bretl., 3:39.0
6. H. Mignon, Belgiu, 3:39.1
7. Paul, V-Þýzkal., 3:40.1
8. V. Pantelei, Sovét. 3:40.2
9. T. Polhill, N-Sjál. 3:41.8
10. Tom Hansen.Danm., 3:46.6
Daninn ..sprakk" við að reyna
að fylgja þeim fremstu. Þetta er i
fyrsta skipti i 44 ár, sem sama
þjóð vinnur 1500 m, 5000 m og
10000 m. á Ólympiuleikum. Finn-
land gerði það 1928 — en siðan
1936 hefur Finnland ekki unnið
gull i hlaupum þar til nú.
Hollendingur
beztur í júdó
Willem Ruska, Hollandi.
hlaut gullverðlaunin i
þyngsta flokknum i judo,
þegar hann sigraði Vitali
Kusnezov i úrslitum á
laugardag. Til þess þurfti
hann 5.42 mínútur.
Jean-Claud Brondani,
F’rakklandi, og Angelo
Parisi, Bretlandi, hlutu
bronzverðlaun i flokknum,
cn Japan átti ekki mann i úr-
slitum, þar sem Masatoshi
Shinomaki tapaði i undan-
keppni.
Lítið f jör í
hóstökki
Eistlendingurinn Juri
Tarmak frá Tallin stökk
hæst allra i hinni fjögurra
klukkustunda hástökks-
keppni í gær og þar með
bættu Sovétrikin enn einu
gullinu í sitt mikla safn
verölaunapeninga. Hann
stökk yfir 2.23 m og engum
öðrum í keppninni tókst aö
ná þeirri hæð og kom það
mjög á óvart.
Sovézkur sjór
í kajakróðri!
Sovétríkin hlutu sex gull-
verðlaun af sjö möguleg-
um, þegar keppt var til úr-
slita i kajakróðri á laugar-
dag — aðeins einum
rúmenskum ræðara tókst
að kljúfa sigurróður þeirra
sovézku.
Sovétrikin byrjuðu á þvi i úr-
slitakeppninni að sigra i eins
manns kajak karla og tveggja
manna. Yfir tuttugu þúsund
áhorfendur sáu keppnina, sem
var háð á laugardag og spenning-
urinn var mikill. Það var
Alexander Shaparenko, sem gaf
öðrum löndum sinum fordæmi,
þegar hann sigraði Sviann Rolf
Petterson og Ungverjann Geza
Csapo i geysiharðri keppni, og
siðan lá gullstraumurinn til
Sovétrikjanna.
Það var aðeins Rúmenanum
Ivan Patzaichin, sem tókst ekki
að kljúfa hann — og keppti þá
reyndar ekki við sovézkan um
efsta sætið — heldur Tamas
Wichman, Ungverjalandi, og
vestur-þýzka heimsmeistarann
Detlef Lewe og sigraði með yfir-
burðum á eins manns kajak,
kanadiskum.
Eftir það var sovézkur sjór.
Tarmak hefur aldrei orðið
sovézkur meistari i þessari grein
og kom sigur hans á óvart. Þessi
1.86 m hái Eistlendingur hefur
hingað til staðið sig bezt i innan-
hússkeppni. Hann var einn ör-
fárra i úrslitakeppninni. sem ekki
notaði F Fusbury-stilinn.
18 ára Bandarikjamaður,
Dwight Stones, kom sjálfum sér
og öðrum á óvart, þegar hann
stökk 2.21 m., en það nægði ekki
nema i 3 ja sæti, þar sem Stefan
Junge, Austur-Þýzkalandi, stökk
einnig sömu hæð i færri tilraun-
um. Fjórði varð hermann Magert
V-Þýzkalandi, með 2.18 m., og
fimmti Adam Szepsi með sömu
hæð. Jafnir i sjötta sæti voru John
Beers, Kanada, og Istvan Major,
Ungverjalandi með 2.15 m. Sviinn
Dahlgren stökk einnig 2.15 m en
varð aðeins i ellefta sæti og þar
brást siðasta gullvon Svia i frjáls-
um iþróttum.
Það kom á óvart hve árangur-
inn i hástökkinu var slakur —• fyr-
ir ólympiuleikana höfðu 19
stökkvarar stökkið yfir 2.20
metra.
Sorgiegasti atburðurinn á
lilaupabrautinni. Efst dettur
Jim Ryan, heimsmethafinn i
1500 m hlaupi i undanrásinni og
tekur með sér i fallinu Ghana-
ntanninn Biliy Fordjour. Þeir
stóðu á fætur cn hlaupið var tap-
að og enn einu sinni sá Ryan af
gullinu. A neðstu myndinni
leggur Keino hughreystandi
hönd á öxl Ryans — það má sjá,
að hann er ekki siður djúpt
snortinn, jafnvel þó einn hættu-
lcgasti mótherjinn sé úr leik.
Evrópubikarkeppnin
VÍKINGUR - LEGIA, VARSJÁ
á Laugardalsvellinum,miðvikudaginn 13. september kl. 6.15. Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 200.00
Stæði kr. 150.00. Börn 75.00 kr. Athugið. Aðeins stúkumiðar gilda að stúkunni.