Vísir - 11.09.1972, Page 17

Vísir - 11.09.1972, Page 17
Visir mánudagurinn 11. scptember 1972 17 Hunda'r dæmdnr til dauöa I Mar Del Plata uröu fjórir villihundar Argentinumanni að bana i siðasta mánuði og höfðu þeir rifið hann i sig áður en nokk- ur fékk rönd við reist. En hundarnir komust fljótt undir manna hendur og nú fyrir fáein- um dögum var svo kveðinn upp yfir þeim dauðadómur, sem full- nægt var nær þegar i stað. Jane Fonda póli- tisk fyrir fé „Það er ekki lengur spurningin, hvort Jane dóttir min verði eins fræg og ég, heldur hversu mikið frægari hún verður mér. Hún er nú þegar orðin jafn fræg og ég,” segir Henry Fonda. Jane Fonda sem hlotið hefur allar fáanlegar viðurkenningar fyrir kvikmyndaleik sinn, nýtur einnig vinsælda hjá þeim, sem eru á móti striðsrekstri Bandarikjamanna i Vietnam. Jane hefur nefnilega stigið ótal mörg skiptin fram og andmælt þvi striði. t Mexico var nýlega gengizt fyrir anti-Vietnamfundi og var þá fyrst leitað til leik- konunnar frægu og þess farið á leit við hana að hún héldi þar sköruglega ræðu. Jú, það var hún svo sem boðin og búin til að gera — en .... gegn sem svarar 240 þúsund króna (isl.).greiðslu. Og auk þess krafðist hún þess, að henni yrði flogið á fyrsta farrými til Mexico, þar fengi hún ibúð i lúxus-hóteli, einkabilstjóri æki henni um á rúmgóðum bil og henni fylgdu nokkrir lifverðir hvert fótmál. Nokkuð mikils krafizt fyrir stundarfjórðungs ræðukorn. Angela Davis i Sovét Og það er getið um fleiri skorinortar kvensur i fréttum frá Bandarikjunum. Nú er það af Angelu Davis að frétta, að hún hefur verið á ferðalagi um Sovétrikin og hvarvetna hlotið góðar móttökur t bænum Samarkand fannst bæjarbúum það ekki minna vera en það,að þeir gerðu blökkustúlkuna að heiðursborgara. POMPIDOU til Kina. George Pompidou Frakka- forseti skýrði frá þvi opinberlega siðasta mánudag, að eftir að hafa vegið og metið boð frá Peking hafi hann nú ákveðið, að sækja Kinverja heim. t viðtali við franskt blað neitaði forsetinn að upplýsa nokkuð um það, hvenær af heimsókninni yrði. Lét þess aðeins getið, að það yrði áreiðan- lega ekki á næstunni. Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon Ameriskur hershöfðingi heim- sótti Evrópu fyrir nokkru og var auðvitað spurður i þaula af blaða- mönnum, sem flykktust að honum: — Segðu okkur hr. hershöfð- ingi, hversu margar kjarnorku- sprengjur þyrfti til að eyða Sviss? — Það er ekki gott að segja, kannski svona fimm-sex stykki myndu nægja. — En til að þurrka Frakkland út af landakortinu? — Kannski 25, kannski 50 eöa 100. — En hversu margar kjarn- orkusprengjur þyrfti til að leggja Rússland i rúst? — 783! Sjúklingarnir höfðu mölbrotið allar rúðurnar i geðveikraspital- anum — utan eina — og yfirlækn- irinn spurði einn hinna seku hvers vegna þeir hefðu hlift þeirri rúðu? — Nú, við urðum að skilja eftir eina til að geta horft út maður! — Hey-heyrðu, O-Óli, é-ég veit hv-hvernig þ-þ-þú lo-losnar við heltina! — Nú jæja já? — Þú sk-skalt b-bara ganga m- með annan fó-fótinn i rennust- steininum. — Og ég get sagt þér hvernig þú losnar við að stama. — Hv-hvernig þ-þá? — Haltu þér bara saman! Tveir piltar bönkuðu með látum að dyrum hjá oddvitanum: — Á einhver hér um slóðir stóran, svartan kött með hvitum kraga? — Nei. — En svartan hund með hvitum kraga? — Nei, ekki heldur. — Heyrðu Kalli — þá hlýtur það bara að hafa verib prestur- inn, sem við vorum að aka yfir! Flugvélin var á leiðinni frá Los Angeles til Miami, Flórida. Dyrnar að stjórnklefanum þeyttust skyndilega upp og skammbyssu var þrýst upp að hnakka flugstjórans: — Og nú fljúgum við til Miami, félagar! — Já,já-envið eruineinmitt að fljúga til Miami! — Fint! Ég vildi bara vera viss. Siðust tvö skiptin var mér lent á Kúbu... — Mamma, mamma! Strákarnir hía á mig afþi é hef so stórt hövuð! Blaður. Þú ert alls ekki með stórt höfuð. Þurkaðu þér nú um augun, Matti minn — og hlauptu svo fyrir mig eftir fimm kilóum af kartöflum! — Já, en mamma, 1 hvað á ég ^að setja þær? — Nú að sjálfsögðu i húfuna þina. — Heyrðu mig, Sigurður, Þú verður nú að fara að þvo þér ei- litið oftar. — Ég? ’Eg sem fer i bað á hverjum degi. Hmm.Nú jæja. Athugarðu , að skipta um vatn i baðkarinu af og til? Og þá var það maðurinn, sem gaf aldrei konunni sinni neitt af neinu tagi. Og loks kom að þvi, að kona hans fór frá honum — hún hafði fengið nóg.... Frú Jónasson hafði fengið sér hárkollu og var svo spennt, að komast að áliti manns sins, að hún fór rakleiðis á skrifstofuna til hans og stanzaði fyrir framan skrifborð hans. Hann leit ekki einu sinniupp. Já.ekki fyrr en hún hvislaði að honum: Þú, er ekki til andartak i lifi þinu til að eyða á litla stúlku eins og mig? Jónasson leit rétt sem snöggvast upp úr pappirum sinum, hristi svo höfuðið og svaraði: Nei, þér likist konunni minni alltof mikið til þess! Pabbi kall! Ég fékk lánaðan bilinn þinn áðan. Viltu að ég segi þér frá ferðinni núna, eða villtu heldur lesa um hana i morgun- blöðunum á morgun? — Mamma, ég hef séð strætó, sem var alveg eins stór og Þjóð- leikhúsið! — Hættu þessu blaðri, drengur — ég hef sagt þér það margoft. ffíiiX ^ SKEIFAN) CKf/fAN 10 AUKL A BnA IA T HÚSGAGNAVERZLUN GUÐMUNDAR GUDMUNDSSONAR COMMODA í nýium búningi COMMODA (Hið þægilega) Sófasettið sem hannað er í samræmi við kröfur dagsins í dag. Formfagurt og sérstaklega þægilegt. Eina sófasettið á markað- inum, sem hefurtvo púða í baki. — COMMODA (Hið þægilega) hefur nýstárlega lausn á slitflötum: Það er hægt að snúa þeim öllum, svo að þeir endast helmingi lengur, sem er einkar hentugt með arm- stykkin. COMMODA (Hið þægilega) er aðeins til sölu á einum stað. — Greiðist á tveimurárum. Komið og sjóið COMMODA með nýjo áklœðinu

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.