Vísir - 11.09.1972, Blaðsíða 21

Vísir - 11.09.1972, Blaðsíða 21
Visir mánudagurinn 11. september 1972 21 | í DAG | í KVÖLP | í PAB | í KVÖ L n □AG ^■☆☆☆☆☆☆☆☆☆ö******************************'**-!1 Sænskir stórborgarar við sjávarsiöuna,þar sem þeir herja á fólkið.sem þar býr. Þarna eru finu frúrnar með perludjásn sin. Sjónvarp kl. 21,20: Sœnskir „þorparar" í vand- rœðum með stórborgarbúana islenzkir „þorparar” eiga ekki enn við þann vanda að striða sem upp kemur þcgar sumarleyfi byrja og fólk úr Reykjavik eða Akureyri flykkist út á land og hertekur smábæina. Ennþá erum við borgarbúar ekki það fjöl- mennir né smáþorpin svo freist- andi að við hópumst i frium okkar út á Iandsbyggðina,ibúum til leið- inda og trafala. Þetta er nefnilega orðið vanda- mál hjá sænskum „þorpurum” og hefur lengi verið. A sumrin gera Stokkhólms og Gautaborgarbúar sér ferð út á landsbyggðina og W Til sölu Óskað er kauptilboða i eftirtalda gripi, vélar og tæki, sem verða til sýnis að Vifil- stöðum, Garðahreppi, föstudag og laugar- dag 15.-16. sept. 1972, kl. 13-16 e.h.: 1. 40 mjólkurkýr 2. 12 geldneyti 3. 1 naut 4. 120 tonn taða, vélbundin 5. Rörmjaltakerfi 0. 30 stk. mjólkurbrúsar 7. Haugsuga 8. Farmal D.L.D. dráttarvél (diesel) 14 hö, árg 1958 9. Fella heytætla, sex stjörnu 10. Fóðurvagn (heykló) Tilboðseyðublöð afhendir bústjórinn Magnús Kristjánsson, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar, á staðnum. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 19. sept kl. 17 e.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGABTONI 7 SÍMl 26844 hreinlega setjast að i smábæjum einkum á sjávarsiðunni ,þar sem gott er að vera,hreint og heilnæmt loftslag og „gestrisið” fólk. Sumarhyski kalla ibúarnir þessa gesti sina þar sem þeir striplast á baðströndinni áhyggjulausir meðan unnið er hörðum höndum i kringum þá. En gestirnir eiga nú lika nóg af.fé, sem þeir dreifa i allar áttir — ætið þó i óþökk gestgjafanna. Lars Molin hefur skrifað leikrit um þennan vágest sem sænskir ibúar við sjávarsiðuna eiga við að glima á hverju sumri. Molin var tiltölulega litt þekktur Svii en með þessu leikriti sinu varð hann frægur um gjörvallt Sviariki. Leikritið er sérstaklega gert fyrir sjónvarp og þegar það var sýnt i fyrsta sinn vakti það regin hneyksli. Sumir gátu ekki orða bundist af vanþóknun en aðrir lofuðu verkið upp i hástert og sögðust aldrei hafa séð neitt sem kæmist i hálfkvist við það hvað gæði snerti. Gagnrýnendur rifust um leik- ritið eins og venjulegir áhorf- endur. Einn sagði: Alversta leik- rit sem ég hef augum litið. Annar: Langbezta leikrit sem ég hef séð. Ýmsar senur i „Sumarhyski” voru gagnrýndar harðlega fyrir að vera fram úr hófi klúrar, enda eru nokkur strip-atriði á bað- ströndinni sem allir voru ekki sammála um. Leikstjóri „Sumar- hyskis” er góðkunnur okkur Is- lendingum, Christian Lund, ungur og mikils metinn leikhus- maður i Sviþjóð. Hann hefur tvi- vegis stjórnað leiksýningum hér- lendis „Þjófar, lik og falar kon- ur” og „Tveggja þjónn”, sem Iðnó sýndi fyrir nokkrum árum við mikla lukku leikhúsgesta. GF UTVARP MÁNUDAGUR 11. september 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan. „Þrútið loft” eftir P.G. Wodehouse Jón Aðils leikari les (21). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15. Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Sagan af Sólrúnu” 18. Fréttir á ensku 18.10 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Daglegt mál Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Um daginn og veginn Jón Baldvin Hannibalsson skólameistari talar. 19.55 Mánudagslögin «■ «• «• «- «• «■ «• «■ «- «■ «■ «- «- «• «- «• «■ «■ «• «■ «• . » «• «■ «■ «■ «■ «• «- «• «- «■ «■ «■ «■ «- «- «- «• «- «- «■ «- £ «• «■ «• «■ «• «■ «- «• «• «• «■ «- «■ «- «- «■ «- «■ «■ «■ «- «■ «- «• «- «■ «- «- «■ «■ «- «- «- «- «■ «■ «- «• «• «• «- «- «• «■ «■ «• «- «- «- «- «- «- «- «- «■ «■ «- «■ «• «- «■ «- «- í* Nt VL Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 12. sept. Hrúturinn,21. marz-21. aprll. Heldur þunglama- legur dagur framundan, án þess þó að nokkuð beinlinis neikvætt gerist. Sinntu hversdags störfum af kostgæfni. Nautið,21. april-21. mai. Þetta verður fyrst og fremst hæglætisdagur, að þvi er séð verður, og ekkert merkilegt sem virðist bera til tiðinda. Kvöldið ákjósanlegt til hvildar. Tviburarnir,22. mai-21. júni. Rólegur dagur. Þú getur komið miklu i framkvæmd ef þú ferð þér hægt og rólega og beitir þeim aðferðum, sem þú veizt aö þú mátt treysta. Krabbinn, 22. júni-23. júlí. Farðu rólega að hlutunum i dag, — ekki nóg með að allur ákafi sé þýðingarlaus, heldur getur hann beinlinis spillt fyrir eins og dagurinn er. Ljónið,24. júli-23. ágúst. Láttu sem minnst upp- skátt um fyrirætlanir þinar, þú átt þér keppi- nauta, sem ekki munu sérlega vandir að bar- áttuaðferðum,ef þvi er að skipta. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Þetta verður að mörgu leyti notadrjúgur dagur, þrátt fyrir ein- hverjar tafir i fyrstu. Fréttir munu reynast hag- stæðar og ánægjulegar, og einkum langt að. Vogin,24. sept>23. okt. Þaðereinsog þú veröir i nokkrum vafa um hvaö gera skuli i einhverju máli fram eftir deginum, en svo færist allt i sinn rétta farveg. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Ekki kannski auövelt að fást við hlutina, þvi nokkur seinagangur mun segja til sin, en annars góður dagur. Kvöidiö ánægjulegt að þvi er virðist. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Allt bendir til að þetta geti oröið all notadrjúgur dagur, en ekki mun hann ákjósanlegur til að fitja upp á neinu nýju eða taka miklar ákvarðanir. Steingeitin, 22. des.- 20. jan. Þú getur komið miklu i verk með þvi að ýta ekki á eftir neinu, en fylgjast vel meö. Fara þær leiðir, sem þúhefur áður reynt og telur greiöar. Vatnsberinn,21. jan.- 19. febr. Eitthvað viröist i vegi fyrir þvi að þú komir i framkvæmd þvi, sem þú hafðir ákveðið, þó ekki vanta nema herzlu- muninn, að sumu leyti. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Þú átt rólegan dag i vændum.Ekki atburðamikinn, en notadrjúgan i sambandi við allt það, sem þú hefur þegar und- irbúið eða komið nokkuð áleiðis. 20.30 Erlendar raddir um Islenzk öryggismál (Aður útv. 3. júni) Einar Karl Haraldsson tók saman. Lesari auk hans: Sigmund- ur örn Arngrimsson. — A eftir stjórnar Tómas Karls- son ritstjóri umræðum um öryggismálin og þátt- takendur i þeim eru: Björn Bjarnason lögfræðingur og Ragnar Arnalds alþingis- maður. 21.30 Útvarpssagan: „Dala- lif” eftir Guðrúnu frá Lundi Valdimar Lárusson leikari les (21). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir talar um meðferð sláturdýra. 22.40 Hljómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJONVARP Mánudagur 11. september 18.00 Frá Ólympiuleikunum Kynnir ómar Ragnarsson. (Evrovision) Hlé. 20.00 Fréttir 20,25 Veður og auglýsingar 20.30 Um loftin blá. Brezk mynd, þar sem rakin er saga loftbelgja og loftfara og sagt frá tilraunum manna, til að fullkomna þessi farartæki. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Samspil. Hér gerir sænski „Kultur-kvartett- inn” undir forystu Jan Bark tilraun að semja tónlist fyr- ir sjónvarp, með þá kenn- ingu að leiðarljósi, að hljómur og mynd skuli vera ein órjúfanleg heild. (Nord- vision — Sænska sjónvarp- ið) 21.20 Sumarhyski. Verðlauna- leikrit eftir sænska rithöf- undinn Lars Molin. Leik- stjóri Christian Lund. Meðal leikenda: Ernst Gunther, Gun Jönsson, Wanja Basel, Anders Nyström, Britt Örnehed og Oscar Ljung. Þýðandi Dóra Hafsteinsd- óttir. Sumarhyski er nafnið, sem ibúar smábæja við sjávarsiðuna i austan- og sunnanverðri Sviþjóð hafa valið gestum sinum, stór- borgarbúum innan úr landi, sem koma þegar vorar með sitt hafurtask, færa með sér . umstang og ólæti — og pen- inga. 1 þessu leikriti leitast Lars Molin við að lýsa sum- ardvöl baðgestanna, sam- skiptum þeirra innbyrðis og við gestgjafana, frá sjónar- hóli heimamanns. (Nord- vision — Sænska sjónvarp- ið) 22.55 Dagskrárlok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.