Vísir - 11.09.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 11.09.1972, Blaðsíða 9
Visir mánudagurinn 11. september 1972 9 Electrolux Frystikista 310 Itr. Electrolux Frystikista TC114 310 litra, kr. 28.405. Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjðður, sem heldur lokinu uppi. VörumarkaðurinnhY. Þér lærið nýtt tungumál á 60 tfmum! Linguaphone lykillinn að nýjum heimi Tungumálanrimíhtið á hljómplötum eóa segulböndumi ENSKA, ÞÝ2KA, FRANSKA. SPANSKA. PORTUGALSKA, ITALSKA. DANSKA. SÆNSKA. NORSKA. FINNSKA, RÚSSNESKA. GRlSKA. JAPANSKA o. fl. Vcrd aðeins hr. 4.500- AFBORGUNARSKILMMAR Hljódfœrahús Reyhjauihur laugauegi 96 simi: I 36 56 Allur fögnuður áhorf- enda beindist að Japan — og ísland varð í 12. sœti í handknattleikskeppninni eftir tapleik gegn Japan Ludmila Bragina — þrjú heimsmet og olympískt gull. Þriðja heimsmetið og gull L. Bragínu Ludmila Bragina, Sovétrikjunum setti þriðja heimsmet sitt i 1500 m hlaupi, þegar hún sigraði með miklum yfirburðum i hlaupinu á laugardag — og til marks um hina miklu keppni má geta þess, að sjö fyrstu stúlkurnar voru allar innan við heimsmetstimann fyrir leikana. En þær réðu ekkert við Bragina i úrslitahlaupinu — þetta var allt algjörlega hennar eign og hún varð einn mesti yfirburðasigur- vegari á leikunum. Þó hlupu hin- ar flestar mjög vel, en það hafði ekkert að segja gegn sovézku „hlaupavélinni”. 1. L.Bragina, Sovét. 4:01.4 2. Hoffmeister, A-Þýzk. 4:02.8 3. P.Cacchi, italia 4:02.9 4. Burneleit, A-Þýzkal. 4:04,1 5. S.Carey, Bretl. 4:04.8 G. I.Keizer, Holl. 4:05.1 7. T.Bangelova, Sovét. 4:06.5 Islenzka liðið komst i 2-0 i upp- hafi leiks, en Japan jafnaði við geysileg fagnaðarlæti áhorfenda. Hins vegar var mörkum islenzka liðsins fagnað litillega — aftur tveggja marka forustu íslands, þegar Jón Hjaltalín skoraði tvi- vegis. Óneitanlega minnti Jón Hjaltalin á hinn rúmenska Gruia, enda tóku Japanir það til bragðs að setja mann á hann og stóðu þeir langtimum saman hreyfingarlausir gagnvart hvor öðrum og vöktu kátinu áhorfenda. Engu að síður náði Jón að sýna stórkostlegan leik og skoraði fimm glæsileg mörk með skotum sinum. Geir Hallsteinsson átti á ný glæsilegan leik, enda þótt langskotin brygðust enn, enda ekki alltof vel blokkerað fyrir hann eða aðrar stórskyttur liðs- ins. Leikurinn var mjög jafn. Japan jafnaði i 5-5 og komst yfir i 6-5. Stórskyttur þeirra, Arinaga og Chikamori, sáu til þess og i hálf- leik var staðan 12-11 fyrir Island. Það vakti vonir, þegar Geir skoraði fallegt mark i byrjun sið- ari hálfleiks og staðan var 13-11 og nokkru siðar var 14-12 eftir mark frá Geir. En Japanir jöfn- uðu, Island komst aftur yfir með marki Ágústs ögmundssonar og aftur jafnað. Sannarlega var stemmning i höllinni glæsilégu, en bara ekki nógu hagstæð, þvi oft fengu ís- lendingarnir pip og flaut frá hin- um Japansinnuðu Þjóðverjum. Staðan var 16-16, þegar viti Jóns Hjaltalin var varið. Siðan fylgdi ótrúleg keðja af lélegum linuskot- um. Ein sex þeirra lentu beint i japanska markverðinum. Ótrú- legt — óafsakanlegt. Enn er jafnt 17-17 og þá skoraði Kinó 18-17. Björgvin Björgvinsson jafnaði — loks tókst að skora af linunni — og rétt undir lokin skoraði Kino glæsilegt mark og Japönum tókst lokasekúndurnar að bægja stór- skyttum okkar frá. Mér fannst leikur okkar manna að mörgu leyti góður, en hins veg- ar finnst mér vörnin of U-löguð — það er varnarmenn miðjunnar eru of lágvaxnir.ofugt við várnir allra annarra þjóða hér. Vörnin átti ekki að leyfa Japönum, sem flestir eru smávaxnir, að leika inn fyrir punktalinuna og skjóta meðótrúlega góðum árangri. Fyr- ir sóknarmenn okkar verður að nota blokkeringar. Þetta þarf að laga og þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Þá verður að geta þess, að Hjalti Einarsson meiddist í Pól- verjaleiknum og er með höndina i fatla og sér fram á að geta ekki stundað vinnu á næstunni. Hefði Hjalti hins vegar verið með, þá hefði 3-4 marka sigur unnizt — á þvi er ekki nokkur vafi. Mörkin skoruðu Geir 7, Jón Hjaltalin 5, Björgvin 2, Gunn- steinn, Sigurbergur, ólafur og Agúst eitt hver. Fyrir Japan skoruðu Iida, Aringa og Chika- mori 4 hver, Hyokai og Kino 3 hvor og Noda eitt. Frá Jóni Birgi Péturs- syni, MUnchen: Tólfta sætið varð það fyrir ísland i handknatt- leikskeppninni hér i MUnchen. Að minu áliti eru Júgóslavar og Rúmenar tvær áberandi beztu þjóðirnar — næstu tiu lönd eru nokkurn veginn i sama flokki. Það er hreint ekki út i hött að hugsa sér ísland sem bronzlið hér — óheppni eða heppni var það, sem réð úrslitum. Eftir að islenzka liðið tapaði af vinning gegn Tékkum — silfurliðinu i Múnchen — og náði að- eins jafntefli, var eins og liðið félli saman. um langt skeið, en Pólverjar eru ekki svo sterkir að við hefðum ekki átt að ráða við þá. Japanir fannst mér aftur á móti mun sterkari og reyndar afbragðs handknattleikslið. Það sýndu þeir gegn Islandi, þar sem þeir unnu með einu marki 19-18 og fengu mikið klapp fyrir og fagnaðarlæti niu þúsund áhorfenda i Iþrótta- höllinni i MUnchen. Það kom nokkuðspánskt fyrir sjónir, að nú var stemmningin öll með stór- þjóðinni — það er Japan —■ og litið fór fyrir islenzku áhorfendunum, sem þarna voru þó og enginn sást islenzki fáninn á lofti eins og fyrr i keppninni. Japan sýndi i þessum leik ótvirætt, að leikmenn liðsins eru komandi stórveldi i hand- knattleik — aðeins litilsháttar ambögur á eftir að sniða af liðinu og leik þess. Þannig var það gegn Pólverj- um að liðið átti sinn lakasta leik Ötrúlegur tími David Hemery í milliriðli 4x400 m boð- hlaupsins náði David Hemery, Bretlandi — sigur- vegarinn i 400 m grind i Mexikó og 3ji i Múnchen — hreint ótrúlegum tima. Hann hljóp þriðja sprett fyrir brezku sveitina á 43.4 sek. Hreint stórkostlegur timi, þó svo hann hefði „fljúgandi viðbragð”. Matthews sigraði i 400 m hlaupinu i Múnchen á 44.6 sek. ¥ Steyttu hnefo Bandarisku 400 m hlaupar- arnir Lee Evans, Vince Matthews og VVayne Collett vöktu athygli á sér á Olympiuleikvanginum i gær, þegar þeir upphófu mikil hróp rctt áður en úrslit 4x400 m boðhlaupsins hófust. Þeir létu i ljós gremju sina, að fá ekki að taka þátt i þvi og steyttu upp hnefana — merki „Blaek Powers” en fengu litlar undirtekntir hjá áhorf- endnm. QPP Júgóslavar meistarar Júgöslavar sigruðu Tékka auðveldlega i úrslitaieikn- um i handknattleiknum i gærkvöldi 21-16 og var raun- verulega um litla sem enga keppni að ræða, þvi I leikhléi höfðu Slavarnir sjö mörk yf- ir, 12-5. i keppninni um þriðja sætið vann Rúmenia Austur-Þýzkaland og loka- röðin i handboltanum á leik- unum varð þcssi: 1. Júgóslavía 2. Tékkóslóvakia 3. Rúmenia 4. Austur-Þýzkaland 5. Sovét- rlkin 6. Vestur-Þýzkaland 7. Sviþjóð 8. Ungverjaland 9. Noregur 10. Pólland 11. Jap- an 12. island 13. Danmörk 14. Bandarikin 15. Spánn og 16. Túnis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.