Vísir - 11.09.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 11.09.1972, Blaðsíða 16
16 Visir mánudagurinn 11. septcmber 1972 Það er ekki oft, sem Billy Bond, bakvörður West Ham, skorar, en hann gerði þaö gegn Chelsea á laugardag. Hann er þarna i miðið i keppni við tvo leikmenn Newcastle og til vinstri er Pat Howard, sem átti mjög góðan leik gegn Arsenai á laugardag. Saga til nœsta bœjar: Manchester-liðið neðst í fyrstu deildinni ensku! Þaö skeöi ýmislegt í ensku knattspyrnunni á laugardag — Arsenal tap- aði efsta sætinu vegna slælegrar frammistöðu i Newcastle. Fyrsti tap- leikur liösins á keppnis- tímabilinu/ en Everton heldur sínu striki og er nú efst meö þrettán stig og er eina liðið í 1. deild, sem ekki hefur tapaö leik. Stórkaupin i vor hafa gef- ið góöan árangur hjá Liverpool-liðinu. En ofar viö Marey-ána i Lancashire gengur allt á afturfótunum hjá Manchester-liðunum frægu. Þau eru nú neðst i fyrstu deildinni og hefði það einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Bæði töpuöu á laugardag og Manchester United — bezta og frægasta lið Eng- lands eftir siðari heims- styrjöldina — er eina liðið i deildinni, sem ekki hefur unnið leik. Nágrannarnir eru þó skárri — hafa unnið tvo leiki, en tapað þeim fleiri. Það var sannarlega mikið um óvænt úrslit og áður en lengra er haldið skulum við l'yrsl lila á úrslitin i leikjunum, sem voru á islenzka getraunaseðlinum. 1 Birmingh.-Manch.City 4-1 2 Chelsea-Vest Ham 1-3 2 Leicester-Kverton 1-2 1 I.iverpool-Wolves 4-2 2 Manch.Utd.-Coventry 0-1 1 Newcastle-Arsenal 2-1 X Norwich-Shelf.Utd. 1-1 2 Southampton-Ipswich 1-2 X Sroke-Leeds 2-2 1 Tottenh.-C.Palace 2-1 1 WBA-Derby County 2-1 2 Cardiff-Aston Villa 0-1 1 leikjunum i 2. deildinni urðu úrslit þessi: Brighton-Fulham 2-1 Burnley-QPR l-l Hudderslield-Oxford 2-0 Middlesbro-Carlisle 2-0 Nottm.For.-Luton 0-1 Millvall-Sunderland 0-1 Orient-Bristol City 0-2 Preston-Hull City 1-0 Sheff.Wed.-Portsmouth 2-1 Swindon-Blaekpool 0-0 Arsenal, án Peter Simpson og George Armstrong, er það merkilega er, að Armstrong hefur verið settur úr liðinu fyrir Peter Marinello, stóð sig illa i Newcastle, sem vantaði þrjá af sinum föstu leikmönnum. Fyrsti tapleikur Arsenal varð stað- reynd og liðið átti ekki annað skilið eins og það lók. Malcolm McDonald, sem var miklu fljót- ari en miðvörður Arsenal, Frank McLintock, og lék hann oft grátt. skoraði fyrsta mark Newcastle. Hay Kennedy tókst að jafna og staðan 1-1 var ekki réttlát — Newcastle hefði átt að vera nokkrum mörkum yfir. 1 siðari hálfleiknum tókst Craig, bakverði, að skora sigurmark Newcastle með spyrnu af 30 m færi, sem Barnett missti milli handa sér. Fimmta mark Craig, sem er irskur landsliðsbakvörð- ur. i yfir 260 leikjum fyrir New- castle og það þýðingarmesta. M jög voru úrslitin óvænt i inn- byrðisleik Lundúnaliðanna Chelsea og West Ham. Tommy Taylor, miðvörður WH, skoraði strax eítir 3 min. og lið hans náði eftir það frábærum leik og verðskuldaði sigur á leikvelli Chelsea. Chris Garland tókst þó að jafna, en með nær stöðugum sóknarleik tókst West Ham tvi- vegis að skora — fyrst Bobby Moore með hörkuskoti af 25 metra færi, siðan Billy Bonds — sem sagt allt varnarmenn, sem skoruðu mörk WH. Undir lokin kom Garner. tvitugur miðherji, sem Chelsea keypti i siðustu viku frá Southend fyrir 100 þús- und pund, inn á, en það breytti engu. Everton er það liðið, sem sýnt hefur mesta framför frá i vor. Þá keypti liðið þrjá leikmenn, markvörðinn Lawson frá Huddersfield, Mike Bernard, framvörð frá Stoke, og skozka útherjann Conolly fyrir á fjórða hundrað þúsund sterlingspund og þessir leikmenn hafa gjör- breytt liðinu — ásamt þvi, að ,)oe Koyle er nú aftur mikill markakóngur, þó svo hann skoraði ekki gegn Leicester á laugardag. Það var Conolly, sem skoraði fyrsta mark leiks- ins fyrir Everton, siðan setti Graham Cross knöttinn i eigið mark og i leikhléi stóð 2-0 fyrir Everton. Jon Sammels tókst að laga stöðuna i 2-1 fyrir Leicester á 76.min. en ekki tókst liðinu að jafna. Liverpool hafði heppnina með sér framan af gegn Úlfunum. 1 stað tveggja—þriggja marka, sem 'Jlfarnir hefðu átt að skora hjá Liverpool i fyrri hálfleik, varð útkoman aðeins eitt mark — og það skoraði markvörður Úlfanna Rod Arnold i eigið mark!! Lið Liverpool, drifið áfram af Kevin Keegan, lagað- ist mjög i siðari hálfleiknum og þá skoruðu þeir Keegan, Peter Cormack (tók stöðu Hall i Liverpoolliðinu) og Tommy Smith úr vitaspyrnu, en Steve Kindon, nýi leikmaðurinn frá Burnley, og John Richards skoruðu fyrir Úlfana. Fyrirliði þeirra, McCalliog, var rekinn af leikvelli og f jórir aðrir leikmenn bókaðir. Manch. City, sem gengur ótrúlega illa, skoraði fyrsta markið i Birmingham á 24 min. Tony Towers. En Birmingham- leikmennirnir voru fljótir að jafna, Bob Latchford á 27.min. og fyrir hlé skoraði hann annað mark. i byrjun siðari hálfleiks tættu þeir vörn City i sundur — Alan Chambell skoraði strax og Latchford fullkomnaði þrennu sina á 10 min. Það er eitthvað mikið að hjá City. Fram- kvæmdastjórinn Malcolm Allison ætlaði að selja einn bezta leikmann liðsins, Mike Doyle. til Stoke i siðustu viku fyrir 100 þúsund pund, en leik- maðurinn neitaði — hvað, sem siðar verður. Og ekki gekk Manch. Utd. betur — tókst ekki að skora gegn Coventry á heimavelli og sull- aðist niður á botninn, þegar minnsti maðurinn á vellinum Willie Carr, skallaði inn sigur- mark Coventry á 55 min. Stoke lék vel gegn Leeds, en þó gekk ekkert i fyrri hálfleik. Þá skoraði Leeds tvivegis, fyrsta Peter Lorimer á 33 min, og siðan Alan Clarke og þegar Gordon Banks hirti boltann úr netinu. var það i einu skiptin, sem hann kom við hann á þeim tima. En svo tókst Stoke loks að skora á 63 min., þegar Geoff Hurst skallaði inn fyrirgjöf Jimmy Robertsson. Þremur min. fyrir leikslok jafnaði Conroy og á siðustu sek. leiksins small knötturinn i þverslá Leedsmarksirrs. Meisturum Derby gengur m jög illa og West Bromwich náði sinum fyrsta sigri gegn þeim á laugardag. Þó skoraði Derby fyrst Roy Mc- Farland. En Asa Hartford jafn- aði með stórkostlegu marki, og Martin Pctcrs — fyrirliði Tott- , cnham — skoraði sitt sjötta l inark á leiktimabilinu gegn C. Palace. þegar langt var liðið á leikinn skoraði Tony Brown sigurmark- ið. Fyrirliði Tottenham, Martin Peters, skoraði frá vitaspyrnu- punktinum á 37. min, gegn ná- grönnunum Crystal Palace — sjötta mark hans á leiktimabil- inu — og á lokaminútu fyrri hálfleiks kom Mike England stöðunni i 2-0. i siðari hálfleik skoraði Peter Knowles sjálfs- mark og enn hefur Palace ekki unnið annað Lundúnalið i 1. deild þau þrjú keppnistimabil, sem liðið hefur leikið þar. Ipswich heldur sinu striki og vann Dýrlingana i Southamp- ton. öll mörkin voru skoruð i siðari hálfleik. Bryan Hamilton og Rod Belfitt skoruðu á 51. og 55. fyrir Ipswich, en Mike Channon fyrir heimaliðið úr vitaspyrnu á 72 min. I mjög jöfnum leik i Norwich skoruðu David Cross fyrir heimaliðið, en Frank Dearden fyrir Sheff. Utd. Staðan i 1. deild er nú þannig: Everton 5 3 0 10- 4 13 Tottenham 5 2 1 11- 6 12 Arsenal" 4 3 1 12- 6 11 Liverpool 5 1 2 17-11 11 Ipswich 4 3 1 13- 9 11 Leeds 4 3 1 12- 9 11 Chelsea 3 3 2 12- 9 9 Sheffield Utd. 3 3 2 11- 9 9 Wolves 4 1 3 16-16 9 Norwich 3 3 2 7- 8 9 West Ham 3 2 3 13-12 8 C. Palace 2 4 2 7- 8 8 Newcastle 3 1 4 11-12 7 Coventry 2 3 3 6- 7 7 Birmingham 2 2 4 13-15 6 Derby 2 2 4 6- 8 6 Southampton 1 4 3 6- 9 6 Stoke 1 3 4 8-12 5 Leicester 1 3 4 8-13 5 WBA 1 3 4 5-10 5 Manch. city 2 0 6 6-11 4 Manch. Utd. 0 4 4 4-10 4 Aldrei sigrað á stórmóti - Gífurlegt sentímetrastríð í kúluvarpskeppninni á Olympíuleikunum í fyrsta skipti í 36 ár hlutu Bandaríkjamenn ekki gull- verölaunin á ólympiuleik- unum — eftir gífurlegt sentimetrastríð féll gulliö í skaut Vladyslav Komar, 32ja ára hægláts Pólverja, sem á löngum ferli hafði aldrei lent ofar á stórmóti en i þriöja sæti, þar til nú. Þriöja tilraun hans á olympiuleikum heppnaðist — hann varpaði þegar i fyrstu tilraun 21.18 m. og þaö nægði, þó Bandaríkja- maðurinn George Woods nálgaðist hann mjög — en einum sentimerta munaði — og aðeins f jórum á fyrsta og fjórða sæti. Komar hefur keppt á annan áratug og átti bezt i sumar 21.00 m og hann bætti sig þvi vel á réttu augnabliki. Hann varð i niunda sæti i Tokió 1964 og sjötti i Mexikó. George Woods. sem þótti sigur- stranglegastur, varpaði yfir 21 m i siðustu tilraun sinni — en kúlan hitti merkisspjald i um 5 sm. hæð frá vellinum og virtist i fyrstu lengra en sigurkast Komars. En það mældist aðeins 21.05 m og á- horfendur létu i ljós óánægju sina Keppnin um 3ja sætið var ekki siður hörð. Tveir Austur-Þjóð- verjar vörpuðu nákvæmlega 21.14 m og til þess að skera úr um bronzverðlaunin varð að lita á næst beztu köst þeirra. Þar mun- að enn þessum stóra sentimeter. Annað lengsta kast Briesenick reyndist 21.02 m — landi hans Gies átti næstbezt 21.01 m!! fyrr! Þessi úrslti voru mikið áfall fyrir Bandarikin. þó svo Allan Feuerback næði fimmta sæti með 21.01 m og Brina Odfield þvi sjötta með 20.91 m og USA ætti þvi þrjá af sex beztu. Allir þessir menn vörpuðu mun lengra, en Ólympiumet heimsmethafans Randy Mattson var — en hann komst sem kunnugt er ekki i bandariska liðið, varð i fjórða sæti á úrtökumótinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.