Vísir - 27.09.1972, Side 2
2
Visir Miftvikudagur 27. september 1972.
risntsm:
Hvernig finnst yður
írammistaða islenzku
skákmannatána i
Skonié?
Gisli í5tefánsson, málari: Alveg
skinandi. En það er bara alltaf
eins og vanti herzlumuninn hjá is-
lenzkum iþróttamönnum, þegar á
Keynir. bó þeir hafi nú ekki kom-
izt áfram i A-riðilinn þá er þetta
ágæt frammistaða.
Svéinn Jónsson.sjómaður: Ja, ég
hef nú bara litið fylgzt með þvi.
Maður fylgdist vel með i sumar
þegar þeir voru að tefla i Höllinni,
Fischer og Spasski, en með is-
lenzku strákana úti i Júgóslaviu,
er þetta ekki bara þokkaleg út-
koma hjá þeim?
Gústul' Pálinason, vélstjóri: liún
er mjög góð, þó að það sé auð-
vitað sárt íyrir okkur að komast
ekki i A-riðilinn.
Kristbjörg Antonsdóttir, nem-
andi: Mér finnst hún mjög góð,
svona eftir þvi sem ég hef fylgzt
með i blöðum og útvarpi. Ég held
við getum bara verið ánægð með
skákmennina okkar.
POPPARAR I MIKLUM
— breytingar á flestum hljómsveitum — og nýjar sýna sig
llér gefur að lita nýjustu pop-hljómsveitina á markaönum. BRIMKLÓ heitir hún og hefur á að skina þrem úr Ævintýri heitnu. Klærnar eru
t.v.: Sigurjón, Arnar, Ilannes Jón, Ragnar og Björgvin Halldórsson.
fóru úr Ævintýri til Svanfriðar
eru ekki minna þekktir menn en
þeir Ragnar Sigurjónsson
(Dúmbó og siðast Mánar) og
Hannes Jón, sem kunnur er
oröinn fyrir þjóðlagasöng.
Hannes Jón vakti fyrst veru-
lega athygli i trióinu Fiðrildi, en
áður hafði hann leikið i bitla-
hljómsveitum, sem æfðu i bil-
skúrum og fóru dult. Eftir að
Fiðrildi hætti, stóð Hannes Jón
áfram i sviösljósinu og söng
viða og þá m.a. i sjónvarpinu.
Og nú er komin á markaðinn
tólf laga hljómplata með lögum
eftir hann. og hefur hún hlotið
góða dóma gagnrýnenda, Og
loks er það af Hannesi að segja,
að þessa dagana spilar hann i
danshúsatriói, sem leikur lög
við allra hæfi. Með þvi triói
ætlar hann að spila fram yfir
helgi, en i næstu viku gefur
hann sig Brimkló á vald að
fullu og öllu.
Spilamennskan með trióinu
ætti að koma Hannesi Jóni að
góðu haldi þegar i nýja-Ævin-
týri er komið, það er nefnilega
heilagur ásetningur þeirra i
hljómsveitinni að spila lög við
ALLRA hæfi.
GUNNAR JÖKULL í
MÁNA?
Sú spurning vaknar, þegar
Raggi hættir i Mánum og
byrjar að lemja húðirnar i
Brimkló , hver taki sæti hans i
..hljómsveit Selfyssinga og ná-
grennis”. bvi vist er, að ekki
fer þessi vinsæla hljómsveit
austanfjalls að hætta störfum
við svo búið. Hefur Gunnar
Jökull verið sterklega nefndur i
þvi sambandi, en hann hættir
störfum með Trúbroti upp úr
næstu mánaðamótum. Hann
hefur raunar ekki æft með
hljómsveitinni ennþá, en
kunnugir segja, að hann sé að
pakka niður trommusettinu sinu
til að flytja það austur fyrir
fjall.
^ Þó ekki sé pop-skemmtistöðunum til að^
dreifa i höfuðborginni skjóta nýjar hljómsveit-
ir stöðugt upp kollinum og margar hverjar
virðast una hag sinum vel. Skóladansleikir og
sveitaböll hafa jafnan gefið nokkuð i aðra
hönd.
Siðustu dagana hafa nýjar og breyttar
hljómsveitir bókstaflega sprottið upp eins og
gorkúlur og hefur næstum engin starfandi
hljómsveit sloppið undan þeim hræringum i
pop-heiminum. Hér á eftir verður stiklað á
^stóru um helztu viðburðina:______________J
TRÚBROT KAUPIR
DÝRT SÖNGKERFI
Og i framhaldi hlýtur maður að
leiða hugann að þvi, sem um
BRIMKLÓ
(ÆVINTÝRI)
Fyrst ber að geta nýjustu
hljómsveitarinnar, sem likleg
er til að skipa sér á fyrstu vikum
upp við hlið vinsælustu hljóm-
sveitanna. bar eru relnilega
komnir fram á völlinnaftur þrir
af stofnendum Æviiiíýris, en sú
hljómsveit lagð.\ upp laupana
er tveir liðsmenn hennar sneru
sér að stofnun nýrrar hljóm-
sveitar, Svanfriðar.
Siðan það var, hafa þeir
Björgvin Halldórsson, Arnar
Sigurjónsson og Sigurjón Sig-
hvatsson haft hægt um sig, en
nú eru þeir sem sé komnir
endurnærðir úr hvildinni með
Brimkló.
í stað þeirra tveggja, sem
Kjartan Bergmann Guðjótisson,
skjalavörður: Góð. betta er eðli-
leg frammistaða ,þó það vilji oft
brenna viðhjá okkur íslendingum
að detta svolitið niður undir lokin,
þegar við erum að keppa við
okkur stærri þjóðir. bó get ég
ekki annað sagt en að ég sé
ánægður með skákmennina.
Jón Hciðberg.kaupmaður: O hún
er sæmileg er það ekki? Annars
hef ég nú ekki fylgzt vel með
þessu skákmóti. Hann stóð sig vel
einn strákurinn, hvað heitir hann
nú aftur — jú Guðmundur.
Klámfenginn
hugsunarháttur
„Helviti finnst mér nú hart að
sjá baksiðuna á Visi i gær. bar er
talað um mál, sem höfðað er gegn
tveim mönnum, sem framleiddu
djarfar myndir og þið á Visi full-
yrðið að þær séu klámfengnar.
Hvernig er það, er ekki einmitt
verið að skera úr þvi hvort þessar
myndir eða plaköt eru kláni eða
ekki? bað er fullsnemmt hjá ykk-
ur að setjast á dómarastól meðan
málið er enn á byrjunarstigi, —
og er ekki hver einasti sakborn-
ingur saklaus þangað til sekt hans
er sönnuð? Svo get ég sjálfur gef-
ið mitt álit á þessu fræga plakati,
þvi ég var svo forsjáll að kaupa
mér eitt eintak. Ég get þvi miður
ekki fundið neitt klám i þessari
saklausu mynd, auk þess sem
þetta verður að skoðast sem list-
rænt innlegg i myndlistina.
Plakatið sýnir lika stjörnufræði á
smekklegan hátt. Ég held að ef
við ætlum að fara að dæma þetta
klám þá hljóti það bara að vera af
þvi að við séum með klámfenginn
hugsunarhátt. Hvað er að þvi að
sýna tvo elskendur, karl og konu i
ástarleik og það ekki nema bara
skuggamyndir af þeim? Engin
kynfæri eru sjáanleg, aðeins
dökkar myndir af hinum ýmsu
stellingum i samförum karls og
konu. Má ég spyrja Hvaö er eigin-
lega klám?”
Klám-Jón
„Ég vil þakka
Vísi, en........."
Herra ritstjóri.
Ég vil þakka dagblaðinu Visi
fyrir myndarlega frásögn i máli
og myndum af starfsemi Flens-
borgarskólans, sem birtist siðast-
liðinn laugardag. En þvi miður
hafa slæðzt þar inn nokkrar mis-
sagnir og ónákvæmni i orðalagi,
sem ekki verður hjá komizt að
óska leiðréttingar á.
í fyrsta lagi kann það að valda
misskilningi, þegar sagt er, að
leyfi hafi enn ekki fengizt til
framhalds menntadeildar skól-
ans eftir annan bekk. betta mætti
skilja svo að um slikt leyfi hafi
einhvern timann verið synjað. En
svo er ekki, einfaldlega af þvi að
fram á það hefur enn ekki verið
farið formlega, þótt óformlegar
viðræður um málið hafi átt sér
stað um skeið.
t öðru lagi er mjög vafasamt að
tala um menntadeild skólans sem
,,skóla i skólanum” eins og gert
er i frásögninni og fyrirsögn að
henni. Minnsta kosti beinist öll
viðleitni okkar, sem við skólann
störfum, i þá átt að hindra að
deildin hljóti slika stöðu i vitund
manna, hvað þá i raun. Við
leggjum á það áherzlu, að skólinn
sé aðeins einn, þótt hann skiptist
vitaskuld i ýmsar og ólikar náms-
brautir, og að okkar áliti er
menntadeildin aðeins ein náms-
braut af mörgum innan skólans,
ekki aðskilin deild eða ,,skóli
innan skólans”.
i þriðja lagi er óhæfilega mikil
áherzla lögð á það i frásögn
blaðsins, sem ólokið er i hinu nýja
húsnæði skólans i húsi Dvergs.
Vissulega vantar enn ýmislegt
sem þar á að vera, en mjög er of-
mælt þegar gefið er i skyn, að það
sé einungis hálfkarað. Slik fram-
setning er auk þess ósanngjörn
gagnvart eigendum hússins, sem
hafa innréttað það til notkunar
fyrir skólann og hvorki sparað fé,
tima né fyrirhöfn til þess að það
mætti verða sem bezt úr garði
gert. Og af þeirra hálfu hefur öllu
umsömdu verki verið skilað á til-
skildum tima, þótt styttri timi
hafi verið til verksins en iðulega
tiðkast.
Hafnarfirði 24. september 1972.
Kristján Bersi Ólafsson.